Morgunblaðið - 28.11.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.11.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SAMVINNUFERÐIR-LANDSÝN er næststærsta ferðaþjónustufyrir- tæki landsins hvað varðar skipulagn- ingu og sölu ferða frá landinu og mót- töku erlendra ferðamanna til Íslands. Félagið hefur átt við mikinn fjárhags- vanda að stríða, eftir mikinn tap- rekstur á árunum 1999 og 2000. Hlutafé var aukið um 350 milljónir króna í janúar sl. en Guðjón Auðuns- son, sem þá tók við framkvæmda- stjórn félagsins, segir að eftir að árið 2000 var gert upp hafi komið í ljós að staða félagsins var mun verri en menn höfðu gert sér grein fyrir. „Hlutafjáraukningin fór þannig að mestu í að gera upp fortíðardrauga í stað þess að gera félagið betur í stakk búið til að mæta nýju rekstrarári. Við fórum þó bjartsýnir inn í yfirstand- andi rekstrarár og áætlanir okkar gerðu ráð fyrir að við næðum landi.“ Guðjón segir að röð atburða hafi hins vegar unnið mjög á móti fé- laginu. Þar ráði 25% gengisfelling krónunnar mestu. „Þegar ég tók við framkvæmdastjórn félagsins námu skuldir samkvæmt efnahagsreikningi um 1,5 milljörðum króna en eru í dag um 875 milljónir. Það sem eftir stend- ur eru þó mjög þungar skuldbinding- ar að bera. Gengisfelling krónunnar hefur verið okkur mjög óhagstæð, bæði hvað varðar enduruppsetningu á lánum en þó einkum vegna þess að við kaupum þjónustu í flugsætum og gistingu erlendis í erlendri mynt en greiðum fyrir í íslenskum krónum. Þar að auki lentum við í sex vikna sjó- mannaverkfalli þegar við gáfum út sumarbæklinga síðastliðið vor og til að kóróna hina slæmu stöðu hafa hin- ir skelfilegu atburðir í Bandaríkjun- um hinn 11. september haft verri áhrif á bókanir og ferðir en við gerð- um okkur í hugarlund. Við höfum þurft að fella niður ferðir og septem- bermánuður var mun daufari en áætl- anir gerðu ráð fyrir. Í ljósi fjárhags- stöðunnar var það mat stjórnar- manna félagsins að þeim bæri skylda til þess að tilkynna félagið gjald- þrota.“ Hagræðingaraðgerðir ekki farnar að skila sér Guðjón segir þessa niðurstöðu sorglega, sérstaklega í ljósi þess að umfangsmiklar hagræðingaraðgerðir undanfarinna mánaða séu ekki farnar að skila sér í rekstrinum nema að mjög litlu leyti. „Um 30 manns var sagt upp störfum hjá SL fyrir tæpu ári, við erum búnir að innleiða nýtt hugbúnaðarkerfi í allri okkar starf- semi, við höfum selt húsnæði félags- ins og leigt annað úti í bæ sem þýddi 20 milljóna króna lækkun í húsnæð- iskostnaði á ársgrundvelli. Við höfum auk þess hætt farmiðasölu, sem skil- aði okkur ekki neinum tekjum, og um 20 manns var sagt upp í kjölfar þess. Þessar aðgerðir hefðu þýtt 250 til 300 milljóna króna sparnað í rekstrar- kostnaði skrifstofunnar á næsta ári. Við hefðum viljað þrauka þangað til þessar aðgerðir væru farnar að skila sér en fengum ekki stuðning við- skiptabanka okkar til þess. Við höfum undanfarna daga gert hinu opinbera grein fyrir stöðu félagsins og gefið því tækifæri til að hafa áhrif á atburða- rásina, en niðurstaðan er að taka fé- lagið til gjaldþrotaskipta.“ Guðjón segir ómögulegt að segja til um hveru stórt gjaldþrot SL í raun er. „Það á eftir að koma í ljós, þegar farið verður að kalla inn kröfur, hvort verð- ur hægt að gera verðmæti úr óefn- islegum eignum og hversu mikil verð- mæti eru í efnislegum eignum.“ Sorglegt fyrir íslenskan ferðaiðnað Guðjón segir ljóst að stöðvun SL hafi mjög slæm áhrif á íslenskan ferðaiðnað í heild þar sem fyrirtækið hefur verið í fararbroddi á sviði ferða- mála á Íslandi undanfarna áratugi og myndað eðlilegt mótvægi á ferða- markaðnum. „Það eru fjölmargir að- ilar í ferðaþjónustuiðnaði sem mega ekki við því í þessu árferði að verða fyrir skakkaföllum. Þeir aðilar sem eiga kröfu á fyrirtækið eru gistihúsa- eigendur, veitingastaðir og afþrey- ingarfyrirtæki á borð við hestaleigur. Þessi niðurstaða er vissulega mjög sorgleg fyrir eigendur, starfsfólk og viðskiptavini SL, en hún er sérstak- lega sorgleg fyrir íslenskan ferðaiðn- að, því SL hefur verið valkostur og ákveðið mótvægi á íslenskum ferða- markaði. Ég tel landslagið í ferða- þjónustunni verða ansi einsleitt eftir að SL hættir rekstri. Við höfum tekið á móti um 15 þúsund ferðamönnum á ári, sem að mestu eru komnir hingað til lands í gegnum sölu- og markaðs- net SL erlendis. Stór hópur hefur þegar bókað ferðir til landsins á næsta ári, sem telst í mörg þúsund gistinóttum, þúsundum flugsæta og pöntunum á afþreyingarþjónustu hjá ýmsum aðilum.“ Starfsemi Ferðaskrifstofu stúd- enta, sem er alfarið í eigu Samvinnu- ferða-Landsýnar, mun einnig leggj- ast af í kjölfar gjaldþrotsins. Sömu sögu er að segja af Bókunarmiðstöð Íslands, sem haldið hefur úti upplýs- inga- og bókunarvef, en hún er einnig í eigu SL. Guðjón segir að samtals hafi starfað rúmlega 70 manns hjá SL og dótturfélögum þess. Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Flugleiða, sagði í gær ótíma- bært að tjá sig um áhrif gjaldþrots SL á starfsemi félagsins. 52 farþegar staddir erlendis Alls eru 52 farþegar á vegum Sam- vinnuferða-Landsýnar staddir er- lendis, allir á Kanaríeyjum. Sam- kvæmt upplýsingum hjá samgöngu- ráðuneytinu er beðið eftir upp- lýsingum frá SL um farþega félagsins erlendis, en þeim verður tryggð áframhaldandi gisting og flugferð til baka til landsins. Til stóð að um 470 manns færu í borgarferð á vegum SL til Dublin á Írlandi á morgun, fimmtudag, en nú er ljóst að ferðin verður ekki farin. Samkvæmt lögum um skipan ferðamála mun ríkið endurgreiða farþegum fargjaldið. Mikill hluti þeirra ferða sem við- skiptavinir hafa greitt inn á hjá SL er svokallaðar alferðir, en þeir viðskipta- vinir eiga rétt á endurgreiðslu. Alferð (pakkaferð) er, samkvæmt lögum um skipulag ferðamála, fyrirfram ákveð- in samsetning ekki færri en tveggja eftirfarandi atriða: Þegar ferð er seld eða boðin til sölu á heildarverði og þegar þjónustan tekur til lengri tíma en 24 klukkustunda eða í henni felst gisting; flutningur, gisting og önnur þjónusta við ferðamenn sem tekur til verulegs hluta ferðarinnar. Það telst alferð þótt reikningar séu gerðir sér- staklega fyrir hvert atriði, að því er fram kemur í lögum um skipulag ferðamála. María Thejll, skrifstofustjóri hjá samgönguráðuneytinu, segir að þeir sem hafi keypt slíkar ferðir hjá Sam- vinnuferðum-Landsýn þurfi að lýsa kröfu og hafa tilskilin gögn til reiðu. Farið verði yfir einstök mál og að við- skiptavinir ættu að fá það sem þeir hafi greitt inn á ferðir hjá SL end- urgreitt. Ekki sé gert ráð fyrir því, samkvæmt lögunum, að aðrar ferðir sem búið er að greiða inn á verði end- urgreiddar. María segir að svo virðist sem mikill hluti þeirra ferða sem við- skiptavinir hafi greitt inn á sé alferð- ir. Samvinnuferðir-Landsýn urðu til við samruna Samvinnuferða, ferða- skrifstofu í eigu SÍS, og Landsýnar, sem var í eigu ASÍ, fyrir 22 árum. Starfsmenn voru þá 12. Síðan hafa orðið miklar breytingar á eignarhaldi og er ferðaskrifstofan í eigu nokkurra stærstu verkalýðsfélaga og -samtaka í landinu, auk fyrirtækja og einstak- linga. Fjárfestingarfélagið Gilding ehf. eignaðst meirihluta í SL, alls 31,91%, í janúar síðastliðnum þegar hlutafé félagsins var aukið um 350 milljónir. Aðrir hluthafar eru Eignarhalds- félagið Alþýðubankinn sem á 19,78%, Vátryggingarfélag Íslands sem á 16,71%, Olíufélagið sem á 11,49%, Frjálsi fjárfestingabankinn hf. sem á 6,64%, Samvinnulífeyrissjóðurinn sem á 6,39%, Alþýðusamband Íslands sem á 1,71%, BSRB sem á 0,46% og Útgerðarfélagið Njörður ehf. sem á 0,39% hlutfjárins. Héraðsdómur Reykjavíkur mun væntanlega kveða upp úrskurð um gjaldþrot í dag og skipa skiptastjóra þrotabúsins. Stjórn Samvinnuferða-Landsýnar óskar eftir gjaldþrotaskiptum Morgunblaðið/Golli Ekki lengur grund- völlur fyrir rekstrinum Stjórn Samvinnuferða-Landsýnar hf. ákvað á fundi í gær að hætta rekstri félagsins þar eð ekki væri lengur grund- völlur fyrir rekstrinum. Skuldir félagsins nema nærri 900 milljónum króna. Allar auglýstar ferðir hafa verið felldar niður. Um 70 starfsmenn voru hjá fyrirtækinu. STURLA Böðvarsson, samgönguráð- herra, segir að ljóst sé að þegar eins stór ferðaskrifstofa og Samvinnuferð- ir-Landsýn dettur úr skaftinu sé það alvarlegt mál fyrir viðkomandi starfs- fólk. Eins hafi gjaldþrotið áhrif á við- skiptin sem hún hafi sinnt en vona verði að maður komi í manns stað og það takist að nýta þau viðskiptatæki- færi sem ferðaskrifstofan hafi nýtt sér hingað til. Að sögn Sturlu Böðvarssonar kem- ur ríkið ekki að gjaldþrotinu sem slíku en með lögum sé tryggt að neyt- endur, sem hafi keypt svonefndar al- ferðir og ferðir í leiguflugi, verði ekki fyrir skakkaföllum. Tryggt sé að allir sem hafi keypt ferðir og eru á vegum ferðaskrifstofunnar erlendis komist heim. Með sama hætti sé tryggt að þeir sem hafi keypt ófarnar ferðir geti framvísað sínum kröfum sem síðan verði unnið úr. Ekki forsendur fyrir kaupum á Bókunarmiðstöðinni Aðspurður segir Sturla Böðvars- son að sér hafi borist bréf frá ferða- skrifstofunni seinnipartinn í fyrradag þar sem boðið hafi verið upp á við- ræður um það að ríkið keypti Bók- unarmiðstöð Íslands og vísað til gagnagrunnsins sem þar hafi verið nýttur. Hann segir að það hafi verið mat sitt, að höfðu samráði við ferða- málastjóra og fleiri, að það væru ekki forsendur fyrir því að ganga til við- ræðna um kaup á Bókunarmiðstöð- inni. Viðskipta- tækifærin mikilvæg Samgönguráðherra segir að gjaldþrot Samvinnuferða sé alvarlegt mál RANNSÓKN lögreglunnar í Reykjavík á skotárás við íþrótta- svæði Íþróttafélags Reykjavíkur í Breiðholti þann 29. apríl sl. er því sem næst lokið. Gögn málsins verða send til ríkissaksóknara sem tekur ákvörðun um framhald málsins. Að sögn Egils Stephensen, sak- sóknara hjá lögreglustjóranum í Reykjavík, tafðist rannsókn málsins þar sem þeir sem grunaðir eru um skotárásina kærðu þá sem skotið var á fyrir líkamsárásir og þurfti því að rannsaka málið með tilliti til þess. Málið er rannsakað sem tilraun til manndráps enda var margsinnis skotið á tvær bifreiðar með mönnum innanborðs. Segjast beittar blekkingum Rannsókn á meintu vændi á nekt- arstaðnum Bóhem er nokkru skemmra á veg kominn. Málið tafðist sökum þess að nokkur vitni voru í út- löndum þegar átti að yfirheyra þau. Fjórar eistneskar nektardansmeyj- ar leituðu á sínum tíma til lögreglu og báru að rekstraraðilar staðarins hefðu hvatt þær til að stunda vændi til að drýgja umsamin mánaðarlaun. Þær héldu því fram að þær hefðu verið blekktar til að koma til lands- ins, þ.e. þeim var lofað ákveðnum mánaðarlaunum fyrir nektardans en þegar til kastanna kom voru launin mun lægri en samið hafði verið um. Mismuninn áttu þær að vinna sér inn með því að stunda vændi. Rannsókn lögreglu og skattrann- sóknarstjóra beinist einnig að hugs- anlegum bókhaldsbrotum fyrirtæk- isins. Egill Stephensen segir að það ráð- ist af niðurstöðu rannsóknarinnar hvort ríkissaksóknari eða lögreglu- stjórinn ákæri í málinu eða hvort málið verði látið niður falla. Rannsókn á skotárás næstum lokið ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.