Morgunblaðið - 28.11.2001, Síða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
14 MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
NÝTT húsnæði Marels hf. í
Molduhrauni í Garðabæ er
óðfluga að taka á sig mynd
en stefnt er að því að starf-
semi fyrirtækisins verði
flutt þangað í júlí á næsta
ári.
Að sögn Kristjáns Þor-
steinssonar, fjármálastjóra
Marels, er stutt í að húsið
verði fokhelt, en alls er það
um 14.200 fermetrar. Hús-
ið skiptist í tvo hluta. Ann-
ars vegar er verksmiðju-
bygging, sem er um 10.000
fermetrar, og hins vegar
skrifstofuhús, sem er tengt
við verksmiðjuna. Er skrif-
stofuaðstaðan alls um 4.000
fermetrar.
Hafist var handa við
verkið í apríl síðastliðnum
og áætlað er að því ljúki í
júlí 2002. Teiknistofa Ingi-
mundar Sveinssonar sá um
hönnun byggingarinnar en
verktakafyrirtækið Frið-
jón og Viðar er aðalverk-
taki. Kristján segir kostn-
aðaráætlun vera um 1,1
milljarð íslenskra króna á
verðlagi í febrúar síðast-
liðnum.
Að hans sögn leigir Mar-
el núverandi húsnæði fyr-
irtækisins. „Þetta gjör-
breytir allri starfsaðstöðu
hjá okkur. Húsnæðið hérna
á Höfðabakkanum er orðið
of lítið og við erum nú með
starfsemi á tveimur stöðum
í Reykjavík sem verður
sameinuð á einn stað í
Garðabænum. Þetta mun
breyta mjög miklu fyrir
starfsemi Marels á Íslandi,
samanber reynslu Carni-
tech, dótturfélags Marels í
Danmörku, en það tók í
notkun nýtt húsnæði í fyrra
sem hefur reynst því fyr-
irtæki mjög vel.“
Morgunblaðið/Golli
Nýbygging Marels er langt komin og er búist við að
hún verði orðin fokheld í næsta mánuði.
Um 14.200
fermetra hús
Marels rís
Garðabær
BÆTA þarf aðbúnað, göngu-
stígakerfi og auka upplýs-
ingar til ferðamanna í Viðey
svo gestir geti notið þeirra
verðmæta sem eyjan hefur
upp á að bjóða. Þetta er með-
al þeirra hugmynda sem
stýrihópur um stefnumörkun
Viðeyjar og annarra eyja á
sundum kynnti í niðurstöðum
sínum á fundi Umhverfis- og
heilbrigðisnefndar í síðustu
viku.
Stýrihópurinn hafði að leið-
arljósi að Viðey og eyjarnar á
Sundum verði áhugavert úti-
vistarsvæði og vettvangur
fræðslu í sögu- og nátt-
úrufræðum sem og að eyj-
arnar verði mikilvægur þátt-
ur í menningartengdri
ferðaþjónustu í borginni og
aðgengilegar allan ársins
hring.
Nefndin telur menningar-
landslag, minjar um búsetu
og búskaparhætti fyrri tíma,
sem varðveist hefur í eyj-
unum vera einstakt fyrir þá
sök að eyjarnar hafi að mestu
sloppið við framkvæmdagleði
20. aldarinnar. Lagst er gegn
gróðursetningu þar sem hóp-
urinn telur aðfluttan gróður
munu raska fyrrgreindum
minjum sem beri að varðveita
fyrir komandi kynslóðir.
Lega þeirra á Sundunum í
faðmi höfuðborgarinnar er
einnig talin einstök þar sem
fáar borgir státi af slíkum
náttúruperlum. „Í vaxandi
borgarsamfélagi þar sem
stöðugt er gengið á rými ein-
staklingsins verða svæði eins
og eyjarnar sífellt verðmæt-
ari fyrir borgarana til hvíldar
og endurnæringar,“ segir
meðal annars í skýrslu stýri-
hópsins.
Sundastrætó –
Viðeyjarleið?
Til að tryggja rekstrar-
grundvöll þeirrar starfsemi
sem lagt er til að verði í eyj-
unum er talið nauðsynlegt að
bæta samgöngur verulega frá
því sem nú er. Tryggja þarf
stöðugar og tíðar ferðir til
Viðeyjar allan ársins hring og
ferðir í aðrar eyjar árs-
tíðabundið þannig að svæðin
geti þjónað ferðamönnum.
Stýrihópurinn segir það skil-
yrði að hafnaraðstaða sé góð í
Viðey en hana þurfi að bæta
bæði á núverandi stað og við
Sundabakka. Þá ættu að vera
lendingarskilyrði í öllum eyj-
unum. Þá leggur nefndin til
að kostir og gallar göngu-
brúar eða jarðganga úr Gufu-
nesi verði kannaðar og hafn-
ar verði reglubundnar
siglingar úr miðborginni í að
minnsta kosti fjóra mánuði á
ári þar sem siglt verði í og
kringum eyjarnar. Jafnframt
er lagt til að kostir og gallar
svokallaðs Sundastrætós
verði kannaðir sem tengja
myndi eyjarnar við almenn-
ingssamgöngukerfi borg-
arinnar.
Gert er ráð fyrir að skóla-
húsið í Viðey verði nýtt sem
fræðslusetur þar sem öllu
efni, sem til er um eyjarnar,
verði safnað saman og haft
aðgengilegt fyrir gesti. Nauð-
synlegt er talið að útbúa
kennsluefni fyrir öll skólastig
um náttúru og sögu eyjanna
þar sem efnið verði bæði nýtt
í skólastofum og í vettvangs-
ferðum skólanna en í ferð-
unum er æskilegt að fjöl-
breytt leiðsögn og fræðsla
verði í boði.
Árið 1988 stóð Reykjavík-
urborg fyrir hugmynda-
samkeppni um nýtingu Við-
eyjar og hefur nokkuð verið
unnið í samræmi við hug-
myndir sem þar komu fram.
Aðrar eyjar, það er Engey,
Þerney og Akurey, hafa verið
leigðar einstaklingum sem
flestir nýta þær fyrir æð-
arbúskap. Lundey er í eigu
ríkisins og er hún einnig leigð
einstaklingum. Allar eyjarnar
eru á náttúruminjaskrá.
Nokkrar breytingar urðu á
rekstri Viðeyjar á þessu ári
þar sem staðarhaldari lét af
störfum en í kjölfar þess
ákvað borgarráð að tillögu
menningarmálanefndar að
rekstur eyjarinnar skyldi fal-
inn Árbæjarsafni en skrif-
stofu menningarmála var fal-
in umsjón með mörkun stefnu
um framtíðarnýtingu allra
eyjanna.
Morgunblaðið/Þorkell
Framtíðarsýn um Viðey
Eyjar á Sundum
BÆJARSTJÓRN Mosfells-
bæjar hefur samþykkt að
sækja um styrk til Fram-
kvæmdasjóðs aldraðra til
byggingar hjúkrunarheimil-
is í bænum. Þetta er í fjórða
sinn sem bærinn sækir um
til sjóðsins en bæjarstjórinn
segir sveitarfélagið eitt ör-
fárra á landinu sem ekki
hafa tryggan aðgang að
hjúkrunarrýmum fyrir aldr-
aða íbúa sína.
Jóhann Sigurjónsson bæj-
arstjóri segir að fyrirhugað
sé að hjúkrunarheimilið rísi
við hlið Dvalarheimilis aldr-
aðra sem stendur við Hlað-
hamra. „Þar eru í dag bæði
eignar- og leiguíbúðir og
það er ákveðin hagkvæmni í
því að heimilið rísi í
tengslum við það. Fyrir er
öll þvottaaðstaða, mötuneyt-
isaðstaða og stjórnunarrými
og því má byggja þarna
hagkvæma einingu, 20–24
rúma hjúkrunarheimili sem
við sjáum fyrir okkur að
verði orðið fullnýtt innan
mjög fárra ára.“
Hann segir þetta í fjórða
sinn sem sótt er um til
framkvæmdasjóðsins vegna
heimilisins en fyrst var sótt
um á árunum 1997–98. „Við
höfum ítrekað reynt að ná
athygli fjárveitingavaldsins
gagnvart þessu því eins og
staðan er í dag erum við
nánast eina sveitarfélagið á
landinu sem hefur ekki
tryggan aðgang að hjúkrun-
arrýmum fyrir eldri borgara
sína og við teljum það ótækt
ástand.“
Meðalaldur íbúa á
dvalarheimilinu
kominn yfir 80 ár
Að sögn Jóhanns hefur
eldri íbúum farið ört fjölg-
andi í bænum. „Við erum
ungt sveitarfélag þannig að
hlutfall eldri borgara hefur
verið tiltölulega lágt hér og
menn hafa bent á að við höf-
um fáa einstaklinga á vist-
unarskrá. Á móti höfum við
bent á að fólk er ekkert að
bíða eftir að hjúkrunarheim-
ili rísi hérna heldur reynir að
koma ættmennum sínum fyr-
ir annars staðar. Þeim fer
stöðugt fjölgandi, íbúunum
sem þurfa á hjúkrunarrými
að halda, og einnig höfum við
bent á að í dag er meðalaldur
þeirra íbúa sem eru á dval-
arheimilinu kominn yfir 80
ár. Þar erum við með sólar-
hringsvakt og veitum raun-
verulega miklu meiri þjón-
ustu en svona dvalarheimili
gera ráð fyrir.“
Áætlaður kostnaður við
byggingu hjúkrunarheimil-
isins er að sögn Jóhanns um
140 milljónir króna.
Áætlað er að bæjarfélagið
greiði um 60 prósent kostn-
aðarins en afgangurinn
kæmi úr Framkvæmdasjóði
aldraðra. Sveitarfélagið
myndi síðan reka heimilið
en gert er ráð fyrir að það
fengi daggjöld þannig að
áætluð útgjöld bæjarins
vegna rekstursins yrðu 12–
15 milljónir árlega.
Hjúkrunarheimili
rísi við Hlaðhamra
Sótt um í
Framkvæmda-
sjóð aldraðra í
fjórða sinn
Mosfellsbær
NAUÐSYNLEGUM
breytingum vegna einsetn-
ingar Álftamýrarskóla er
nú lokið og voru viðbygg-
ingar við skólahúsnæðið
teknar í notkun um
helgina.
Það var Sigrún Magnús-
dóttir, formaður fræðslu-
ráðs Reykjavíkur, sem af-
henti byggingarnar form-
lega en að athöfn lokinni
gátu gestir kynnt sér og
skoðað nýja húsnæðið. Um
er að ræða 504 fermetra
viðbyggingu á einni hæð
við austurenda eldri bygg-
ingar og 174 fermetra
byggingu í inngarði skól-
ans sem tekin var í notkun
á síðasta ári. Bjarni Snæ-
björnsson hannaði húsnæð-
ið.
Meðal þess sem er að
finna í nýju byggingunum
er hátíðar- og matsalur,
tónmenntastofa, mynd-
menntastofa og hópher-
bergi. Í tengslum við salinn
hefur verið innréttað eld-
hús með aðstöðu fyrir
mötuneyti skólans. Í frétta-
tilkynningu segir að frá 1.
október hafi nemendum
1.–4. bekkjar boðist að
kaupa sér heita máltíð í há-
deginu en stefnt sé að því
að allir nemendur skólans
geti fengið heita máltíð í
framtíðinni.
Skólinn tók upphaflega
til starfa 1964 og var fjöl-
mennastur upp úr 1970 en
þá voru nemendur tæplega
1.200 en nú eru rúmlega
360 nemendur í skólanum.
Starfandi skólastjóri er
Sveinn Kjartansson í árs-
leyfi Steinunnar Ármanns-
dóttur.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Fjöldi gesta lagði leið sína í Álftamýrarskóla á
laugardag til að kynna sér nýju viðbyggingarnar.
Viðbygging-
ar í notkun
Háaleitishverfi