Morgunblaðið - 28.11.2001, Side 18

Morgunblaðið - 28.11.2001, Side 18
LANDIÐ 18 MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞRÁTT fyrir samdrátt í sauðfjár- rækt þá heldur kynbótastarfið öfl- ugt áfram. Sauðfjárbændur og áhugafólk um sauðfjárrækt í Árnes- sýslu hélt haustfund sinn á Þing- borg í Hraungerðishreppi 21. nóv- ember sl. Ráðunautar Búnaðar- sambands Suðurlands kynntu uppgjör haustvinnunnar. Lýst var hrútakosti sauðfjársæðingastöðv- arinnar og kynntar niðurstöður úr skýrsluhaldi bænda. Spenna var í salnum meðal tæp- lega 70 gesta þegar í lokin var talið niður og veittar viðurkenningar eig- endum 10 best gerðu, veturgömlu hrútanna í Árnessýslu. Hæstu heild- arstig hlaut hrúturinn Abel frá Jökli Helgasyni bónda á Ósabakka. Veitt eru heildarstig og hlaut Abel sem er undan Amor alls 87. Þar af voru 37 stig fyrir bak, malir og læri. Val fer þannig fram að þeir vet- urgömlu hrútar sem standa efstir eftir hefðbundnar sýningar og skoð- anir haustsins í hverjum hreppi eru skoðaðir aftur og dómar endur- metnir á svokallaðri yfirlitssýningu. Að sögn Fanneyjar Ólafar Lárus- dóttur sauðfjárræktarráðunautar standa oft enn margir jafnir eftir það mat. Sé svo þá ræður vöðva- þykkt á baki hvaða hrútur skipar endanlega efsta sætið. Annar í röðinni varð Snær frá fé- lagsbúinu Hlemmiskeiði með 86 stig og í þriðja sæti Dreitill frá Magnúsi Guðmundssyni á Oddgeirshólum með 85,5 Einnig var haldinn fundur í Rang- árvallasýslu og þriðji fundurinn í Vestur-Skaftafellssýslu. Í Rangár- þingi stóð efstur Austri frá Skarði með 86 stig og í Vestur-Skaftafells- sýslu Steri frá Úthlíð með 85,5 heildarstig. Fanney sagði hrúta nú í haust vænni en undanfarin ár og alls höfðu þau skoðað 169 hrúta aft- ur, en alls komu 635 til dóms. Hún sagði þetta form fundanna sem tekið var upp árið 1999 og einn- ig meiri áherslu á að meta frekar veturgamla hrúta og lömb hafa gef- ist mjög vel. Abel stóð efstur í Árnessýslu Morgunblaðið/Valdimar Guðjónsson Þröstur Aðalbjarnarson ráðunautur og Jökull Helgason, bóndi á Ósa- bakka, með viðurkenningar sínar fyrir verðlaunahrútinn Abel. Aftar er Fanney Ólöf Lárusdóttir, ráðunautur í sauðfjárrækt. Gaulverjabær Öflugt kynbótastarf kynnt á hrútafundi á Þingborg NÝLEGA var staðfestur samning- ur á milli Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Loftmynda ehf. og Ís- grafs ehf. fimmtudaginn um ókeypis aðgang háskólans að hug- búnaði og landfræðilegum gögnum á tölvutæku formi. Hér mun um að ræða fyrsta samning sinnar teg- undar hér á landi. Athöfnin fór fram í hátíðarsal Landbúnaðarháskólans. Magnús B. Jónsson rektor gerði grein fyrir samningnum og taldi hann mjög mikilvægan fyrir skólann og nem- endur hans, bæði vegna rannsókna og kennslu.Fyrir hönd LBH hefur Auður Sveinsdóttir verið tilnefnd sem umsjónarmaður gagna og hugbúnaðar og mun sjá um sam- skipti á milli styrktaraðila og skól- ans. Örn Arnar Ingólfsson frá Ísgrafi ehf. ávarpaði viðstadda fyrir hönd styrktaraðila. Að því loknu var samningurinn staðfestur með und- irritun Magnúsar B. Jónssonar rektors, Sigurðar Arnalds, fyrir hönd Loftmynda ehf., og Arnar Arnars Ingólfssonar fyrir hönd Ís- grafs, að viðstaddri Auði Sveins- dóttur, landslagsarkitekt og kenn- ara á Hvanneyri. Samið um aðgang að landfræðigögnum Morgunblaðið/Davíð Samningurinn staðfestur á Hvanneyri, f.v. Auður Sveinsdóttir, Magnús B. Jónsson, Sigurður Arnalds og Örn Arnar Ingólfsson. Skorradalur JÓN Eiríksson byggingaverktaki á Blönduósi og samverkamenn hans vinna af fullum krafti að reisa við- byggingu við Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi. Hin 348 fermetra við- bygging er komin upp úr jörðu og nokkrir veggir hafa litið dagsins ljós. Að sögn Jón Eiríkssonar er ætl- un að loka byggingunni nú í febrúar en verkinu á að skila í febrúar 2003. Jón segir að frá því að framkvæmd- ir hófust um miðjan október hafi verkið gengið mjög vel og þakkar hann það meðal annars afar hag- stæðu tíðarfari. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Vinna við viðbyggingu Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi gengur mjög vel. Blönduós Heimilisiðnaðarsafnið æðir upp úr jörðu UPPÚR 1970 var á deiliskipulagi Sauðárkrókskaupstaðar gert ráð fyr- ir að byggðar yrðu íbúðir fyrir aldr- aða í tengslum við Sjúkrahús Skag- firðinga, og voru þá þegar byggðar fjórar íbúðir, sem síðan þá hafa verið nýttar af eldri borgurum úr bæ og héraði. Fyrir nokkrum árum og með stofn- un Félags eldri borgara á Sauðár- króki komu aftur upp þær hugmyndir að þörf væri á því að reisa sérstakar íbúðir þar sem aldraðir gætu keypt sér tryggan búseturétt á meðan þeir gætu, með eða án aðstoðar, annast um sig sjálfir og verið á eigin vegum. Tvær meginhugmyndir komu fram varðandi þessi mál og vildi hluti fé- lagsmanna byggja fjölbýlishús með þjónustuaðstöðu án sérstakra tengsla við heilsugæslustöðina, en hinn hlut- inn vildi halda áfram uppbyggingunni á svæðinu sem tengt var sjúkrahúsi og heilsugæslustöð. Byggingarfélag stofnað Ekki náðist um þessi mál samstaða, og stofnaði þá síðarnefndi hópurinn byggingarfélagið Búhöld og fékk samþykkt sveitarstjórnar fyrir því að þær lóðir sem upphaflega voru ætl- aðar til þessa yrðu gerðar bygging- arhæfar. Voru í framhaldi af þessu skipu- lagðar tvær götur, sem fengu nöfnin Forsæti og Hásæti, sú síðarnefnda lögð og allar lóðir austan götu gerðar byggingarhæfar. Búhöldar hófu þegar framkvæmdir við byggingu parhúsa, og nú þessa dagana er hafin bygging fimmta par- hússins, flutt hefur verið inn í sjö íbúðir og allar tíu þegar seldar. Hefur félagið í ljósi mikillar eftir- spurnar eftir íbúðunum óskað eftir því við sveitarstjórn að austari gatan Forsæti verði lögð þegar í vor, þar sem sú góða reynsla sem fengist hef- ur af þeim íbúðum sem reistar hafa verið hefur gert það að verkum að kaupendur virðast vera að öllum þeim íbúðum sem þar yrðu reistar. Á síðastliðnu ári var á vegum sveit- arfélagsins Skagafjarðar og Félags eldri borgara settur á fót undirbún- ingshópur, sem hafði það að mark- miði að stofna húsnæðissamvinnu- félag og leysa þannig úr húsnæðisþörf þess fólks sem komið er á efri ár, og um það bil eða þegar farið út af vinnu- markaði, vill losna úr of stórum eða óhentugum íbúðum en tryggja búsetu sína sem best. Nefndin hélt nú í vetrarbyrjun kynningarfund og gerði þá tillögu um að reist yrði fjölbýlishús og hafði fengið vilyrði sveitarfélagsins um lóð sunnan Ábæjar í Sauðármýrum. Var félaginu einnig kynnt búsetu- og eign- arhaldsfyrirkomulag á umræddum íbúðum sem reistar yrðu og einnig hver kostnaður yrði. Sagði Jón Karlsson, sem unnið hef- ur að undirbúningi þessa máls með sveitarstjórnarmönnum og félögum eldri borgara, að næsta skref yrði væntanlega að efna til stofnfundar hins nýja húsnæðissamvinnufélag en síðan yrðu framkvæmdir allar í hönd- um þeirrar stjórnar sem félagið mundi kjósa sér. Sagðist Jón vænta þess að með vorinu yrði hafist handa varðandi bygginguna, en ljóst er að eldri borg- arar á Sauðárkróki sitja ekki með hendur í skauti án þátttöku í daglegu amstri hversdagsins heldur berjast ótrauðir fyrir sínum málum og koma þeim í höfn. Öflug byggingar- starfsemi á veg- um eldri borgara Sauðárkrókur NÝLEGA var opnuð áfengisútsala í Grundarfirði. Útsalan er í sama húsnæði og blóma- og gjafavöru- búðin María. Eigendur verslunar- innar Maríu munu sjá um afgreiðsl- una. Hingað til hafa Grundfirðingar þurft að leita til barnafataversl- unarinnar í Ólafsvík eftir dropa, en sú verslun hýsir áfengisútsöluna þar. Verslunin verður opin eina klukkustund alla virka daga nema á föstudögum. Þá er hún opin í tvær klukkustundir. Áfengis- útsala opnuð Ljósmynd/Hallgrímur Magnússon Forstjóri ÁTVR, Höskuldur Jónsson, ásamt Maríu Gunnarsdóttur og Árna Halldórssyni, eigendum verslunarinnar Maríu. Grundarfjörður Horn.is – heimasíða Hornfirðinga NÝJUM vef, www.horn.is, hef- ur verið hleypt af stokkunum. Vefurinn er staðbundinn frétta- og upplýsingavefur fyrir Horna- fjörð og nágrenni. Á vefnum munu birtast fréttir úr sveitar- félaginu og af Hornfirðingum nær og fjær. Á horn.is verður einnig að finna viðburðadagatal, pistla, netfangaskrá og ókeypis smáauglýsingar. Auk þess verða á vefnum tenglar á aðrar nayðsynlegar síður þannig að allir Hornfirð- ingar ættu að geta gert horn.is að sinni „heimasíðu“, segir í fréttatilkynningu. Hornafjörður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.