Morgunblaðið - 28.11.2001, Side 22

Morgunblaðið - 28.11.2001, Side 22
ERLENT 22 MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BANDARÍSKIR landgönguliðar og afganskir bandamenn þeirra munu reyna að hrekja leiðtoga tal- ibana – og Osama bin Laden ef hann er með þeim – í áttina að eyðimörk suður af Kandahar, til þess að koma í veg fyrir að þeir komist til fjalla þar sem nóg er um felustaði. Var þetta haft eftir ætt- bálkaleiðtogum í Afganistan í gær. Talibanar hafa heitið því að verja borgina, sem er fæðingarstaður hreyfingar þeirra, þrátt fyrir að landgönguliðarnir hafi sett upp árásarvarðstöð skammt frá. En haldi talibanar uppteknum hætti er líklegt að þeir yfirgefi Kandahar, líkt og þeir yfirgáfu Kabúl og aðrar borgir, og leiti skjóls til fjalla. Landgönguliðarnir njóta stuðn- ings pastúnaættbálka í leitinni að bin Laden, og einnig fá þeir aðstoð fyrrverandi yfirmanna frá því í stríðinu gegn Sovétmönnum. Úr mörgu að velja Bin Laden hefur úr mörgum felustöðum að velja – allt frá þétt- um skógum vestur af Kandahar til óvinnandi virkis sem byggt var með aðstoð Bandaríkjamanna á tímum stríðsins við Sovétríkin. Ef Bandaríkjamenn vita hvar bin Lad- en heldur sig þá fara þeir ekki hátt með það. Og í Afganistan ganga margar sögur um hvar hann sé nið- ur kominn. Foringjar vopnaðra sveita Afg- ana í austurhluta landsins hafa grun um að bin Laden sé í felum í fjallavígi sem nefnist Tora Bora, og fyrrverandi hermenn í afganska hernum segja vera óvinnandi. Tora Bora var byggt með aðstoð Banda- ríkjamanna á tímum stríðsins gegn Sovétmönnum og er efst í 3.900 m háu fjalli, 55 km suður af Jalala- bad. Þangað er þriggja klukku- stunda gangur frá næsta vegi. Fjöldi herbergja og ganga er grafinn 345 metra inn í fjallið, og herma fregnir að þar geti um eitt þúsund manns dvalið. „Ég er viss um að hann er þarna, 70 prósent viss,“ sagði Hazrat Ali, herforingi sem er yfirmaður öryggisgæslu umhverfis Jalalabad. Kveðst hann telja að bin Laden vilji vera nærri pakistönsku landamærunum til að geta flúið Afganistan fyrirvarlaust. Ef til vill nær Kandahar Aftur á móti er Tora Bora um 480 km norðaustur af Kandahar- svæðinu, þar sem bandarísku land- gönguliðarnir lentu, og bendir það til þess að Bandaríkjamnenn telji aðra felustaði líklega, er séu nær Kandahar, höfuðvígi talibana. Mo- hammed Khaqzar, fyrrverandi yf- irmaður leyniþjónustu talibana, telur að bin Laden og meðreiðar- sveinar hans úr forystusveit talibana kunni að vera á leið til fjallanna er gnæfa norðvestur af Kandahar. Khaqzar segir þó ólíklegt að bin Laden muni halda sig þar, því það svæði hafi orðið fyrir mörgum sprengjum síðan loftárásir hófust 7. október. Líklegra þykir honum að bin Laden mui fara lengra inn í Islam Dara, svæði umlukt fjöllum, u.þ.b. 50 km norðvestur af Kand- ahar. Í Islam Dara var bækistöð Gulbuddins Hekmtayar, leiðtoga skæruliðanna er börðust gegn her- liði Sovétmanna. Bandarískar flug- vélar hafa varpað fjöldanum öllum af sprengjum á svæðið, en Khaqzar segir ólíklegt að sprengjurnar hafi valdið miklum skemmdum á hell- unum á svæðinu. Annar hugsanlegur ákvörðunar- staður bin Ladens er Kajaki, norð- vestur af Kandahar, þar sem fjöll gnæfa í um 3.000 metra hæð. „Bin Laden gæti farið til Kajaki og þar gæti hann látið sig hverfa upp í fjöllin,“ sagði Khaqzar. „Það yrði mjög erfitt að ná honum.“ Vestur af Kandahar er önnur fyrrverandi bækistöð frá því í stríðinu við Sov- étmenn. Það svæði er vaxið þéttum garðagróðri og trjám. Úr einum helli í annan En í Jalalabad eru menn þess fullvissir að bin Laden sé í Tora Bora. Ali herforingi kvaðst hafa heyrt fregnir um að á nóttunni færi bin Laden á hestbaki úr einum helli í annan í Hvítufjöllum, fjall- garðinum suður af Jalalabad, og að sést hefði til hans í Tora Bora í síð- ustu viku. Þegar hermenn talibana og al-Qaeda-samtakanna yfirgáfu búðir sínar við Jalalabad í byrjun október héldu um sex þúsund þeirra, undir forystu bin Ladens, suður á bóginn í átt að Hvítufjöll- um, sagði Abdul Qadir, nýi héraðs- stjórinn í Jalalabad. En hann kvaðst ekki geta staðfest að bin Laden, sem heimsótti Tora Bora á níunda áratugnum, væri í fjalla- virkinu. Ali hershöfðingi, sem notaði virkið sem bækistöð við árásir á sovéska herinn á níunda áratugn- um, sagði að það væri nánast ógerningur að taka Tora Bora með valdi. Sovétmenn hefðu hvað eftir annað varpað á það sprengjum og gert á það árásir í heilan áratug, en orðið lítið ágengt. Afganskir skæruliðar notuðu bandaríska peningaaðstoð til að láta grafa virkið eins og mauraþúfu inn í fjallið Ghree Khil, sem er um dagleið frá pakistönsku landamær- unum. Nafnið Tora Bora þýðir „svart ryk“. Inni í virkinu er fjöldi vistarvera og ganga, að sögn Afg- ana sem kom þangað fyrir hálfu ári ásamt arabískum hermönnum. „Eins og á hóteli“ Munni ganganna inn í virkið er falinn á bak við stór furutré. Göng- in eru nógu breið til að um þau komist bíll. Um 15 metrar eru inn að stórri eikarhurð sem opnast inn í mikið völundarhús. „Á bak við hurðina kvíslast göngin, eins og á hóteli, það eru dyr á báðar hend- ur,“ sagði Afganinn, sem ekki vildi láta nafns síns getið, af ótta við hefndir. Í hellunum er loftræstikerfi. Tal- ibanar hafa komið þar fyrir raflögn og nota vatnstúrbínu sem knúin er af fjallalækjum. Veggirnir eru múrhúðaðir en loftið er svart berg- ið. Afganinn sagði að herbergin væru mismunandi að stærð, sum væru svefnherbergi, önnur skrif- stofur og samkomusalir. Talibanarnir og al-Qaeda-liðarnir í Tora Bora kaupa vistir af fólki í nærliggjandi þorpum, sagði Sorhab Qadri, einn af leyniþjónustumönn- um Alis. Væri þorpsbúum greitt vel fyrir vinnu við stækkun virk- isins. Einungis tilteknu fólki er hleypt nærri vel vörðum dalnum, þar sem virkið er. Uppi á klettum sitja vopnaðir varðmenn. „Osama varaði þorpsbúana við því að ef þeir kæmu nálægt hellinum,“ sagði Qadri, „þá yrðu þeir drepnir.“ Leynist Osama bin Lad- en í „Svarta rykinu“?                                            !                  ! "  # $#  %" !& '     (  ) # $#      ! *  + ,  & *  ' #  -.  + (  )                "# $ %   ! " Kabúl, Jalalabad. AP. Bandarískir landgönguliðar hafa nú bæst í hóp þeirra sem leita að Osama bin Laden. Þeir sem til þekkja í Afganistan telja líkleg- ast að hann hafi farið ásamt forsprökkum talibana upp í Hvítufjöll, suður af Jalalabad, og leitað skjóls í fjallavirkinu Tora Bora, sem sagt er óvinnandi vígi. SÆNSKUR mynda- tökumaður, sem starf- aði fyrir sænsku sjón- varpsstöðina TV4, lét lífið í skotárás ungra innbrotsþjófa í borginni Taloqan í norðurhluta Afganistans í fyrrinótt. Myndatökumaðurinn, Ulf Strömberg, sem var 42 ára, var skotinn í bringuna þegar brotist var inn í hús sem hann dvaldi í. Var hann skot- inn í brjóstið og lést af sárum sínum skömmu síðar. Að sögn sænskra fjölmiðla er talið að árásarmennirnir hafi verið á aldr- inum 14-15 ára. Nokkrir aðrir fjölmiðlamenn, þeirra á meðal blaðamaður og ljós- myndari sænska dagblaðsins Aft- enbladet, dvöldu einnig í húsinu en enginn þeirra mun hafa særst. Átta fjölmiðlamenn hafa látið lífið í Afganistan frá því að hernaðar- aðgerðir Bandaríkjamanna og Breta hófust 7. október. Strömberg var kvæntur, þriggja barna faðir, með mikla reynslu að baki, meðal annars af átök- unum á Balkanskaga. Hafði hann unnið hjá TV4 frá 1998. Bo Liden, blaða- maður Aftenpostens, sagði, að hópur manna, vopnaður Kal- ashnikov-rifflum og hnífum, hefði ruðst inn í húsið aðfaranótt þriðjudagsins. „Ehsan, túlkurinn okkar, talaði til þeirra mjög rólega og þá heyrði ég á svörum þeirra, að þetta voru bara börn með hættuleg vopn,“ sagði Liden. Sagði hann, að hóp- urinn hefði rænt frá þeim hátt í 400.000 ísl. kr., gervihnattasíma, tölvum og myndavélum. Síðan fóru þeir að herberginu þar sem Ström- berg og annar maður sváfu. Þeir börðu á hurðina og þegar ekki var svarað strax, skutu þeir á hana og forðuðu sér síðan út. Þegar inn í herbergið var komið lá Strömberg þar í blóði sínu. Sænskur sjón- varpsmaður skotinn til bana Stokkhólmi. AFP. Ulf Strömberg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.