Morgunblaðið - 28.11.2001, Page 31
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2001 31
ÞESSA dagana fer fram átak í
hávaðavörnum og heyrnarvernd á
vinnustöðum um allt land. Eftir-
litsmenn Vinnueftirlitsins heim-
sækja fyrirtæki og stofnanir, ræða
við starfsmenn og stjórnendur,
mæla hávaða og gera kröfur um
aðgerðir þar sem úrbóta er þörf.
Að þessu sinni beinist átakið að
fjórum starfsgreinum, þ.e. fisk-
vinnslufyrirtækjum, trésmiðjum,
vélsmiðjum og leikskólum.
Markmið átaksins
Markmið átaksins er að vekja
athygli á hávaða í vinnuumhverf-
inu, sjá til þess að gripið verði til
aðgerða þar sem úrbóta er þörf.
Það er þýðingarmikið að þeir sem
starfa á hávaðasömum vinnustöð-
um geri sér grein fyrir því að
heyrnarskaði er ólæknandi og að
starfsmenn verjist hávaða með til-
tækum ráðum. Það er dapurleg
staðreynd að fjöldi Íslendinga hef-
ur skerta heyrn af völdum hávaða
á vinnustað og heyrnartap er lang-
algengasti skráði atvinnusjúkdóm-
urinn á landinu. Í dag er grunn-
krafan sú að hávaði á vinnustöðum
fari ekki yfir 85 dB(A) jafngild-
ishávaða (meðaltalshávaði) á 8
stunda vinnudegi og að hávaða-
toppar fari ekki yfir í 110 dB(A).
Þó að 85 dB hávaði sé flestum
hættulaus ætti að reyna að draga
enn frekar úr hávaða á vinnustöð-
um og setja markið mun lægra en
85dB(A).
Áhrif hávaða á starfsmenn
Hávaði er nefnilega ekki bara
skaðlegur heyrn. Mikil truflun og
óþægindi fylgja hávaða. Ekki er
hægt að tala saman með góðu
móti, starfsmenn einangrast og
geta ekki átt eðlileg samskipti.
Slysahætta eykst því hávaði dreg-
ur úr athygli og aðvaranir heyrast
illa eða ekki. Hávaði getur valdið
streitu, hækkuðum blóðþrýstingi,
höfuðverk og svo mætti lengi telja.
Upptök hávaða og ráð gegn
hávaðamyndun
Upptök hávaða á vinnustöðum
eru oftast frá hávaðasömum vélum.
Fyrirkomulag véla og tækja,
ásamt skipulagi og gerð húsnæðis,
hafa einnig mikil áhrif á hávaða-
myndun og dreifingu hávaða. Í
reglum um vélar og tæknilegan
búnað, grunnkröfum um heilsu-
vernd og öryggi, er krafa um að
hávaðamyndun verði eins lítil og
framast er unnt. Nýjar vélar eru
að jafnaði hljóðlátari en sambæri-
legar eldri vélar þannig að heldur
þokast í áttina í þeirri viðleitni að
minnka hávaða á vinnustöðum. Við
skipulag vinnustaða
er hægt að draga úr
hávaða t.d. með skil-
rúmum eða milli-
veggjum, hljóð-
skermum og
hljóðísogsefnum.
Hægt er að hljóðein-
angra hávaðasamar
vélar sérstaklega svo
hávaði frá þeim ber-
ist ekki um allt
vinnurýmið. Veggi
og loft er hægt að
klæða með hljóðísog-
andi efnum eða
hengja upp slíkar
plötur niður úr lofti.
Hávaði á leikskólum
Á leikskólum er hávaðavaldurinn
aðallega athafnasöm börn. Því
gilda önnur ráð til að minnka há-
vaðamyndun á leikskólum en öðr-
um vinnustöðum. Þau geta t.d. fal-
ist í að takmarka fjölda barna í
hverju rými, takmarka inniveru
með því að gera útiveru og útiað-
stöðu eftirsóknarverða og varast
hávaðasamar vinnuaðferðir. Að
öðru leyti gilda svipaðar aðferðir
til að draga úr hávaða
með vali byggingar-
efna, dreifingu hávaða
um vinnurými og notk-
un hjóðísogandi efna.
Eftirlit á vinnustöð-
um, persónuhlífar
Við eftirlit á vinnu-
stöðum er hávaði eitt af
þeim atriðum sem
skoðuð eru og metin.
Ef hávaði mælist yfir
85 dB eru gerðar kröf-
ur um úrbætur sem
hafi það að markmiði
að hljóðstig verði undir
85dB(A). Ef það mark-
mið næst ekki, t.d. vegna tækni-
legra örðugleika, skal nota heyrn-
arhlífar sem hæfa aðstæðum.
Notkun heyrnarhlífa er þó ætíð
neyðarráðstöfun og er eingöngu
ráð sem nota skal meðan leitað er
leiða til að minnka hávaða eða ef
ekki er tæknilega mögulegt að
lækka hljóðstig. Þar sem hljóðstig
er yfir mörkum er atvinnurekanda
skylt að leggja starfsmönnum til
heyrnarhlífar og starfsmönnum er
skylt að nota þær.
Þeir starfsmenn sem vinna í um-
hverfi þar sem hávaði er yfir 85dB
(A) eða augnablikshávaði fer yfir
110dB(A) skulu árlega fara í
heyrnarmælingu. Tilgangur þess
eftirlits er að varðveita heyrn og
greina heyrnartap sem rekja má til
hávaða. Atvinnurekandinn skal sjá
um að heyrnarmælingin fari fram
og er starfsmönnum skylt að gang-
ast undir hana.
Heyrnin skiptir miklu í lífi okk-
ar. Hún tengir okkur við annað
fólk, opnar leið til samskipta, til að
njóta náttúrunnar, tónlistar og
allra þeirra mörgu hljóða sem ber-
ast dag hvern. Heyrnartjón verður
ekki bætt. Þeir sem misst hafa
heyrn fara ekki aðeins á mis við
þau lífsgæði sem eru tengd heyrn-
inni heldur geta einnig átt erfitt
með vinnu eða orðið algjörlega
óvinnufærir. Það er því hagur
allra, einstaklinga sem fyrirtækja,
já samfélagsins alls, að vernda
heyrn og koma í veg fyrir heyrn-
artap.
Hávaði og
heyrnartap
Steinar Harðarson
Höfundur er umdæmisstjóri Vinnu-
eftirlitsins á höfuðborgarsvæðinu.
Heyrn
Markmið átaksins er að
vekja athygli á hávaða í
vinnuumhverfinu, segir
Steinar Harðarson, og
sjá til þess að gripið
verði til aðgerða þar
sem úrbóta er þörf.
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 sími 551 4050 Reykjavík
RIFJÁRN
PIPAR OG SALT
Klapparstíg 44 Sími 562 3614
Rifjárn
fyrir
parmesan,
hnetur,
súkkulaði
o.fl.
Verð 1.495