Morgunblaðið - 28.11.2001, Qupperneq 36
KIRKJUSTARF
36 MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldraða í
dag kl. 13. Handavinna, spil, föndur og
gamanmál.
Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10.
Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka
við fyrirbænum í síma 562 2755.
Grensáskirkja. Foreldramorgunn kl. 10–
12. Samverustund aldraðra kl. 14. Bibl-
íulestur, bænastund, kaffiveitingar og
samræður.
Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra
ungra barna kl. 10–12. Starf fyrir 9–10
ára börn kl. 16. Starf fyrir 11–12 ára
börn kl. 17.30.
Háteigskirkja. Morgunbænir kl. 11.
Súpa og brauð kl. 12 í hádegi í Setrinu á
neðri hæð safnaðarheimilis. Brids kl. 13
fyrir eldri borgara. Yngri deild barnakórs-
ins æfir kl. 16.30 undir stjórn Birnu
Björnsdóttur. Kórinn er ætlaður börnum
úr 1.–3. bekk. Eldri deild barnakórsins
æfir kl. 17.30 undir stjórn Birnu Björns-
dóttur. Kórinn er ætlaður börnum úr
4.–6. bekk. Kvöldbænir kl. 18.
Langholtskirkja. Heilsuhópurinn hittist
kl. 11–12 í Litla sal. Kaffispjall, heilsu-
pistill, létt hreyfing og slökun. Kyrrðar- og
fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12–12.30.
Bænaefnum má koma til sóknarprests
og djákna í síma 520 1300. Kærleiks-
máltíð kl. 12.30. Matarmikil súpa, brauð
og álegg kr. 500. Samvera eldri borgara
kl. 13–16. Kaffi og smákökur, söng-
stund með Jóni Stefánssyni, tekið í spil,
málað á dúka og keramik í stóra sal.
Upplestur sr. Tómasar Guðmundssonar
(kl. 13.30–15.15) á Bör Börsson í Guð-
brandsstofu í anddyri kirkjunnar. Boðið
er upp á akstur heiman og heim fyrir þá
sem komast ekki að öðrum kosti til
kirkju. Verið öll hjartanlega velkomin.
Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45–
7.05. Kirkjuprakkarafundur kl. 14.10–
15.30 ætlaður börnum í 1.–4. bekk.
Fermingartími kl. 19.15. Unglingakvöld
Laugarneskirkju og Þróttheima kl. 20.
Gospelkvöld kl. 20 að Hátúni 10. Guðrún
K. Þórsdóttir, djákni, stýrir samverunni.
Þorvaldur Halldórsson syngur ásamt
Margréti Scheving, sálgæsluþjóni, en
heimafólk kemur fram með margvíslegt
efni í gríni og alvöru. (Sjá síðu 650 í
Textavarpi.)
Neskirkja. Foreldramorgunn kl. 10. Berg-
lind Björnsdóttir frá Hannyrðabúðinni
kemur í heimsókn. Umsjón Elínborg Lár-
usdóttir. 7 ára starf kl. 14. Öll börn í 2.
bekk velkomin. Skráning í síma
511 1560. Opið hús kl. 16. Spjallað yfir
kaffi og meðlæti. Lesið verður úr ævi-
sögu sr. Jóns Steingrímssonar. Umsjón
sr. Örn Bárður Jónsson. Bænamessa kl.
18. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson.
Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.
Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir
stundina.
Árbæjarkirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Org-
elspil, söngur, fyrirbænir og heilög kvöld-
máltíð. Súpa og brauð í safnaðarheim-
ilinu á eftir gegn vægu verði. Opið hús
fyrir aldraða frá kl. 13–16. Kirkjuprakk-
arar kl. 17–18.
Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl.
12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir.
Léttur málsverður í safnaðarheimilinu
eftir stundina. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir
7–9 ára börn kl. 16.30. TTT-starf fyrir
10–12 ára kl. 17.30. Æskulýðsstarf á
vegum KFUM&K og kirkjunnar kl. 20.
Digraneskirkja. Fjölskyldumorgnar kl.
10. Foreldrar eru velkomnir að koma og
taka þátt í samveru fram undir hádegi
með börnum sínum. Helgistund kl. 11.
Unglingadeild Digraneskirkju og
KFUM&K, 13–16 ára kl. 20.
Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í hádegi
kl. 12 með altarisgöngu og fyrirbænum.
Boðið er upp á léttan hádegisverð á
vægu verði að lokinni stundinni. Allir vel-
komnir. KFUM fyrir drengi 9–12 ára kl.
17.30–18.30. Kirkjukrakkar í Rimaskóla
fyrir börn 7–9 ára kl. 17.30–18.30.
Æskulýðsfélag Engjaskóla fyrir börn
8.–9. bekk kl. 20–22.
Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10.
TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17. Litlir
lærisveinar í Lindaskóla kl. 17.
Kópavogskirkja. Starf með 8–9 ára
börnum í dag kl. 16.45–17.45 í safn-
aðarheimilinu Borgum. Starf með 10–12
ára börnum TTT á sama stað kl. 17.45–
18.45.
Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag
kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir velkomnir.
Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni
og í síma 567 0110.
Bessastaðasókn. Dagur kirkjunnar í
Haukshúsum í boði Bessastaðasóknar.
Foreldramorgnar, starf fyrir foreldra
ungra barna kl. 10–12. Heitt á könnunni.
Fjölmennum. Opið hús fyrir eldri borgara
kl. 13–16 í samstarfi við Félag eldri
borgara á Álftanesi. Notalegar samveru-
stundir með fræðslu, leik, söng og kaffi.
Auður og Erlendur sjá um akstur á undan
og eftir.
Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj-
unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyr-
irbænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í
Ljósbroti Strandbergs.
Víðistaðakirkja. Foreldramorgnar á
fimmtudögum kl. 10–12. Opið hús fyrir
eldri borgara í dag kl. 13. Helgistund,
spil og kaffiveitingar
Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í
Lágafellsskóla á miðvikudögum frá kl.
13.15–14.30.
Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12.
Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl.
12.10. Samverustund í Kirkjulundi kl.
12.25, súpa, salat og brauð á vægu
verði. Allir aldurshópar. Umsjón Ástríður
Helga Sigurðardóttir. Æfing Kórs Kefla-
víkurkirkju frá kl. 19.30–22.30. Stjórn-
andi Hákon Leifsson. Alfanámskeið í
Kirkjulundi kl. 19 og lýkur í kirkjunni um
kl. 22.
Ytri-Njarðvíkurkirkja. Biblíulestrar
fimmtudag kl. 20 í umsjá Ástríðar Helgu
Sigurðardóttur guðfræðings. Farið verður
í Jóhannesarguðspjall. Fyrirbænasam-
vera fimmtud. kl. 19. Fyrirbænaefnum er
hægt að koma áleiðis að morgni fimmtu-
dagsins milli kl. 10–12 í síma
421 5013.
Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar
í dag kl. 10–12.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 18
Litlir lærisveinar, æfing barnakórs Landa-
kirkju. Kl. 20 Opið hús í KFUM&K-húsinu
við Vestmannabraut, fyrir unglinga.
Útskálakirkja. Taize-helgistund kl. 20.20.
Boðið upp á kaffi að stund lokinni.
SÍK. Samkoma hjá Sambandi íslenskra
kristniboðsfélaga, Háaleitisbraut 58 kl.
20.30. Fjáröflunarnefnd sér um efni
samkomunnar. Blandaður kór syngur. Sr.
Frank M. Halldórsson flytur hugleiðingu.
Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund
kl. 20. Allir velkomnir.
Hvítasunnukirkjan Fíladeflía. Fjölskyldu-
samvera kl. 18 sem hefst með léttri mál-
tíð á vægu verði. Kl. 19 er kennsla og þá
er skipt niður í deildir. Það er krakka-
klúbbur fyrir krakka 2–12 ára, unglinga-
fræðsla fyrir 13–15 ára unglinga,
fræðsla fyrir ungt fólk á aldrinum 16–20
ára. Þá er grunnfræðsla en þar eru
kennd undirstöðuatriði kristinnar trúar.
Síðan er kennsla á ensku. Einnig eru til
skiptis biblíulestrar, bænastundir og vitn-
isburðarstundir. Það eru allir hjartanlega
velkomnir að koma og vera með okkur.
Safnaðarstarf
Á MORGUN, fimmtudaginn 29.
nóv., verða Grensássöfnuður og
Reykjavíkurprófastsdæmi vestra
með helgistund í Kringlunni kl. 18.
Helgistundin er mjög óformleg og
byggist að verulegu leyti á tónlist
í umsjá Þorvalds Halldórssonar
söngvara. Sr. María Ágústsdóttir
leiðir stundina að öðru leyti en sr.
Ólafur Jóhannsson sóknarprestur í
Grensáskirkju aðstoðar.
Gott er að rækja samfélagið við
Guð í húsi Drottins en hitt má
ekki gleymast að hann vill vera
með okkur í önn og erli daglega
lífsins, líka jólainnkaupunum. Í
innkaupaferðinni er kjörið að
staldra við stundarkorn og heyra
uppbyggilegt orð Guðs í tónum og
tali.
Kirkjan í Kringlunni
AT V I N N U A U G LÝ S I N G A R
Mótás hf.
Kranamaður óskast
Mótás hf. óskar eftir kranamanni til starfa á
byggingakrana.
Einungis vanur maður kemur til greina.
Upplýsingar í síma 696 4646.
Sýslumaðurinn
í Reykjavík
Skógarhlíð 6 — sími 569 2400 — www.syslumadur.is
Sýslumaðurinn í Reykjavík óskar að ráða
starfsmann í móttöku og símavörslu.
Laun skv. kjarasamningum opinberra
starfsmanna.
Hjá embætti sýslumannsins í Reykjavík
starfa nálægt 60 manns í þremur fagdeild-
um, fullnustudeild, sifja- og skiptadeild
og þinglýsinga- og skráningadeild, auk
skrifstofu, sem auglýst starf heyrir undir.
Umsóknir berist til skrifstofustjóra fyrir
12. desember nk.
Heilbrigðisstofnunin Siglufirði
Hjúkrunarfræðingar
Óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðinga til starfa
á sjúkrasviði strax eða eftir nánara samkomulagi.
Heilbrigðisstofnunin á Siglufirði er 40 rúma
sjúkrahús sem skiptist í 24 rúma sjúkradeild,
13 rúma öldrunardeild, 3ja rúma fæðingadeild
auk heilsugæslu fyrir íbúa Siglufjarðar og
Fljótahrepps.
Við leitum að hjúkrunarfræðingum sem geta
unnið sjálfstætt og geta tekið á fjölþættum
verkefnum.
Ef svo er, hafið þá samband og/eða komið í
heimsókn og kynnið ykkur aðstæður.
Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri
Heilbrigðisstofnunarinnar Siglufirði.
Sími 467 2100. Netfang gudny@hssiglo.is .
Heimasíða: www.hssiglo.is .
ⓦ í Reykjavík
á Hjallaveg
og Skeggjagötu
Kennarar
•Vegna forfalla vantar umsjónar-
kennara í 6. bekk í Varmárskóla í
75% til 100% starf nú þegar.
Launakjör eru samkvæmt kjara-
samningum Kennarasambands
Íslands og Launanefndar
sveitarfélaga fyrir grunnskóla.
Upplýsingar gefur skólastjóri,
Viktor A.Guðlaugsson í símum
895 0701 og 566 6186 og
Þórhildur Elfarsdóttir
aðstoðarskólastjóri í símum
552 0709 og 863 3297.
Umsóknarfrestur er til 30.
nóvember og skulu umsóknir
berast skólastjóra.
Skólastjórnendur Varmárskóla
fiverholti 2
270 Mosfellsbær
Kt. 470269-5969
Sími 525 6700
Fax 525 6729
www.mos.is
Varmárskóli
Skalat ma›r rúnar rísta,
nema rá›a vel kunni,
flat ver›r mörgummanni,
es of myrkvan staf villisk;
sák á telg›u talkni
tíu launstafi ristna,
flat hefr lauka lindi
langs ofrtrega fengit.
-úr Egils sögu
Deildarstjóri hjúkrunar
Vegna sameiningar sérgreina og deilda
krabbameina á Hringbraut í byrjun árs 2002
er staða hjúkrunardeildarstjóra á deild 11E
laus til umsóknar. Deildin verður legudeild
fyrir sjúklinga með krabbamein. Deildarstjóri
ber ábyrgð á uppbyggingu og þróun hjúkrunar,
starfsmannahaldi, rekstrarþáttum og áætlana-
gerð. Hann skal stuðla að þekkingarþróun,
m.a. með því að hvetja til rannsókna og nýta
rannsóknaniðurstöður. Umsækjendur skulu
hafa a.m.k. 5 ára starfsreynslu í hjúkrun og
reynslu í starfsmannastjórnun. Ennfremur er
menntun og reynsla í hjúkrun sjúklinga með
krabbamein mikilvæg. Mat á umsóknum
byggist m.a. á innsendum gögnum og viðtölum
við umsækjendur. Hér er um að ræða 100%
starf. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf
í síðasta lagi 1. janúar 2002. Umsóknir skal
leggja inn á skrifstofu hjúkrunar Hringbraut
fyrir 12. desember 2001.
Upplýsingar veitir Kristín A. Sophusdóttir,
sviðsstjóri hjúkrunar í síma 560 1000, netfang
kristsop@landspitali.is
ATVINNA
mbl.is