Morgunblaðið - 28.11.2001, Side 39
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2001 39
HJÁLPARSTARF kirkjunnar og
Reykjavíkurdeild Rauða krossins
munu veita þeim sem á þurfa að
halda mataraðstoð í desember.
Tekið verður á móti umsóknum að
Vatnsstíg 3, alla mánudaga og
þriðjudaga á aðventunni kl. 10-12 og
13-16 og einnig hjá sóknarprestum
um allt land.
Úthlutað verður á grundvelli um-
sókna og eftir fjölskyldustærð alla
fimmtudaga og föstudaga kl. 13-16.
Aðstoðin felst í hversdagsmat og
verður verðmæti hennar svipað og
matargjafa í desember undanfarin
ár, þótt samsetning verði önnur. Út-
hlutun fer fram að Vatnsstíg og get-
ur hver einstaklingur sótt um einu
sinni á tímabilinu. Hver fjölskylda
fær einnig aðeins eina afgreiðslu
enda úthlutað eftir stærð hennar,
segir í fréttatilkynningu.
Matarúthlutun
í desember
HÁRGEIÐSLUSÝNING verður á
Hverfisbarnum fimmtudaginn 29.
nóvember kl. 22. Sýnd verður hár-
greiðsla, förðun og sérstakir amer-
ískir kjólar sem síðan verða boðnir
upp. Að sýningunni standa Lena og
Ragnheiður frá hárgreiðslustofunni
Fólki og fiðrildum, Olga frá Hár-
smiðjunni og Sigurlaug, fram-
kvæmdastjóri Lanza á Íslandi.
Manzo Nunez mun farða módelin,
segir í fréttatilkynningu.
Hárgreiðslusýning
á Hverfisbarnum
ÁRLEG jólasala kvenfélagsins
Heimaeyjar verður í Mjóddinni
fimmtudaginn 29. og föstudaginn 30.
nóvember frá kl. 11–18 báða dagana.
Til sölu verða heimabakaðar kökur,
kerti o.fl.
Allur ágóði af sölunni rennur til
líknarmála.
Jólasala
Heimaeyjar
SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í upp-
sveitum Árnessýslu halda opinn
fund um samgöngumál með for-
manni samgöngunefndar, Guðmundi
Hallvarðssyni alþingismanni. Fund-
urinn verður haldinn á Hestakránni
á Skeiðunum, fimmtudaginn 29. nóv-
ember kl. 21.
Á fundinum verður hægt að spyrja
Guðmund um hvaðeina sem viðkem-
ur samgöngumálum og þingstörfum,
segir í fréttatilkynningu. Fundurinn
er öllum opinn.
Fundur um
samgöngumál
Í ÁLYKTUN frá stjórn Verkalýðs-
félagsins Hlífar, þar sem fjallað er um
skatt- og kjaramál, segir að þrátt fyr-
ir fullyrðingar stjórnvalda um al-
menna velmegun í landinu vanti veru-
lega á að svo sé.
Orðrétt segir m.a.: „Skattar á al-
mennu launafólki eru langt umfram
það sem ætti að vera, enda hafa
stjórnvöld árum saman svikist um um
að efna gömul loforð sín um hækkun
skattleysismarka. Ef ríkisvaldið hefði
staðið við þau loforð væru skattleys-
ismörk komin hátt í 90.000 krónur.“
Síðar segir: „Sú aðgerð núverandi
stjórnvalda að hækka umtalsvert
skattleysismörk hátekjuskatts kemur
hinum almenna launþega ekki að
neinu gagni og er einungis gróf móðg-
un við meginþorra launafólks. Eitt af
því sem gæti bjargað fjárhag margra
alþýðuheimila er að hækka almenn
skattleysismörk í kr. 90.000 og láta
þau síðan fylgja launaþróun í land-
inu.“
Í lok ályktunarinnar segir að það
verði fyrst og fremst á ábyrgð Davíðs
Oddssonar og ríkisstjórnarinnar ef
verkalýðsfélögin neyðast til að segja
upp kaupliðum kjarasamninganna.
Skattleysis-
mörk hækki í
90 þús. krónur
Á HAUSTFUNDi Fróndeildar NSMH
25. október sl. afhenti Hjörleifur Þór-
arinsson, framkvæmdstjóri Glaxo-
SmithKline á Íslandi, Norrænu lækna-
skopssamtökunum allar myndirnar úr
farandsýningunni „Hláturgas 2000“ til
eignar.
Samvinnuverkefni Glaxo Wellcome
(síðar GlaxoSmithKline ehf.) á Íslandi,
Íslensku menningarsamsteypunnar
Art.is og Fróndeildar Nordisk Selskap
for Medisinsk Humor (NSMH, Nor-
rænu læknaskopssamtökin) leit dags-
ins ljós í janúar 2000. Annars vegar var
um að ræða bókina „Hláturgas –
læknaskop frá vöggu til grafar“, sem
send var öllum læknum landsins og
hins vegar farandsýningin „Hláturgas
2000“. GlaxoWellcome var fjárhags-
legur bakhjarl verkefnisins, Íslenska
menningarsamsteypan sá um fram-
kvæmdina og Fróndeildin veitti fag-
lega ráðgjöf við efnisval. Á sýningunni
voru rúmlega 60 skopmyndir úr áð-
urnefndri bók stækkaðar og hengdar
upp á tíu sjúkrastofnunum landsins
hverri á eftir annarri.
„Hláturgas“ vakti einnig athygli út
fyrir landsteinana. Norðmenn fetuðu í
fótspor Íslendinga fyrr á þessu ári með
útgáfu skopmyndabókarinnar „Latter-
gas“ og farandsýning með myndum úr
bókinni fer nú milli sjúkrastofnana í
Noregi, segir í fréttatilkynningu.
Norrænu
læknaskops-
samtökin
fá gjöf
Bjarni Jónasson, læknir og forstöðumaður Fróndeildar NSMH,
veitir gjöfinni viðtöku úr hendi Hjörleifs Þórarinssonar, fram-
kvæmdastjóra GlaxoSmithKline á Íslandi.