Morgunblaðið - 28.11.2001, Qupperneq 40
40 MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
GUÐJÓN Sverrisson, eigandi
skemmtistaðarins Bóhem, svarar
tveimur greinum þingmannanna Ástu
Möller og Stein-
unnar Valdísar
Óskarsdóttur um
nektarstaði í bréfi
til Morgunblaðs-
ins sem birtist 22.
nóvember síðast-
liðinn.
Guðjón gat ekki
hjá því komist að
prísa sig sælan
fyrir að búa í
frjálsu og opnu þjóðfélagi. Ég tek
undir þetta með honum. Það er ómet-
anlegt að búa í slíku þjóðfélagi. Ekki
vildi ég búa við þær aðstæður sem
dansmeyjar hans þurfa að þola í
heimalöndum sínum. Aðstæður sem
myndu neyða mig vegna sultar og at-
vinnuleysis til að selja áhorf að líkama
mínum.
Skálkaskjól
Guðjóni verður tíðrætt um mis-
sagnir og órökstuddar fullyrðingar í
fyrrnefndum greinum en vill jafn-
framt fá upplýsingar um það í hvaða
skjóli vændi og eiturlyfjasala hafi
þrifist áður en hann hóf starfsemi
sína. Hann ræðir síðan um hvað þess-
ir staðir hafi hlotið góðar viðtökur hér
enda partur af næturlífi allra helstu
borga um víða veröld. Það er auðvitað
nauðsynlegt og eðlilegt að við sjálf-
stæðir Íslendingar höfum sýnishorn
af lágmenningu og mannfyrirlitningu
í okkar höfuðborg. Hvern er verið að
vernda, spyr hann, og fyrir hverjum.
Fyrst hann veit ekki betur og þarf að
spyrja ætla ég með „frjósemi og
andagift“ sem hann auglýsti eftir í
grein sinni að upplýsa hann aðeins um
þessi mál.
Það eru ekki viðskiptavinir hans
sem verið er að vernda, heldur þær
stúlkur sem neyðast vegna fíknar, fá-
tæktar eða annarra ömurlegra að-
stæðna til að vinna á slíkum stöðum.
Það er aftur á móti raunalegt að í
þjóðfélagi okkar þrífist ennþá mann-
gerð sem þarf á slíkum viðskiptum að
halda og lætur sig engu varða þá
mannlegu niðurlægingu og andlega
skipbrot sem fylgir því að lifa af sölu á
eigin líkama.
Það er umhugsunarvert að Guðjón
telur það afsakanlegt að nota erlend-
ar stúlkur til þessarar iðju. Þar með
þarf ekki að eyðileggja hina heilsu-
samlegu og hreinu ímynd stúlkunnar
í næsta húsi. Hver vill fara á skemmti-
stað og horfa á stelpuna sem fermdist
í næsta húsi í hitteðfyrra hringa sig
allsbera utan um súlu eða troða að-
skotahlutum á ónefnda staði? Einnig
fullyrðir hann að þær stundi þessi
störf af fúsum og frjálsum vilja og lík-
ir þeim við iðnsveina forðum. Frjálsar
ferðast þær milli borga og stunda
þessi rómantísku störf. Reyndar rek-
ur mig minni til að iðnsveinar forðum
hafi verið bundnir meistara sínum og
alveg upp á hann komnir með fæði,
húsnæði og fatnað en fengu einhverja
óverulega vasapeninga að auki. Þetta
fyrirkomulag hélst fram yfir miðja
síðustu öld en var afnumið m.a. vegna
þess hve það þótti mikil niðurlæging
fyrir sveininn að ráða sér ekki sjálfur.
Meistararnir héldu eins lengi í þetta
fyrirkomulag og þeim var unnt af
fjárhagsástæðum og kannski ekkert
skrítið að Guðjón líki sér við þá.
Starfsfólkinu á Keflavíkurflugvelli,
sem hefur horft upp á nokkrar af
þessum stúlkum fela sig þar nætur-
langt, skjálfandi af ótta á flótta úr
landi frá „meisturum“ sínum, finnst
líklega þessi samlíking lítið rómantísk
eða sannferðug.
Leifturárás inn í
reynsluheim karla
Fákunnugar þingkonur sem aldrei
hafa stigið fæti inn á nektarstað (full-
yrðing Guðjóns) eru auðvitað ekki í
stakk búnar til að tjá sig um virðu-
legan reynsluheim neyslukarla á
nektarstöðum.
Sjónvarpsþáttur, sem sýndur var í
ríkissjónvarpinu í ágúst sl., sýndi
þann raunveruleika vel. Hann er ekki
til fyrirmyndar. Það er betra að
tengja þann raunveruleika sem
minnst við íslenska ímynd hinnar
heilbrigðu stúlku í næsta húsi, hver
vill vita af því að hún vinni fyrir fíkn
sinni á slíkum stað. Rússneskir kven-
farand„sveinar“ með rómantísku ívafi
er miklu betra. Þeir karlar sem mæla
slíku gróðasjónarmiði bót eru aumk-
unarverðir. Hvern eru þeir að
vernda?
GUÐRÚN JÓNÍNA
MAGNÚSDÓTTIR,
Arnarsandi 3, Hellu.
Nektarstaðir
í Reykjavík
Frá Guðrúnu J. Magnúsdóttur:
Guðrún Jónína
Magnúsdóttir
Í KASTLJÓSÞÆTTI nýlega fullyrti
undirritaður að það væri óvenjulegt
að aðeins fjórar bíómyndir kepptu á
Eddunni því Íslendingar framleiddu
nú 6–7 myndir á ári. Á bíósíðu Morg-
unblaðsins segir blaðamaður að
þessi fullyrðing sé „fjarri öllu sanni“.
Því til sönnunar reiknar hann út
að fyrstu 20 árin af starfstíma Kvik-
myndasjóðs höfum við framleitt
rúmlega þrjár myndir á ári. Gallinn
við þessa röksemdafærslu er auðvit-
að sá að þessi 20 ár segja okkur ekk-
ert um hve margar bíómyndir við
framleiðum nú. Í fyrra frumsýndum
við sex myndir, fjórar í ár og tíu
verða frumsýndar á næsta ári, eins
og fram kom á Edduhátíðinni. Með-
altal þessara þriggja ára er því tæp-
ar 7 myndir.
Ástæðurnar fyrir þessari fjölgun
bíómynda eru einkum tvær. Sú fyrri
er að framlög til Kvikmyndasjóðs
hafa verið að aukast og hann getur
því stutt fleiri myndir. Hin síðari er
ný tækni sem gerir mönnum kleift að
framleiða ódýrar bíómyndir, jafnvel
án stuðnings Kvikmyndasjóðs.
BJÖRN BR. BJÖRNSSON,
formaður Íslensku kvikmynda-
og sjónvarpsakademíunnar.
Um fjölda bíómynda
Frá Birni Br. Björnssyni: