Morgunblaðið - 28.11.2001, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 28.11.2001, Qupperneq 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2001 41 Heiti Potturinn Trompmiði er auðkenndur með bókstafnum B en einfaldir miðar með E, F, G og H. Gangi vinningar ekki út bætast þeir við Heita pott næsta mánaðar. Birt með fyrirvara um prentvillur. 11. flokkur, 27. nóvember 2001 Einfaldur kr. 2.980.000.- Tromp kr. 14.900.000.- 19388B kr. 14.900.000,- 19388E kr. 2.980.000,- 19388F kr. 2.980.000,- 19388G kr. 2.980.000,- 19388H kr. 2.980.000,- Ingólfsstræti 3 sími 552 5450 www.afs.is Viltu alþjóðlega menntun? Meiri víðsýni? Viltu auka náms- og starfsmöguleika þína í framtíðinni? Ertu á aldrinum 15-18 ára? Erum að taka á móti umsóknum um skiptinemadvöl í fjölmörgum löndum í Asíu, Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku. Brottfarir júní-september 2002. Ársdvöl, hálfsársdvöl og sumardvöl. Alþjóðleg fræðsla og samskipti Ertu með bein í nefinu? Viltu kanna heiminn? Viltu læra eitthvað nýtt?BENEDIKT Jónsson sendiherra af- henti nýlega Vladimir N. Voronin, forseta Moldóvu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Moldóvu með aðsetur í Moskvu, segir í frétt frá utanríkisráðuneytinu. Afhenti trúnaðarbréf FÉLAG þjóðfræðinga á Íslandi held- ur sagnakvöld í húsi Sögufélagsins, Fischersundi 3, fimmtudaginn 29. nóvember kl. 20.30. Rakel Pálsdóttir þjóðfræðingur kynnir bók sína Kött- urinn í örbylgjuofninum en auk þess segja félagar í Þjóðfræðingafélaginu og aðrir viðstaddir ýmsar sögur. Gestir verða sagnamennirnir Ingi Hans Jónsson frá Grundarfirði og Sigurður Atlason af Ströndum. Allir velkomnir. Sagnakvöld KVÖLDVAKA verður á vegum Ferðafélags Íslands í FÍ-salnum, í dag, miðvikudaginn 28. nóvember, kl. 20.30. Grétar Eiríksson og Tómas Ein- arsson rekja í máli og myndum ferðasöguna Þrettán dagar á öræf- um. Einnig verður myndagetraun í umsjón Hauks Jóhannessonar. Aðgangseyrir er 500 kr. Kaffiveit- ingar. Kvöldvaka í FÍ-salnum VERSLUNIN Debenhams í Smáralind efnir til svokallaðs sprengidags í dag, þar sem veittur verður 25% afsláttur af öllum vörum verslunarinnar og 15% af- sláttur af snyrtivörum, samkvæmt tilkynningu frá Debenhams. „Fyrirmynd sprengidagsins er bresk og byggð á svokölluðum „mega days“ sem eru afar vinsælir í breskum verslunum. Debenhams í Bretlandi er með tvo slíka daga á ári og er þá nánast fullt út úr dyr- um frá morgni til kvölds,“ segir ennfremur. Sprengidagurinn hefst klukkan 8 og lýkur klukkan 22 í kvöld. Boðið verður upp á skemmtiat- riði í versluninni. 25% afsláttur hjá Debenhams KRABBAMEINSFÉLAGI Íslands var nýlega afhentur ágóði af sölu á hönskum í tengslum við átak í október gegn brjóstakrabbameini, alls 746 þúsund krónur. Í mörgum löndum hefur októbermánuður ár hvert verið helgaður árvekni um brjóstakrabbamein, að frumkvæði Estée Lauder-snyrtivörufyrirtæk- isins. Íslendingar tóku nú í annað sinn þátt í þessu átaki á þann hátt að þrjátíu snyrtivöruverslanir og lyfjabúðir seldu vandaða leður- hanska merkta tákni átaksins, bleikri slaufu. Salan gekk mjög vel og hlutfalls- lega mun betur en í nálægum lönd- um. Öllum ágóða af sölunni verður varið til brýnna verkefna sem valin verða í samráði við Krabbameins- félagið og Samhjálp kvenna, sem eru samtök til stuðnings konum sem greinst hafa með brjósta- krabbamein. Árveknisátak Krabbameins- félagsins fólst einnig í því að vekja athygli á þessum sjúdkómi, sem tí- unda hver kona á Íslandi greinist með einhvern tíma á lífsleiðinni, fræða um hann og hvetja konur til að nýta sér boð leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins um röntgen- myndatöku. Í frétt frá Krabbameinsfélaginu segir að félagið meti mikils þennan stuðning við baráttuna gegn brjóstakrabbameini og vilji þakka öllum sem lögðu átakinu lið. Stefnt er að því að efna til hliðstæðs átaks í október á næsta ári. Guðrún Sigurjónsdóttir, formaður Samhjálpar kvenna, og Guðrún Agn- arsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins, taka við ágóða af sölu á hönskunum með bleiku slaufunni frá Evu Kristmanns og Þóru Hrönn Njálsdóttur hjá Artica, sem er umboðsaðili Estée Lauder. Athöfnin fór fram í Hallgrímskirkju en turn hennar var lýstur upp í bleikum lit fyrstu helgina í október, í boði Orkuveitu Reykjavíkur. Með hliðstæðum hætti voru lýst upp tvö hundruð mannvirki í fjörutíu löndum. Stuðningur við baráttuna gegn brjóstakrabbameini SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra mun í vikunni sitja alþjóðlegan ráðherrafund um varnir gegn meng- un hafsins. Ráherrafundurinn er hluti af alþjóðlegri ráðstefnu sem hófst í Montreal í Kanada í gær. Þetta er fyrsti ráðherrafundurinn um framkvæmd Washington-áætl- unarinnar um aðgerðir gegn meng- un hafsins frá landi, frá samþykkt hennar árið 1995. Ráðstefnuna sækja fulltrúar yfir 120 ríkja auk fulltrúa alþjóðastofnana, atvinnulífs, umhverfisverndarsamtaka og al- þjóðasamtaka sveitarfélaga. Washington-samþykktin markaði tímamót í baráttunni gegn mengun hafsins. Hér er um að ræða fyrstu hnattrænu aðgerðirnar um varnir gegn mengun sjávar frá landi. Um 80% mengunarefna í hafinu eiga uppruna sinn í starfsemi í landi en eingöngu 20% koma frá skipum og öðrum uppsprettum á hafi úti. Ís- lendingar voru meðal þeirra ríkja sem börðust hvað harðast fyrir gerð Washington-áætlunarinnar og var síðasti undirbúningsfundurinn fyrir hana haldinn í Reykjavík. Ísland hef- ur og staðið framarlega í framvindu framkvæmdaáætlunarinnar. Þess má geta að alþjóðlegur samn- ingur um þrávirk lífræn efni sem samþykktur var í Stokkhólmi í maí sl., er árangur af samþykkt Wash- ington-áætlunarinnar. Meginmarkmið ráðherrafundar- ins er þríþætt. Í fyrsta lagi umræður um aðgerðir til þess að draga úr nei- kvæðum áhrifum skolps í hafinu en með skolpi streyma til sjávar fjöl- mörg mengunarefni. Í öðru lagi verða ræddar aðgerðir til þess að draga úr eyðileggingu búsvæða í hafinu. Í þriðja lagi aðgerðir til þess að styrkja, hraða og efla framkvæmd áætlunarinnar. Niðurstöður ráð- stefnunnar verða lagðar fyrir leið- togafund um sjálfbæra þróun sem haldinn verður í Jóhannesarborg í september 2002. Við upphaf ráðstefnunnar var Magnús Jóhannesson, ráðuneytis- stjóri umhverfisráðuneytisins, kos- inn annar af tveimur formönnum ráðstefnunnar. Ásamt Siv Friðleifsdóttur um- hverfisráðherra og Magnúsi Jóhann- essyni ráðuneytisstjóra sitja ráð- stefnuna fyrir Íslands hönd Sigur- björg Sæmundsdóttir, deildarstjóri í umhverfisráðuneytinu, og dr. Krist- ján Geirsson, sérfræðingur hjá Holl- ustuvernd ríkisins, segir í frétt frá utanríkisráðuneytinu. Varnir gegn mengun hafsins ræddar á ráðherrafundi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.