Morgunblaðið - 28.11.2001, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2001 43
DAGBÓK
Árnað heilla
LJÓÐABROT
ÍSLAND
Þú nafnkunna landið, sem lífið oss veittir,
landið, sem aldregi skemmdir þín börn,
hvert þinnar fjærstöðu hingað til neyttir,
hún sé þér ódugnaðs framvegis vörn.
Undarlegt sambland af frosti og funa,
fjöllum og sléttum og hraunum og sjá,
fagurt og ógurlegt ertu, þá brunar
eldur að fótum þín jöklunum frá.
Fjör kenni oss eldurinn, frostið oss herði,
fjöll sýni torsóttum gæðum að ná.
Bægi sem kerúb með sveipanda sverði
silfurblár ægir oss kveifarskap frá.
Bjarni Thorarensen
ÞAÐ er eitthvað bogið við
sagnir NS, því niðurstaðan
er afleit – sex tíglar. En það
er sérverkefni að ræða um
sagnir – fyrst þarf að gera
sitt besta í slemmunni:
Suður gefur; enginn á
hættu.
Norður
♠ Á94
♥ 62
♦ K105
♣Á9853
Suður
♠ KD83
♥ Á7
♦ ÁDG97
♣D6
Vestur Norður Austur Suður
– – – 1 tígull
Pass 2 lauf Pass 2 spaðar
Pass 3 tíglar Pass 4 grönd
Pass 5 lauf * Pass 6 tíglar
Pass Pass Pass
* Þrír „ásar“ af fimm.
Útspil vesturs er hjarta-
drottning. Hvernig er best
að spila?
Fyrir utan þann langsótta
möguleika að laufkóngur sé
blankur er eina vinnings-
vonin sú að henda hjarta
niður í fjórða spaðann og
trompa hjarta í borði.
Til að slíkt gangi upp þarf
austur að eiga tromplengd-
ina og fjórlit í spaða.
Áætlunin er þar með
þessi:
Drepið á hjartaás, og
trompi spilaði tvisvar. Síðan
er farið í spaðann. Þá kemur
tvennt til greina: (1) Spila
austur upp á G10xx og djúp-
svína áttunni. (2) Spila vest-
ur upp á Gx eða 10x í spaða,
en þá er spaðaníu spilað á
kóng, spaða aftur á ásinn og
spaðaáttu svo svínað ef
millispil fellur í vestur.
Hvort er líklegra til að
heppnast?
Norður
♠ Á94
♥ 62
♦ K105
♣Á9853
Vestur Austur
♠ 106 ♠ G752
♥ DG1053 ♥ K984
♦ 42 ♦ 863
♣G1072 ♣K4
Suður
♠ KD83
♥ Á7
♦ ÁDG97
♣D6
Tölfræðin lýgur ekki:
Vestur getur átt 15 tvíspil
og í 9 tilfellum af þessum 15
á vestur annaðhvort gosann
eða tíuna. Því er betra að að
spila samkvæmt leið númer
2.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4.
Rf3 Bg7 5. cxd5 Rxd5 6. e4
Rxc3 7. bxc3 c5 8. Hb1 0-0 9.
Be2 b6 10. 0-0 Bb7 11. Dd3
Ba6 12. De3 Dd7 13. dxc5
Bxe2 14. Dxe2
bxc5 15. Dc4 Dc6
16. e5 Rd7 17. He1
e6 18. Bg5 Hfb8
19. Hbd1 Rb6 20.
De2 Da4 21. Hd6
Rd5 22. c4 Rc3 23.
Dd3 Rxa2 24. Hd1
Rb4 25. De4 Rd5
26. Dd3 Rb6 27. h4
Rxc4 28. De4 Db5
29. Hd7 Rb6 30.
Hb7 h6 31. Bf6
Da4 32. Dxa4
Rxa4 33. Hc7 Bxf6
34. exf6 Rc3 35.
Hdd7 Rd5
Staðan kom upp
í Evrópukeppni landsliða
sem lauk fyrir skömmu í
Leon á Spáni. Jan Markos
(2.435) hafði hvítt gegn Alon
Greenfeld (2.581). 36. Hxf7!
Rxc7 37. Hg7+ Kf8 38. Re5
og svartur gafst upp enda
fær hann ekkert ráðið við
hótanir hvíts á sjöundu
reitaröðinni.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
Ljósmynd/Mynd, Hafnarfirði
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 18. ágúst sl. í Grafarvogs-
kirkju af sr. Sigurði Arnarsyni Jóhanna Valdimarsdóttir og
Grétar Örn Marteinsson. Heimili þeirra er í Gautavík 27.
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 23. júní sl. í Seljakirkju af
sr. Valgeiri Ástráðssyni Sigríður H. Jörundsdóttir og Sig-
urður Freyr Jónatansson. Heimili þeirra er í Reykjavík.
Ljósmynd/Mynd, Hafnarfirði
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
BOGMAÐUR
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert fjölhæfur og átt í
basli með að gera upp hug
þinn til þess hvað þú vilt
leggja fyrir þig.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Eitthvað reynir verulega á og
mundu að þú hefur þrek til að
standast það. Þú getur verið
sáttur við sjálfan þig ef þú
fylgir réttlætiskennd þinni.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Gerðu allt sem þú getur til
þess að valda þínum nánustu
ekki vonbrigðum. Þar skiptir
mestu að lofa ekki upp í erm-
ina á sér til að kaupa frið.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú þarft ekkert að óttast það,
þótt þú standir einn og
óstuddur við starf þitt. Þú
hefur til þess næga burði og
átt bara að halda þínu striki.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Haltu ró þinni þótt mikill
hamagangur sé í kringum þig
og aðrir veltist hver um ann-
an þveran í persónulegum
átökum. Þinn tími mun koma.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Það skiptir öllu máli að þér
takist að halda þér í jafnvægi
hvað sem á dynur. Farðu þér
hægt í erfiðum málum því
flas er ekki til fagnaðar.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Afköst þín vekja undrun og
aðdáun samstarfsmanna
þinna. Njóttu ávaxta erfiðis
þíns en deildu leyndarmálinu
með öðrum. Svo er að sjá
hvað þeir geta.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Það er gaman að geta sinnt
fróðleiksþrá sinni svo þú
skalt hvergi hika á þeirri
braut. Öll menntun er góð og
kemur sér vel þótt síðar
verði.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Reyndu að horfa framhjá
vandamálum annarra því
þótt þig langi mjög til að
leysa þau þá eiga þeir að gera
það sjálfir í flestum tilvikum.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þótt þig langi alltaf til þess að
setja gott fordæmi með fram-
komu þinni ert þú ekki full-
kominn frekar en aðrir.
Sættu þig við þau takmörk
sem þér eru sett.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú þarft umfram allt að beina
sköpunarþrá þinni á jákvæð-
ar brautir. Láttu ekki aðra
stjórna ferðinni heldur
fylgdu eigin sannfæringu.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Það er vandræðalegt að
hlæja á vitlausum stöðum en
verði þér það á að móðga ein-
hvern skaltu hið skjótasta
biðjast forláts og halda svo
áfram.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú ert hvorki betri né verri
en þú vilt vera og átt því að
horfast í augu við sjálfan þig.
Annars nærðu ekki árangri
og verður ekki hamingjusam-
ur.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
BERÐU ÞAÐ BESTA
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Öðruvísi
aðventukransar
Sjón er sögu ríkari
Jól 2001
Skólavörðustíg 12, Bergstaðastrætismegin, sími 551 9090
Landstvímenningurinn 2001
Alls spiluðu 98 pör á sjö stöðum
víðs vegar um landið í þessu
skemmtilega móti.
Efstu pör:
Gísli Ólafsson
– Sveinn Ragnars. Bf. Grundarf. 63,82%
Gylfi Baldursson
– Hermann Friðriksson BSÍ 61.23%
Frank Guðmundsson
– Magnús Magnússon Bf. Gosi 60,67%
Birkir Jón Jónsson
– Halldór Sigfússon BSÍ 60,29%
Skafti Ottesen
– Haraldur Jónsson Bf. Hornaf. 60,17%
Jóhann Ævarsson
– Arnar Geir Hinrikss. Bf. Gosi 59,21%
Allar upplýsingar um mótið á
www.bridge.is eða www.ecats-
bridge.com
Dræm þátttaka í Íslandsmóti
eldri og yngri spilara
Íslandsmót eldri og yngri spilara í
tvímenningi voru spiluð um helgina.
Sex pör spiluðu í yngri flokknum, en
aðeins 11 í eldri flokknum.
Lokastaðan – yngri spilarar:
Sigurbjörn Haraldss.-Páll Þórss. 66
Sigurður Björgvinss.-Sveinn Ragnarss. 60
Birkir Jónss.-Pétur Péturss. 58
Frímann Stefánss.-Heiðar Sigurjónss. 57
Lokastaðan – (h)eldri spilarar:
Ásmundur Pálss.-Sigtryggur Sigurðss. 111
Gylfi Baldurss.-Sigurður B. Þórsteinss. 76
Eggert Bergss.-Þórður Sigfúss. 50
Björn Theódórss.-Páll Bergss. 44
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Sigurvegararnir í flokki eldri spilara á Íslandsmótinu. Talið frá
vinstri: Sigurður B. Þorsteinsson, Gylfi Baldursson, Ásmundur Páls-
son, Sigtryggur Sigurðsson, Þórður Sigurðsson og Eggert Bergsson.
Þeir urðu í efstu sætunum á Íslandsmóti yngri spilara. Talið frá
vinstri: Sigurður Björgvinsson, Sveinn Ragnarsson, Sigurbjörn Har-
aldsson, Páll Þórsson, Pétur Pétursson og Birkir Jónsson.
Gullsmárabrids
Fimmtudagur 22. nóvember.
Tvímenningur á 11 borðum. Miðl-
ungur 220. Efst vóru:
NS
Karl Gunnarss. – Kristinn Guðmundss.289
Sigurj. H. Sigurj. – Gunnar Hjálmarss.266
Dóra Friðleifsdóttir – Guðjón Ottósson245
AV
Guðni Ólafsson – Kjartan Elísson 252
Sigurpáll Árnas. – Sigurður Gunnl. 246
Kristján Guðm. – Sigurður Jóhannss. 242
Spiladagar: Mánudagar og
fimmtudagar. Mæting kl. 12.45.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar
um afmæli, brúðkaup,
ættarmót og fleira
lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Til-
kynningar þurfa að
berast með tveggja
daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnu-
dagsblað. Samþykki
afmælisbarns þarf að
fylgja afmælistil-
kynningum og/eða
nafn ábyrgðarmanns
og símanúmer. Fólk
getur hringt í síma
569-1100, sent í bréf-
síma 569-1329, eða
sent á netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa :
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík