Morgunblaðið - 28.11.2001, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 28.11.2001, Qupperneq 45
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2001 45 Vegna 40 ára afmælis Háskólabíós verða engar sýningar kl. 8 e a 4 ára af lis ás la í s ver a e ar sý i ar l. 8 GEIRFUGLARNIR eru þekktir gleðigoggar og þeir ófáir sem hafa stigið dansinn við undirleik þeirra. Þeir eiga að baki plöturnar Drit og Byrjaðu í dag að elska og gáfu einnig út disk með lögum úr leikritinu Trúð- leik í fyrra. Tíma- fiskurinn er því fjórði diskurinn sem þeir senda frá sér og hefur að geyma fjölbreytta lagablöndu, eins og við er að búast frá þessum spilaglöðu drengjum. Þeir gefa sig þó meira að angurværari og rólegri hlið en áður og þær fjaðrir fara þeim vel. Platan hefst á fjörugu en einföldu poppi, „Vertu mér hjá“, sem geldur fyrir nokkuð þreytandi rím. Heldur veigameira er „Bíð þín baby“, sakn- aðarlag Ljósheimabúans eftir einka- dansmærinni af Maxims, með skemmtilega gamaldags bakröddum í viðlaginu. Textar Geirfuglanna eru á léttari nótunum án þess að beinlínis sé verið að eltast við grínið. Það er líka tilbreyting að heyra venjulegt tal- mál og íslenskan hversdagsleika felldan inn í heim dægurflugunnar og það gefur sveitinni viðkunnanlegt yf- irbragð. Aðall Geirfuglanna er hvernig þeir sækja sér efni héðan og þaðan úr ís- lenskri poppsögu og unga því út með sínum hætti. Hér má t.d. finna hinn þjóðlega „Edduvals“ og lagið „Fátt um svör“ gæti verið vögguvísa úr ís- lensku barnaleikriti ef ekki væri fyrir fremur þunglyndislegan textann. Eitt skemmtilegasta lagið á plötunni er hið ofureinfalda „Góð spá“ með ein- staklega hversdagslegum vangavelt- um við munnhörpuspil um hvort nýta eigi ferðaveðrið eða sitja heima. Engu síðra er „Svanasöngur“ þar sem gestasöngvarinn Pétur Örn Guð- mundsson nær Spilverkslegum hæð- um í söngli sínu um litlu bústnu lömb- in. Skipt er um gír í hinu töffaralega „Sjókötturinn“ sem er grípandi rokk- vísa þar sem finna má línuna „Töffari gerður úr járni – Guðmundsson Árni“ og í laginu „Upp á Skaga“ er að finna taktfast bítl og rafmagnsorgel í stuði. Stundum stýrir þó ferðinni bræðing- ur af austur-evrópskri þjóðlaga- stemmningu og suðrænum tónum í lögum eins og „Konan“, „Margarita“ og „Gullkálfurinn“. Mér finnst þessi hlið einna síst. Kunnuglegir taktarnir, sombrero-trompetblásturinn, spænski gítarinn og fiðluleikurinn nást einfaldlega ekki upp úr klisju- farveginum og litlu er bætt við. Ég held líka að þrotlaust starf Milljóna- mæringanna og skyldra síðustu ár hafi skapað alvarlegt óþol hjá mér fyrir þessu „hljóðumhverfi“. Bita- stæðara er þó „Geirfuglinn dansar“, sérstaklega fyrir blæbrigðaríkan og spriklandi klarinettuleik Guðna Franzsonar sem er snilldin ein. Loka- lagið er hið angurværa „Tímafiskur- inn“ sem sýnir að Fuglarnir geta líka lagt á djúpið, sveimandi furðuhljóð í bakgrunni og textinn jafn dulráður og myndin framan á umslaginu af fiski bundnum í reipi. Hönnun umslagsins er reyndar sérlega stílhrein og flott. Þegar á heildina er litið er þetta hin prýðilegasta plata, ferð í gegnum ís- lenska poppsögu með viðkomu á suð- rænni slóðum og ætti bæði að fá fólk til að taka sporðaköst á dansgólfinu og hreiðra um sig á sunnudagsmorgn- um. Tónlist Bæði fugl og fiskur GEIRFUGLARNIR Tímafiskurinn FD – FLJÚGANDI DISKAR & DRIT EHF. Geirfuglana skipa Freyr Eyjólfsson á mandólín, gítar, munnhörpu, söng o.fl., Halldór Gylfason sem syngur, Þorkell Heiðarsson á harmónikku, píanó, orgel o.fl., Andri Geir Árnason á trommur og slagverk og Stefán Már Magnússon á gít- ar, bassa, píanó, munnhörpu o.fl. Þeim til aðstoðar eru m.a. Birkir Freyr Matth- íasson á trompet, Guðni Franzson á klar- inett, Skúli Ragnar Ragnarsson á fiðlu, Samúel J. Samúelsson á básúnu og um bakraddir sjá Elín Hrund Heiðarsdóttir og Pétur Örn Guðmundsson auk Geir- fuglanna sjálfra. Upptökustjórn var í höndum Þorkels Heiðarssonar sem sá einnig um hljóðblöndun ásamt Arnari Helga Aðalsteinssyni. Steinunn Haraldsdóttir Steinunn Haraldsdóttir segir Geirfuglana lunkna í að sækja sér efni héðan og þaðan úr íslenskri poppsögu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.