Morgunblaðið - 28.11.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.11.2001, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. GÍSLI Jónsson, fyrr- um menntaskóla- kennari, lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri að kvöldi mánudags. Hann var 76 ára að aldri. Gísli var umsjónar- maður þáttarins Ís- lenskt mál í Morgun- blaðinu frá árinu 1979 til dauðadags. Þegar Gísli féll frá hafði hann gengið frá þætti nr. 1.138 til prentunar og mun hann birtast hér í blaðinu næstkomandi laugardag eins og verið hefur í meira en tvo áratugi. Gísli Jónsson var fæddur að Hofi í Svarfaðardal 14. september 1925. Foreldrar hans voru Jón Gíslason, bóndi að Hofi, og Arn- fríður Anna Sigurhjartardóttir húsfreyja. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Ak- ureyri 1946 og kandídatsprófi í norrænum fræðum frá Háskóla Ís- lands árið 1953 jafnframt prófi í uppeldis- og kennslufræðum. Gísli starfaði sem þingskrifari á náms- árum sínum og frá 1951 sem kenn- ari við MA, fyrst lausráðinn en skipaður árið 1953 og starfaði þar alla tíð. Í nokkur ár sá hann einnig um að búa bækur Kvöldvökuútgáf- unnar á Akureyri til prentunar. Hann sá um útvarpsþáttinn Dag- legt mál veturinn 1977–78. Gísli var á námsárum sínum for- maður Stúdentaráðs og Stúdenta- félags Háskóla Íslands. Hann var bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn nær samfellt árin 1958 til 1983 og sat í bæj- arráði 1970–80. Þá sat hann um árabil í stjórn Amtsbókasafns- ins og var formaður um tíma, í niður- jöfnunarnefnd og jafn- réttisnefnd Akureyrar og var formaður stjórnar Húsafrið- unarsjóðs bæjarins. Gísli var varaþingmað- ur 1959–71 og sat á þingi öðru hverju og gegndi ýmsum trúnað- arstörfum fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Fjölmörg rit liggja eftir Gísla, m.a. saga KEA, Saga Iðnaðar- mannafélagsins í Reykjavík, Saga MA, Fullveldi Íslands og fleiri, einnig þýðingar og ritgerðir og hann bjó fjölmargar bækur til prentunar. Þá er nýverið komin út Nýja limrubókin sem hefur að geyma ritgerð um limrur og fjöl- margar limrur sem birst hafa í ís- lenskuþáttum Gísla hér í blaðinu. Gísli var þríkvæntur. Hann kvæntist Hervöru Ásgrímsdóttur árið 1951 en hún lést árið 1971. Þau eignuðust sjö börn. Árið 1973 kvæntist hann Bryndísi Jakobs- dóttur. Þau slitu samvistir. Eftirlifandi kona Gísla er Anna Björg Björnsdóttir. Að leiðarlokum þakkar Morgun- blaðið Gísla farsælt samstarf um áratuga skeið og sendir ástvinum hans innilegar samúðarkveðjur. Gísli Jónsson er látinn Gísli Jónsson SKÓLAHALD féll víða niður á Norðvesturlandi og færð spilltist víða um land, einkum á norð- anverðu landinu og á Vest- fjörðum í norðvestan hvassviðri sem gekk yfir í gær. Engar fregnir bárust af skemmdum af völdum veðurs. Heldur lægði síðdegis á Vest- fjörðum en að sama skapi bætti í vind á Norðausturlandi. Að sögn Hrafns Guðmundssonar, veður- fræðings á Veðurstofu Íslands, mjakaðist vindstrengurinn austur á bóginn eftir því sem leið á dag- inn. Hrafn segir að í mestu hvið- unum hafi vindur mælst allt að 30 m/sek. Jón Sigurðsson, fréttaritari á Blönduósi, sagði að víða hefði kyngt niður snjó í Austur- Húnavatnssýslu í gær og hann hafði haft af því spurnir að í Vatnsdal og nágrenni hefði snjó- að kynstrin öll. Á Blönduósi væri nú talsverður snjór og líklega meiri en hefur verið í bænum síð- an 1995. „Í raun og veru hefur ekki verið neitt ferðaveður og menn hafa haldið sig heimavið,“ sagði Jón. Á Sauðárkróki var hávaðarok og bullandi skafrenningur að sögn Björns Björnssonar frétta- ritara. „Ég hef bara verið hér innandyra og það hefur ekki ver- ið hundi út sigandi,“ sagði Björn. Sem betur fer virðist sem fólk hafi tekið mark á veðurspánni og verið lítið á ferðinni. Í fyrrinótt hvessti mjög og í morgunsárið skall á krapahríð. Hiti féll niður fyrir frostmark um níuleytið og fylgdi því hríð og skafrenningur. Alsælir fjallabílaeigendur „Það er búinn að vera mikill bylur frá því um hádegi,“ sagði Helga Mattína Björnsdóttir, fréttaritari Morgunblaðsins í Grímsey, í gærkvöldi. Vindur stóð þá af norðvestan og mældist vindhraðinn um 21 m/sek. Mynd- arlegir skaflar höfðu myndast á götum og í húsagörðum og skyggni var lítið. Slíkt veður telst tæpast ferðaveður en ekki létu allir eyjarskeggjar það stoppa sig. „Það er orðið svo mikið af fjallabílum hér og þeir tromma hérna um alsælir eigendurnir,“ sagði Helga. Hávaðarok og skafrenn- ingur en engin óhöpp HARRY Potter og viskusteinninn, fyrsta kvikmyndin um Harry Potter og félaga úr Hogwarts- skóla galdra og seiða, verður frumsýnd hér á landi á föstudag- inn. Forsala hófst um miðjan mánuðinn og hafa þegar um 4.000 miðar verið seldir á sýningar fyrstu þrjá sýningardag- ana. Myndin verður sýnd í öllum Sambíó- unum í Reykja- vík, í Keflavík og á Akureyri, í Háskólabíói og á Ísafirði. Alls eru 37.229 sæti í boði þessa fyrstu sýningarhelgi sem er, að sögn Al- freðs Árnasonar hjá Sambíó- unum, stærsta frumsýning hingað til hér á landi. Þegar er orðið uppselt á sýningu kl. 18 á föstu- deginum í Sambíóinu í Álfabakka. Alfreð segir að þar sem kvik- myndin um Harry Potter hafi slegið í gegn víða um heim sé þess einnig að vænta hér á landi enda hafi bækurnar um hann not- ið fádæma vinsælda. Stjörnu- stríðsmyndin Ógnvaldurinn á nú frumsýningarmetið hér á landi en rúmlega 16.500 manns sáu hana fyrstu sýningarhelgina, en þá voru 33.060 sæti í boði. Harry Potter 37 þúsund sæti í boði um helgina STJÓRN ferðaskrifstofunnar Samvinnuferða-Landsýnar ákvað á fundi sínum í gær að óska eftir gjaldþrotaskiptum. Alls eru 52 far- þegar staddir erlendis á vegum ferðaskrifstofunnar, allir á Kan- aríeyjum. Að sögn Sturlu Böðv- arssonar samgönguráðherra verð- ur öllum farþegum, sem keypt hafa ferðir og dvelja erlendis á vegum ferðaskrifstofunnar, tryggð flugferð heim til Íslands. Þá stóð til að um 470 manns færu í borg- arferð á vegum Samvinnuferða- Landsýnar til Dublin á Írlandi á morgun, fimmtudag, en nú er ljóst að ferðin verður ekki farin. Að sögn Sturlu verður með sama hætti tryggt að þeim sem greitt hafi fyrir ófarnar ferðir geti framvísað kröfum sem síðan verði unnið úr. Samkvæmt lögum um skipan ferðamála sé tryggt að neytendur, sem hafi keypt svo- nefndar alferðir, verði ekki fyrir skakkaföllum. Röð atburða unnið gegn fyrirtækinu Að sögn Guðjóns Auðunssonar, framkvæmdastjóra Samvinnu- ferða-Landsýnar, hefur röð at- burða unnið gegn fyrirtækinu og ráðið miklu til um það að stjórn fyrirtækisins ákvað að hætta rekstri þess í gær og óska eftir gjaldþrotaskiptum. Þar ráði mestu gengisfelling íslensku krónunnar og hryðjuverkin í Bandaríkjunum hinn 11. september. Hann segir að skuldir félagsins séu nú um 875 milljónir króna en umfangsmiklar hagræðingaraðgerðir undanfar- inna mánaða hafi ekki verið farnar að skila sér í rekstrinum nema að litlu leyti. Því sé þessi niðurstaða sorgleg, enda hefðu aðgerðirnar þýtt 250 til 300 milljóna króna sparnað í rekstrarkostnaði skrif- stofunnar á næsta ári. Guðjón seg- ir ómögulegt að segja til um hversu stórt gjaldþrot SL í raun er. Starfsemi Ferðaskrifstofu stúd- enta, sem er alfarið í eigu Sam- vinnuferða-Landsýnar, mun einnig leggjast af í kjölfar gjaldþrotsins. Sömu sögu er að segja af Bók- unarmiðstöð Íslands, sem haldið hefur úti upplýsinga- og bókunar- vef, en hún er einnig í eigu félags- ins. Samtals störfuðu rúmlega 70 manns hjá Samvinnuferðum-Land- sýn og dótturfélögum félagsins. Skuldir Samvinnuferða-Landsýnar nær 900 milljónir Farþegum erlend- is tryggð heimferð  Ekki lengur/12 Starfsleyfi Burnham afturkallað STARFSLEYFI verðbréfafyr- irtækisins Burnham Internati- onal á Íslandi hf. hefur verið afturkallað að tillögu Fjármála- eftirlitsins og hefur skrifstofum fyrirtækisins verið lokað. Ástæða afturköllunar starfs- leyfisins er að eiginfjárhlutfall fyrirtækisins var undir lág- markskröfum laga um verð- bréfaviðskipti. Erfiðleikar í rekstri hafa m.a. verið vegna verðfalls á verðbréfaeign fé- lagsins. Guðmundur Franklín Jónsson, stjórnarformaður Burnham, segir að viðskipta- vinir muni ekki skaðast af slit- um á félaginu og ekki tapa verðbréfasafni sínu sem er í fjárvörslu hjá félaginu.  Viðskiptavinir/19 Morgunblaðið/Kristján Leiðindaveður var á Akureyri fyrri partinn í gær en þessir ungu drengir létu það ekki á sig fá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.