Morgunblaðið - 30.11.2001, Síða 1

Morgunblaðið - 30.11.2001, Síða 1
275. TBL. 89. ÁRG. FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 30. NÓVEMBER 2001 UM 60.000 Afganar eru nú í flóttamannabúðum nálægt Spin Boldak, mikilvægum landamærabæ í Afganistan, og bíða eftir því að komast til Pakistans. Spin Boldak er enn á valdi talibana og óttast er að átök blossi upp í bænum neiti þeir að fara þaðan. Flóttamannahjálp Samein- uðu þjóðanna, UNHCR, hefur því hvatt stjórnvöld í Pakistan til að hleypa flóttafólkinu yfir landamærin. Leiðtogar Pastúna, stærsta þjóð- flokks Afganistans, hafa reynt að semja við hermenn talibana í bænum síðustu daga og hótað að ráðast á þá fari þeir ekki á brott. Nái and- stæðingar talibana Spin Boldak á sitt vald geta þeir lokað helstu flótta- leiðinni frá Kandahar, síðustu borginni sem er enn á valdi talibana. Reuters Flóttafólk í afgönskum landamærabæ í hættu AFGÖNSKU sendinefndirnar, sem hafa hafið viðræður í Bonn í Þýska- landi, sögðust í gær hafa nálgast samkomulag um myndun bráða- birgðastjórnar í Afganistan til að af- stýra nýju borgarastríði í landinu. Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna sögðu þó að mikilli vinnu væri enn ólokið. „Við höfum náð samkomulagi um að koma upp stjórnkerfi með þátt- töku allra hópanna,“ sagði Mehrab- uddin Mastan, einn af fulltrúum Norðurbandalagsins, öflugustu fylk- ingarinnar af fjórum sem taka þátt í viðræðunum í Bonn. „Við vonum að á næstu tveimur dögum náist sam- komulag sem leiði til friðar í landi okkar,“ sagði Yunus Qanooni, for- maður sendinefndar Norðurbanda- lagsins. Ahmed Fawsi, talsmaður Samein- uðu þjóðanna, var varfærnari og sagði að meðal annars hefði ekki enn verið samið um skiptingu embætta í fyrirhugaðri bráðabirgðastjórn. Einnig væri óljóst hvort fylkingarn- ar næðu samkomulagi í deilunni um hvort Sameinuðu þjóðirnar ættu að senda friðargæslusveitir til Afgan- istans. Norðurbandalagið hefur ver- ið tregt til að fallast á friðarsveit- irnar en Qanooni sagði í gær að ef samkomulag næðist um bráða- birgðastjórn myndi bandalagið ekki leggjast gegn friðargæslusveitum ef þær reyndust nauðsynlegar til að af- stýra nýrri borgarastyrjöld. Hann lagði hins vegar áherslu á að ekki væri þörf á slíkum sveitum sem stendur. Sendinefndirnar hafa fallist á til- lögu Sameinuðu þjóðanna um að stofnað verði svokallað „æðstaráð“, 120–200 manna ráð sem lýst hefur verið sem þingi. Ennfremur á að mynda 15–20 manna ráð, sem á að fara með framkvæmdavaldið. Að lokum verður stofnað svokallað „Loya Jirga“, eða ráð öldunga hinna ýmsu ættbálka Afganistans. Öld- ungaráðið á að koma saman í mars eða apríl á næsta ári til að semja nýja stjórnarskrá. Í viðræðunum hefur verið deilt um hlutverk fyrrverandi konungs Afg- anistans, Mohammeds Zahirs Shah, í bráðabirgðastjórninni. Sendinefnd stuðningsmanna konungsins fyrr- verandi krafðist þess í gær að hann yrði ekki aðeins leiðtogi æðstaráðins heldur einnig gerður að þjóðhöfð- ingja. Sendinefnd Norðurbandalags- ins viðurkenndi að konungurinn fyrrverandi, sem er Pastúni, ætti að gegna mikilvægu hlutverki í því að sætta þjóðina en lagði áherslu á að öldungaráðið ætti að ákveða pólitískt hlutverk hans. Segjast sækja að Kandahar Aðstoðarvarnarmálaráðherra Norðurbandalagsins sagði í gær að hersveitir þess hefðu hafið sókn í átt að Kandahar, síðustu borginni í Afg- anistan sem er enn á valdi talibana. Hann fullyrti að hersveitirnar væru „komnar inn í Kandahar“ en sagði síðar um daginn að „hörð átök“ hefðu blossað upp við útjaðar borg- arinnar. Talsmaður bandaríska varnar- málaráðuneytisins kvaðst ekki geta staðfest þetta. Hann sagði líklegra að hersveitirnar væru komnar í Kandahar-hérað, sem nær yfir stór- an hluta Suður-Afganistans. Fregnir hermdu í gær að tveir eða fleiri erlendir liðsmenn talibana væru enn á lífi í virki Norðurbanda- lagsins nálægt Mazar-e-Sharif þar sem hundruð fanga gerðu uppreisn sem lyktaði með blóðbaði. Taliban- arnir eru sagðir hafa sært tvo menn sem voru að fjarlægja lík fanga úr virkinu. Nálgast samkomu- lag um nýja stjórn Bonn. AFP, AP.  Nokkrir forystumanna/28 Afgönsku fylkingarnar segjast vera bjartsýnar á frið NÆR átján milljónir barna lifa í fátækt í Mið- og Austur- Evrópu og fyrrverandi sovét- lýðveldum tíu árum eftir hrun kommúnismans, að sögn Barnahjálpar Sameinuðu þjóð- anna, UNICEF, í gær. Mikill meirihluti þessara barna, eða 16 milljónir, býr í fyrrverandi sovétlýðveldum, að því er fram kemur í skýrslu Barnahjálparinnar, „Áratugur umskipta“. Í Moldavíu og Tadsjikistan lifa tveir þriðju barnanna á minna en andvirði 230 króna á dag, eða innan fá- tæktarmarka samkvæmt skil- greiningu Alþjóðabankans. UNICEF segir að fátæktin hafi aukist frá hruni komm- únismans árið 1989 en ná- kvæmur samanburður er ekki mögulegur þar sem ekki eru til tölfræðilegar upplýsingar um fátæktina fyrir þennan tíma. Í skýrslunni kemur fram að þriðja hvert barn í Albaníu, Úsbekistan og Tadsjikistan er vannært. 1,5 milljónir barna voru í umsjá opinberra stofn- ana í lok síðasta áratugar í þeim 27 löndum sem rann- sóknin náði til, 150.000 fleiri en í byrjun áratugarins. Kommúnistaríkin fyrrverandi Átján millj- ónir barna lifa í fátækt Genf. AP. ÞRÍR Ísraelar létu lífið og sex særðust í sprengjutilræði í áætlunarbíl milli Nasaret og Tel Aviv í gær. Tilræðismaður- inn beið einnig bana. Áætlunarbíllinn rifnaði næstum í tvennt í sprenging- unni sem varð þegar hann fór framhjá ísraelskri herstöð við bæinn Pardes Khana, um 30 km norðan við Tel Aviv. Lögreglumenn fundu belti, sem hannað var til að bera sprengiefni, á líki tilræðis- mannsins. Kona á meðal farþeganna sagðist hafa séð tilræðismann- inn fara í rútuna í Umm El- Fahm, arabískum bæ í Ísrael. „Ég sá manninn sem gerði árásina. Hann var ungur og virtist vingjarnlegur.“ Hún bætti við að tilræðis- maðurinn hefði ekki verið með farangur. Talsmaður Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísr- aels, sagði að Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, bæri ábyrgð á tilræðinu. Daginn áður hafði Arafat rætt við sendimann Bandaríkjastjórn- ar, Anthony Zinni, og lofað að herða eftirlitið með palestínsk- um öfgahreyfingum. Fyrr í gær voru þrír menn, tveir ísraelskir hermenn og Palestínumaður, skotnir til bana á Vesturbakkanum. Meira en þúsund manns hafa fallið í uppreisn Palestínu- manna sem hófst fyrir fjórtán mánuðum. Þrír Ísrael- ar láta lífið í sprengju- tilræði Pardes Khana. AFP, AP.  Ítrekar skilyrði/31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.