Morgunblaðið - 30.11.2001, Side 6
FRÉTTIR
6 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
TVEIR starfsmenn endurvinnslu-
fyrirtækisins Hringrásar voru
fluttir á Landspítalann í Fossvogi í
gær vegna gruns um reykeitrun
eftir að eldur kviknaði í kjölfar
sprengingar í brotajárnspressu hjá
fyrirtækinu. Vegna öndunarerf-
iðleika þótti rétt að mennirnir
færu í læknisskoðun en þeir kvört-
uðu undan óþægindum í öndunar-
vegi.
Samkvæmt upplýsingum frá
lækni á lyflækningadeild Landspít-
alans reiddi þeim vel af og áttu að
vera til eftirlits fram til kvölds.
Þegar slökkvilið kom á vettvang
reyndist eldur stafa af svonefndum
karbít og því ekki unnt að slökkva
hann með vatni. Þurfti því að
sækja dufttæki til að kveða eldinn
niður, sem gekk greiðlega.
Sprengifimt gas
Eldurinn kviknaði á athafna-
svæði fyrirtækisins við Kletta-
garða í Reykjavík skömmu fyrir
hádegi. Samkvæmt upplýsingum
frá Hringrás mun eldsvoði af þess-
um toga vera einsdæmi hjá fyr-
irtækinu. Eldurinn kviknaði í kjöl-
far sprengingar sem varð þegar
tankur með karbítnum fór í brota-
járnspressu. Sprengingin var tals-
vert öflug og var pressan tekin úr
notkun á meðan verið var kanna
skemmdir. Að öðru leyti raskaðist
starfsemi fyrirtækisins ekki.
Líklegt er að um hafi verið að
ræða svonefndan kalsíum karbít,
sem myndar mjög sprengifimt gas
þegar hann kemst í snertingu við
vatn.
Morgunblaðið/Þorkell
Tveir fluttir á slysadeild
vegna gruns um reykeitrun
SIGURÐUR Helgason, forstjóri
Flugleiða, hélt tvo fundi með starfs-
mönnum félagsins í gær þar sem
hann kynnti fyrirhugaðar skipulags-
breytingar hjá fyrirtækinu, en þriðji
fundurinn verður eftir helgi. Um 600
starfsmenn sóttu fundina og sýndu
þeir skilning á aðgerðum Flugleiða,
að sögn formanns starfsmannafélags
fyrirtækisins.
Guðjón Arngrímsson, upplýsinga-
fulltrúi Flugleiða, segir að fyrst og
fremst hafi verið um upplýsinga-
fundi að ræða, þar sem farið hafi ver-
ið yfir stöðu mála hjá fyrirtækinu og
ástand og horfur í greininni. Um 400
manns hafi verið á fundi á Hótel
Loftleiðum í gærmorgun og um 200
manns í Keflavík síðdegis. Þriðji
fundurinn verði eftir helgi fyrir þá
starfsmenn sem ekki hafi komist á
fundina í gær.
Að sögn Guðjóns gengu fundirnir
vel fyrir sig. Fólk hefði eðlilega
áhyggjur af stöðunni en fram hefði
komið mikill skilningur á því sem
verið væri að gera.
Næstu tvö ár verða erfið
Þorbergur Atlason, formaður
starfsmannafélags Flugleiða, tekur í
sama streng. Hann segir að Sigurð-
ur Helgason forstjóri hafi skýrt
stöðu mála mjög vel, sagt að næstu
tvö ár yrðu erfið og fólk hefði sýnt
því skilning. Að öðru leyti hefði fyrst
og fremst verið greint frá fyrirhug-
uðum breytingum í rekstri félagsins
en svo virtist sem afleiðingarnar
kæmu ekki í ljós fyrr en á næsta ári,
þegar ákveðið yrði hvernig staðið
yrði að málum.
Að sögn Þorbergs er gert ráð fyrir
frekari fækkun starfsmanna á næsta
ári en á þessari stundu liggi ekki fyr-
ir hvar hún verði nema ljóst sé að
dregið verði úr flugi til Mið-Evrópu
og Bandaríkjanna. Þetta hafi verið
fyrstu kynningarfundirnir af mörg-
um í vetur en framtíðin sé óviss.
„Fólk bíður og sér til hvað næsta ár
ber í skauti sér,“ segir Þorbergur.
Þorbergur Atlason, formaður starfsmannafélags Flugleiða
Starfsfólk hefur skiln-
ing á aðgerðunum
HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað ís-
lenska ríkið af skaðabótakröfu konu.
Hún kærði nauðgun og var maður
ákærður vegna málsins, en hann fór
hins vegar úr landi áður en honum var
birt ákæran. Konan taldi að ríkissak-
sóknara hefðu orðið á mistök með því
að krefjast ekki gæsluvarðhalds eða
farbanns yfir manninum, sem er
danskur ríkisborgari, þótt hann hefði
lýst því yfir við lögreglu í janúarlok
þetta ár að hann ætlaði úr landi.
Málavextir voru þeir að konan var
stödd í bifreið kunningja síns þar sem
hún hafði leitað afdreps vegna ölvun-
ar á nýársdag 1994. Kom þá maður
inn í bifreiðina og hafði við hana sam-
farir, en hún kom ekki vörnum við
vegna ölvunarástands. Maðurinn var
handtekinn á staðnum. Hann var
ákærður 15. febrúar sama ár, en fór
til Grænlands fjórum dögum síðar,
áður en tekist hafði að birta honum
ákæruna.
Að tilhlutan ríkissaksóknara var
þess krafist án árangurs að dönsk
stjórnvöld framseldu manninn til Ís-
lands. Þá var leitað eftir því að op-
inbert mál yrði höfðað gegn honum í
Danmörku, en þeirri málaleitan var
einnig hafnað, m.a. með vísan til sönn-
unarörðugleika. Í kjölfarið lýsti rík-
issaksóknari því yfir að ekki yrði séð
að ákæruvaldið gæti aðhafst frekar í
málinu. Í samræmi við lög um
greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda
afbrota var ákveðið að konunni
skyldu greiddar 300.000 krónur í
skaðabætur og 83.737 krónur í lög-
mannsaðstoð.
Konan höfðaði þá skaðabótamál á
hendur íslenska ríkinu og krafðist 6,5
milljóna. Hún vísaði m.a. til geðræns
ástands síns, sem bæri vott um mikla
og langvarandi áfallaröskun sem
rekja mætti til nauðgunarinnar og
eftirmála hennar. Hinn ákærði hefði
ekki hlotið dóm og þar með refsingu,
sem hefði stuðlað að tjóni hennar.
Sjálfstæði
ríkissaksóknara
Í dómi Hæstaréttar segir að sú
skylda hvíli á ákæruvaldi að hlutast til
um að mál séu rannsökuð og þeim síð-
an lokið svo fljótt, sem kostur er, og
með þeim hætti, sem eðlilegt getur
talist. Sé út af brugðið geti það varðað
þann starfsmann ríkisins ábyrgð, sem
hlut á að máli. Aðgerðir ákæruvalds,
sem feli í sér tilteknar þvingunarráð-
stafanir, geti jafnframt leitt til bóta-
skyldu gagnvart þeim, sem fyrir þeim
verður. Sú aðstaða sé ekki fyrir hendi
gagnvart þeim, sem verði fyrir tjóni
af völdum brotamanns. Tjónþolinn
skuli eiga þess kost að koma að bóta-
kröfu í máli gegn hinum brotlega, en
að öðru leyti sé ekki réttarsamband
milli tjónþola og ákæruvalds. Sé
hvorki tjónþola né öðrum ætlað að
hafa áhrif á einstakar ákvarðanir rík-
issaksóknara í tengslum við fram-
kvæmd ákæruvalds, en um þær njóti
ríkissaksóknari sjálfstæðis í starfi.
Eigi það eins við um mat hans á því
hvort nauðsyn sé fyrir hendi, sem
réttlæti að krefjast þess að grunaður
maður eða ákærður sæti þvingunar-
ráðstöfunum.
Hinn meinti
nauðgari
komst úr landi
Hæstiréttur hafnar kröfu konu um
6,5 milljóna bætur úr ríkissjóði
fórum strax að kanna stöðuna í
hverju landi. Við komumst m.a. að
því að hér á landi væri ekkert bólu-
efni við bólusótt til, og svipuð staða
kom upp víðar,“ segir Haraldur.
Vildu gefa en ekki selja
„Við sendum dönskum yfirvöld-
um fyrirspurn um hvort bóluefni
væri þar fyrir hendi. Danir vissu að
þeir áttu gamlar birgðir sem höfðu
verið geymdar í frysti. Þeir sann-
reyndu að efnið virkaði enn og er í
góðu lagi. Þeir töldu sig vera af-
lögufæra, vildu hins vegar ekki
selja efnið og buðu okkur það frítt.
Svíum hefur staðið svipað til boða
en þeir þurfa skiljanlega meira
magn til að geta viðhaft lágmarks-
viðbúnað,“ sagði Haraldur en and-
virði 10 þúsund skammta af þessu
bóluefni gæti verið 2–3 milljónir
króna. Haraldur sagði það ekki úti-
lokað að heilbrigðisyfirvöld þyrftu
að útvega sér meira bóluefni. Eftir
væri að taka um það ákvarðanir.
BÓLUEFNI við bólusótt, sem
dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa
ákveðið að gefa Íslendingum, er
hluti af gömlum birgðum sem hafa
verið geymdar í frysti í Danmörku
frá árinu 1980. Það er um líkt leyti
og hætt var að bólusetja við bólu-
sótt hér á landi en fram að því hafði
bóluefnið einmitt verið keypt af
Dönum. Eins og kom fram í Morg-
unblaðinu í gær er um 10 þúsund
skammta að ræða sem afhentir
verða í næsta mánuði. Tilkynnt var
um gjöfina á fundi norrænna heil-
brigðisráðherra í Svíþjóð í vikunni.
Haraldur Briem sóttvarnar-
læknir var á ferð með Jóni Krist-
jánssyni heilbrigðisráðherra í Sví-
þjóð. Hann sagði við Morgunblaðið
að í kjölfar hryðjuverkanna í sept-
ember sl. hefðu Norðurlandaþjóð-
irnar farið að kanna birgðir af
bóluefni ef þær yrðu fyrir efna-
vopnaárásum.
„Norrænir sóttvarnarlæknar
hafa með sér nána samvinnu og við
Geymt í frysti
frá árinu 1980
Bóluefnið við bólusótt sem Danir gefa
STÚLKA sem ók fólksbifreið var
flutt á slysadeild Landspítalans í
Fossvogi eftir árekstur við strætis-
vagn á gatnamótum Tryggvagötu og
Pósthússtrætis laust fyrir klukkan
átta í gærmorgun.
Meiðsli hennar voru minniháttar
og var ekki þörf á innlögn. Farþegi í
bifreiðinni hlaut minniháttar meiðsl.
Barn, sem var í bifreiðinni, sakaði
ekki. Farþegar strætisvagnsins
sluppu einnig ómeiddir. Nauðsyn-
legt reyndist að draga bifreiðina af
vettvangi með kranabifreið.
Á slysadeild eftir
árekstur við strætisvagn