Morgunblaðið - 30.11.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.11.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri fylgdi fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar úr hlaði með ræðu á borgarstjórnarfundi í gær. Hún gerði m.a. að umtalsefni jafn- réttismál, stefnu stjórnvalda í byggðamálum, samskipti við önnur sveitarfélög, atvinnu- og kjaramál og miðborgina auk þess sem hún fór yf- ir helstu atriði fjárhagsáætlunarinn- ar. Borgarstjóri sagði Reykjavíkur- listann hafa skýra sýn um hvers konar borg hann vildi móta og eftir því hefði verið unnið síðustu árin. Sumt hefði tekið lengri tíma en ætl- að var, annað ekki reynst gerlegt en mestu máli skipti að meirihlutinn hefði ævinlega komist þangað sem hann ætlaði sér að lokum. Borgarstjóri sagði framfarir í þjónustu og forgangsröðun vitna um að Reykjavíkurlistinn hefði undan- farin ár lagt kapp á laga þjónustu að þörfum fólks með breytingum á stjórnun og stjórnsýslu borgarinnar. Kvaðst hún m.a. eiga við umfangs- miklar breytingar sem átt hefðu sér stað í fjölskyldumálum, sérstaklega skóla- og dagvistarmálum sem hefðu til skamms tíma verið hornrekur í borgarrekstrinum. „Það kann að virðast sem eilífð í huga fólks en í raun eru aðeins um að ræða örfá ár síðan þjónusta við barnafjölskyldur, leikskólaþjónusta og samræmd skólaþjónusta var slitrótt, óaðgengi- leg og steytt úr hnefa borgaryfir- valda,“ sagði borgarstjóri. Meginhlutverkið lífsgæði Ingibjörg Sólrún sagði það meg- inhlutverk borgarstjórnar að há- marka lífsgæði Reykvíkinga miðað við aðstæður og fjármuni hverju sinni. „Til að gegna því hlutverki þurfa borgaryfirvöld að hafa skýra sýn á það í hverju lífsgæði felast og hvernig skuli þannig á málum haldið að þau nýtist sem flestum borgarbú- um sem best. Á þeim sjö árum sem liðin eru síðan núverandi meirihluti tók við stjórnartaumum í Reykjavík hefur öll stefnumótun borgarinnar, framkvæmir hennar og þjónusta haft þetta markmið að leiðarljósi,“ sagði borgarstjóri einnig. Ingibjörg Sólrún sagði að þegar hugað væri að óskaborginni legðu menn ákveðna þætti til grundvallar, m.a. menntun og velferð barna og ungmenna. Sagði hún Reykjavíkur- listann hafa allt frá 1994 lagt höf- uðáherslu á að búa ungu kynslóðinni öruggt og þroskandi umhverfi, átak hefði verið gert í uppbyggingu leik- skóla og skóla, stækkun og fjölgun þeirra svo og innra starfi. Í umfjöllun um skipulagsmál sagði borgarstjóri að fátt hefði eins afger- andi áhrif á lífsgæði í borgum og skipulag. Grunnur væri lagður að framtíðarþróun borgarinnar í aðal- og svæðisskipulagstillögum sem nú væru til kynningar. Kvaðst hún vilja vekja athygli á því tækifæri sem skipulagsvinna gæfi borgarbúum til að hafa áhrif og hvetur íbúa til að nýta sér það. „Við sem sitjum við stjórnvölinn hér í Reykjavík leggj- um mikla áherslu á hlutverk almenn- ings í þessu sambandi, og vonumst til að geta mótað framtíðarásýnd borgarinnar í víðtæku samráði og sátt við íbúa hennar. Það er og verð- ur eitt af meginmarkmiðum Reykja- víkurlistans sem stjórnmálaafls,“ sagði borgarstjóri. Ekki minnst á nokkur atriði Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, sagði áttundu fjárhagsáætlun Reykjavíkurlistans nú hafa litið dagsins ljós og fróðlegt væri að kanna hvernig meginmarkið hans um fjármálastjórn hefðu náðst þessi ár. Hún sagði meirihlutann hafa sagt áður en hann komst til valda árið 1994 að fjárhagsstaða borgarinnar hefði verið slæm og kapp yrði lagt á að lagfæra hana. Inga Jóna sagði skuldir borgarinnar hafa aukist og borgarstjóri hefði í fyrsta sinn á þessu ári viðurkennt það. Hún sagði margt hafa verið vel gert og ekki hefði öllum fjármunum borgarinnar verið kastað á glæ. En staldra yrði við þau atriði sem lögð hefðu verið til hliðar í stefnu meirihlutans. Borg- arstjóri hefði í ræðu sinni ekki nefnt nokkur atriði, m.a. biðlista eftir plássum á leikskólum borgarinnar, átak í að fjölga leiguíbúðum en nú væru 600 manns á biðlista eftir íbúð. Einnig sagði hún framlög til fjárfest- inga í málaflokki aldraðra mjög lítil. Um 600 aldraðir væru á biðlista eftir hjúkrunarrými en Reykjavíkurlist- inn legði aðeins 30 milljónir til mála- flokksins. Inga Jóna sagði skuldir borgarinnar aukast um 2,5 milljarða til næsta árs og að þær hefðu aukist verulega umfram áætlun á þessu ári. Gert hefði verið ráð fyrir 34 milljarða skuld í lok þessa árs en raun- in væri 41 milljarður. Hún gagnrýndi fjár- málastjórn borgarinn- ar og sagði hana hafa veikt Orkuveitu Reykjavíkur undanfar- ið. Gert hefði verið ráð fyrir 1,1 milljarðs króna hagnaði af rekstri OR í ár en spá sýndi að hann yrði aðeins 267 milljónir króna, að- eins 2,4% af veltu fyrirtækisins. Sagði hún þetta hagnað án áhrifa dótturfélaga og ef fram færi sem horfði væru ekki líkur á því að þessi hagnaður ykist heldur minnkaði þegar afkoma Línu.Nets væri tekin með. Þá sagði hún 360–400 milljóna króna hagnað OR áætlaðan á næsta ári og stafaði lítill hagnaður m.a. af miklum skuldum fyrirtækisins. Gagnrýndi hlutafjárkaup OR Borgarfulltrúinn sagði að bent hefði verið á að stofnað væri til skulda vegna arðbærra fjárfestinga. Óumdeilt væri að framkvæmdir vegna hitaveituframkvæmda væru arðbærar en gagnrýna yrði að mikl- ar fjárhæðir væru settar í hlutafjár- kaup. Þannig hefði OR greitt úr sjóðum og tekið á sig skuldbindingar vegna Línu.Nets um 1.700 milljónir króna á tveimur árum. Sagði hún meirihlutann hafa sagt þetta litla peninga og væri slíkt viðhorf móðg- un við skattgreiðendur. Inga Jóna sagði Reykjavíkurlist- ann hafa tekið við góðu búi árið 1994 þrátt fyrir að skuldaaukning hefði orðið tvö ár þar á undan m.a. vegna aðgerða sjálfstæðismanna í atvinnu- málum. Hún sagði það sýna best þróun og skuldastöðu borgarinnar að líta á hreinar skuldir. Þegar allt væri fært til sama verðlags myndu skuldir áttfaldast frá árslokum 1993 til ársloka 2002, slíkt væri afrek meirihlutans í fjármálum, að auka skuldir borgarbúa um 9 milljónir króna á dag þennan tíma, að frídög- um meðtöldum. Borgarfulltrúinn sagði að lokum að fjárhagsáætlunin sýndi að ekki væri spyrnt við fótum. Hún sagði það stefnu sjálfstæðis- manna að hafa álögur á borgarbúa eins litlar og mögulegt væri til að gefa einstaklingum frelsi til orðs og athafna. Um leið væri lögð áhersla á að menn færu vel með þá fjármuni sem þeim væri treyst fyrir, setja rekstur í hendur einstaklinga sem betur væri kominn þar. Forsjár- hyggja vinstrimanna hefði því miður verið leiðarljós við stjórn borgarinn- ar síðustu árin, ekki væri spurt hversu mikla peninga menn gætu haft milli handa heldur hvað meiri- hlutinn vildi gera og peningar sóttir í samræmi við það og skuldsett fyrir því sem á vantaði. Kvaðst hún vænta þess að þetta væri síðasta fjárhags- áætlun Reykjavíkurlistans, nú væri nóg komið og Reykvíngar þyldu ekki fleiri slíkar. Taldi ræðuna hljóma kunnuglega Í svari sínu sagði Ingibjörg Sólrún meðal annars að ræða Ingu Jónu hefði hljómað kunnuglega, hún hefði verið flutt áður við umræður um fjárhagsáætlun. Nú hefði hins vegar örlað á pólitískri hugmyndafræði, m.a. að halda álögum, sköttum og út- gjöldum niðri. Borgarstjóri sagði kveða við annan tón í umræðum sjálfstæðismanna þess á milli, þá væru uppi hugmyndir um að hækka framlög og stofnstyrki, fara hraðar í uppbyggingu skóla og holræsamála og aðrar framkvæmdir. Borgarstjóri sagði Reykjavíkurlistann hafa efnt fyrirheit sitt frá 1994 um að stöðva skuldasöfnun. Skuldir borgarsjóðs hefðu verið um 15 milljarðar 1994, væru 14 milljarðar nú þegar skatt- tekjur væru mun hærri og hefðu orðið algjör umskipti í fjármála- stjórn á þessum árum. Borgarstjóri segir unn- ið eftir skýrri stefnu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Inga Jóna Þórðardóttir Sjálfstæðismenn telja ekki spyrnt við fótum í fjárhagsáætlun borgarinnar Morgunblaðið/Golli BORGARSTJÓRI gerði svonefnda súlustaði að umtalsefni í ræðu sinni um fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar í gær. Sagði hún að öll til- tæk úrræði yrðu notuð til að hreinsa miðborgina af þessari teg- und veitingastaða. „Því er ekki að leyna að ákveðin tegund veitingastaða í borginni – oft nefnd súlustaðir – setur á hana svip sem við viljum ekki sjá þar,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir m.a. þegar hún fjallaði um málefni miðborgarinnar. Sagði hún ekki hafa verið fyrir hendi úrræði til að spyrna við fótum þegar staðirnir voru opnaðir. Í lögum og aðal- skipulagstillögu væri nú ákveðin úrræði að finna sem mætti vonandi beita þegar til framtíðar væri litið. Hins vegar væri óhægara um vik vegna staða sem þegar væru starf- andi. Borgarstjóri sagði að unnin hefði verið greinargerð í samvinnu við lögregluna í Reykjavík á mögu- leikum til úrbóta í veitingahúsa- málum borgarinnar og ætti að hrinda mörgum þeim tillögum í framkvæmd á næstu mánuðum. „Það er staðföst trú mín að með meiri og sýnilegri löggæslu í mið- borginni megi ná tökum á mörgum þeim þáttum sem setja blett á ímynd miðborgarinnar. Ég trúi því líka að með samþættingu löggæsl- unnar og nærþjónustu borgarinnar megi ná mjög miklum árangri í for- vörnum og baráttunni gegn af- brotum,“ sagði borgarstjóri. Kvað hún borgarstjórn hafa samþykkt að óska viðræðna við ríkisvaldið um flutning staðbundinnar löggæslu frá ríki til borgar. Sagðist hún hljóta að treysta því að farið verði málefnalega yfir rök borgarinnar í því máli og leitað farsælla lausna. Vill hreinsa miðborg- ina af súlustöðum SÆVAR Skaptason, framkvæmda- stjóri Ferðaþjónustu bænda, segir að gjaldþrot Samvinnuferða-Land- sýnar sé áfall fyrir bændur í ferða- þjónustu. Hann segir að dæmi sé um að Samvinnuferðir hafi skuldað bændum vegna gistingar fyrir allt síðastliðið sumar. Á vegum Ferðaþjónustu bænda er nú verið að taka saman upplýs- ingar um skuldir Samvinnuferða við ferðaþjónustubændur. Sævar sagð- ist þó ekki telja að hugsanlegt tap bænda næmi tugum milljóna. Hann sagði að á síðustu 2–3 árum hefði innanlandsdeild Samvinnuferða dregist mikið saman og ferðaþjón- ustubændur hefðu því átt í minni viðskiptum við fyrirtækið á allra síðustu árum. Ástæðan fyrir þessu væri m.a. breytingar sem orðið hefðu á ferðamarkaðinum. Eftir að Flugleiðir juku umsvif sín í sölu ferða erlendis hefði miðlun ferða til ferðaþjónustu bænda í auknum mæli færst til söluaðila þeirra eins og Úrvals-Útsýnar. Sævar sagði misjafnt hvernig gjaldþrot Samvinnuferða kæmi við ferðaþjónustubændur. Dæmi væru um að stórir aðilar ættu inni hjá fyrirtækinu alla sumargistinguna. Áfall fyrir bændur Ari Teitsson, formaður Bænda- samtakanna, sagði að gjaldþrot Samvinnuferða væri áfall fyrir bændur. Aðspurður sagðist hann ekki telja að mikið væri um að sömu bændur yrðu fyrir fjárhags- tjóni vegna þessa gjaldþrots og vegna erfiðleika Kjötumboðsins (áð- ur Goða). Kjötumboðið er nú að leita nauðasamninga við kröfuhafa og ljóst að kröfuhafar fá ekki allar kröfur sínar greiddar. Ari sagði að einkum kæmu nautgripabændur og svínabændur til með að tapa á gjaldþrotinu og þeir væru almennt ekki í ferðaþjónustu. Hann sagðist þó ekki geta útilokað að dæmi væru um bændur sem tapa í báðum þess- um málum. Ferðaþjón- ustubændur tapa á gjald- þroti Sam- vinnuferða FORMAÐUR Félags eldri borgara í Reykjavík, Ólafur Ólafsson, segir ríka ástæðu vera til að hafa áhyggjur af hækkun þjónustugjalda sem aldr- aðir þurfi að greiða. Ellilífeyrir hafi ekki þróast í takt við gjöldin og laun á almennum vinnumarkaði. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær hefur borgarráð sam- þykkt gjaldskrárhækkanir hjá Fé- lagsþjónustunni í Reykjavík um næstu áramót um 7-8%. Þar hækka m.a. þjónustugjöld í þjónustuíbúðum aldraðra, tímagjald í heimaþjónustu, heimsendingar á mat og gjaldskrá fyrir námskeið í félags- og þjónustu- miðstöðvum. Var haft eftir fjármála- stjóra Félagsþjónustunnar að hækk- anirnar tækju mið af vísitölu neysluverðs. Ólafur sagðist ekki hafa vitað um þessar hækkanir fyrr en hann hafi lesið Morgunblaðið. „Við höfum áhyggjur af þessari þróun. Þjónustugjöld hafa á síðustu árum verið að hækka alls staðar á sama tíma og munurinn eykst á milli kaupmáttar venjulegs launafólks annars vegar og ellilauna hinsveg- ar,“ sagði Ólafur og bætti við að Fé- lag eldri borgara ætlaði að boða til blaðamannafundar í næstu viku um þessi mál. Félag eldri borgara í Reykjavík Þjónustugjöld ekki í takt við ellilaunin ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.