Morgunblaðið - 30.11.2001, Page 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
20 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
opnaði formlega í gær skrifstofu
Íslandsbanka í fjármálahverfi
Lundúnaborgar, City. Skrifstof-
unni er m.a. ætlað að efla þá þjón-
ustu sem Íslandsbanki veitir
stærri fyrirtækjum á Íslandi, eink-
um á sviði fjármögnunar á alþjóða-
markaði og við samruna og yfir-
tökur fyrirtækja.
Fjölmenn móttaka var á hinni
nýju skrifstofu Íslandsbanka í gær
í tilefni af opnuninni. Við það tæki-
færi var Tate-safninu í London af-
hent málverk eftir Louisu Matth-
íasdóttur að gjöf frá Íslandsbanka.
Í erindi sínu við opnunina sagði
Davíð m.a. að mikil tækifæri væru
falin í opnun skrifstofu Íslands-
banka í London og hún væri mik-
ilvæg fyrir íslenskan fjármála-
markað. Aukin sérfræðiþekking
myndi færast til Íslands vegna
þessarar starfsemi og slíkt væri
ekki síður mikilvægt en fjárhags-
legur hagnaður.
Davíð sagði einnig að Íslandi
hefði vegnað best þegar frelsi hefði
ríkt í viðskiptum en verst þegar
slíkt frelsi var takmarkað. Hann
sagði miklar breytingar hafa átt
sér stað á íslenska markaðnum
með auknu frelsi í fjármagnsflutn-
ingum og íslenski markaðurinn
þróast hratt. Útvíkkun á starfsemi
íslenskra banka erlendis væri tákn
um aukinn þroska þeirra og styrk.
Forsætisráðherra sagði íslenska
bankamenn víkinga nútímans en
munurinn á þeim og víkingum for-
tíðarinnar væri að allir högnuðust
á nútímavíkingaferðunum.
Útvíkkun á starfseminni
Bjarni Ármannsson, annar for-
stjóra Íslandsbanka, segir í sam-
tali við Morgunblaðið að markmið
með opnun skrifstofunnar séu fjór-
þætt. „Í fyrsta lagi erum við að
styrkja net okkar í Bretlandi. Í
öðru lagi að byggja upp þekkingu
til að aðstoða íslensk fyrirtæki og
alþjóðleg fyrirtæki í þeim greinum
sem við sérhæfum okkur í eins og
sjávarútvegi, á sviði fjárfestinga-
bankaþjónustu. Í þriðja lagi viljum
við auðvelda erlendum aðilum að-
gang að fjármagni á Íslandi. Í
fjórða lagi erum við að þessu til að
styrkja okkar eigin fjármögnunar-
feril.
Langstærstur hluti þeirra aðila
sem fjármagn til Íslands rennur
um, er hér í fjármálahverfi Lund-
úna. Þetta styrkir því okkar stöðu
sem stærsta lántaka á Íslandi, fyr-
ir utan ríkið, að hafa hér starfsstöð
og starfsfólk sem getur bæði flýtt
fyrir fjárfestunum og verið í meiri
og reglubundnari samskiptum en
áður. Skrifstofan er í raun útvíkk-
un á starfsemi tveggja sviða Ís-
landsbanka, áhættu- og fjárstýr-
ingarsviðs og fyrirtækjasviðs.
Fimm starfsmenn verða á skrif-
stofunni í London, þrír breskir og
tveir íslenskir. Skrifstofan í Lond-
on sinnir þjónustustarfsemi fyrir
bankann á Íslandi. Bankastjórarn-
ir eru bjartsýnir á velgengni Ís-
landsbanka í London en segja
þetta langtímaverkefni og ekki
komi strax í ljós hvernig til takist.
John Enoch verður yfir dagleg-
um rekstri starfsstöðvarinnar en
hann hefur um 18 ára reynslu af
bankastörfum og ráðgjöf við sam-
runa og yfirtökur fyrirtækja, en
slík starfsemi verður mjög um-
fangsmikil hjá skrifstofunni í
London. Enoch bjó á Íslandi fyrir
hátt í aldarfjórðungi og lærði ís-
lensku við Háskóla Íslands. Hann
hefur áður veitt Íslandsbanka ráð-
gjöf og segist í samtali við Morg-
unblaðið ánægður með nýtt starf.
Hann segir það hafa komið í ljós
að miklu máli skipti fyrir íslenskt
fjármálafyrirtæki eins og Íslands-
banka að hafa alþjóðlega starfs-
stöð. Fyrirtæki sem ella hefðu ekki
haft samband við bankann, væru
nú mögulegir viðskiptavinir.
Góð staðsetning í hjarta City
Valur Valsson, annar forstjóra
Íslandsbanka, segir aðdragandann
að stofnun skrifstofunnar í City í
London mega rekja til stefnumót-
unarvinnu stjórnar Íslandsbanka
síðasta vetur. „Tilgangur þeirrar
vinnu var að skoða til hlítar alla
þætti bankans, hvað leggja ætti
áherslu á á næstu árum og ein af
niðurstöðunum var að þörf væri á
að setja upp starfsstöð af þessu
tagi í London og hefur verið unnið
að málinu frá því í vor.
Aðspurður segir Valur starfs-
stöðina í London og einkabankann
Raphaels norðvestur af London
sem er í eigu Íslandsbanka ótengd
hvort öðru þar sem skrifstofan í
London sinni fyrirtækjum og
stofnanafjárfestum en einkabank-
inn þjóni einstaklingum á því
svæði sem hann starfar á, auk Ís-
lendinga sem slíka þjónustu kjósa.
Hins vegar er samstarf bankanna
ekki útilokað og Valur telur vel
mögulegt að þeir geti skapað
tekjur hvor fyrir annan í framtíð-
inni. FBA sem nú er hluti af Ís-
landsbanka keypti enska einka-
bankann í byrjun síðasta árs.
Valur segir afar mikilvægt að
hafa skrifstofuna í City í London
og að staðsetningin sé mjög góð, í
hjarta City. Hann segir þó önnur
svæði hafa komið til greina, vestar
í London þar sem margir einka-
bankar eru staðsettir. Í City starfa
aftur á móti fyrirtæki sem starfa á
sviði fyrirtækjaviðskipta og frá því
sjónarmiði sé staðsetningin í City
heppilegri fyrir skrifstofu Íslands-
banka. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins er leiguverðið um
eða undir meðallagi miðað við City
en leiga fyrir húsnæði af þessu
tagi og í þessu hverfi er á bilinu
90-180 þúsund pund á ári fyrir ut-
an þjónustugjöld og tryggingar
sem hafi hækkað verulega eftir
hryðjuverkin 11. september.
Fjármálahverfið City spannar
ekki stórt svæði en þar hafa allir
helstu bankar, fjármálafyrirtæki,
tryggingafélög og lögfræðifyrir-
tæki skrifstofur og er staðurinn
miðstöð alþjóðlegra fjármálavið-
skipta.
Erlendur Magnússon, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Ís-
landsbanka, segir opnun skrifstofu
Íslandsbanka í City mjög mikil-
væga fyrir ímynd Íslandsbanka
gagnvart fyrirtækjum í öðrum
löndum, bankinn fái á sig alþjóð-
legri blæ.
Íslandsbanki opnar
skrifstofu í London
Davíð Oddsson forsætisráðherra opnaði skrifstofu Íslandsbanka í London í
gær. Með honum á myndinni eru Bjarni K. Þorvarðarson, William
Symington, Farah Darr, Brandur Thor Ludwig og John Enoch.
STJÓRN AcoTæknivals hefur sam-
þykkt að kannaður verði aðskiln-
aður verslanasviðs AcoTæknivals
frá öðrum rekstri félagsins. Til
verslunarsviðs teljast BT-verslan-
ir, Office 1 verslanir, Apple búðin
og Sony setrið. Jafnframt hefur
verið ákveðið að loka verslunum
BT í Grafarvogi og Keflavík þar
sem rekstur þeirra hefur ekki
gengið samkvæmt áætlunum.
Að sögn Magnúsar Norðdahl,
forstjóra AcoTæknival, sem tók við
forstjórastöðu félagsins 16. október
sl., er ætlunin að kanna mögu-
leikana á sölu einstakra verslana-
eininga eða allra verslana og hafa
þó nokkrir aðilar sýnt áhuga á
koma að rekstrinum.
„Undanfarnar tvær vikur höfum
við unnið að stefnumótunarvinnu
AcoTæknivals. Í þeirri vinnu kom
berlega í ljós hversu ólíkur versl-
unarreksturinn var annarri starf-
semi félagsins og samlegðaráhrifin
lítil. Markmiðið með þessu er að
skerpa stefnu AcoTæknivals með
áherslu á fyrirtækjamarkað og
mynda skýrari línur í verslunar-
rekstri undir sjálfstæðri stjórn,“
segir Magnús.
Búnaðarbankinn með tæp 50%
Bjarni Ákason, framkvæmda-
stjóri verslunarsviðs AcoTækni-
vals, segir að þetta sé gert í sam-
starfi við Búnaðarbanka Íslands en
í kjölfar 200 milljóna króna útboðs
á nýju hlutafé í AcoTæknival, sem
er sölutryggt af Búnaðarbanka Ís-
lands, þá er Búnaðarbankinn nú
stærsti hluthafinn í félaginu með
tæplega 50% hlut. Þess ber þó að
gæta að þar sem um sölutryggingu
bankans er að ræða geta hlutföllin
breyst þegar bréfin verða seld en
söluverð þeirra er 2,85. Að teknu
tilliti til hlutafjáraukningarinnar
eru Opin kerfi nú með 19,92%,
Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn
4% og Íslandsbanki 3,66%.
„Með þessu viljum við fá nýja að-
ila að verslunarrekstrinum en það
á eftir að koma í ljós hversu stóran
hlut við seljum en það er markmið
AcoTæknivals að eiga ekki ráðandi
hlut í hinu nýja félagi.“ Aðspurður
segir Magnús að þessi aðskilnaður
sé tiltölulega einfaldur og hægt sé
að skilja verslanareksturinn að
fullu frá AcoTæknival fyrir áramót
sé áhugi fyrir hendi. Bjarni segir
að verslanir BT í Skeifunni, Kringl-
unni, Hafnarfirði, Egilsstöðum og á
Akureyri verði opnar áfram. Ekki
sé ljóst með hvaða hætti Office 1
verslunin á Akureyri verði rekin en
viðræður eiga sér nú þegar stað við
heimamenn á Akureyri um rekstur
þessarar verslunar.
Eigið fé aukið um 550 milljónir
Að sögn Magnúsar er talið, með
hagsmuni hluthafa, verslunarsviðs
og AcoTæknival að leiðarljósi, að
rekstur þessara ólíku sviða fari
betur saman séu þau rekin hvort í
sínu lagi.
Endurfjármögnun AcoTæknivals
er lokið og hefur eigið fé þess verið
aukið um 550 milljónir króna og
skammtímaskuldir lækkaðar um
800 milljónir króna. Jafnframt hafa
viðskiptaskuldir og birgðir minnk-
að verulega. Reksturinn gekk mun
betur á þriðja ársfjórðungi en á
fyrstu sex mánuðum ársins og að
sögn Magnúsar er útlitið betra fyr-
ir þann fjórða. „Ljóst er að menn
eru að komast fyrir þann fortíð-
arvanda sem var til staðar í félag-
inu. Við höfum dregið verulega úr
kostnaði og birgðahaldið orðið allt
annað en það var áður. Okkur
gengur ágætlega að ná inn við-
skiptakröfum núna og vonandi
verður svo áfram. Þrátt fyrir betri
afkomu á seinni hluta ársins er
ljóst að fyrirtækið verður rekið
með tapi í ár. Aftur á móti gera
áætlanir okkar ráð fyrir hagnaði á
því næsta.“ Að sögn Bjarna eru 95
starfsmenn í 70 stöðugildum hjá
verslunarsviði en um 130 á fyrir-
tækja- og þjónustusviði hjá Aco-
Tæknival. Sameinuð velta er um
5,6 milljarðar í ár og er helmingur
á verslanasviði „BT hefur vaxið
jafnt og þétt allt frá stofnun og Off-
ice 1 hefur gengið mjög vel síðustu
mánuði eftir ákveðna byrjunarörð-
ugleika. Við finnum fyrir miklum
áhuga ýmissa aðila á þessum versl-
anarekstri okkar og höfum hafið
undirbúning að því að geta brugð-
ist skjótt við ef og þegar af sölu
þessarar einingar verður,“ segir
Bjarni.
AcoTæknival skipt upp í tvö fyrirtæki
Tveimur BT-
búðum lokað
TAP Fjárfestingarfélagsins
Straums hf. á fyrstu níu mánuðum
ársins nam 556 milljónum króna
en allt árið í fyrra nam hagnaður
félagsins 175 milljónum króna. Af-
koman hefur því versnað um 731
milljón króna á árinu.
Tekjuskattur að fjárhæð ríflega
323 milljónir króna er tekjufærður
og nam tap fyrir skatta því 880
milljónum króna í ár en 223 millj-
óna króna hagnaður var fyrir
skatta allt árið í fyrra. Umskiptin
til hins verra nema 1,1 milljarði
króna.
Hreinar fjármunatekjur
Straums eru neikvæðar um 780
milljónir króna og munar þar
mestu um 789 milljóna króna
vaxtagjöld og gengismun af lánum.
Sá liður nam 371 milljón króna ár-
ið 2000. Þá nam tap af sölu hluta-
bréfa á fyrstu níu mánuðunum 424
milljónum króna en árið 2000 skil-
aði sala hlutabréfa 451 milljónar
króna hagnaði og voru hreinar
fjármunatekjur þá jákvæðar um
284 milljónir króna.
Rekstrargjöld félagsins námu á
fyrstu níu mánuðum ársins 100
milljónum króna en námu 60 millj-
ónum króna allt árið í fyrra.
40% skuldaaukning frá áramótum
Eignir Straums námu í lok sept-
ember 11,2 milljörðum króna og
höfðu aukist um tæp 28% frá ára-
mótum, mest í innlendum hluta-
bréfum. Eigið fé jókst einnig um
tæp 28% frá áramótum, vegna út-
gáfu nýs hlutafjár að fjárhæð 1
milljarður, og nam tæpum 7 millj-
örðum króna. Þá námu skuldir fé-
lagsins í lok tímabilsins 4,3 millj-
ónum króna og er það rúmlega
40% aukning frá áramótum. Aukn-
ingin tekur bæði til langtíma-,
skammtíma- og ýmissa skulda.
Lækkun óinnleysts geymslu-
hagnaðar félagsins nam 892 millj-
ónum króna og nemur tap til
lækkunar á eigin fé tímabilsins því
1.448 milljónum króna, að því er
fram kemur í tilkynningu.
Afkoma Straums
versnar til muna