Morgunblaðið - 30.11.2001, Síða 22
K r a f l a
23
K r a f l a
22
Íslenskar eldstöðvar eftir Ara Trausta Guðmundsson er glæsilegt
fræðirit handa almenningi um eldvirkni á Íslandi í aldanna rás.
Ari Trausti gerir á lifandi hátt grein fyrir þeim eldstöðvum sem
þekktar eru hérlendis og með á fimmta hundrað ljósmynda, korta
og skýringarteikninga er efnið gert enn aðgengilegra. Þannig hefur
ekkert verið til sparað að gera þetta forvitnilega efni sem best úr
garði. Þetta er viðamesta bók sem gefin hefur verið út um jarðelda
hér á landi, traust upplýsingarit þar sem íslensk náttúra og
ofurkraftar hennar birtast í öllu sínu veldi.
K a t l a
175
um 10 km langur og endar í gígnum
Rauðabotni, fjærst jökli. Handan við
Svartahnúksfjöll, sem eru 3–4 km breið
og skorin af sigdal, tekur við miðhluti
Eldgjár, um 10 km langur. Rétt hjá hon-
um, en þó aðeins hliðraður til suðurs, er
svo sá hluti sem heitir Eldgjá á kortum.
Þar er jarðmyndunin tilkomumest, 8,5
km löng, 400 m breið og 150 m djúp. Í
miðhlutanum og í Eldgjá hefur gos-
virknin verið í gjástykki, sem er að
mestu leyti eldri en gosið. Þar líkist
jarðmyndunin stórum gjóskugígum sem
ná hver inn í annan. „Gígarnir“ eru í
reynd dálítið hliðraðar sigskákir, klædd-
ar hraunkleprum og gjalli úr öflugum
kvikustrókum sem stóðu upp úr fjöl-
mörgum gjall- og klepragígum og eld-
borgum á botni reinarinnar. Eldgjá sjálf
endar við Gjátind (669 m). Gossprung-
an hefur einnig opnast lengra í norð-
austur, um 10 km norðaustan við
Gjátind. Sigdalur eða gjástykki liggur á
milli Eldgjár og norðausturhlutans. Þar
liggur hún svo slitrótt, í
a.m.k. sjö sprunguhlutum,
um 19 km vegalengd,
samsíða Lakagígum en
nokkru norðar en þeir.
Gossprungan endar við
Stakafell, sem er alllangt
norður af Laka, á móts
við miðjan Langasjó en sunnan hans.
Svonefndir Lyngfells- og Kambagígar
eru hlutar gossprungunnar en voru áður
taldir tilheyra eldri gossprungu. Hraun-
in úr Eldgjársprungunni flæddu til suð-
urs og þau eru geysimikil en að hluta
hulin sandi og yngri hraunum.
Frá Öldufellsjökli og suður fyrir
Kötlujökul, þ.e. á svæðinu austan við
Mýrdalsjökul, skiptast á hraun, jökul-
urðir og sandar þar til komið er að Haf-
ursey (582 m), allstóru og stöku mó-
bergsfjalli sem boðið hefur mörgu
Kötluhlaupinu byrginn. Kötlujökull
hefur stundum verið nefndur Höfða-
brekkujökull en það heiti á í raun við
stóran setbunka, úr einu eða fleiri
Kötluhlaupum, við þjóðveginn hjá
Múlakvísl.
Helstu vatnsföllin sem flytja leysinga-
vatn frá norðaustur- og austurjöklinum
eru Brennivínskvísl, Jökulkvísl og Leirá,
sem falla í Hólmsá sem
sameinast Kúðafljóti, og
loks Múlakvísl. Innri- og
Fremri-Emstruá renna frá
norður- og norðvestur-
hlutanum og mynda,
ásamt t.d. Krossá og fleiri
ám í vestri, Markarfljótið.
Í suðri má nefna Jökulsá á Sólheima-
sandi og Klifanda (eða Klifandi).
Þrjú stór sandflæmi úr
framburði jökulfljóta
og jökulhlaupa eru
sunnan við jökulinn
„Það bar til eitthvört sinn á
Þykkvabæjarklaustri eftir að það
var orðið múnkasetur að ábóti
sem þar bjó hélt þar matselju
eina er Katla hét. Hún var forn í
skapi, og átti hún brók þá sem
hafði þá náttúru að hvör sem í
hana fór þreyttist aldrig á hlaup-
um. Brúkaði Katla brók þessa í
viðlögum. Stóð mörgum ótti af
fjölkynngi hennar og skaplyndi
og jafnvel ábóta sjálfum. Þar á
staðnum var sauðamaður er Barði
hét. Mátti hann oft líða harðar
átölur af Kötlu ef nokkuð vantaði
af fénu þegar hann smalaði. Eitt
sinn um haust fór ábóti í veislu
og matselja með honum, og
skyldi Barði hafa rekið heim féð
er þau kæmu heim. Fann nú ei
smalamaður féð sem skyldi. Tek-
ur hann því það ráð að hann fer í
brók Kötlu, hleypur síðan sem af
tekur og finnur allt féð. Þegar
Katla kemur heim verður hún
brátt þess vís að Barði hefur tek-
ið brók hennar. Tekur hún því
Barða leynilega og kæfir hann í
sýrukeri því er að fornum sið
stóð í karldyrum og lætur hann
þar liggja. Vissi enginn hvað af
honum varð, en eftir því sem leið
á veturinn og sýran fór að þrotna
í kerinu heyrði fólk þessi orð
hennar: „Senn bryddir á Barða“.
En þá hún gat nærri að vonska
hennar mundi upp komast og
gjöld þau er við lágu, tekur hún
brók sína, hleypur út úr klaustr-
inu og stefnir norðvestur til jök-
ulsins og steypir sér þar ofan í
að menn héldu, því hún sást
hvörgi framar. Brá svo við að rétt
þar á eftir kom hlaup úr jöklinum
er stefndi á klaustrið og Álfaver-
ið. Komst þá sá trúnaður á að
fjölkynngi hennar hefði valdið
þessu. Var gjáin þaðan í frá
nefnd Kötlugjá og plátsið sem
þetta hlaup helst foreyddi,
Kötlusandur.“
Úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar en frum-
heimild hans er frá seinni hluta 17. aldar.
Þjóðsagan um Kötlu
Fjarvíddarmynd (úr íssjármælingu) af landi undir Mýrdalsjökli
og næsta nágrenni jökulsins; séð úr suðvestri. Hvíti liturinn
táknar hæsta hluta hálendis, ekki ís. Kötluaskjan kemur skýrt
fram. Hæð í metrum. (Fyrirmynd: Helgi Björnsson o.fl. 2000)
Íslensk náttúra í allri sinni dýrð
K a t l a
174
200–300 m þykkur, en austast er hann
kallaður Botnjökull. Til austurs skríður
Öldufellsjökull, sem er í raun angi úr
Sléttu- og Botnjökli. Sunnar, handan
við Ólafshaus (673 m), er Sandfellsjök-
ull. Sé farið yfir Kötlujökul er komið að
hálendum suðurjaðri Mýrdalsjökuls. Þar
falla aðeins fram mun minni skriðjöklar
og brattari en þeir fyrr-
nefndu og súrt berg kemur
fram undan jökuljaðrinum.
Þekktustu jökultungurnar
eru Klifandajökull við Ár-
tunguhöfuð og svo hinn
12–14 km langi og mjói
Sólheimajökull sem blasir við af þjóð-
veginum austan við Skóga, svartur af
gjósku.
Jökulís og hjarnfannir ná fram á há-
lendistangann vestan við Goðabungu en
hann tengir Kötlueldstöðina við Eyja-
fjallajökul í vestri. Íslausi hlutinn heitir
Fimmvörðuháls og er landið þar í
1.000–1.100 m hæð. Uppi á hálsinum
eru gosmenjar sem eru ýmist taldar frá
því mjög snemma á nútíma eða frá síð-
jökultíma. Hið síðarnefnda er t.d. gert á
jarðfræðikorti Náttúrufræðistofnunar
frá 1998. Norðan við Fimmvörðuháls
tekur við skorið fjalllendi úr móbergi,
með súru bergívafi. Heitir þar Goðaland
næst hálsinum, þá Þórsmörk, svo Al-
menningar enn norðar og loks Emstrur
gegnt Entujökli.
Á Almenningum sjást a.m.k. tveir
stórir og rauðleitir gjallgígar, norðan
Rjúpnafells (824 m). Hraun hefur runn-
ið frá þeim. Rétt hjá Stórkonufelli (830
m) á Emstrum hafa opnast tvær
gossprungur, með norðvestlægri stefnu,
og þar, og framan við Entu-
jökull, sést víða í hraun upp
úr sandi og grófara seti sem
er svo víða á þessum slóð-
um.
Þrír brattir skriðjöklar
hafa grafið sig vestur úr há-
jöklinum niður í um 200–300 m hæð:
Tungnakvíslarjökull næst Fimmvörðu-
hálsi, þá Krossárjökull, en nyrstur er
Merkurjökull. Framan við Entujökul og
Sléttujökul, og áfram meðfram jökli í
austur, eru víðáttumiklir sandar með
smáfellum og kollóttum, allstórum mó-
bergsfjöllum. Mælifellssandur er þar
þekktastur, einkum vegna þess að um
hann liggur Syðri-Fjallabaksleið.
Skammt sunnan vegarins, austan við
svonefnd Bláfjöll og á móts við miðjan
jaðar Sléttujökuls, eru tvær samhliða, og
líklega samtíða, gossprungur með norð-
austlægri stefnu. Frá þeim rann hraun til
norðurs og vesturs. Litlu vestar kemur
hraun undan jökli en gosstöðvarnar eru
faldar í ísnum. Um 5 km vestan við tvö-
földu gossprunguna nær lágreist gígaröð
frá veginum og nokkurn spöl norður
fyrir hann en hraunið þaðan hefur runn-
ið til austurs og suðurs.
Í krikanum hjá Öldufelli (818 m) sést í
gosstöðvar við jökuljaðarinn, hraun- og
gjallgíga. Þeir eru á gossprungu sem
hverfur inn undir jökulinn í suðvestur,
en nær ríflega 60 km í norðaustur, um
Eldgjá, langleiðina að Vatnajökli. Suð-
vesturhluti þessarar miklu en mjóu
gossprungureinar, næst Mýrdalsjökli, er
Mesta ísþykkt er um
740 m og heildar-
rúmmál íssins nær
140 km3
Goðabunga rís vestast á Mýrdalsjökli. Þar eru
jarðskjálftar algengir og ekki fráleitt að ætla
að megineldstöð sé þar undir ísnum í Kötlu-
kerfinu. Skriðjöklarnir mjakast til Goðalands
innan við Þórsmörk. (RTH)
Nokkrar gossprungur eru vestan, norðvestan og norðan við Kötlu-
eldfjallið en Eldgjársprungan teygist nær alla leið norðaustur að
Vatnajökli. (Fyrirmynd: Haukur Jóhannesson og Kristján Sæmundsson 1998)
Skýringarmyndir
gera efnið einkar
aðgengilegt.
Í bókinni
eru kort notuð
markvisst
til skýringar.
Íslenskar eldstöðvar
er ríkulega skreytt
stórbrotnum myndum
af mikilfenglegum
náttúruhamförum.
Í rammagreinum
er gerð sérstök grein
fyrir áhugaverðum
atriðum.
Nýjustu tölvutækni
er beitt til þess að
skyggnast undir jökla
svo sjá megi
landslagið undir þeim.
Ö r æ f a j ö k u l l
169
yngri (frá 1727) eru berari og má t.d.
minna á Svartajökul sem ekið er um
austan við Kotá.
Samkvæmt fáeinum heimildum, og
einnig munnmælum, voru a.m.k. 20–40
býli í byggð á Litlahéraði, frá Morsárdal
að telja og yfir að Breiðumörk. Hún var
þar sem nú er Breiða-
merkursandur. Þessi
byggð eyddist líklega
með öllu. Fólk lést og
fénaður fórst. Mikið
tjón varð í annarri
byggð eystra, allt austur að Hornafirði
og Lóni. Hugsanlegt er að tugir eða
hundruð manna hafi látið lífið í gosinu
og næstu árin eftir það. Sumir bæir í
Öræfum, eins og héraðið næst eldfjall-
inu hét eftir gosið, byggðust á ný, lík-
lega snemma á 15. öld, en þá í þéttum
þyrpingum sem einkenna byggðina enn
þann dag í dag.
Hlaupin breyttu landi og mynduðu
stóra setbunka þar sem áður var gróið
land eða jafnvel sjór.
Gjóskan úr Öræfajökli frá árinu 1362
þekur 36.000 km2 lands, en um fjórum
til fimm sinnum stærri flöt sé hafsvæðið
undan Austur- og Suðurlandi tekið með
í reikninginn. Rúmmál nýfallinnar
gjóskunnar hefur verið
næstum 10 km3. Það er
tvisvar til fjórum sinn-
um meiri gjóska en í
Heklugosinu árið
1104. Þar af féllu um 2
km3 á landið sunnan og austan fjallsins
og næst því. Eldgosið flokkast með
stærstu gjóskugosum heimsins undan-
farið árþúsund.
Síðara Öræfajökulsgosið hófst 3. ágúst
1727, líklega að undangengnum jarð-
skjálftum. Stóðu umbrotin óslitið fram í
apríl 1728. Um þau eru nokkuð skýrar
samtímaheimildir. Eldsprungan opnaðist
líklega ofarlega í fjallinu, upp af Sand-
Grjót- og malardreifin úr jökulhlaupinu sem fylgdi gosinu árið
1727 breiðir m.a. úr sér fram undan Kotárjökli. Heitið Svarti-
jökull festist við svæðið meðan mest var af jökum í dreifinni. (HK)
Hæð Öræfajökuls
Samkvæmt íslenskum kortum er Öræfajökull 2.119 m hár.
Talan er gömul, frá 1904 er Danir mældu upp land með
hefðbundnum þríhyrningamælingum. Hæðin hefur verið
mæld nokkrum sinnum síðan með ýmsum aðferðum og
ýmsar tölur fengist, frá 2.103 til 2.123 m. Árið 1993
fékkst talan 2.111 m með DGPS-gervihnattamælingu. Í
raun er erfitt að festa hæð Hvannadalshnúks sem eina
tölu. Öræfajökull tekur á sig mikla ákomu (allt að 7.000
mm í vatnsgildi) og bráðnun þar er mismikil eftir árferði.
Þar með er ís- og snæhulan á kolli tindsins misþykk eftir
árum. Jarðskorpuhreyfingar af margvíslegum aflrænum
toga, fjöðrun jarðskorpu við fargbreytingar og þrýstings-
breytingar í kvikuhólfi fjallsins ráða líka einhverju um
hæð þess. Hver sú tala sem mæld væri, t.d. með nákvæm-
um GPS-mælingum, yrði því ekki hin endanlega.
Eldgosið 1362 flokkast með
stærstu gjóskugosum heimsins
undanfarið árþúsund
Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson fær afhent
fyrsta eintak bókarinnar, Íslenskar eldstöðvar.
Ö r æ f a j ö k u l l
168
ur skoðað aflfræðilegar forsendur og af-
leiðingar hreyfinganna. Einnig hefur
Guðmundur E. Sigvaldason, og reyndar
fleiri, fjallað um þetta efni. Útreikning-
arnir og einnig athuganir á eldstöðvum
eins og Öskju benda til þess að jökul-
fargsbreytingar hafi umtalsverð áhrif á
eldvirkni (sjá kafla 2).
Niðurstöður Hjalta J. Guðmundsson-
ar eru þessar: Í Öræfajökli
lauk löngum framrásum
skriðjökla fyrir um 9.700 og
5.000 árum og aðrar smærri
náðu hámarki fyrir 3.200,
1.700, 700, 200 og 70 árum.
Sé gossagan skoðuð og bor-
in saman við þessar tíma-
setningar kemur fram
nokkuð góð fylgni milli hopandi jökla
og gosa. Eldgosin koma upp að meðal-
tali 330 árum eftir að hver framrás nær
hámarki. Út frá þessu kviknar sú hug-
mynd að hlýnandi veðurfar næstu ára-
tuga kunni að ýta undir eldsumbrot í
Öræfajökli.
Öræfajökull hefur gosið tvisvar eftir
landnám. Fjallið lét illa, einkanlega í
fyrra sinnið, og illvíg jökulhlaup ruddust
yfir byggð svæði og gróið land. Fæstir
óska sér fleiri slíkra atburða og er býsna
gott að fjallið skuli ekki vera virkara en
það er.
Fyrra eldgosið varð árið 1362, hófst
um vor og stóð fram á haust. Umbrotin
voru ofsafengin í fyrstu. Ókjör af ljósri
dasítgjósku ruddust úr fjallinu, væntan-
lega á fáeinum dögum í upphafi gossins.
Eftir það gengu líklega minni goslotur
yfir. Meginhluti gjóskunnar í fyrstu lot-
unni féll næst fjallinu og í austsuðaustur
frá því. Nýfallin gjóska, a.m.k. 15–25 cm
þykk, breiddist yfir landið, allt frá
Skeiðarárjökli til Lóns. Í Öræfum
(Litlahéraði) hefur nýfallin gjóska víða
verið margra tuga sentí-
metra þykk og mikið af
stórum vikurmolum í henni.
Sprengivirknin í upphafi
gossins hefur auk þess dreift
bergbrotum úr fjallinu um
næsta nágrenni þess. Um
hraunrennsli er ekki vitað
né heldur hvar gaus í fjall-
inu nema hvað farvegur jökulhlaupa
bendir til vesturhluta háfjallsins.
Jökulhlaupið eða öllu heldur jökul-
hlaupin, sem fylgdu eldsumbrotunum á
14. öld, æddu niður vesturhlíð fjallsins.
Eitthvað af vatni, gjósku, grjóti, aur og
ís ruddist fram úr giljum en langmest
undan skriðjöklunum, Virkisjökli og
Kotárjökli/Rótarfjallsjökli. Hlaupdreif
við Fagurhólsmýri gæti líka sem best
verið frá þessum tíma. Hlaupin ná ekki
heildarvatnsmagni stórra Skeiðarár- eða
Kötluhlaupa en eru þeim mun sneggri
og trylltari vegna mikillar fallhæðar og
mikils hita sem svo öflugt eldgos hefur í
för með sér. Af dreifunum að dæma má
ætla að rennslið hafi numið að lágmarki
100.000 m3 á sek. eða tvöföldu rennsli
Skeiðarárhlaups árið 1996.
Vatnið féll fram í sjó með miklum
aurburði og vikri en ís, grjót og vikur-
hrannir urðu eftir á landi. Ísjakarnir,
undir og ofan á möl, grjóti og björgum,
hurfu á alllöngum tíma en jökulheiti
festust við stærstu dreifarnar, bæði þá og
á 18. öld. Þannig nefndust hrannir
Langafells- og Grjótjökull hjá Virk-
isjökli en austar eru Svartijökull (frá ár-
inu 1727), Miðjökull, Forarjökull og
Grasjökull. Nú sjást eldri hlaupdreifarn-
ar (frá árinu 1362) einkum sem misvel
grónir hólar, hryggir og hæðir, með
grjóti og björgum á víð og dreif. Þær
Gjóskan úr Öræfajökli í stórgosinu árið 1362 finnst víða í jarðvegi,
hér við rústirnar af bænum Gröf, nálægt Hofi í Öræfum. Grafar-
bærinn lagðist í eyði í gosinu en var síðar grafinn upp. (SÞ)
5 km
140 m
Þrír menn létust í
gosi eða hlauphrin-
unum árið 1727,
fénaður fórst og
nokkur hús hurfu í
aur og grjót
Nýfallin gjóskan úr Öræfajökulsgosinu árið 1362 kann að hafa
náð 10 km3. Um 80% hurfu á haf út. Ef öll gjóskan hefði fallið á
Reykjavík innan Elliðaáa og 5 km geisla, væri borgin grafin
undir 140 m lagi.
Bókin
kemur út
í dag!
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
ED
D
16
11
1
11
/2
00
1