Morgunblaðið - 30.11.2001, Qupperneq 26
ERLENT
26 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Þjónusta í 40 ár!
Skólavörðustíg 7, RVÍK, Sími 551-5814
Stærsta töskuverslun landsins
Hlýleg
gjöf
Hanskar í miklu úrvali
Dömuhanskar Verð kr: 3.500.-
Herrahanskar Verð kr: 2.000.-
Dömuhanskar Verð kr: 2.600.-
Dömuhanskar Verð kr: 2.600.-
Herrahanskar Verð kr: 3.700.-
Herrahanskar Verð kr: 2.700.-
Dömuhanskar Verð kr: 1.500.-
Dömuhanskar Verð kr: 5.500.-
Herrahanskar Verð kr: 4.400.-
BANDARÍSKA orkufyrirtækið En-
ron rambar á barmi gjaldþrots eftir
að minna fyrirtæki, sem var sam-
keppnisaðili, hætti við að kaupa það.
„Enron er búið að vera, það er engin
spurning,“ sagði Gordon Howald,
greinir hjá Credit Lyonnais verð-
bréfafyrirtækinu í New York. „Ég
veit ekki um neinn annan sem gæti
hlaupið undir bagga.“
Enron var stofnað 1985 og var eitt
stærsta fyrirtæki í heiminum er
verslaði með jarðgas og umsvifa-
mesti raforkusali í Bandaríkjunum.
Starfsmenn eru – eða voru – um 20
þúsund. Fyrirtækið verslaði enn-
fremur með kol, trjákvoðu, pappír,
plast, málma og ljósleiðara.
Fyrir nokkrum mánuðum var En-
ron sjöunda tekjuhæsta fyrirtæki í
Bandaríkjunum. Gjaldþrot þess gæti
orðið eitt það stærsta í sögunni, og
kann að hafa mjög alvarlegar afleið-
ingar fyrir banka og önnur fyrirtæki,
og gæti leitt til hækkunar verðs á
raforku og gasi.
Vafasamir samningar
Enron fór mikinn fyrir ári, þegar
hlutabréf í því seldust fyrir um 85
dollara stykkið (rúmar níu þúsund
krónur). Fyrirtækið var komið held-
ur harkalega niður á jörðina sl. mið-
vikudag, þegar þessi sömu hlutabréf
fóru á innan við dollar (um það bil
eitt hundrað krónur).
„Maður sér ekki fyrirtæki, sem
eru í þetta miklu áliti, hrapa svona
hratt,“ sagði Robert Christmas,
gjaldþrotslögmaður hjá Nixon Pea-
body í New York, um frjálst fall En-
rons á undanförnum vikum. „Ég
man ekki eftir neinu tilviki þar sem
þetta hefur gerst svona hratt.“
Fyrirtækið hrundi eftir að það
greindi frá vafasömum samstarfs-
samningum og viðurkenndi að hafa í
fjögur ár ýkt hagnaðartölur. Á mið-
vikudaginn lækkuðu tvö matsfyrir-
tæki lánshæfiseinkunn fyrirtækisins
niður í núll, og neyðist það því til að
greiða margra milljarða dollara
skuldir sem það hefur að líkindum
ekki efni á. Fyrirtækið Dynegy Inc.
hætti snarlega við 8,4 milljarða doll-
ara yfirtökuáætlun, eftir að fundir
höfðu staðið í nokkra daga um leiðir
til að endurskipuleggja áætlunina.
Upphaflega var skrifað undir sam-
runasamning Enron og Dynegy 9.
nóvember sl. Samkvæmt þeim samn-
ingi voru hlutabréfin í Enron metin á
tíu dollara hvert (um ellefu hundruð
krónur).
Fjárfestar losuðu sig við 339 millj-
ónir hluta á hlutabréfamarkaðnum í
New York á miðvikudag – sem er
met á einum degi – og verð bréfanna
hrundi um 85% og var 61 sent við
lokun (rúmar 67 krónur). Fyrir tæpu
ári var Enron metið á um 80 millj-
arða dollara (um 8.800 milljarða
króna) og 1999 gerði fyrirtækið
samning um að greiða 100 milljónir
dollara á 30 árum fyrir að fá að setja
nafn sitt á íþróttaleikvanginn í
Houston, Enron Field. Á miðviku-
dagskvöldið var verðmæti Enron um
500 milljónir dollara (um 55 milljarð-
ar króna) og hvert hlutabréf í fyr-
irtækinu kostaði sem svarar einum
sjötta af heitri pylsu á Enron Field.
Enron hafði líka pólitísk áhrif.
Fyrirtækið og starfsfólk þess voru
stærstu framlagsveitendurnir í
kosningasjóð George W. Bush for-
seta í fyrra. En jafnvel pólitísk sam-
bönd gátu ekki stöðvað fallið, og fjár-
málaskýrendur segja að engir aðrir
riddarar á hvítum hestum séu reiðu-
búnir að koma Enron til hjálpar.
„Ég held að þeir eigi varla annars
úrkosti [en gjaldþrot], nema bankar
séu til í að ausa meiri peningum í
svartholið,“ sagði Carol Coale, grein-
ir hjá Prudential verðbréfafyrirtæk-
inu. „Fjárfestar munu ekki kaupa.“
Lækkun matsfyrirtækjanna
Standard & Poor og Moody’s Invest-
ors á lánshæfiseinkunn Enron gerði
að verkum að 3,9 milljarða dollara
(um 430 milljarða króna) skuldir fyr-
irtækisins gjaldféllu. Allt að 16 millj-
arða dollara aðrar skuldir, með
gjalddaga á næsta ári, þarf ef til vill
að greiða fyrr.
Hroki og laumuspil
Fjármálaskýrendur segja að hrun
fyrirtækisins megi rekja til samspils
hroka og tilhneigingar til laumuspils.
„Þeir útskýrðu hlutina ekki,“ sagði
Jim McAuliffe, greinir hjá Morgan
Stanley Dean Witter. „Þeir eru mjög
borubrattir og góðir með sig.“
Enron greindi frá því í síðasta
mánuði að samstarfsfyrirtæki, sem
framkvæmdastjórar Enron ráku,
hefðu gert fyrirtækinu kleift að
halda um 500 milljóna dollara skuld-
um utan við bókhaldið og fram-
kvæmdastjórarnir hefðu hagnast á
fyrirkomulaginu. Verðbréfa- og við-
skiptaráðið rannsakar málið. Sér-
fræðingar áætla að skuldir fyrirtæk-
isins séu alls um fimm milljörðum
dollara meiri en verðmæti eigna
þess.
Enron reyndi að vinna aftur tiltrú
fjárfesta með því að lofa að selja þau
dótturfyrirtæki sem rekin voru með
tapi, en fjárfestar héldu áfram að
losa sig við sífellt fleiri hlutabréf.
McAuliffe sagði að þegar bréfin í fyr-
irtækinu fóru að lækka í verði hefðu
framkvæmdastjórar þess átt að út-
skýra nákvæmlega hvað væri á seyði
og reyna að fá fjárfesta í lið með sér.
Þess í stað hélt hrunið áfram, og
varð til þess að Dynegy vísaði til
uppsagnarákvæðis í samrunaáætl-
uninni til að tryggja hagsmuni sína.
„Stundum eru bestu samningar
fyrirtækis einmitt þeir sem það gerði
ekki,“ sagði Chuck Watson, forstjóri
og aðalframkvæmdastjóri Dynegy.
Dynegy hætti viðskiptum við Enron,
en lagði áherslu á að þótt ekkert
hefði orðið úr samrunanum væri það
ekki til marks um veikleika í orku-
viðskiptageiranum.
Enron hefur frestað greiðslu
sumra skulda og lokaði á netviðskipti
sín á miðvikudagin. Framkvæmda-
stjórarnir eru að „meta og kanna
aðra möguleika á að tryggja mikil-
vægustu orkufyrirtækin okkar,“
sagði Kenneth L. Lay, forstjóri og
aðalframkvæmdastjóri fyrirtækis-
ins. Þá er Enron að athuga nánar þá
ákvörðun Dynegy að vísa til upp-
sagnarákvæðisins og segjast fjár-
málaskýrendur búast við að deilt
verði um eigur Enron fyrir dómstól-
um.
Starfsfólk Enron var hálfringlað
fyrir utan höfuðstöðvar fyrirtækis-
ins í miðborg Houston á miðvikudag-
inn, andspænis 40 hæða háhýsi sem
fyrirtækið er nýbúið að reisa fyrir
200 milljónir dollara (um 22 milljarða
króna). „Ég býst ekki við því að lend-
ingin verði mjúk,“ sagði David Pic-
one, starfsmaður Enron. „Þetta er
hörð lending fyrir alla, háa sem
lága.“
Fréttaskýrandi BBC segir, að
galdurinn á bak við velgengni Enron
hafi fyrst og fremst verið sú upp-
götvun, að orka, vatn, og jafnvel
óljós fyrirbæri á borð við fjarskipta-
tíðni, væru í rauninni verslunarvörur
sem hægt væri að kaupa og selja og
verja fyrir áhættu, rétt eins og hluta-
bréf og skuldabréf.
Umfang viðskiptanna gerði Enron
um tíma að einu stærsta orkufyrir-
tæki í heimi, þegar salan í fyrra fór
rúma hundrað milljarða dollara (11
þúsund milljarða króna), og skipaði
því á bekk með vel þekktum orkuris-
um á borð við Exxon og Shell.
Stefnir í eitt stærsta
gjaldþrot sögunnar
Houston. AP, Los Angeles Times.
!"#$ #%&%%%
'(&%%%
) %$
*'&%%%
'+,(
!" #!$%&'%()*
+,
- , - +.
/
+.
,
+,/
0.
*%%% *%%'
- ./ 0 121
!
"#$%#&##'#
(
#)##*!++(
,#% )#
+%"%%
#
(
#
%"3'
#&#
!'"'*
'++! '++, '+++ *%%% *%%'
**"(
*+" ##"
3("(
!"#
('& "
*!
#% $& #% $& , #% $&
,, - -
*(
*%%'
%
43',
5
" ('& " #*!
AP
Ónafngreind kona kemur með kassa út úr höfuðstöðvum Enron í miðborg Houston á miðvikudaginn.
Hlutabréf í bandaríska
orkurisanum Enron eru
orðin verðlaus. Fjár-
málaskýrendur telja að
ekkert geti bjargað fyr-
irtækinu frá gjaldþroti.
Fyrirhugaður samruni
við minni keppinaut
varð að engu eftir að
lánshæfismat Enron
var lækkað niður í núll.