Morgunblaðið - 30.11.2001, Side 32
ERLENT
32 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Rómantískur
rúmfatnaður
fyrir alla fjölskylduna
laugardag og sunnudag
Gefið góða gjöf
Sængurtilboð
Njálsgötu 86 - sími 552 0978
Á horni Skólavörðustígs og Klapparstígs, sími 551 4050
Glæsileg rúmföt
fyrir alla fjölskylduna
Baðhengi
Öryggismottur
í böð og sturtur
Baðmottusett
Baðvogir
Baðherbergisvörur
Vandaðar vörur
- mikið úrval
Laugavegi 29,
sími 552 4320
Peysutilboð
2 fy
rir 1 f ri
r
föstudag,
laugardag og
sunnudag
Opið
sunnudag frá
kl. 13 til 18
við Laugaveginn, sími 561 4465.
Villtar &
Vandlátar
Erum alltaf að fá
eitthvað fallegt
frá Ítalíu
Ítölsk barnafataverslun
Laugavegi 53, s. 552 3737
Úlpur, kápur,
náttföt, sloppar,
nærföt o.fl.
Opnum á morgun,
1. des., hinu megin
við götuna
á Laugavegi 67
nýja og breytta
Ég og þú.
GEL
BRJÓSTA-
HALDARAR
á tilboði
áður 4.990
nú aðeins 1.990
Frábær opnunartilboð og
15% afsláttur af nýjum jólavörum
í örfáa daga.
Verið velkomin
Ég og þú,
Laugavegi 67,
sími 551 2211.
UPPREISNARMENN úr röðum
maóista í Nepal stóðu í fyrrinótt
fyrir sprengjutilræði í kókverk-
smiðju í höfuðborginni, Katmandu.
Enginn særðist í árásinni en til-
ræðismennirnir sögðu sex næt-
urvörðum að hafa sig hæga, ella
yrðu þeir skotnir. Notaðar voru
rörasprengjur sem komið var fyrir
á nokkrum stöðum en aðeins tvær
sprungu og „þakið rifnaði“ af
flöskuþvottastöð fyrirtækisins, að
sögn framkvæmdastjórans, N.N.
Singh.
Konungur Nepals, Gyanendra,
lýsti yfir neyðarástandi í landinu á
mánudag en hundruð manna höfðu
þá fallið á nokkrum dögum í átök-
um við uppreisnarmenn. Um 400
Nepalbúar starfa hjá verksmiðj-
unni sem var reist 1979. Hún er
nær algerlega í eigu bandarískra
aðila. Forseti nepalska versl-
unarráðsins, Ravi Bhakta
Shrestra, fordæmdi árásina, sagði
að hún myndi hafa slæm áhrif á
ímynd landsins og benti á að þegar
væri þar mikill skortur á erlendum
fjárfestingum. Stjórnmálaskýr-
endur sögðu að árásina ætti vafa-
laust að skilja sem viðvörun í garð
Bandaríkjamanna en stjórnvöld í
Washington hafa síðustu mánuði
stutt stjórnina í Katmandu dyggi-
lega við að berja uppreisnina nið-
ur. Indverjar aðstoða einnig Nep-
alsstjórn og hafa boðist til að gera
allt sem í þeirra valdi stendur í
þeim efnum. Friðartilraunir runnu
út í sandinn er uppreisnarmenn
rufu vopnahlé fyrir fjórum mán-
uðum.
Maóistar hafa barist við stjórn-
arhermenn í Nepal í fimm ár. Vilja
skæruliðarnir skipta jarðnæði milli
smábænda og koma á alþýðu-
lýðveldi í anda kínverska komm-
únistaleiðtogans Mao Tse Tungs.
Leiðtogi uppreisnarmanna nefnir
sig Prachanda og hefur aðallega
verið barist í afskekktum fjallahér-
uðum. Nær 6.000 manns hafa fallið
í átökunum frá 1996.
Komið var á stjórnarskrár-
bundnu konungsveldi og lýðræði í
landinu fyrir 11 árum en Nepal er
eitt af fátækustu löndum heims.
Átökin og fjöldamorð í konungs-
fjölskyldunni á árinu hafa í sam-
einingu haft slæm áhrif á ferða-
þjónustu sem er stór atvinnugrein.
Reuters
Vegfarendur skoða hrunda veggi í kókverksmiðjunni í Katmandu í gær.
Nepalskir
maóistar
sprengja
kókverk-
smiðju
Katmandu. AFP, AP.