Morgunblaðið - 30.11.2001, Síða 34

Morgunblaðið - 30.11.2001, Síða 34
LISTIR 34 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ LISTAMENNIRNIR sem sýna um þessar mundir í Hafnarborg eru Catherine Tiraby og Vincent Chhim frá Frakklandi, Gústav Geir Bollason og Jóhann Ludwig Torfason. Fjór- menningarnir kynntust í gegnum listnám og eiga hér stefnumót. Á sýn- ingunni eru málverk, tölvumyndir, teikningar og myndbandsverk sem eiga það sammerkt að leitast við að víkka út hugtakið málverk. Jóhann Torfason hefur undanfarin ár unnið að verkum sem hafa leik- föng og barnamenningu að viðfangs- efni. Þar býr hann til draumaleikföng hins meðvitaða uppalanda, og yfir- færir fullkomnun leikfangaheimsins yfir á veruleika raunheimsins. Á síð- ustu sýningu sinni vann Jóhann með pólitíska rétthugsun, t.d. í minni- hluta- og kynskiptidúkkum, en á sýn- ingunni hér í Hafnarborg er unnið markvisst með listasöguna og list- uppeldi barna í hinum ímynduðu leikföngum. Er þar um að ræða tölvuunnar myndir prentaðar á striga, sem eru nokkurs konar kynn- ingarmyndir sem sýna leikfanga- dúkkur ásamt fylgihlutum, auk aug- lýsingatexta, slagorða og vöru- merkja, sem ætlað er að auka áhuga á vörunni. „Hugmyndin er sú að færa myndlistina út úr þessum stikkfrí heimi sínum, og yfir í neyslu- og ímyndasamfélagið. Í þessu felast talsverðar vangaveltur um áhrifa- mátt og aðgengileika listarinnar. Fólk skynjar listina almennt í mikilli fjarlægð, festa upp á striga á vegg í listasafni. Ég færi hana hér inn í leik- fangakassann, geri hana að fjölda- framleiddu leikfangi og reyni þar með að sýna að listin á að geta orðið hluti af daglegum hversdagsleika fólks,“ segir Jóhann. Sem dæmi um þá vöru sem föl er í myndum Jóhanns er stillanlegur Davíð úr frægri styttu Michelang- elos, og fjórar Gjörningaklúbbsbrúð- ur. „Fylgihlutirnir með brúðunum gefa börnum kost á að leika gjörning- inn „Higher Beings“ sem hópurinn flutti á Kjarvalsstöðum á síðasta ári. Síðan er hugmyndin sú að hægt verði að kaupa viðbótargjörninga. Slíkt leikfang gæti leitt í ljós hvort barnið hefur kannski nef fyrir listrænni stjórnun,“ útskýrir Jóhann. „Þó svo að verkin séu dálítið írónísk er þetta ekki svo slæm hugmynd að aðferð til að halda menningunn að börnum, og veita þeim það listuppeldi sem þau færu ella algerlega á mis við,“ bætir hann við. Málverkið og aðrir miðlar Gústav Bollason sýnir myndir unnar með ólíkri tækni, sem fela í sér tilraunakenndar vangaveltur um málverk sem miðil með hliðsjón af öðrum miðlum. Eitt grunnverkanna á sýningunni sýnir röð myndskeiða af flutningaskipi á hafi úti, en verkið hefur Gústav málað eftir sjónvarps- skjá. „Það má segja að ég sé að ein- angra og kafa ofan í þær aðferðir sem við höfum lært að beita þegar við horfum á málverk, en þar er ákveðin sjónhverfing á ferðinni sem við göng- umst við. Þetta skoða ég með því að setja í samhengi við aðra miðla,“ seg- ir hann. Sjónarhorn skiptir þar miklu og fjalla nokkur verkanna um mjög afmarkað en um leið óvenjulegt sjón- arhorn. Í verki sem vandlega skrá- setur ólík sjónarhorn á stálkúlu leit- ast Gústav til dæmis við að „fjölfalda“ miðju verksins, og útmá hana um leið. Hreyfingu og halla set- ur Gústaf fram með því að taka upp skýringarmyndir úr orðabók við hreyfingar skipa (s.s. dýfa og velta). „Ég var að leita að einhverjum stíl- lausum og „hlutlausum“ viðmiðum og datt niður á þessar myndir. Ég stækka þær síðan upp og einfalda dá- lítið. Myndina einfalda ég síðan í öðru formrænu verki þar sem ég hef tekið út hallalínurnar sérstaklega.“ Sjón- arhorn Gústavs færist síðan út á skipið sjálft í verkum sem hann mál- ar í sjóferð sem hann hélt í með flutn- ingaskipi. „Þannig reyni ég bókstaf- lega að takast á við málverkið og hefðbundin viðfangsefni þess út frá ólíkum miðlum og sjónarhornum. Þar vísa ég ekki síst í íslensku mál- arahefðina, þar sem hafið og síðar sjómennskan var mikilvægt við- fangsefni,“ segir Gústav. Tengsl hernaðar og landslags Catherine Tiraby fjallar um lands- lagshefðina í sögulegu og samtíma- legu ljósi í verkum sínum sem unnin eru með blandaðri tækni. Þar dregur hún fram tengsl hernaðar og her- fræði við þau sjónrænu vísindi sem málverkahefðin sækir til. Flest verk- anna sýna nokkurs konar herbúðir, eða hervætt landslag. Tvö myndbönd sýna til dæmis hermann sem skríður eða stekkur til og frá í kjarrlendi. „Þessi hermaður er fastur persónu- leiki úr verkunum hjá mér. Hann er í hermannaleik en er hálfhjákátleg- ur,“ segir Catherine. Aðrir hlutar verksins tjá grunnhugmyndina á ólíkan hátt. Málverkið „Hermennirn- ir“ sýnir landslag út frá sjónarhorni þess sem liggur, og er sjóndeildar- hringurinn mjög hátt á myndfletin- um. „Verkin minna einnig á lands- lagsmálverk frá endurreisnartíman- um,“ bendir Catherine jafnframt á. „Þessir þættir eru gríðarlega sam- tvinnaðir. Hermaðurinn verður að gjörþekkja náttúruna og umhverfið og af þeirri viðleitni eru sprottnar mikilar landmælingar og kortlagn- ingar umhverfisins, sem málarar nýttu sér síðan. Þannig eru hernaður og málarahefðin samtvinnuð.“ Vincent Chhim sýnir ásamt Cath- erine á neðri hæð Hafnarborgar. Í málverkum sínum hefur Vincent portrett að viðfangsefni. Hann segist vinna verkin í mismunandi fjarlægð frá fyrirmyndinni. „Sumar mynd- anna eru málaðar beint af fyrirsæt- unni, aðrar eftir ljósmyndum og enn aðrar eru af ímynduðum andlitum. Síðan vinn ég áfram með viðfangs- efnin og mála t.d. portrett eftir port- rettmyndunum,“ segir Vincent. „Portrettmyndirnar eru á vissan hátt leið til að kanna rúmfræði, samsetn- ingu og byggingu. Ólík andlit bera fram ólík viðfangsefni á því sviði. Þetta eru þeir þættir sem ég einbeiti mér að þegar ég mála portrettin, en í þeim birtast einhverjar tilfinningar og kenndir sem ég get ekki útskýrt nánar,“ segir Vincent að lokum um hinar dularfullu og annarlegu por- trettmyndir sínar. Sýningin í Hafnarborg stendur til 3. desember og er safnið opið frá 11– 17 alla daga nema þriðjudaga. Málverkið grandskoðað Sýning á verkum fjög- urra listamanna undir heitinu „Air condition“ stendur yfir í Hafnar- borg. Heiða Jóhanns- dóttir hitti sýnendur að máli og skoðaði verkin. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Catherine Tiraby, Jóhann Ludwig Torfason, Vincent Chhim og Gústav Bollason sýna í Hafnarborg. heida@mbl.is JOHANN Sebast- ian Bach - Brand- enborgarkons- ertar eru tvær plötur í albúmi, í flutningi Kamm- ersveitar Reykja- víkur. Á plötunum eru sex konsertar með margvíslegum hljóðfærum. Konsertmeistari er Jaap Schröder. Á fyrri plötunni eru Brandenborgarkons- ertarnir nr. 1 í F-dúr BWV 1046, flytj- endur eru Rut Ingólfsdóttir, Josep Ognibene, Þorkell Jóelsson, Daði Kol- beinsson, Eydís Franzdóttir, Peter Tomkins og Rúnar H. Vilbergsson; nr. 2 í F-dúr BWV 1047, flytjendur eru Ás- geir H. Steingrímsson, Bernharður Wilkinson og Daði Kolbeinsson; nr. 3 í G-dúr BWV 1048, flytjendur eru Rut Ingólfsóttir, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir, Guðrún Hrund Harðardóttir, Sara Buckley, Sig- urður Halldórsson, Ólöf Sesselja Ósk- arsdóttir, Richard Korn og Guðrún Óskarsdóttir. Á seinni plötunni eru Brandenborg- arkonsertarnir nr. 4 í G-dúr BWV 1049, flytjendur eru Rut Ingólfsdóttir, Martial Nardeau og Guðrún Birg- isdóttir; nr. 5 í D-dúr BWV 1050, í flutningi Helgu Ingólfsdóttur, Bern- harðar Wilkinson og Hildigunnar Hall- dórsdóttur og nr. 6 í B-dúr BWV 1051, flytjendur eru Þórunn Ósk Mar- inósdóttir og Guðrún Hrund Harð- ardóttir. Útgefandi er Smekkleysa. Menn- ingarsjóður ferðaskrifstofunnar Prímu, Menningarsjóður FÍH og Menn- ingarsjóður Landsbanka Íslands styrktu útgáfuna. Upptökur fóru fram í Áskirkju 1998 og 1999. Hljóðmeist- ari er Páll Sveinn Guðmundsson. Klassík TVO laugardaga í desember mun Fræðsludeild Listasafns Reykjavík- ur efna til listasmiðju í Hafnarhúsi fyrir börn eldri en 5 ára og foreldra þeirra undir yfirskriftinni List á laugardegi. Fyrri smiðjan verður haldin á morgun, 1. desember, frá kl. 11 til 13, en sú síðari verður 15. desember. Hanna Styrmisdóttir, umsjónar- maður verkefnisins, segir efnt til listasmiðjunnar með það í huga að gefa börnum og fullorðnum kost á að kynnast myndlist og aðferðum henn- ar á virkan hátt. „Listasmiðjan er haldin í Hafnarhúsinu þar sem nú stendur yfir yfirlitssýning á verkum Errós. Byrjað verður á stuttri leið- sögn um verk Errós sem unnin eru fyrir 1970 en þau verk byggði hann að miklu leyti á fundnum hlutum, s.s. véla- og tækjahlutum sem eru birt- ingarmynd hins vélvædda nútíma,“ segir Hanna. „Að því búnu er haldið niður í fjöl- notarýmið og unnið úr þeim hug- myndum sem vöknuðu við það að skoða verkin. Þar notum við sams konar fundna hluti og fá börnin tæki- færi til að búa til þrívíða hluti úr efn- inu eftir því sem hugarflugið býður þeim,“ segir Hanna og bætir því við að starfsmenn fræðsludeildar hafi haldið niður í Endurvinnslustöð Sorpu og safnað þar miklu magni af málmhlutum, vélarbútum, innviðum úr tölvum, römmum, kössum og jafn- vel kökumótum fyrir krakkana að vinna úr. Til aðstoðar þátttakendum við vinnuna verða Sigríður Ólafsdóttir og Hekla Dögg Jónsdóttir myndlist- armenn sem veita tilsögn auk Hönnu. „Smiðjan er ekki eingöngu hugsuð sem skemmtun fyrir fólk, heldur einnig til að kynna börn fyrir miðlum og aðferðum samtímalistar- innar, og hvetja foreldra til að taka virkan þátt í því starfi. Ef vel gengur höfum við áhuga á að gera lista- smiðjuna að reglulegum þætti í starfsemi safnsins,“ segir Hanna. Heildarfjöldi þátttakenda í hverri listasmiðju verður tuttugu manns, og greiðir hver fjölskylda 500 krónur fyrir þátttökuna. Fólk getur skráð sig fyrirfram með því að hringja í Hafnarhúsið. Ekki er þó nauðsyn- legt að skrá sig til að taka þátt, svo lengi sem pláss leyfir. Listasmiðja haldin í Hafnarhúsi Ágústa Kristófersdóttir og Hanna Styrmisdóttir, starfsmenn Listasafns Reykjavíkur, bjarga hér ýmiss konar dóti – sem vonandi mun öðlast lengri lífdaga í þrívíðum listaverkum þátttakenda Listasmiðjunnar. Morgunblaðið/Sverrir FAGUR fiskur í sjó hefur að geyma sönglög og leikhústónlist Atla Heimis Sveinssonar í flutningi söng- og leikkonunnar Eddu Heiðrúnar Back- man og sér hún einnig um listræna út- færslu. Tónlistarstjórn er í höndum Vilhjálms Guðjónssonar. Lögin eru helstu perlur Atla Heimis úr þeim íslensku leikverkum sem hann hefur samið tónlist fyrir; Dimma limm, Ofvitinn, Ég er gull og gersemi og Sjálfstætt fólk. Auk þess má finna á plötunni sjö ný sönglög. Fjöldi söngvara kemur fram á plöt- unni, þ. á m. Egill Ólafsson, Ólafur Kjartan Sigurðarson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir o.fl. Einnig leika með- limir Sinfóníuhljómsveitar Íslands á plötunni. Útgefandi er Ómi / Edda miðlun og útgáfa. Sjö útsetjarar koma að verk- efninu: Atli Heimir Sveinsson, Ólafur Gaukur, Vilhjálmur Guðjónsson, Sam- úel Jón Samúelsson, Guðni Franzon, Þórir Baldursson og Pétur Grét- arsson. Verð: 2.499 kr. Sönglög og leikhústónlist SÓLARGEISLAR í vindhörpunni hef- ur að geyma 52 ljóða Árna Lars- sonar sem hafa ljósið að viðfangs- efni. Bókin sam- anstendur af þremur köflum. Ljósið er enn á leiðinni, Litirnir breiða úr sér og Hand- fylli af stjörnum. Í kynningu útgefanda segir meðal annars: „Ljósið er í sjálfu sér nátt- úrufyrirbæri. Á 20. öldinni hafa eðl- isfræðingar komizt að ólíkum nið- urstöðum um ljósið. Listamenn hafa líka ólík viðhorf til ljóssins. Á sama tíma og ljósið sjálft vekur stöðugar furður, er það jafnframt sá tommu- stokkur sem manneskjan leggur á al- heiminn. Sjónarhorn bókarinnar er ekki 103 þúsund ferkílómetrar af þjóðernisrembu heldur er alheimurinn sjálfur yrkisefnið og staða mennskj- unnar.“ Útgefandi er Ljóðasmiðjan sf. Bók- in er 82 bls., prentuð í Odda hf. Ljóð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.