Morgunblaðið - 30.11.2001, Síða 39

Morgunblaðið - 30.11.2001, Síða 39
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 39 ÞARNA átti gamla góða tónleika- nafnið söngskemmtun vel við og nefna þær stöllur hóp sinn Fjórar klassískar. Söngkonurnar flugu á vængjum söngsins af kunnáttu og krafti og nutu góðs uppstreymis á fluginu af píanóleik Aðalheiðar Þor- steinsdóttur. Mér finnst mikilvægt að góðar upplýsingar um flytjendur, höfunda tónlistar og ljóða, einnig nöfn útsetjara, ásamt upplýsingum um uppruna verkanna komi fram í efnisskrá. Ég er sannfærður um að vandaðar efnisskrár borga sig þegar til lengri tíma er litið og treysta sam- band áheyrenda við efnið samhliða því að þeir njóta tónlistarinnar bet- ur. Oft má bæta úr skorti upplýsinga með munnlegum kynningum flytj- enda. Ég saknaði ítarlegri upplýsinga á þessum tónleikum, hvort sem þær hefðu verið munnlegar eða prentað- ar í efnisskrá. Raddirnar falla ágæt- lega saman og bar flutningur með sér mikla samþjálfun bæði hvað túlk- un og framkomu varðar. Það sem þó hefði náð enn sterkari áhrifum væri á stundum enn veikari söngur og mýkri. Sá fallegi blær náðist á mjög áhrifamikinn hátt í næstsíðasta lagi tónleikanna Meine Lippen... úr óper- ettunni Giuditta eftir Lehar. Fyrsti söngurinn á söngskránni var eitt vin- sælasta einsöngslag Mendelssohns Á vængjum söngsins, sem þarna var útsett fyrir þrjár raddir og píanó, en útsetjara ekki getið. Næst kom svo „Lied“ eftir Schumann. Bæði voru lögin flutt á hrífandi hátt, þó saknaði ég stundum veikari söngs. Síðan sungu þær saman tvö lög eftir Brahms. Það fyrra var hið ljúfa og blíða lag Horch die Laute, en þar fannst mér yfirraddir of sterkar svo fallegt raddsóló Jóhönnu fengið not- ið sín til fullnustu. Síðara lagið, Syst- urnar, var flutt af krafti og gáska, eins og vera ber, en niðurlagið full- snaggaralegt að mínu mati. Jóhanna flutti svo ein þriðja lagið eftir Brahms, Sapphische Ode, ljóð af bragarhætti Sappo, og flutti það mjög sannfærandi með sinni þrótt- miklu og blæríku altrödd. Ekki skorti neitt á hjartanlegan flutning í hjartalagi Lehar, Dein ist mein ganzes Herz. Næturtónlistin úr Óperudraugn- um eftir Andrew Loyd Webber í út- setningu Aðalheiðar fluttu þær á áhrifamikinn hátt. Nú var komið að dægurlögunum og eftir að hafa tek- ist ágætlega að laða fram sveifluna í gamla standardinum How High The Moon, brugðu þær sér á vel troðnar íslenskar slóðir dægurlaga, sem Að- alheiður Þorsteinsdóttir hefur út- sett. Það er hverjum sönghópi gríð- arlegur ávinningur að vinna með jafnfjölhæfum tónlistarmanni og Að- alheiður er. Hún útsetur prýðilega og leikur jöfnum höndum á píanó eft- ir nótum eða eftir eyranu, í jákvæð- ustu merkingu þess orðs. Þannig út- setur hún mikið af tónlist sem þær stöllur flytja af nýjum geisladiski, sem ber heiti lags Oddgeirs Krist- jánssonar við ljóð Lofts Guðmunds- sonar: Fyrir austan mána og vestan sól. En það var einmitt fyrsta lagið af fjórum sem þær fluttu fyrir hlé. Hin voru: Ég veit þú kemur eftir Odd- geir, Vegir liggja til allra átta eftir Sigfús Halldórsson og Fiskimanna- ljóð frá Caprí, sem Friðjón Þórðar- son orti ljóð við. Flutningur þessara laga var á réttum nótum og vel til- finningaþrunginn. Að loknu hléi var skotist til Frakklands og byrjað gömlum slagara Domino og síðar lyfti Signý okkur upp á franska him- ininn með heillandi flutningi á hinu gullfallega lagi Poulenc „Chemine de ĺamour“. Úr bandarískri kvikmynda- tónlist hljómuðu: Demantar eru bestu vinir stúlkna og óskarsverð- launalagið Continental úr sam- nefndri kvikmynd og tókst þeim ágætlega að samræma leikræn til- þrif og vandaðan flutning. Ekkert skorti á fagmannlega og skemmtilega sviðsframkomu í Bláa tangóinum eftir Leroy Anderson og áðurnefndum Mínum vörum eftir Lehar. Dægurlagið Siboney sem Guðrún Á. Símonar söng sig inn í þjóðarsálina forðum var einkar vel flutt af Jóhönnu V. Þórhallsdóttur á þessum tónleikum og klæddi rödd hennar lagið sérlega vel. Say a little prayer eftir Bacharach og Can’t stop loving the man voru flutt af lífi og sál. Það kann að vera að ég hafi of sjaldan heyrt Björk Jónsdóttur syngja einsöng, þess vegna hafi henni tekist að koma mér svona skemmtilega á óvart með heillandi söng á því heimsfræga lagi um svöl- urnar eftir Curtis, Non ti Scordar di me. Ég heyrði á undirtektum í kring- um mig að fleirum var eins innan brjósts. Mættum við fá meira að heyra. Fjórar klassískar enduðu svo tónleikana á gamla spænska dægur- lagi Augustin Lara Grenada sem gengur aftur og aftur. Flytjendur verðskulduðu og hlutu klapp í lokin sem var endurgoldið með Sigling- unni ítölsku sem aukalagi. Ég verð þó að upplýsa þá fötlun mína að finn- ast efnisskrá sem þessi geysast of mikið um víðan völl tónlistarinnar og kýs frekar að halda mig lengur á lendum sama blómskrúða. Vandinn er þegar margar grautartegundir eru settar í sömu skál að bragðið verði gott af hverri fyrir sig. En það má segja þessum ágætu tónlistar- mönnum til hróss að þeim tókst ótrú- lega vel að gera hverri tegund góð skil. Á vængjum söngsins TÓNLIST Laugarborg í Eyjafjarðarsveit Söngkonurnar: Björk Jónsdóttir sópran, Jóhanna V. Þórhallsdóttir alt, Signý Sæ- mundsdóttir sópran og Aðalheiður Þor- steinsdóttir píanóleikari fluttu róm- antískra ljóðasöngva, söngleikja- og óperettunúmer ásamt innlendum og er- lendum dægurlögum laugardaginn 24. nóv. kl. 16. SÖNGTÓNLEIKAR Jón Hlöðver Áskelsson LEIKRITIÐ Píkusögur verður sýnt í nýjum búningi á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld. Þrír táknmálstúlkar stíga á svið með leikkonunum og túlka verkið jafn- óðum yfir á táknmál. Leikritið hefur verið sýnt 75 sinnum frá frumsýningu í maí og meðal annars verið á faraldsfæti í haust bæði fyrir norðan og sunn- an. Leikkonur í Píkusögum eru þær Halldóra Geirharðsdóttir, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir og Sóley Elíasdóttir. Leikstjóri er Sigrún Edda Björnsdóttir. Píkusögur á táknmáli Morgunblaðið/Sverrir Táknmálstúlkarnir Gerður Sjöfn Ólafsdóttir – myndar hér orðið píka – Eyrún Helga Aradóttir og Árný Guðmundsdóttir ásamt leikkonunum. Listaháskóli Íslands Laugarnesi Tom Demeyer, hollenskur vídeó- listamaður og forritari, fjallar um og kynnir nýjasta forritið sitt, Kay- Stroke, kl. 12.30. Landakotskirkja Kvennakórinn Vox Feminae heldur aðventu- tónleika kl. 20.30. Stjórnandi kórs- ins er Margrét Pálmadóttir. Flutt verða verk eftir Þorkel Sig- urbjörnsson, Hreiðar Inga Þor- steinsson, John Speight, Atla Heimi Sveinsson, Hjálmar H. Ragnarsson, J.P.A. Palestrina og W. Albright. Goethe-Zentrum, Laugavegi 18 Judith Hermann er gestur upp- lestraraðarinnar Nýju skáldin þýsku í kvöld kl. 20. Hún fékk fyrir nokkrum dögum Kleist-verðlaunin og í lofræðum var frásagnarlistar hennar sérstaklega getið. Judith Hermann (f. 1970) skaust haustið 1998 upp á stjörnuhimin þýskra bókmennta með fyrstu bók sinni, smásagnasafninu „Sommer- haus später“. Bókin kom út á ís- lensku hjá bókaforlaginu Bjarti og er Bjartur einnig skipuleggjandi þessa upplestrar. Í DAG GUNNLAUGUR Scheving, yfirlits- sýning, fjallar um líf og list lista- mannsins. Gunn- ar J. Árnason list- heimspekingur og kennari við Listaháskóla Ís- lands fjallar um líf og listferil Gunn- laugs. Þróun listar hans er sett í heild- stætt samhengi, fjallað um uppvaxtarár hans á Austurlandi, nám í Kaupmannahöfn, erfiðleika á krepputímum, vinveitta listunnendur og fleira. Í bókinni er útdráttur yfirlits- ins á ensku, rúmlega 50 litmyndir af verkum listamannsins, ferilskrá og heimildaskrá. Í kynningu segir m.a.: „Gunnlaugur hefur mikla sérstöðu í íslenskri lista- sögu. Í myndum hans eru maðurinn og nánasta umhverfi hans yfirleitt í öndvegi, en hvorki náttúran né ab- straktið eins og hjá mörgum sam- tímamönnum hans. List Gunnlaugs einkennist af áhrifamiklum túlkunum sem spanna expressjónisma fjórða áratugarins til stórsniðinna sjáv- armynda á sjöunda áratugnum.“ Útgefandi er Listasafn Íslands. Bókin er 118 bls. í stóru broti og unn- in í Prentsmiðjunni Odda. Verð: 4.790 kr. Listaverk FYRSTA augna- got er fyrsta ljóða- bók Eðvalds Ein- ars Stefánssonar. Eðvald er fædd- ur í Reykjavík 1973. Ljóð hans hafa birst víða á síðustu árum, s.s. í Lesbók Morgun- blaðsins og í Tímariti Máls og menn- ingar. Höfundur gefur út. Bókin er 37 síð- ur, prentuð í Prisma-Prentco. Ljóð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.