Morgunblaðið - 30.11.2001, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 30.11.2001, Qupperneq 40
LISTIR 40 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Niko er unglinga- skáldsaga eftir Önnu Gunnhildi Ólafsdóttur. Niko er nýorð- inn fjórtán ára þegar borg- arastyrjöld brýst út í Sarajevo þar sem hann býr. Fyrst í stað trúir enginn því sem fyrir augun ber en veruleikinn verður ekki umflúinn. Þegar ástandið er orðið óbærilegt fá Niko og mamma hans tækifæri til að flýja borgina og eygja von um að komast úr landi. Þótt sárt sé að kveðja fjölskyldu og vini í umsetinni borg slá þau til. En ævintýrum mæðg- inanna er ekki lokið þó að Sarajevo sé að baki og á endanum blása vindarnir þeim lengra en þau gat órað fyrir. Eftirmála um sögulegan bakgrunn sögunnar ritar Natasa Babic, en hún var fréttastjóri á króatískri útvarps- stöð meðan stríðið geisaði. Útgefandi er Mál og menning. Bók- in er 170 bls., prentuð í Svíþjóð. Kápumynd tók Thomas Dworzak. Kápu og kort hannaði Björg Vilhjálms- dóttir. Verð 2.490 kr. Unglingar „ÉG taldi mig búa yfir bæði reynslu og þekkingu sem gagnlegt væri að taka saman til að miðla öðr- um í stað þess að láta hana falla í glat- kistuna,“ skrifar Margrét Margeirs- dóttir í formála. Margrét var deildarstjóri málefna fatlaðra í fé- lagsmálaráðuneytinu í nítján ár, til 1999. Þar vann hún að áætlanagerð og fylgdi eftir framkvæmdum á heildaruppbyggingu á málaflokki fatlaðra. Þessi staða höfundar mótar frásögnina, eins og síðar verður vikið að. Í inngangi ræðir höfundur á einkar skýran hátt um viðfangsefni bókar sinnar, sem er að gera grein fyrir nokkrum þáttum í þróun málefna fatlaðra frá sögulegu og samfélags- legu sjónarhorni. Bókin skiptist í tvo meginhluta: Í þeim fyrri er fjallað um málefni fatlaðra meðal erlendra þjóða, með áherslu á Norðurlönd. Í síðari hluta er fjallað um Ísland og rakin þróun mála hér á landi. Er sá hluti mun lengri, eða tveir þriðju hlutar verksins. Markmiðið með fyrri hlutanum er með orðum höfundar: „Með því að bregða ljósi á þróun mála í öðrum löndum skerpum við um leið sýn okkar á stöðu mála hér á landi.“ Í fyrstu köflunum er leitast við að varpa ljósi á viðhorf til fatlaðra, allt frá Forn-Grikkjum og Rómverjum. Þá er gerð grein fyrir fyrstu skrefum fræðimanna til flokkunar og grein- ingar fatlana sem eiga rætur sínar í upplýsingarstefnunni í Frakklandi á fyrri hluta 19. aldar. Þessi sögulegi kafli er einkar áhugaverður og líflegur. En megináhersla er- lenda kaflans er á þróun málaflokksins á Norð- urlöndum, einkum eftir 1950. Þá urðu straum- hvörf í málefnum fatl- aðra sem mörkuðu upp- haf að nýrri stefnu og breyttu stöðu fólks með fötlun til betri vegar. Þetta gerðist á sama tíma og lagður var grunnur að norræna velferðarkerfinu. Fyrir miðja öldina höfðu ríkt önnur sjón- armið sem höfðu ýtt fötluðum, eink- um þroskaheftum og geðsjúkum, út í jaðar þjóðfélagsins og útilokað þá frá öllu venjulegu lífi. Það var gert með því að safna þeim saman á stórum al- tækum stofnunum sem oftast var val- inn staður fjarri alfaraleiðum. Stofn- anauppbyggingin átti sér einkum stað á þriðja og fjórða áratugnum, bæði í Evrópu og Ameríku. Höfundur rekur þróun löggjafar um fátækraaðstoð gegnum aldirnar. Síðan er greint frá lögum frá fjórða áratug síðustu aldar sem snertu ör- yrkja. Má þar nefna fyrstu sérlögin um fatlaða sem voru lög um fávita- hæli. Í kjölfar þeirra voru byggðar al- tækar stofnanir fyrir þroskahefta. Einnig er gerð grein fyrir félögum öryrkja og fatlaðra í stuttu máli. En megináhersla verksins er á þróun löggjafar og framkvæmd hennar. Sú þróun hófst með lögum um aðstoð við þroskahefta árið 1979. Höfundur seg- ir að nánast öll ákvæðin hafi verið ný- mæli og óhætt sé að fullyrða „að þau hafi leitt til meiri breytinga en nokk- uð annað í málefnum þroskaheftra fyrr og síðar“. Er þar vísað til fyrstu greinar laganna um jafnrétti og eðlilega lífshætti. Árið 1981 var alþjóðaár fatlaðra og í kjölfarið fylgdi áratug- ur fatlaðra. Höfundur fjallar síðan í löngu máli um lög um málefni fatlaðra frá 1983 og framkvæmd þeirra, svo og endurskoðun lag- anna frá 1992. Að lokum er gerð grein í stuttu máli fyrir frumvarpi til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga þar sem lög um málefni fatlaðra hafa verið samþætt þeim lögum og öll þjónusta færð til sveitarfélaga. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í mars 2000 ásamt fylgifrumvörpum; frumvarpi til laga um Greiningarstöð ríkisins og frumvarpi til laga um réttindagæslu fatlaðra. Félagsmálaráðherra dró frumvörpin til baka í vor. Í tilvísana- skrá kemur fram að bókin hafi verið komin í prentun þegar þessi atburður gerðist. – Bókinni fylgja ennfremur sex viðaukar, þar á meðal helstu mannréttindasáttmálar. Er það við hæfi, því barátta fatlaðra fyrir jafn- rétti hefur á síðustu árum tengst æ meira mannréttindamálum. Einnig er að finna í bókinni lagaskrá og lista yfir reglugerðir. Fötlun og samfélag er ekki sam- stætt verk að öllu leyti, en það kemur ekki að sök. Sögulegi hlutinn er af allt öðrum toga en lagakaflarnir, sem eru í reynd langar skýrslur. Höfundur horfir á málefnið frá sjónarhóli deild- arstjórans í félagsmálaráðuneytinu, sem hefur lagt drjúga hönd á plóginn við mótun og þróun málaflokksins síðustu tvo áratugi. Lítið er fjallað um ágreiningsmál innan málaflokksins. Stefnan um eðlilegt líf til handa þroskaheftum var krossferð gegn sólarhringsstofn- unum. Höfundur tekur á þeim málum með silkihönskum: „Á þessum árum þegar nýjungar voru að brjóta sér braut var vitaskuld deilt um þessi mismunandi sjónarmið í ræðu og riti bæði meðal leikra og lærðra. En það er gömul saga og ný að sjaldnast ger- ast róttækar breytingar án átaka af einu eða öðru tagi. Þetta á ekki hvað síst við þegar um er að ræða mikil til- finningamál.“ Þrátt fyrir fræðilegt yfirbragð leynir viðhorf höfundar sér ekki. Í kaflanum Stefnumótun til framtíðar segir Margrét Margeirsdóttir: „Óhætt er að fullyrða að geysimikil uppbygging hefur orðið undanfarna tvo áratugi í málefnum fatlaðra af hálfu opinberra aðila og samtaka fatl- aðra. Ef til vill má segja að um bylt- ingarkennda þróun hafi verið að ræða.“ Myndefni skipar ekki veigamikinn sess í bókinni. Myndir eru svart/ hvítar, einkum af byggingum, forvíg- ismönnum og nefndarmönnum. Hins vegar kemur nær aldrei fram frá hvaða tíma myndirnar eru og hvergi er getið ljósmyndara. Töluvert marg- ar prentvillur eru í bókinni. Fötlun og samfélag er brautryðj- andaverk. Hér er í fyrsta sinn safnað á einn stað miklum upplýsingum og fróðleik um málefni fatlaðra. Bókin er glögg handbók og getur lagt grunn að frekari rannsóknum. Það er því rík ástæða til að fagna útkomu hennar. Brautryðjandaverk um fatlaða Gerður Steinþórsdóttir Margrét Margeirsdóttir BÆKUR Félagsmál – Um þróun í málefnum fatlaðra eftir Mar- gréti Margeirsdóttur. Háskólaútgáfan. Reykjavík 2001. 298 bls. FÖTLUN OG SAMFÉLAG MYNDAALBÚM og minningar eru hvatinn að þeim sögum sem birt- ast í smásagnasafninu Sumarið 1970. Sögurnar gerast flestar á 8. áratugn- um, eða eiga sér forsendur þar. Það sem einkennir þær er sorg yfir glöt- uðu sakleysi, því flestar fjalla þær um atvik sem gerbreytir lífi persónanna án þess að þær geri sér grein fyrir því á þeim tíma sem sögurnar gerast. Það upphefst eitthvert gæfuleysi hjá þeim vegna atburða í fjölskyldunni; at- burða sem ekki eru ræddir, síst af öllu við börn sem sitja uppi með autt forrit þar sem svör við spurningum eiga að vera. Það er því eins og persónurnar séu fastar við einhvern punkt í fortíð- inni sem dregur úr krafti þeirra og lífsþorsta. Þær hafa staðið frammi fyrir missi, annað hvort vegna dauðsfalls eða skilnaðar og sá miss- ir hefur aldrei verið gerð- ur upp. Þar af leiðandi þekkja persónurnar sig ekki sérlega vel, reyna samt að sparsla upp í eyðurnar til að gera sér eins heildstæða mynd af sjálfum sér og þeim er unnt og verða fyrir bragðið fremur óáreiðan- legir sögumenn. Besta dæmið um þetta er sagan „Við mamma erum ekkert líkar“, þar sem kona ber viðbrögð sín við atvikum í hjónanbandinu saman við viðbrögð móður sinnar á sínum tíma. Hún er föst í hlutverkaleik og lærðum viðbrögðum, án þess að sjá það sjálf. Hún afneitar staðreyndum og er fullkomlega fær um að blekkja sjálfa sig, þótt hún blekki ekki les- andann. Við mamma erum ekkert líkar er ein besta sagan í bók- inni, utan tvær síðustu málsgreinarnar þar sem sögumaður treystir því greinilega ekki að lesandinn sjái í gegnum konuna og út- skýrir hana til að taka af allan vafa. Sögurnar Hverfa út í heiminn, Hinn fjar- staddi og Tómur bíósalur eru einnig ágætlega skrifaðar og þar tekst vel að koma á framfæri þeirri einsemd og tómleika sem einkennir persónur allra sagnanna. Þær virðast lifa í hljóðeinangruðum heimi, þar sem hvorki berast raddir inn né út. Og ef svo einkennilega vill til að þær berist, er lífsins ómögulegt að þær skiljist nógu vel til þess að tjáskipti geti átt sér stað. Sögurnar eru einhvers kon- ar tilbrigði við þögn sem er full af spennu, óvissu og trega. Þær vísa lítið út fyrir þennan þagnarheim og þótt höfundur hafi ágæt tök á smásagna- forminu, er ekki laust við að lesandinn spyrji hvaða erindi sumar þessara sagna eigi við hann. Það á einkum við sögurnar Þrjú stef fyrir barnið og En hvar er Fischer núna? Þær hafa nokkuð markvissa uppbyggingu að endi sem verður síðan fremur óljós, afhjúpar ekkert sérstakt. Það vantar kjöt á beinin. Og þegar upp er staðið er með góðri samvisku hægt að segja: Þetta eru vel skrifaðar smásögur hvað form og stíl áhrærir en hefur höfundurinn eitthvað að segja? Tilbrigði við þögn Súsanna Svavarsdóttir Ágúst Borgþór Sverrisson BÆKUR Smásögur Höfundur: Ágúst Borgþór Sverrisson. Út- gefandi Ormstunga. SUMARIÐ 1970 BÓKAÚTGÁFAN Austur-Þýska- land hefur kvatt sér hljóðs með út- gáfu á óvenjulegum kvæðum og teikningum, þar sem kennir svo sann- arlega jafn margra grasa og í búðinni hans Mústafa sem bókin er nefnd eft- ir, en í henni eru 17 mislöng og ger- ólík kvæði. Dauði og pína, djöflahrat. Best að fá sér bixímat. Svo segir í upphafslínum kvæðis á síðu 12 og þá hvatningu sjóræningj- ans má gera að sinni þegar hafist er handa við lesturinn, enda þarf maður að bretta upp ermar og setja sig í stellingar fyrir óvenju- legt ferðalag. Nokkur dæmi um yrk- isefni eru froskur sem fremur bankarán vopnað- ur lærissneið og fægðum hnífi, hræðileg óvættur sem ekki loftar eldspýtu- stokki, sokkar sem ganga sjálfir, krybbur sem stela súkkulaði, skjótandi grænmetissali sem skipt- ir yfir í ostabransann, steinaldarbolti með marmaratuðru, sjóræn- ingjaball, draugar og hor, að ógleymdum Mústafa sem fyrr er getið og eitt sinn var emír og súltan í Nagakandar. Höfundur bókarinnar, Jakob Martin Strid, er ættaður frá Dan- mörku og útgáfan forlaget politisk revy . Á heimasíðu Austur-Þýska- lands (þar sem maður getur reyndar skráð sig fyrir hlut og fengið bókina í kaupbæti) kemur fram að Strid hafi vaxið úr grasi í Nørrebro í Kaupmannahöfn þar sem fjölmenningin blómstrar. Slíkar skírskotanir koma kannski helst í ljós í kvæðunum Í búðinni hans Mústafa og Pabbi Alís og einkum í myndunum með hinu síðarnefnda. Pabbi Alís er með skegg í efrivararhreppi. Minn er hárlaus eins og egg en með fitukeppi. (16) Annars eru þær ekki rauði þráð- urinn í skáldskapnum þar sem út- gangspunkturinn virðist fremur vera sá að láta gamminn geisa og skemmta sér. Auk þess sem haldið er á dýpri mið í kvæðinu um dimmblátt land þar sem bæði vottar fyrir ljóðrænu og fegurð. Myndskreytingarnar eru ekki síð- ur fjölbreyttar og sniðugar en kvæðin og lifa jafn sjálfstæðu lífi og hið prentaða mál. „Kvæðabúðin“ er sannarlega margbreytilegur en jafn- framt heill heimur út af fyrir sig, sem til dæmis lýsir sér í því að þjófóttu súkkulaðikrybburnar sem ort er um á blaðsíðum 34 og 35 eru forsíðufrétt á síðu 24. Auk þess sem þær á flótta sínum undan réttvísinni renna á „reiðhjóli Ránar niður götu“ þar sem verslun Mústafa er til húsa. Hugmyndaauðginni halda engin bönd í „þrumubúðinni“ hans Mústafa þar sem allir krakkar beinlínis verða að líta við, hvort sem þeir eru bráðum að byrja í skóla eða í þann mund að fagna aldarafmæli. Helga Kr. Einarsdóttir BÆKUR Myndskreytt kvæði Eftir Jakob Martin Strid. Íslensk þýðing og endurgerð Friðrik H. Ólafsson. 39 blaðsíður. Austur-Þýskaland – Reykjavík 2001. Í BÚÐINNI HANS MÚSTAFA Á hugmyndaflugi í þrumubúð Ísland í aldanna rás 1951–1975 er tekin saman af Ill- uga Jökulssyni. Ill- ugi segir í formála bókarinnar að í henni sé að finna yfirlit yfir helstu at- burði hvers árs. … „...yfirlitsgreinar um ýmis afmörkuð svið þjóðlífsins … brot af þankagangi þjóðarinnar, hugð- arefnum hennar og lífsstíl.“ Ennfremur að „...bókin væri skemmtileg aflestrar og vekti áhuga lesenda á að kynna sér sögu tuttugustu aldarinnar, þessarar aldar sem viðburðaríkust hefur orðið í allri sögu Íslands.“ Meðal annarra höfunda má nefna Ragnheiði Gyðu Jónsdóttur, Lýð Björnsson, Kolbein Proppé, Aðalstein Ingólfsson, Gísla Sigurðsson, Halldóru Arnardóttur, Hönnu G. Sigurðardóttur, Hrafn Jökulsson, Jónatan Garðarsson og Vilborgu Sigurðardóttur. Aðalritstjóri bókarinnar var Sigríður Harðardóttir. Í bókinni eru vel á annað þúsund mynda. Myndritstjórn var í höndum Nínu Hrannar Sigurðardóttur, Bjarka Bjarnasonar og Bryndísar Vil- bergsdóttur og skrifuðu þau flesta myndatextana. Útgefandi er JPV útgáfa. Bókin er í stóru broti, 352 bls. Bókin er prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Hönnun útlit og umbrot: Jón Ásgeir í Aðaldal. Verð, til áramóta, 9.980 kr. Frá 1. janúar kostar hún 12.980 kr. Saga Northern Lights hefur að geyma ljósmyndir Mar- yam Khodayar. Í kynningu út- gefanda segir m.a.: „Við Íslend- ingar erum orðnir svo vanir skreytt- um húsum og göt- um um jólin að við veitum þessari dýrð ekki lengur athygli sem skyldi. Höfundur þessarar ljósmyndabókar, Maryam Khodayar jarðfræðingur, af írönsku bergi brotin, varð strax yfir sig hrifin af þessari miklu ljósadýrð og festi skrautið á filmu.“ Maryam hefur verið búsett hér á landi um sex ára skeið og kveðst hafa undrast hversu mikla vinnu og fyrirhöfn einstaklingar legðu í utan- hússkreytingar fyrir jólin. Bókinni er skipt í sex kafla þar sem eru myndir af skreytingum opinberra bygginga, hlutum, húsum í einkaeigu, vél- knúnum farartækjum, fyrirtækjum og verslunum og trjám. Útgefandi er Mál og mynd. Mynd af norðurljósum á forsíðu tók Pálmi Guðmundsson og ljósmynd af höf- undi á baksíðu tók Fríður Eggerts- dóttir. Bókin er 112 bls., litprentuð í Steindórsprent-Gutenberg. Hún kem- ur út á íslensku, ensku og frönsku. Leiðbeinandi verð er 2.900 kr. Ljósmyndir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.