Morgunblaðið - 30.11.2001, Síða 52

Morgunblaðið - 30.11.2001, Síða 52
MINNINGAR 52 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Karl HólmHelgason fæddist á Sauðárkróki 7. mars 1930. Hann lést á heimili sínu mið- vikudaginn 21. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Helgi Ingimar Valdi- marsson bóndi, f. 1. janúar 1898, d. 28. ágúst 1982, og Sól- veig Árnadóttir, f. 10. maí 1893, d. 15. júní 1983. Fóstra hans var Guðný Jón- asdóttir, f. 16. mars 1877, d. 29. apríl 1949. Systkini Karls eru Edvald, Þórey og tví- burabróðir hans, Baldur Hólm. Hinn 4. okt. 1956 kvæntist Karl Selmu Sigurveigu Gunnarsdóttur, f. 5. júní 1936. Foreldrar hennar voru Gunnar Salomonsson afl- raunamaður, f. 15. júlí 1907, d. 3. jan. 1960, og Jóhanna Ólafsdóttir, f. 19. júlí 1908, d. 6. sept. 2000. Börn Karls og Selmu eru: 1) Guðný Jóhanna, f. 10. júlí 1956, gift Eyjólfi Ólafssyni. Börn þeirra eru Ólafur Karl, Lovísa Dagmar, Eyjólfur Óli og Ómar Kári. 2) Hörður, f. 22. ágúst 1957, d. 12. sept. sama ár. 3) Pálmi, f. 24. maí 1959, kvæntur Helgu Jóhönnu Hrafnkelsdóttur. Börn þeirra eru Hrafnkell Pálmi, Atli Karl og Íris Svava. 4) Gígja, f. 21. ágúst 1961, í sambúð með Antoni Sigurðssyni. Dætur þeirra eru Guðný Hrönn, Selma og Anna, en fyrir átti hún soninn Marinó Guðmundsson. 5) Þórey, f. 16. sept. 1964, d. 28. apríl 1965. 6) Gylfi, f. 4. febrúar 1966, dóttir hans er Rakel Ósk. 7) Rannveig Hrönn Harðardóttir, f. 7. janúar 1955, er stjúpdóttir Karls, gift Sævari Björns- syni, börn hennar eru Edda Selma Márusdóttir og Ólafur Örn Márus- son. Fyrir átti Karl synina: 8) Hilmar Þór, f. 10. apríl 1951, kvæntur Mem Karlsson. Börn þeirra eru Jón Ingvi, Halldór Steinn, Dao Janjira, Kim Krist- ada, Linda Björg og Albert Aron. 9) Albert Sölvi, f. 28. maí 1953, d. 17. febrúar 1997. Karl lauk sveinsprófi í múrara- iðn frá Iðnskóla Sauðárkróks 1950. Hann starfaði í lögregluliði Keflavíkur um árabil, eða þar til hann flutti til Reykjavíkur. Eftir það starfaði hann við múraraiðn og við gæslustörf á geðdeildum, en þó lengstan tíma í Arnarholti. Útför Karls fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku pabbi minn, nú ert þú lagður af stað í ferðalagið langa sem bíður okkar allra, og þú sem varst ekkert sérstaklega fyrir að ferðast, nema þá í Skagafjörðinn, það var nú sá staður sem vert var að heimsækja, þar búa Baldur tvíburabróðir þinn, Þórey systir þín og þar bjó Sigga á Ingveld- arstöðum fóstursystir þín, en hún lést aðeins þremur dögum á eftir þér, og þeirra fjölskyldur. Þetta er allt fólk sem þér þótti afar vænt um. Ég var orðin margra ára þegar ég vissi að ef maður færi á blá Skodanum með pabba sínum, mömmu og systkinum í frí út fyrir Reykjavík, væri hægt að fara eitt- hvað annað en norður. Fyrir norðan leið pabba best, hann átti sér draum um að eignast litla jörð, sem mér fanns alltaf sorglegt að ekki skyldi rætast, en eftir á að hyggja þá eru sumir sem ekki vilja láta drauma sína rætast, því þá eiga þeir sér engann draum. Pabbi fékk alltaf vorfiðringinn, það er þegar allt fór að grænka og vor kom í loftið. Þá vildi hann vera kominn með litla jörð og búskap í gangi. Og þá byrjaði hann að athuga jarðir til sölu og tala við bændur og spá og spekuúera. Það er nú ekki hægt að segja að hann Karl faðir minn hafi fæðst með silfurskeið í munni frekar en margir aðrir af hans kynslóð, en hann var nú ekki mikið fyrir að tala um bernsku sína, nema ef hann var búinn að fá sér vel í aðra tána, þá talaði hann stund- um um Guðnýju fóstru sína og þá kom annar tónn í röddina, því honum þótti afskaplega vænt um hana og sagði hann mér stundum frá því þeg- ar hún keypti handa honum fyrstu stígvélin hans fyrir síðustu aurana sína. Oft var hann blautur í fæturna og þreyttur er hann lagðist til svefns sem barn. Þá var það mesta hrós sem ég gat fengið þegar hann sagði að ég væri lík henni, en eftir henni er ég einmitt skírð. Þegar ég var lítil fannst mér pabbi alltaf afskaplega sætur maður og var oft að dást að útliti hans,og fannst gaman að spóka mig með honum, eins og þegar við tvö fórum saman í bæinn að versla. Þá tók ég eftir því að hann fékk alltaf miklu betri þjónustu en mamma og þá áttaði ég mig á því að fleirum en mér fannst hann svolítið sætur. Það voru margar raunirnar sem pabbi og mamma þurftu að tak- ast á við saman í lífinu. En samt gerðu þau nú ekki svo margt saman, frekar að þau gerðu allt hvort í sínu lagi, en ekki gátu þau hvort af öðru séð. Og það var aðdáun- arvert hve vel mamma hugsaði um hann í veikindum hans. Hann hafði litla klukku á kistunni við rúmið sitt og fylgdist vel með hvenær hún kæmi heim, en hann skildi ekki þetta útstá- elsi á henni alltaf, hún getur aldrei verið heima hjá sér, sagði hann svo oft, því þar vildi hann hafa hana mömmu, hjá sér. Hvíl í friði, elsku pabbi. Þín dóttir, Guðný J. Karls. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) Þótt rödd þín sé þögnuð lifa orð þín áfram. Faðir minn Karl Hólm hefur lokið sinni jarðvist. Hann var traust- ur og góður vinur sem gaman var að spjalla við. Hann hafði mikinn áhuga á hestum og úr varð að ég smitaðist af þessu áhugamáli hans. Ef einhver spurning vaknaði var tólið tekið upp og leitað í viskubrunn pabba. Við sökktum okkur ofan í líf hesta- mannsins og gleymdum okkur í tilvist skepnunnar sem hélt uppi samgöng- um landans hér áður fyrr. Gleðin var mikil er mér áskotnaðist meri frá honum og hefði ég gjarnan viljað hafa þennan læriföður mér við hlið lengur. Hafðu þökk fyrir samfylgdina. Hilmar Þór. Elsku pabbi minn, þá er þetta stríð búið. Það var hræðilegt að þurfa að horfa upp á þig svona veikan og geta ekkert gert fyrir þig. Ég vona inni- lega að þú hafir það gott núna, elsku vinur. Ég kveð þig, pabbi minn, með söknuði og virðingu og hafðu þökk fyrir allt. Ég sendi þér bæn sem þér þótti svo vænt um. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Ég vona að almættið sendi mömmu og fjölskyldu okkar styrk á þessari sorgarstundu. Þín dóttir, Gígja. Nú er fósturfaðir minn látinn úr krabbameini eftir stutta sjúkdóms- legu heima. Sem betur fer þurfti hann ekki að berjast lengi við þennan sjúk- dóm eða kveljast. Mér finnst gott að hann fékk að fara heim því hann var svo heimakær. Kvöldið sem þú kvaddir vorum við öll saman komin heima hjá þér, ekk- ert okkar trúði því að þú værir að kveðja, og um nóttina þegar ég var heima hjá þér fór ég að hugsa um þig og það sem mér var kærast í fari þínu, það er að þú varst alltaf bóndi í hjarta þínu, og bestu stundirnar sem þú átt- ir voru þegar þú gast verið úti í nátt- úrunni, að hugsa um hesta og kindur. Fyrst þegar ég man eftir mér í Keflavík varstu í löggunni og með kindur úti á Bergi, og síðan þegar við fluttum til Reykjavíkur vorum við ekki búin að vera þar lengi þegar þú festir kaup á Dalshúsum sem voru neðst við Nýbýlaveg, þá var nú Breið- holtið ekki til og þarna vorum við komin í sveitina með kindur, hesta, hænur, hund og kött og settum niður kartöflur og fleira. Mér hlýnar alltaf um hjartarætur þegar ég hugsa um þessa tíma, því þetta var algjör para- dís fyrir krakka að alast upp í og margt brallað. Aldrei heyrði ég þig kvarta þótt þú værir að múra allan daginn og kæmir svo heim til að vinna þar líka, aldrei gleymi ég því heldur þegar þú varst að safna í búið fyrir veturinn, þú vildir alltaf eiga nóg af mat og gott með kaffinu. Þakka þér fyrir að kenna mér að umgangast dýrin, meta náttúruna og gleðjast yfir litlu. Lóukvak og léttfætt lömb á grundum kalla hug minn heim, á hljóðum stundum hvíslar hjartað: geym þann hreina söknuð. Komið er kvöld um fjöll og kyrrðin vöknuð. (Snorri Hjartarson.) Þín fósturdóttir, Rannveig Hrönn. Kæri Kalli frændi, okkar hinsta kveðja til þín; Hátt uppi á heiðum hvítir fuglar vaka. Vængjunum stóru veifa þeir og blaka. Það eru álftir, álftirnar, sem kvaka. Hringaðir hálsar hljóðar taka dýfur. Árvakur skari öldufaldinn klýfur. Andi guðs friðar yfir vötnum svífur. Margs er að minnast. Margt er enn á seyði. Bleikur er varpinn, bærinn minn í eyði. Syngja þó enn þá svanir frammi á heiði. (Jóhannes úr Kötlum.) Systkinin frá Páfastöðum. Mig langar í örfáum orðum að minnast tengdaföður míns, hans Karls Hólm, eða Kalla eins og hann var oftast kallaður af þeim sem hann þekktu, en hann andaðist á heimili sínu hinn 21. nóvember síðastliðinn, eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu. Ég kynntist Kalla fyrst þegar ég var aðeins 18 ára gamall, þegar ég var að stíga í vænginn við dóttur hans Guðnýju og tók hann mér vel strax frá fyrstu stundu og kom okkur alla tíð vel saman, enda stuðningur hans og hjálpsemi ávallt til staðar þegar á þurfti að halda og var það ekki svo sjaldan, þegar við Guðný vorum að hefja okkar búskap, enda bjuggum við Guðný okkar fyrstu búskaparár í næsta húsi við tengdaforeldra mína, þau Kalla og Selmu, og var mikill og góður samgangur milli húsa, sem reyndist okkur Guðnýju vel á þessum tíma. Það er margs að minnast á þessum langa tíma, en áhugi Kalla á búskap var ávallt ofarlega í huga hans og fór- um við sem vorum honum náin ekki varhluta af þessum brennandi áhuga og var Skagafjörðurinn ávallt mesti sælureitur í hans huga, enda þar fæddur og uppalinn og fannst mér hann ætíð stefna þangað ljóst og leynt, þó ekki entist honum ævin til þess að láta þennan draum sinn ræt- ast, en á meðan hann var „á leiðinni í sveitina“ átti hann oftast einn eða fleiri hesta, svona til þess að halda sér við efnið og er ég ekki frá því að þegar hann var að hirða hrossin, hafi hug- urinn verið fyrir norðan, en einnig þótti honum gott, þegar barnabörnin komu í hesthúsið og hafði hann gam- an af að hleypa þeim á bak. Undanfarna mánuði hef ég verið mikið á ferðinni um landið og oftar en ekki fyrir norðan og þegar Kalli svo veiktist alvarlega nú í september, sá ég alltaf hvað lyftist á honum brúnin og birti yfir honum þegar ég kom til hans og ræddi við hann um þessar ferðir mínar, ekki síst ef ég hafði ver- ið í Skagafirðinum og ekki skemmdi fyrir ef veðrið hafði verið gott, eins og það var þar alltaf. Elsku Kalli, mig langar að þakka þér fyrir þennan langa og góða tíma sem við höfum átt, þó hann sé samt allt of stuttur og fyrir að vera til stað- ar, þegar við þurftum mest á því að halda. Hvíl í Guðs friði. Kveðja. Eyjólfur Ólafsson. Nú er Karl Hólm tengdafaðir minn látinn, hann lést á heimili sínu eftir stutt en erfið veikindi. Hann var þannig skapi farinn að hann vildi ekki fara á sjúkrahús og var því heima til síðustu stundar þar sem hann naut umhyggju sinna nánustu. Kalli bar mikla umhyggju fyrir fjölskyldunni og lét sér mjög annt um barnabörnin og barnabarnabörnin sem eru orðin mörg og þau kunnu vel að meta afa. Ég kynntist Kalla fyrir tuttugu og fjórum árum þegar ég og Pálmi sonur hans byrjuðum saman. Mér var mjög vel tekið af Kalla og Selmu tengda- móður minni þegar ég tengdist fjöl- skyldunni og við Pálmi fengum að vera óáreitt niðri í kjallara. Ég man eftir einu laugardagskvöldi þar sem Kalli og góður vinur sátu á spjalli. Kalli kynnti mig sem tilvonandi tengdadóttur sína. Umræðuefnið var eitthvað um stærð og ummál fólks og þar sem ég var og er lítil og grönn þá fann ég að þetta snérist um mig svo ég reigði mig svolítið og svaraði „margur er knár þótt hann sé smár“. Kalla fannst þetta svo gott svar og ég fann að ég óx í áliti hjá honum og ég var oft minnt á þetta og ávallt á já- kvæðan hátt. Kalli tók alla tíð upp hanskann fyrir lítilmagnann og hafðir sterka skoðun á því hvað lífið gat ver- ið ranglátt þeim sem minna máttu sín. Hann vann við múrverk að aðalstarfi og voru þau verk hans rómuð fyrir vandvirkni og snyrtimennsku þrátt fyrir sóðaskapinn sem fylgdi steyp- unni. Síðustu árin vann Kalli uppi í Arnarholti sem verkstjóri yfir steypuvinnunni sem unnin var þar af sjúklingum. Hann var mjög vel liðinn bæði af sjúklingum og starfsfólki og eflaust hefur hans góða lundarfar, ró- legt og yfirvegað, haft mikið að segja. Hann var einnig alltaf tilbúinn að gefa fólki tíma. Kalli var fæddur og uppalinn í Skagafirði og bar alla tíð sterkar til- finningar til átthaganna og þangað leitaði hugurinn oft og hvergi var feg- urra en þar. Eitt sumar fyrir u.þ.b. átján árum vorum við Pálmi ásamt Kalla á ferð norður í Skagafirði. Þetta var heitur og bjartur dagur. Við stóð- um uppi á útsýnispallinum ofan við Sauðárkrók og vorum að dást að veð- urblíðunni og náttúrufegurðinni sem fyrir augu bar og okkur varð að orði hvað lognið var mikið og veðrið dásamlegt. Þá sagði Kalli „veðrið er alltaf svona í Skagafirði, logn og blíða.“ Kalli hafði alla tíð mikla ánægju af hrossum og hans aðal áhugamál utan vinnunnar voru hest- ar og átti hann lengst af hesta sér til ánægju. Ég geri ráð fyrir að umhverfi æskuáranna hafi, öðru fremur mótað áhuga hans á hestamennsku, enda hvergi „fegurri hross en í Skagafirði.“ Afabörnin eiga eftir að sakna Kalla afa því alltaf hafði hann tíma til að hlusta á þau og hafði velferð þeirra í huga og vildi gera það sem hann gat fyrir þau. Ég sendi Selmu tengdamömmu,og öllum aðstandendum mína dýpstu samúðarkveðju. Guð geymi þig og veiti þér frið, elsku tengdapabbi. Þín tengdadóttir, H. Jóhanna Hrafnkelsdóttir. KARL HÓLM HELGASON *$  &    &      /  $ $    / #    4   * 2#  "?G  63.$ !#"  #      #  +:2  6   6,   #  "#2!'    ' $  #  3%" %2 6      !$ *)   &  % $ $      !  -4 B;  '4   A, "6 <"# + !> "!"/@$ 7   &      !   +(1 *   *    2 8)"   B ! 8)" $ - .#           + --  )     >?@6?=;20 7:>?0"A=77<=20  .  3)! +"% C$
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.