Morgunblaðið - 30.11.2001, Side 54

Morgunblaðið - 30.11.2001, Side 54
MINNINGAR 54 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. MINNING látinna vímuefnaneyt- enda verður laugardaginn 1. desem- ber í miðborg Reykjavíkur. Það eru Foreldrahúsið/Vímulaus æska, Samhjálp og Miðborgarstarf KFUM&K sem standa fyrir göngu í miðborginni og helgistund í Dóm- kirkjunni í minningu látinna vímu- efnaneytenda. Lagt verður af stað frá fé- lagsmiðstöð Samhjálpar á Hverf- isgötu 42 kl. 17. Þaðan mun haldið upp á Laugaveg, niður Bankastræti og eftir Lækjargötu að Dómkirkj- unni. Þar verður helgistund kl. 17:30. Vigdís Stefánsdóttir mun lesa úr bók sinni „Steinar,“ Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgarprestur flytur nokkur hugleiðingarorð og Edgar Smári syngur. Eftir athöfnina í Dómkirkjunni er öllum boðið í kaffi í Foreldrahúsinu í Vonarstræti 4b. Sýnum samstöðu með syrgj- endum og gegn vímuefnum. Það eru allir velkomnir. Foreldrahúsið/Samhjálp og Miðborgarstarf KFUM&K Tíu ára vígsluafmæli Stöðvarfjarðarkirkju Á FYRSTA sunnudegi í aðventu verður tíu ára vígsluafmæli Stöðv- arfjarðarkirkju haldið hátíðlegt. Kirkjan var vígð 8. desember árið 1991, en fyrsta skóflustunga að byggingunni var tekin 17. júní árið 1989. Byggingartími kirkjunnar var aðeins tvö og hálft ár, en fjölmargir lögðu hönd á plóg með dugmiklu sjálfboðaliðastarfi og framlögum, góður samhugur ríkti um verkið og Jöfnunarsjóður sókna studdi fram- kvæmdir myndarlega. Kirkjuhúsið hefur reynst Stöðv- arfjarðarsókn afar vel og þar hefur blómgast gott starf. Öll aðstaða er mjög góð með samtengdu safn- aðarheimili. Kirkjan getur rúmað tvö hundruð manns í sætum. Arki- tekt hússins er Björn Kristleifsson á Egilsstöðum. Í tilefni tímamótanna verður há- tíðarguðsþjóusta í kirkjunni nk. sunnudag kl. 14.00 og kirkjugestum boðið til veitinga að messu lokinni. Þá verður sett upp ljósmyndasýning í safnaðarheimilinu sem mun vitna um byggingu kirkjunnar og starfið sem þar fer fram. Þess er vænst að sóknarfólk og aðrir velunnarar kirkjunnar fjölmenni og eigi saman hátíðarstund á merkum tímamótum. Gunnlaugur Stefánsson sóknarprestur. Aðventusamkoma í Víkurkirkju í Mýrdal AÐVENTUSAMKOMA verður í Víkurkirkju nk. sunnudag, 2. des- ember, á 1. sunnudegi í aðventu, kl. 15. Börn úr leikskólanum í Suður-Vík ásamt nemendum 1. og 2. bekkjar Grunnskóla Mýrdalshrepps flytja helgileik undir stjórn M. Sigríðar Jakobsdóttur og Krisztinu Szklenár. Kór Víkurkirkju syngur undir stjórn Krisztinu Szklenár. Upp- lestur og bæn. Kveikt verður á jólatré Mýrdæl- inga við Víkurkirkju eftir sam- verustundina í kirkjunni. Allir Mýrdælingar hvattir til að fjölmenna. Notum öll tækifærið til samverustundar í upphafi aðventu. Kær kveðja, sóknarprestur. Morgunblaðið/Ómar Minning látinna vímuefna- neytenda í miðborginni Við viljum í þessari litlu grein minnast Bjarna Jóhannessonar eða Bjarna afa eins og við kölluðum hann allt- af. Bjarni afi, eða Bjarni skipstjóri eins og hann var yfirleitt nefndur var mjög sterkur persónuleiki og traust- ur, hann var mikil aflakló og hafði alla tíð yndi af sjónum eins og sést kannski best af því að allir synir hans hafa á einn eða annan hátt verið tengdir sjónum til lengri eða skemmri tíma. Þegar hugurinn reikar til baka kvikna bara góðar minningar um yndislegan afa og góðan mann en þá hugsum við líka óneitanlega til Siggu ömmu sem alltaf stóð eins og klettur við hliðina á honum og saman mynd- uðu þau mjög sterka heild. Ein af mörgum skemmtilegum minningum sem við bræðurnir eigum úr æsku eru góðu stundirnar sem við áttum í Þingvallastrætinu hjá ykkur ömmu t.d. á jólunum þegar allir komu sam- BJARNI JÓHANNESSON ✝ Bjarni Jóhannes-son fæddist í Flatey á Skjálfanda 23. september árið 1913. Hann lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 18. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrar- kirkju 27. nóvember. an, börn og barnabörn til að njóta veitinganna, syngja og dansa í kringum jólatréð með afa við píanóið. Já það var alltaf jafn notalegt að koma í Þingvall- astrætið, fá kakó og lummur eða nýbakað brauð en aldrei fór neinn svangur þaðan. Þessar stundir, ásamt svo mörgum öðrum eru okkur bræðrunum ógleymanlegar og þökkum við kærlega fyrir þær. Afi og amma voru mjög trúuð og ekki fórum við bræðurnir varhluta af því og er óhætt að segja að sú trú sem við fengum í æsku hjá þeim heiðurshjónum hafi fylgt okkur alla tíð og sú góðmennska og heiðarleiki sem þau bjuggu bæði yfir hefur verið okkur ómetanlegt veganesti í lífinu. Það er því með miklum trega að við kveðjum þig Bjarni afi en samt erum við glaðir yfir því að þú fáir loks, eftir 10 ára aðskilnað, að hitta Siggu ömmu því við vitum að þar líður þér best. Eins erum við þakklátir fyrir það að þú fékkst að fara fljótt eftir að heilsu þinni hrakaði. Já þú kvaddir með reisn eins og þú áttir skilið. Árni Þór, Bjarni, Pétur Heiðar og Ingi Steinn Freysteinssynir. Mig langar í fáum orðum að minn- ast afa mannsins míns Bjarna Jó- hannessonar sem nú er horfinn yfir á önnur mið. Þú mátt vera stoltur og sáttur við þitt líf, því mörg eru afrek þín bæði á sjó og landi og sanna börnin ykkar sjö og þeirra afkomendur það best. Já það er margt sem kemur upp í hugann þegar ég lít yfir farinn veg. Ég var ekki nema 15 ára þegar ég fór að fara í heimsóknir með Árna Þór mínum til afa hans og ömmu, þeirra heiðurshjóna Bjarna og Siggu í Þingvallastrætið. Alltaf voru þar þvílíkar kræsingar á borðum og aldrei fór maður svangur frá þeirra annars kærleiksríka og fallega heim- ili. Ekki voru veitingarnar síðri eftir að Sigga féll frá, nei það var ekki til- tökumál fyrir skipstjórann að baka nokkrar pönnukökur eða lummur og ekki síður tókst þér að gera heimilið í Víðilundi heimilislegt og blómunum var sinnt af einstakri natni eins og Sigga hafði gert þegar hennar naut við. Já það var erfitt eftir að Sigga féll frá en sú hlýja og umhyggja sem þú fékkst frá sonum þínum og dætr- um hefur án efa gert lífið auðveldara. Þótt fótaburður þinn væri þreytu- legur og líkaminn þráði hvíld þá var hugur þinn með okkur lengst af og af sama æðruleysi og Sigga hafði gert tókstu á við þín veikindi. Ég kveð þig nú með trega en jafnframt gleði vegna vissu minnar um að nú fáið þið Sigga að hittast aftur. Ég er stolt yf- ir að börnin mín skulu vera ykkar af- komendur og á jafn kærleikríkan hátt eins og þið gerðuð, mun ég eins vel og ég get innræta þeim sama kristilega hugarfarið. Bryndís Arnarsdóttir. Okkur langar að minnast skólafélaga okkar, Georgs Þórs Kristjánssonar, sem látinn er langt um ald- ur fram. Goggi í Klöpp var alltaf mjög virkur í öllu félagsstarfi í gegnum okkar skólagöngu, enda bóngóður og vinsæll. Það var ekki haldinn málfundur í Gagnfræða- GEORG ÞÓR KRISTJÁNSSON ✝ Georg Þór Krist-jánsson fæddist í Vestmannaeyjum 25. mars 1950. Hann lést á heimili sínu 11. nóvember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Landa- kirkju 17. nóvember. skólanum nema Goggi tæki þátt í kappræð- um kvöldsins. Það var alltaf gaman að vera í návist hans enda bæði skemmtilegur og vin- margur. Eftir skólagöngu var hann mjög virkur í bæjar- og félagsmál- um. Allir bæjarbúar þekktu Gogga í Klöpp. Árin liðu og áhugi vaknaði á því að halda árgangsmót hér í Eyj- um. Var Goggi einn af þeim sem unnu mikið að undirbúningi mótanna, sem eru orðin fjögur. Þegar við ætluðum að halda ár- gangsmót 1999, þá mætti Goggi á undirbúningsfundi og studdi okkur þrátt fyrir að hann vissi ekki hvort hann gæti mætt á mótið vegna þess að hann var svo upptekinn vegna starfa sinna hjá Kiwanishreyfing- unni sem umdæmisstjóri Íslands og Færeyja, sem kallaði á mikil ferðalög. En vegna óviðráðanlegra aðstæðna var ákveðið að fresta mótinu um eitt ár þrátt fyrir að dagsetning og dagskrá lægi fyrir. Í dag erum við þakklát fyrir að hafa frestað þessu um eitt ár. Goggi var með okkur og eins og öll hin mótin varð einhver ræðusnill- ingur að halda hátíðarræðuna. Kom það í hlut hans eins og svo oft áður að halda þá ræðu. Hann var alltaf tilbúinn að taka hluti að sér ef á þurfti að halda, þrátt fyrir að mikið væri að gera hjá honum. Var þetta ógleymanleg helgi sem við áttum öll saman og eins og Goggi sagði: „Þetta var besta árgangs- mótið.“ Það verður söknuður á næstu mótum að hafa ekki Gogga með okkur, en við getum þó þakkað fyr- ir að hafa fengið að njóta krafta hans og ljúfmennsku á lífsleiðinni. Við sendum Hörpu, börnum þeirra og litla afastráknum hug- heilar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Georgs Þórs Kristjánssonar. Árgangur 1950. KIRKJUSTARF Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284 MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/ sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur afmælis- og minningargreina Háteigskirkja. Samverustund eldri borg- ara kl. 13 í umsjón Þórdísar þjónustufull- trúa. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45- 7.05. Mömmumorgunn kl. 10-12 í umsjá Eyglóar Bjarnadóttur meðhjálpara. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. (Sjá síðu 650 í Textavarpi.) Kirkjuskólinn í Mýrdal. Samvera á morg- un, laugardag, kl. 11.15 í Víkurskóla. Fjöl- mennum. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkom- ur alla laugardaga kl. 11-12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédikun og biblíufræðsla þar sem ákveðið efni er tekið fyrir, spurt og svarað. Barna- og unglingadeildir á laug- ardögum. Létt hressing eftir samkomuna. Allir velkomnir. Sjöundadags aðventistar á Íslandi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu- fræðsla kl. 10.Guðsþjónusta kl. 11. Barnahvíldardagsskólinn. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjón- usta kl. 11. Ræðumaður Brynjar Ólafsson. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guð- mundsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðsþjónusta/biblíufræðsla kl. 11. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Safnaðarstarf Safnaðarstarf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.