Morgunblaðið - 30.11.2001, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 30.11.2001, Qupperneq 57
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 57 ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR G æ ð i á N e tt o ve rð i. .. ASKALIND 3, KÓP., SÍMI: 562 1500 BAÐINNRÉTTINGAR Mikið úrval – Gott verðMIÐVIKUDAGINN 21. nóvem- ber lagði ég spurningu fyrir mennta- málaráðherra í fyrirspurnatíma á Al- þingi. Spurning mín varðaði jöfnun námskostnaðar eða það sem í dag- legu tali nefnist dreifbýlisstyrkur. Mikið hefur verið unnið í þessum málum að undanförnu og var reglu- gerð um jöfnun námskostnaðar end- urskoðuð á þessu ári en nú þegar hafa komið fram stórkostlegir gallar á þeirri reglugerð. Til að úthluta styrkjum er landinu skipt í A-, B- og C-svæði eftir því hve langt er í næsta skóla. Þannig eru til dæmis nemendur frá Akureyri og Reykjavík á svæði A en nemendur frá Dalvík á svæði C. Nemandi frá Akureyri sem leggur stund á hár- snyrtiiðn þarf að fara til Reykjavíkur en er samt á svæði A og fær þess vegna lægsta námsstyrk. Annar nemi frá Dalvík í sama námi fær full- an námsstyrk af því að hann er á svæði C. Báðir nemendur þurfa að flytja á milli landshluta til að geta stundað nám sitt. Af þessu má sjá að ekki er tekið tillit til þess hvort nám- ið sem nemandinn hyggur á er kennt á heimasvæðinu heldur aðeins hvort til dæmis iðnnám stendur þar yfir- höfuð til boða. Nemendur búa því ekki aðeins við mismunun eftir því á hvaða svæði þeir lenda heldur og eft- ir því hvaða nám þeir leggja stund á. Til að bæta úr þessu hafa náms- mannasamtök bent á að heppilegra væri að greiða styrki miðað við fjar- lægð frá heimabyggð í stað ákveð- inna svæða, t.d. mætti miða við það að ef námsmaður fer yfir 90 km frá heimili sínu til að stunda nám fái hann sjálfkrafa fullan styrk. Einnig þarf að sníða þann agnúa af reglugerðinni að um leið og náms- maður nýtir sér rétt til námslána fellur réttur hans til dreifbýlisstyrks niður. Við vitum hins vegar öll að lán er lán en styrkur er styrkur. Spurningar mínar til menntamála- ráðherra lutu að því hvort fyrirhug- að væri að breyta reglugerðum til að dreifbýlisstyrkurinn þjónaði betur tilgangi sínum. Í skemmstu máli þá hafnaði Björn Bjarnason því að til stæði að breyta reglugerðinni. Reyndar var greinilegt að þarna var stutt á viðkvæman blett því mennta- málaráðherra greip fljótlega til útúr- snúninga. Þannig fékk þingheimur að heyra gamalkunnan hljóm um að Vinstri- hreyfingin – grænt framboð væri á móti öllum framförum, sérstaklega atvinnu- uppbyggingu á landsbyggðinni. Hvernig þeir útúr- snúningar koma spurningum mínum um dreifbýlisstyrk beint við er ofvaxið mínum skilningi. Ég vil hinsvegar nota tækifærið og hvetja menntamálaráðherra til að kynna sér tillögur okkar til upp- byggingar atvinnulífs á landsbyggð- inni. Meðal annars höfum við lagt fram tillögur á Al- þingi um að haldið verði sérstakt byggðaþing til að greina og taka á vand- anum en því hefur verið hafnað af meirihlutanum. Svo við snúum okkur aftur að kjarna málsins þá er það alveg ljóst að reglur um jöfnun náms- kostnaðar þjóna ekki fyllilega tilgangi sínum og því sjálfsagt að endur- skoða þær í takt við breytt námsframboð hverju sinni. Við verðum að nýta þetta tæki vel til að standa undir því að jafnrétti ríki til náms á Íslandi. Dreifbýlis- styrkur og út- úrsnúningur Drífa Snædal Námskostnaður Nemendur búa því ekki aðeins við mismunun eftir því á hvaða svæði þeir lenda, segir Drífa Snædal, heldur og eftir því hvaða nám þeir leggja stund á. Höfundur er nemi og varaþingkona. Fullkomnaðu verkið með þakrennukerfi þakrennukerfi BLIKKÁS EHF. SKEMMUVEGUR 36 200 KÓPAVOGUR SÍMI 557 2000 - FAX 557 4111 Fagm enns ka í fyrir rúmi Söluaðilar um land allt Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi olía
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.