Morgunblaðið - 30.11.2001, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 30.11.2001, Blaðsíða 70
70 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. KVENFÉLAGIÐ Hringurinn var stofnað í upphafi tuttugustu ald- arinnar. Í upphafi aldarinnar studdu Hringskonur ötullega ýmsa þá er minna máttu sín í þjóðfélag- inu, aðstoðuðu fátækar sængur- konur og börn á margan hátt. Hringurinn reisti og rak Kópa- vogshælið af miklum myndarskap en gaf síðan íslenska ríkinu þá stofnun. Þannig hefur saga Kven- félagsins Hringsins verið samofin líknarmálum og góðgerðarmálum á Íslandi. Á undanförnum áratugum hefur Kvenfélagið Hringurinn stutt Barnaspítala Hringsins af óbilandi dugnaði. Þannig hafa Hringskonur unnið ómetanlegt starf að bættum aðbúnaði veikra barna á Íslandi. Þær eiga því tvímælalaust hlut- deild í þeim árangri sem á spít- alanum næst. Í viðurkenningar- skyni við þetta starf ber spítalinn nafnið Barnaspítali Hringsins. Barnaspítali Hringsins Barnaspítali Hringsins tók til starfa fyrir rúmum 40 árum. Það var ekki síst framtakssemi Hrings- kvenna að þakka að deildin var stofnuð. Er Barnaspítali Hringsins flutti í núverandi húsnæði árið 1965 var það einnig með drjúgum stuðningi Hringskvenna. Rúm og innanstokksmunir voru gefin af Kvenfélaginu Hringnum ásamt margvíslegum stuðningi. Enn er það svo að umtalsverður hluti þeirra tækja sem notuð eru á Barnaspítala Hringsins er gjöf frá Kvenfélaginu Hringnum. Nú hillir undir þá stund að nýr Barnaspítali Hringsins verði tek- inn í notkun. Öflugur stuðningur Hringskvenna skiptir einnig sköp- um við framkvæmd þessa verks. Það er starfsfólki Barnaspítala Hringsins stöðug hvatning og ómetanlegur stuðningur að eiga Kvenfélagið Hringinn að bakhjarli. Hringskonur hafa með fórnfúsu starfi, mikilli framsýni og óbilandi bjartsýni stuðlað að bættum hag barna á Íslandi. Hringskaffi Á morgun, fyrsta sunnudag í desember, verður hið árlega Hringskaffi á Broadway og hefst það klukkan 13.30. Hringskonur bera þá fram mikið lostæti, selja jólakort og halda happdrætti með veglegum vinningum. Það er von mín að sem flestir sjái sér fært að sýna Kvenfélaginu Hringnum stuðning í verki í Hringskaffinu á morgun og njóta um leið frábærra veitinga. ÁSGEIR HARALDSSON, prófessor í barnalækningum og forstöðulæknir Barnaspítala Hringsins. Jólakaffi Hringsins Frá Ásgeiri Haraldssyni: Líkan af Barnaspítala Hringsins. Teiknistofan Tröð EF RÉTT er vitað mun vera nokkur fótur fyrir sögunni um prestinn sem ávallt að lokinni vetrarvertíð lét syngja þann sálm í sálmabókinni sem bar sama númer og ein- kennisnúmer þess báts sem mest hafði aflað á vertíðinni. Í þessu sambandi berast böndin að presti í Vestmannaeyjum í hálfan annan áratug um og upp úr miðri síðustu öld. Varla þarf að taka fram að gárungar fullyrða að eitt sinn hafi númerið verið 82 og fyrir vikið hafi verið sungið „Heims um ból...“ það vorið í Landakirkju. Rétt er að taka fram að Gullborg, aflaskip Binna í Gröf, var númer 38 og kann það að skýra aflasæld hans í áraraðir. „Á hendur fel þú honum, sem himna stýrir (Gull-)borg...“ Hér skal hins- vegar greint frá atvikum sem eru dagsönn enda sögð frá fyrstu hendi. Fyrr á árum var eftirsótt af sumum að vera með „gott“ númer á bílum sín- um. Þannig þótti mjög bitastætt að vera með lágt númer, því betra sem það var nær núllinu, en aðrir létu sér nægja að vera með símanúmer sitt á bílnum. Svo vildi til að einn góðan veð- urdag á námsárum mínum á áttunda áratugnum var ég skráður fyrir þriggja tölustafa Reykjavíkurnúmeri, R 968. Nokkru síðar var fjárhagurinn óvenju þröngur og þegar vélin eyði- lagðist sá ég fram á að ég yrði bíllaus í nokkrar vikur. En það var þetta með númerið. Ég hafði tekið eftir því að fólk skiptist mjög í tvo hópa með álit sitt á þeim. Sumir voru mjög áhuga- samir um gott númer en öðrum var nákvæmlega sama. Ég bar þetta und- ir kunningja minn, prest frá þjóð- kirkjunni, og kallaði hann þetta að bragði hégóma. En samt, – þetta voru jú bara þrír tölustafir. Um þetta leyti hafði ég þurft að hringja á Biskupsstofuna út af smáer- indi. Gott var að muna símanúmerið en það var þá 15015. Stuttu seinna var ég á gangi í miðbænum og sá hvar Sigurbjörn biskup kom akandi á bíl sínum og blasti þá lausnin við mér þegar ég sá bílnúmerið, R-15015, með aðstoð úr 22. passíusálmi Hallgríms Péturssonar 10. versi: „Hvað höfð- ingjarnir hafast að, hinir meina sér leyfist það...“ HALLDÓR HALLDÓRSSON, útvegsfræðingur. Minning úr miðbænum Frá Halldóri Halldórssyni: Halldór Hall- dórsson út- vegsfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.