Morgunblaðið - 30.11.2001, Síða 76
FÓLK Í FRÉTTUM
76 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FÉLAGSMIÐSTÖÐIN MIÐBERG,
Breiðholti Þriðja Rímnaflæði
keppnin. 15 keppendur.
GAUKUR Á STÖNG Endurkoma Sól-
strandargæjanna sem voru að senda
frá sér lífrænu plötuna Allt í Gúddí.
KAFFILEIKHÚSIÐ Magavöðvastyrkj-
andi uppistand með bresku grín-
urunum Alaun Cochrane og Howard
Read. Íslenska framlagið er frá
Ágústu Skúladóttur grínara. Byrjar
kl. 21.00. Miðaverð 2000 kr, 1800 kr.
fyrir 18 ára og yngri. Miðapantanir í
síma 551 9030.
KAKÓBAR HINS HÚSSINS Vikuleg-
ur Föstudagsbræðingur milli 20 og
22.30. Fram koma Lokbrá, Anon-
ymous og Dj Gummo. Aðgangur
ókeypis og 16 ára aldurstakmar.
KRINGLUKRÁIN Tónlistardagskrá
til heiðurs Eric Clapton. Á efnis-
skránni eru vinsælustu lög frá
löngum ferli gítarleikarans og söngv-
arans. Flytjendur eru Páll Rósin-
kranz, Ellen Kristjánsdóttir, Jóhann
Ásmundsson, Óskar Einarsson, Ingvi
R. Ingvason og Matthías Stefánsson.
Húsið opnar kl. 18 fyrir matargesti,
skemmtun hefst kl. 21. Hljómsveitin
Kókos leikur fyrir dansi á eftir.
KRISTJÁN IX, Grundarfirði. Hljóm-
sveitin Sixties sér um fjörið.
NJARÐVÍKURKIRKJA Tónleikar með
Páli Óskari og Moniku. Hefjast kl.
20.30. Miðasala við innganginn og
kostar miðinn 1200 kr.
RAUÐA LJÓNIÐ Lifandi tónlist að
hætti Rúnars Þórs.
SAMKOMUHÚSIÐ STAÐUR, Eyr-
arbakka. Lög Simon og Garfunkel
flutt í bland við íslenskar dæg-
urperlur af þeim Stefáni Hilmarssyni
og Eyjólfi Kristjánssyni. Húsið opnar
21.30.
TÓNABÆR Tónleikar til styrktar
tónleikaaðstöð í Tónabæ frá kl. 20-
23.30. Fram koma Sign, Noise, Dice,
Kóral, Streymi og Billarnir. Miða-
verð 700 kr.
VIÐ POLLINN, Akureyri. Rúnar Júl-
íusson ásamt Þóri Baldurssyni og
Júlíusi Guðmundssyni.
Í DAG
!"
#
$
# !%%
&&&%
'
#
(
# ) (*!
+*
,%
#
!
-
#
./%'
0
123%
+
#$ 3
"4
+553%
"(5
"
/
+%6 3
4
- 3%
73
#
8%#%
%
9:
5
; %
/$$
#
&&&%
'
0%
) 3
<%
4
=
%
9:
>?
3%
%
) *5(
@
0
@
)%A6
, 5) % 4: %
(
+
+ 5"
46%
=5"
1
- )%6
9
$$
,
,
>
73#
B
>
C
B
B
>
D
E
>
B
F
D
?
BE
>
BE
EG
E
E
>
E
E
B
>
C
B
?
>
>
C
#$%
%
9:
,!!
43H
4
#$%
#(
#(
%
9:
I
J
@
#%
#%
@
%$
43H
J
43H
#(
4
#(
I
4
J
I
@
#$%
=
B
>
=
=
E
D
BB
G
=
BK
F
K
?
>>
BD
BE
>B
B>
BF
BL
C
=
>D
B?
=
BG
>F
KK
>?
7)
$*
% ( !%
M
!N
)
6 '
% -%%$ #5
$*
!
% 3%
5!!(
!
O+ / P+
P, $P3"(% 3
(3P#(
<
P0
% (#
P
32
% +)
36
*6
#6
,!##5
;<
K
ÞEIR félagar Sigurður
Flosason saxófónleikari
og Gunnar Gunnarsson
organisti gáfu út Sálma
lífsins í fyrravor og fengu
mikið lof fyrir. Fyrir þessi
jól kemur út plata af svip-
uðum toga og ber hún
nafnið Sálmar jólanna.
Þar fara þeir fimum hönd-
um um innlenda sem er-
lenda sálma sem tengj-
ast jólum, aðventu og áramótum, s.s. „Í
Betlehem er barn oss fætt“, „Heims um ból“
og „Með gleðiraust og helgum hljóm“. Útsetn-
ingar eru í frjálslegra lagi og leyfa þeir Gunnar
og Sigurður sér að taka sér nett skáldaleyfi í
flutningnum. Upptökur fóru fram í Hallgríms-
kirkju í sumar og sigla Sálmarnir örugglega inn
í fimmta sæti Tónlistans.
Í jólaskapiBJÖRGVIN Hall-
dórsson hefur
löngum verið með
ástsælustu dæg-
urlagasöngvurum
þjóðarinnar og hef-
ur komið að fjölda
íslenskra hljóm-
platna á ferlinum.
Engu að síður eru
liðin fimmtán ár frá
því að sólóplata
kom frá kapp-
anum. Einhverjir hafa greinilega verið orðnir
óþreyjufullir eftir gripnum því að Eftirlýstur fer
beint í tíunda sæti Tónlistans, sína fyrstu viku
á lista. Á plötunni gerir Bó nokkuð af því að
leita í sveitatónlistina eins og hann gerði forð-
um daga með Brimkló og Sléttuúlfunum, auk
þess að renna sér í gegnum tvö sígild lög Meg-
asar.
Hvar er Bó?!
HLJÓMSVEITINA
Smashing Pumpk-
ins þraut örendi á
síðasta ári og var
mörgum rokk-
aranum harm-
dauði. Þeir geta nú
yljað sér við safn-
plötuna Rotten
Apples, sem er
safnplata með öll-
um helstu lögum Graskeranna. Titillinn lýsir
kaldhæðnu heimsviðhorfi leiðtogans Billy
Corgan ágætlega en af honum er það annars
að frétta að hann er búinn að setja nýja sveit á
laggirnar, kallast hún Zwan.
Rotten Apples kemur ný inn í fjórða sætið en
þess má geta að með diskinum fylgir auka-
diskur sem innheldur sjaldgæf lög og b-hliðar.
Aðeins er um takmarkaðan fjölda af þeim fylgi-
diski að ræða.
Æðisleg epli!
Moulin Rouge
Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit: Baz
Luhrman. Aðalleikendur: Nicole Kidman, Ew-
an McGregor, Jim Broadbent. Sannkölluð
himnasending í skammdeginu. Stórfengleg
afþreying sem er allt í senn: Söng- og dansa-
mynd, poppópera, gleðileikur, harmleikur,
nefndu það. Baz Luhrman er einn athygl-
isverðasti kvikmyndagerðarmaður samtím-
ans sem sættir sig ekki við neinar málamiðl-
anir og uppsker einsog hann sáir; fullt hús
stiga. Smárabíó, Regnboginn.
Requiem for a Dream/
Sálumessa draums
Bandarísk. 2000. Leikstjórn: Darren Aron-
ofsky. Aðalleikendur: Ellen Burstyn, Jared
Leto, Jennifer Connelly. Áhrifaríkasta mynd
ársins til þessa. Aronofsky galdrar fram frá-
bært samspil mynda og tóna um leið og
hann segir átakanlega sögu með frábærum
leikurum. Sambíóin.
The Others
Spænsk/frönsk/bandarísk. 2001. Leikstjórn
og handrit: Alejandro Amenábar. Nicole Kid-
man, Fionula Flanagan, Christopher Eccl-
eston, Alakina Mann, Eric Sykes. Meistara-
lega gerð hrollvekja sem þarf á engum
milljóndalabrellum að halda, en styðst við
einfalt, magnað handrit, styrkan leik, kvik-
myndatöku og leikstjórn. Umgerðin afskekkt-
ur herragarður, persónurnar dularfullar, efnið
pottþétt, gamaldags draugasaga með nýju,
snjöllu ívafi. Háskólabíó.
Italiensk for begyndere /
Ítalska fyrir byrjendur
Dönsk. 2001. Leikstjórn og handrit: Lone
Scherfig. Aðalleikendur: Anders W. Berthel-
sen, Anette Stövebæk, Ann Eleonora Jörg-
ensen. Ný kvikmynd unnin eftir Dogme 95
forskriftinni, frá dönsku leikstýrunni Scherfig.
Frábær saga, rómantísk og alvöruþrungin í
senn, sem framreidd er af dönskum úrvals-
leikurum. Regnboginn.
Shadow of the
Vampire/Skuggi
vampírunnar
Bandarísk. 2000. Leikstjóri: E.
Elias Merhinge. Aðalleikendur:
John Malkovich, Willem Dafoe,
Udo Kier. Bráðsnjall, hrollvekj-
andi og fyndinn útúrsnúningur á
klassíkinni Nosferatu eftir Murn-
au. Var Max Schreck raunveruleg
blóðsuga? Sambíóin.
Elling
Norsk. 2001. Leikstjóri: Peter Næss. Aðal-
leikendur: Per Christan Ellefsen, Sven Nord-
in, Pia Jacobsen. Norsk mynd um tvo létt
geðfatlaða náunga sem fá íbúð saman og
þurfa að læra að bjarga sér. Bráðfyndin og
skemmtileg mynd með fullri virðingu fyrir að-
alpersónunum. Háskólabíó.
Málarinn
Íslensk. 2001. Leikstjórn og handrit: Erlend-
ur Sveinsson. Vönduð og metnaðarfull heim-
ildarmynd um líf og störf listmálarans Sveins
Björnssonar síðustu árin sem hann lifði.
Prýdd fallegri og kraftmikilli kvikmyndatöku
Sigurðar Sverris Pálssonar.
Háskólabíó.
Mávahlátur
Tilkomumikil kvikmynd Ágústs Guðmunds-
sonar byggð á samnefndri skáldsögu Krist-
ínar Marju Baldursdóttur. Þar skapar leik-
stjórinn söguheim sem er lifandi og
heillandi, og hefur náð sterkum tökum á
kvikmyndalegum frásagnarmáta. Frammi-
staða Margrétar Vilhjálmsdóttur og Uglu Eg-
ilsdóttur er frábær. Háskólabíó, Sambíóin.
Pétur og kötturinn Brandur
Sænsk. 2000. Leikstjóri: Albert Hanan Kam-
insky. Handrit: Torbjörn Janson.Teiknimynd.
Aðalraddir: Guðmundur Ólafsson, Arngunnur
Árnadóttir, Sigurður Sigurjónsson, Sigrún
Waage. Ekkert stórvirki en ágætis skemmtun
fyrir litla krakka. Pétur og Brandur eru við-
kunnanlegir og uppátektasamir. Smárabíó, Laugarásbíó.
Rugrats in Paris
Bandarísk. 2000. Leikstjórn: Stig Bergquist,
Paul Demyer. Handrit: J. David Stem o.fl. Ísl.
leikraddir: Edda Heiðrún Backmann, Inga
María Valdimarsdóttir, Rósa Guðný Þórsdótt-
ir, Dofri Hermannsson o.fl. Skemmtileg en
full fyrirsjáanleg mynd um káta krakkaorma í
leit að mömmu handa vini sínum. Sambíóin.
Gæsapartí
Íslensk. 2001. Leikstjórn og handrit: Böðvar
Bjarki Pétursson. Aðalleikendur: Oddný Krist-
ín Guðmundsdóttir, Magnús Jónsson. Nokk-
uð skondið gæsapartí um íslenska hásum-
arsnótt með hressum stelpum sem spinna
vefinn furðu vel. Gætu verið sætkenndar.
Hraðsoðin á sex dögum, það sýnir sig. Háskólabíó.
Joe Dirt /Jói skítur
Bandarísk. 2001. David Spade, Brittany
Daniel, Dennis Miller, Kid Rock og Christo-
pher Walken. Leikstjóri: Dennie Gordon. Joe
Dirt var skilinn eftir hjá Miklagili af foreldrum
sínum, og síðan hefur lífið verið ein þrauta-
ganga. Grínmynd með David Spade sem er
alls ekki nógu fyndin þótt Joe Dirt sé mjög
góð týpa. Smárabíó, Stjörnubíó.
Yamakasi
Frönsk. 2001. Aðalleikendur:
Charles Perriere, Laurent Piemont-
esi. Ungir, franskir slæpingjar og
húsaklifrarar gerast innbrotsþjófar
til bjargar mannslífi. Lágkúra að
undanskildum vel útfærðum
áhættu- og átakaatriðum. Regnboginn.
Princess
Diaries
Bandarísk. 2001. Leikstjórn: Garry
Marshall. Aðalleikendur: Julie
Andrews, Anne Hathaway. Gamal-
dags prinsessusaga færð í gljá-
fægðan nútímabúning. Ljóti and-
arunginn verður að fallega svaninum og
fjöldi margnýttra Hollywood-tuggna. Sambíóin.
Corky Romano
Leikstjóri: Rob Potts. Aðalleikendur: Chris
Kattan, Peter Falk. Dýralæknir, meinleysingi
og mafíósasonur fær annað tækifæri til að
vaxa í áliti í augum pabba gamla. Barnalega
einfeldningslegt handrit, aðalleikarinn fer
hamförum í fíflaskap, ein sú allra lélegasta.
Sambíóin.
Evil Woman
Bandarísk. 2001. Aðalleikarar: Amanda
Peet, Steve Zahn, Jason Biggs, Jack Black.
Lapþunn aulamynd um þrjá bjálfa og kven-
skratta. Af myndinni að dæma stefna aula-
brandarabankar í gjaldþrot.
Stjörnubíó.
Bræðralag úlfanna/
Le pacte des loups
Frakkland. 2001. Leikstjóri: Christophe
Gans. Handrit: Samuel Le Bihan. Aðalleik-
arar: Vincent Cassell, Emilie Dequenne.
Hræðilegt skrímsli herjar á sveitir Frakklands
á 19. öld, tætir í sig gesti og gangandi.
Greinilega samsull margra uppáhaldskvik-
mynda höfundanna, er sundurlaus og lang-
dregin. Fínir leikarar geta lítið gert.
Háskólabíó.
BÍÓIN Í BORGINNI
Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir
Meistaraverk Ómissandi Miðjumoð Tímasóun 0 Botninn
Stjörnuleikari kvikmyndarinnar Skuggi vampír-
unnar, Willem Daefoe, þykir fara á kostum í hlut-
verki leikarans dularfulla sem lék Nosferatu.
Í FYRRA gaf stórsöngv-
arinn Páll Rósinkranz út
plötuna No Turning Back
og seldist hún í massa-
vís. Nú, ári síðar, er Páll
kominn með nýtt safn
laga, plötu sem hann
kallar Your Song, eftir sí-
gildri ballöðu þeirra Elt-
ons Johns og Bernies
Taupins. Auk þeirrar
perlu er að finna lög eins
og „I Think Of Angels“ eftir KK, „Fields Of
Gold“ eftir Sting og „Grow Old With Me“ eftir
John Lennon. Það voru vanir menn sem að-
stoðuðu Pál við plötugerðina en af meðspil-
urum hans má nefna þá Guðmund Pétursson,
Sigfús Óttarsson og Jóhann Ásmundsson. Þarf
ekki að koma á óvart að platan skýst beint í
fyrsta sæti Tónlistans.
Lögin hans!