Morgunblaðið - 23.12.2001, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 23.12.2001, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAU eru mörg störfin í sveitum landsins og ný verkefni sem fylgja hverjum mánuði. Und- anfarið hafa bændur verið við rúningu í Þistilfirði, en bændur þar vinna saman að þessu verki. Er fréttaritari hitti bændur að störfum voru þeir í fjárhúsunum á Brúarlandi. Klippurnar sem eru notaðar ganga fyrir þvottavéla- mótor úr Candy-vél frúarinnar á Ytra-Álandi, en Skúli bóndi þar hannaði og smíðaði gripinn. Á myndinni eru Jóhannes Jónasson Brúarlandi, Jóhann Halldórsson Þórshöfn og Kristján Indriðason, bóndi á Syðri-Brekku. Bændur rýja fé sitt í Þistilfirði Morgunblaðið/Líney Þórshöfn. Morgunblaðið. BRESKA lávarða- deildin, sem er æðsta dómstig í Bretlandi, sýknaði nýlega 56 ára karlmann, Donald Pendleton, sem hafði setið í fangelsi síðan 1986 og fengið lífstíð- ardóm fyrir aðild að morði á blaðasala í Bradford árið 1971. Úrskurð sinn byggðu lávarðarnir fimm að mestu leyti á skýrslu Gísla Guðjónssonar réttarsálfræðings sem taldi játningu Pendle- tons ótrúverðuga og óáreiðanlega. Mál Pendletons var tekið fyrir að nýju í hæstarétti Bretlands (e. High Court) fyrir rúmu ári en þar var ekki tekið tillit til álits Gísla og dómurinn frá 1986 látinn standa. Þeirri niðurstöðu var áfrýjað til lávarðadeildarinnar (e. House of Lords). Gísli sagði í samtali við Morgun- blaðið að þetta væri tímamótaúr- skurður lávarðanna og mikill sigur fyrir sig og réttarsálfræðina sem fræðigrein. „Ég er mjög ánægður að málið skuli hafa fengið þennan endi, það var hið eina sem var óútkljáð af þeim 11 morðmálum sem ég hef borið vitnisburð í fyrir hæstarétti í Bretlandi. Ég var ósáttur við nið- urstöðu hæstaréttar. Dómararnir sögðust vera sáttir við minn framburð, viður- kenndu til dæmis að maðurinn væri mjög viðkvæmur en töldu hann sekan engu að síður. Lávarðadeildin setur ofan í við hæsta- rétt og telur hann hafa átt að taka meira mark á mínum fram- burði. Það er mjög óvenjulegt að slíkt gerist. Ég veit heldur ekki til þess að álíka sálfræðiálit hafi verið tekið gilt í lávarða- deildinni. Í niðurstöð- unni felst að mínu mati ábending til hæstaréttar um hvernig hann á að meta vitnisburð sérfræðinga og sakborninga,“ sagði Gísli. Þrjátíu ára gamalt mál Málavextir eru þeir helstir að blaðasalinn, Bernard Clark, þá 39 ára, var myrtur að næturþeli í Bradford í Bretlandi í byrjun júní 1971. Pendleton var skömmu síðar yfirheyrður af lögreglu en var eftir það ekki lengur grunaður. Málið var óleyst næstu árin, eða þar til upplýsingar bárust lögreglunni ár- ið 1986 sem bendluðu Pendleton við morðið að nýju. Eftir þriggja daga yfirheyrslur, þar sem hann neitaði staðfastlega aðild að málinu, gaf hann játningu um að hafa verið á morðstaðnum án þess þó að hafa sjálfur beitt blaða- salann ofbeldi. Þessi játning varð til þess að hann var dæmdur í lífs- tíðarfangelsi, ásamt öðrum manni, John Thorpe, sem bendlaði Pendle- ton við morðið. Að sögn Gísla situr Thorpe enn í fangelsi í Bretlandi og hefur ekki farið fram á endurupp- töku síns máls. Pendleton taldi sig hins vegar vera saklausan og fór fram á end- urupptöku. Árið 1998 fór nefnd, sem fjallar um réttarmorð, fram á það við Gísla að hann skoðaði mál Pendletons. Tók hann skýrslu af honum í fangelsinu og komst þá að þeirri niðurstöðu að játning manns- ins hefði verið ótrúverðug og ekki væri hægt að nota hana gegn hon- um. Var málið þá tekið fyrir að nýju í hæstarétti í júní 2000, sem ekki taldi ástæðu til að frelsa Pendleton sem fyrr segir. Breskir fjölmiðlar hafa greint allítarlega frá málinu að undan- förnu og þar er m.a. haft eftir Don- ald Pendleton að hann sé hæst- ánægður með úrskurð lávarðadeildarinnar og að geta yf- irgefið fangelsið. Hann hlakki til að slappa af og aðlagast aðstæðum ut- an múranna, heimurinn hljóti að hafa breyst á 15 árum. Gísli sagði að Pendleton ætti nú skýlausa kröfu um skaðabætur frá breskum stjórnvöldum sem gætu orðið tölu- verðar. Breska lávarðadeildin sneri við dómi hæstaréttar og byggði þar á sérfræðiáliti Gísla Guðjónssonar Tímamótaúrskurður og sigur fyrir réttarsálfræði Gísli Guðjónsson ALLS verða 145 starfsmenn Flugfélagsins Atlanta við störf erlendis um hátíðirnar og er um helmingur þeirra Íslend- ingar. Auk flugliða eru þetta tæknimenn og flugumsjónar- menn. Atlanta sinnir um þessar mundir flugi í Sádí-Arabíu og starfa þar um 55 manns. Í Alsír er um 40 manna hópur og í Níg- eríu 35 manns. Þá starfa 15 við verkefni fyrir Ethiopian Air- lines í Eþíópíu. Við störf er- lendis um jól ÞÚSUNDIR jólakorta og -pakka fara nú um hendur starfsmanna Póstsins um land allt sem keppast við að hver einasta jólakveðja kom- ist til viðtakanda tímanlega fyrir hátíð ljóss og friðar. Samkvæmt upplýsingum frá Póstinum gengur póstdreifing framar vonum og var lokið við afgreiðslu allra sendinga til útlanda um hádegisbil í gær. Inn- lend póstdreifing gengur líka vel og verður jólapóstur borinn til landsmanna fram undir hádegi á aðfangadag. Morgunblaðið/Sverrir Jólapósturinn á leið í hús ÞAÐ orkuverð, sem fyrirliggjandi er í samningsdrögum Landsvirkjunar og Reyðaráls, ætti að tryggja góða arð- semi virkjunarframkvæmda, að mati Geirs A. Gunnlaugssonar, stjórnar- formanns Reyðaráls, þrátt fyrir auk- inn kostnað vegna skilyrða sem sett eru fram í úrskurði umhverfisráð- herra um virkjun við Kárahnjúka. Geir segir næstu skref fólgin í fjár- mögnun byggingar álversins og þar þurfi margir aðilar að koma að mál- um, enda er heildarkostnaður við framkvæmdirnar áætlaður um 120 milljarðar króna. Að sögn Geirs eru menn þó bjartsýnir á að það takist enda arðsemisforsendur verksmiðj- unnar mjög jákvæðar. Geir segir að fyrir liggi drög að samningi um orkuverðið en hins veg- ar eigi eftir að fjalla um þessi drög hjá stjórnum fyrirtækjanna. Hann segir menn ganga út frá ákveðnum verð- hugmyndum og ekki sé reiknað með að breytingar á kostnaði við virkj- unina muni hækka orkuverðið. „Það hefur líka komið fram opinberlega að arðsemi virkjunarinnar er mjög góð og líklega með því besta sem hér þekkist og ég tel að þótt einhver hækkun verði á kostnaði, þá sé hún ennþá mjög góð.“ Jákvæðir útreikningar Geir segir ljóst að mörgum þyki það orkuverð í hærra lagi sem fyr- irliggjandi er í samningsdrögum, mið- að við samkeppnishæft verð fyrir ál- ver almennt. Því séu engar forsendur fyrir hækkun þess. „Þær verðhug- myndir sem liggja fyrir í þessum drögum eru frá okkar sjónarmiði mjög háar og mega ekkert vera hærri,“ segir Geir. Að sögn Geirs eru næstu skref fyrst og fremst vinna við fjármögnun álversins, en áætlaður heildarkostn- aður er um 120 milljarðar króna. „Ég hef fulla trú á því að það takist en þetta eru mjög háar tölur, þannig að það er stórt verkefni að ljúka því og margt þarf að ganga upp til að það takist. En allt það mat sem fjárhags- legur ráðgjafi okkar hefur gert á verkefninu, t.d. á verksmiðjunni sjálfri hvað varðar arðsemi, greiðslu- getu og getu verksmiðjunnar til að greiða þessi lán og samkeppnisstöðu hennar miðað við aðrar verksmiðjur, þá er það allt mjög jákvætt og gott. Það er auðvitað forsenda þess að hægt sé að fjármagna verkefnið,“ segir Geir. Mikil vinna framundan við fjármögnun álvers í Reyðarfirði Orkuverðið tryggir góða arð- semi virkjunar VEÐURFAR hefur verið einkenni- legt í vetur á Hveravöllum, að sögn Hafsteins Eiríkssonar, veðurathug- unarmanns, sem dvelur nú annan veturinn á Hveravöllum, ásamt eig- inkonu sinni Kristínu Björnsdóttur og tíkinni Pollý. Allt stefnir nú í rauð jól enda hefur allan snjó tekið upp jafnharðan. „Það var kominn ágætis snjór um daginn og lofaði góðu en síðan kom rigning í nokkra daga og þá hvarf hann um leið,“ segir Hafsteinn. Að sögn Hafsteins hafa miklu færri lagt leið sína til Hveravalla í haust og vet- ur vegna snjóleysis. Engir vélsleðar hafa komist og aðeins verið fært stærstu jeppum, því oft hefur verið krap og erfitt færi Færri heim- sóknir vegna snjóleysis Á VEGUM Rauða kross Íslands eru nú sex sendifulltrúar við alþjóðleg hjálparstörf yfir jólin, Ómar Valdi- marsson er í Bangkok, Sólveig Ólafsdóttir í Simbabwe, Hlín Bald- vinsdóttir og Þór Daníelsson eru í Tansaníu, Kristín Ólafsdóttir í Níg- eríu og Susan Martin í Santa Dom- ingo. Að sögn Þóris Guðmundssonar, upplýsingafulltrúa RKÍ,eru alla jafna 10–15 sendifulltrúar að störf- um erlendis, en nokkrir eru í jóla- fríi heima á Íslandi og aðrir eru á milli verkefna. Ómar Valdimarsson, sendi- fulltrúi í Bangkok, er einn þeirra sem eyða jólunum fjarri heimaslóð- um. „Nú er hávetur í Bangkok og svalt, hitinn kominn niður í 30 gráð- ur og veðrið alveg að verða skap- legt,“ sagði Ómar í spjalli við Morg- unblaðið í gær. Hann var þá ásamt fjölskyldu sinni í miðjum klíðum við að skreyta jólatréð inni í stofu og sagði mikla tilhlökkun vera í heim- ilisfólki þar sem synir þeirra hjóna hefðu komið færandi hendi í jóla- heimsókn með íslenskan hamborg- arhrygg, konfekt, harðfisk og hálf- mána frá tengdamömmu. „Þetta verða því hefðbundin ís- lensk jól, eða eins hefðbundin og þau frekast geta orðið í Asíu á að- fangadag,“ sagði Ómar. Þetta eru þriðju jól fjölskyldunnar í Asíu og segir Ómar vissa hefð vera komna á jólahaldið. „Þótt við séum í búddísku landi skreyta verslunarmenn hér álíka mikið og heima og byrja snemma í nóvember að setja jólaskraut upp í búðum sínum. Jólaljós eru annars mjög vinsæl hérna og eru höfð uppi allt árið. Jólahaldið hér er notalegt og okkur líður vel og og óskum öll- umgleðilegra jóla,“ sagði Ómar. Iðjagræn jól í Bangkok með íslenskum hálfmánum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.