Morgunblaðið - 23.12.2001, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 23.12.2001, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 16/12 – 22/12 ERLENT INNLENT  ÁRNI M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, hefur ákveðið að auka leyfilegan heildarafla fiskveiðiársins á ýsu um 11 þúsund tonn, ufsa um 7 þúsund tonn, skarkola um þúsund tonn og stein- bít um 3.100 tonn. Afla- heimildir hafa því verið auknar um sem svarar 33 þúsundum þoskígild- istonna og hækka útflutn- ingstekjur sjávarafurða verulega.  HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað karl af kröfu fyrrverandi eiginkonu hans, sem vildi fá and- virði helmings lífeyr- issjóðsinneignar hans í sinn hlut þegar 34 ára hjónabandi þeirra lauk. Hæstiréttur vísar m.a. til þess, að hjónin höfðu ekki gert með sér sam- komulag um skiptingu lífeyrisgreiðslna, svo sem þeim var heimilt sam- kvæmt lögum um skyldu- tryggingu lífeyrisrétt- inda.  HLUTFALL stað- greiðslu skatta á næsta ári verður 38,54% og lækkar um 0,22%. Lækk- unin er til komin vegna þess að Alþingi ákvað að lækka tekjuskattshlutfall um 0,33%.  ÍSLENSKU flugfélögin þurfa frá áramótum að greiða mun hærri trygg- ingariðgjöld vegna flug- véla sinna. Er það vegna hækkunar iðgjalda fyrir tryggingar vegna tjóns sem yrði ef flugvél yrði notuð sem hryðjuverka- tæki. Fallist á framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra féllst á fimmtudag á fyrirhugaða fram- kvæmd við Kárahnjúkavirkjun að upp- fylltum skilyrðum og felldi þar með úr gildi úrskurð Skipulagsstofnunar frá 1. ágúst sl. þar sem framkvæmdinni var hafnað vegna umtalsverðra umhverfis- áhrifa og ófullnægjandi upplýsinga um einstaka þætti framkvæmdarinnar og umhverfisáhrif þeirra. Í úrskurði ráð- herra segir að þau tuttugu skilyrði sem sett eru minnki verulega umhverfis- áhrif virkjunarinnar frá tillögum fram- kvæmdaraðila sem gerðar voru í mats- skýrslu. Meðal þeirra skilyrða sem sett eru fyrir framkvæmdinni er að Lands- virkjun er gert að falla frá framkvæmd- um við Hafursárveitu, Laugarfellsveitu og Bessastaðaárveitu og Gilsárvötn. Grunur um ólöglegt verðsamráð TUGIR manna á vegum Samkeppnis- stofnunar gerðu samtímis húsleit í höf- uðstöðvum olíufélaganna þriggja, Olíu- félagsins hf., Olíuverslunar Íslands hf. og Skeljungs hf. Að sögn Georgs Ólafs- sonar, forstjóra Samkeppnisstofnunar, var ráðist í aðgerðirnar vegna gruns um ólöglegt verðsamráð olíufélaganna. Einkavæðingu frestað SÖLU á hlut ríkisins í Landsbanka Ís- lands til kjölfestufjárfestis hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna slæmra markaðsskilyrða. Stefnt hafði verið að því að selja a.m.k. þriðjung hlutafjár í félaginu fyrir lok ársins. Ekki verður gengið frá sölu til kjöl- festufjárfestis Landssíma Íslands á þessu ári en ákveðið hefur verið að hefja viðræður eftir áramót við danska fjarskiptafyrirtækið TDC, sem áður hét TeleDanmark, um kaup á fjórð- ungshlut í Landssíma Íslands. Argentínuforseti segir af sér FERNANDO de la Rua, forseti Arg- entínu, sagði af sér embætti á fimmtu- daginn í kjölfar mikilla óeirða er brut- ust út í mörgum borgum landsins fyrr í vikunni, þegar múgur manns mótmælti harkalegum aðhaldsaðgerðum stjórn- ar de la Rua. Aðgerðirnar miða að því að koma í veg fyrir að erlendar skuldir Argentínu, sem nema alls um 132 millj- örðum dollara, gjaldfalli. Bandarískir fjármálaskýrendur telja líklegt að þessar skuldir gjaldfalli á næstu vik- um. Stjórnarandstaðan í Argentínu hafnaði á fimmtudaginn ósk de la Rua um að taka þátt í myndun þjóðstjórnar svo finna mætti lausn á þeim vanda er að steðjar. Fyrr um daginn hafði öll ríkisstjórn de la Rua sagt af sér. Hamas-samtökin gera hlé á árásum HAFT var eftir háttsettum félaga í Hamas-samtökum Palestínumanna á miðvikudag að meðlimir samtakanna hefðu ákveðið sín í milli að láta af sjálfsmorðsárásum á Ísraela. Annar fé- lagi í samtökunum sagði þó, að þetta væri ekki rétt. Á miðvikudaginn hófust viðræður Ísraela og Palestínumanna um öryggismál, þrátt fyrir að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefði í þarsíðustu viku lýst því yfir að Ísrael- ar myndu engin frekari samskipti hafa við Yasser Arafat, forseta heimastjórn- ar Palestínumanna, og ráðuneyti hans. Friðargæslusveit til Kabúl FYRSTU liðsmenn friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna komu til Afgan- istans á fimmtudaginn, en fyrsta verk- efni þeirra skyldi vera að tryggja að innsetning bráðabirgðastjórnar í land- inu gangi snurðulaust fyrir sig.  AFGANSKIR hermenn og bandarískar sérsveitir ráku á mánudag flótta liðsmanna al-Qaeda hryðjuverkasamtaka Osama bin Ladens í Hvítu- fjöllum í Austur-Afganist- an, en talið var að þeir kynnu að reyna að komast yfir landamærin til Pakist- ans. Rúmlega 200 al- Qaeda-liðar féllu, að því er talið er, í átökum um hella á Tora Bora-svæðinu í fjöllunum, þar sem talið var að bin Laden léti fyrir berast. Haft var eftir föng- um, sem teknir voru í Tora Bora, að bin Laden hefði verið þar fyrir mán- uði. Aðrir fangar sögðu hann hafa verið þar um síðustu helgi.  DONALD Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hvatti að- ildarríki Atlantshafs- bandalagsins til þess á þriðjudaginn að takast á við hættuna á því, að hryðjuverkamenn gerðu fleiri árásir á stórborgir, hugsanlega með kjarna-, efna-, og sýklavopnum.  MIKLAR vetrarhörkur voru víða í Evrópu í síð- ustu viku. Hundruð manna urðu úti í Póllandi og Austur-Evrópu, og yfir 200 manns í Moskvu. Sam- göngur fóru víða úr skorð- um og þorp á Ítalíu, Spáni, í Frakklandi og víðar ein- angruðust. Gaddurinn fór í þrjátíu stig í Sviss. Á Suður-Ítalíu voru snjó- þyngsli mun meiri en í norðurhluta landsins, og þau mestu í manna minn- um, að sögn sumra. JAKOB Þ. Möller, sem starfaði í 25 ár fyrir Mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna og hefur síð- ustu árin verið dómari við mann- réttindadómstólinn í Bosníu-Her- zegóvínu, var nýverið heiðraður af Raoul Wallenberg mannréttinda- stofnuninni. Kom nýlega út bók til- einkuð Jakobi fyrir störf hans að mannréttindamálum í áraraðir. Þar skrifa fjölmargir sérfræðingar, m.a. nokkrir Íslendingar, um ýmsa þætti er lúta að mannréttindamálum. Árið 1971 réðst Jakob Þ. Möller til Sameinuðu þjóðanna til að setja af stað fyrsta farveginn fyrir mann- réttindakærur og segist Jakob hafa verið ráðinn til tveggja ára. Úr þessu starfi hafi hins vegar teygst allmjög og þegar hann lét af því sextugur, fyrir rúmum fimm árum, hafði það staðið í 25 ár. „Starfið óx með hverju ári og margir starfs- menn bættust við enda höfum við tekið á móti kringum 1,3 milljónum kærumála á þessum tíma,“ segir Jakob í samtali við Morgunblaðið. Einstaklingar, hópar og félög geta sent Mannréttindaskrifstofu Sam- einuðu þjóðanna kærur hafi verið nýtt þau réttarúrræði sem unnt er heima fyrir. Segir Jakob þá mögu- legt að bera mál undir úrskurð sér- fræðinga sem Mannréttindaskrif- stofan sinnir. „Stundum er ástand hins vegar þannig að lög og réttur hafa verið brotin niður og ef engin raunveru- leg réttarúrræði eru fyrir hendi er hægt að senda mál beint til Samein- uðu þjóðanna,“ segir Jakob. Aðset- ur skrifstofunnar er í Genf og hefur Jakob búið þar lengst af en hann fluttist fyrir nokkru til Frakklands. Dómari við Mannréttinda- dómstól Bosníu-Herzegóvínu Eftir að Jakob lét af störfum fyr- ir Mannréttindaskrifstofuna var hann fyrir tæpum sex árum kjörinn í Mannréttindadómstól Bosníu- Herzegóvínu. Var honum komið á í kjölfar friðarsamkomulagsins sem kennt er við Dayton í Bandaríkj- unum við lok Bosníustríðsins 1995. Er Jakob í hópi 14 dómara. Eru 8 kosnir af ráðherranefnd Evrópu- ráðsins og hinir sex eru heima- menn. „Upphaflega átti dómstóllinn að starfa í fimm ár en þegar þau voru liðin í desember í fyrra var ákveðið að framlengja starfstím- ann um þrjú ár,“ segir Jakob. „Við höfum þingfest 8 þúsund mál á þessum tíma og eru þau enn að berast, milli 100 og 200 ný mál í hverjum mánuði.“ Aðsetur dóm- stólsins er í Sarajevo og dvelur Jakob þar í viku til 10 daga í hverjum mánuði við dómstörf. Þess á milli vinnur hann að mál- um heima fyrir. Í bókinni, sem Raoul Wallen- berg-stofnunin gaf út fyrir skemmstu og heitir á ensku Int- ernational Human Rights Moni- toring Mechanisms, skrifa fleiri en 60 sérfræðingar um mannrétt- indamál. „Þarna er komið heildstætt rit um eftirlitsaðferðir, kæruleiðir, dómstóla og stofnanir sem fjalla um mannréttindamál. Mér finnst það í senn skemmtilegt og óverð- skuldað að mér skuli hafa verið tileinkað þetta mikla rit,“ segir Jakob sem var heiðraður við at- höfn hjá Raoul Wallenberg-stofn- uninni í Lundi nýverið þegar bók- in kom út. Íslenskir sérfræðingar sem skrifað hafa í bókina eru Margrét Viðar, Ólöf Þórhildur Ólafsdóttir, Ragnar Aðalsteinsson, Stefán Már Stefánsson, Bernharður Guðmundsson, Jóhanna K. Eyj- ólfsdóttir og Guðmundur Alfreðs- son en hann átti einnig sæti í rit- nefnd bókarinnar. Í formálsorðum bókarinnar ljúka Göran Melander og Bert- ram G. Ramcharan lofsorði á feril Jakobs á sviði mannréttindamála og segja hann hafa áunnið sér virðingu einstaklinga og hópa sem leitað hafi til Mannréttinda- skrifstofunnar svo og allra sam- starfsmanna með þekkingu sinni og framgöngu í málaflokknum. Heiðursrit um mannréttindamál tileinkað Íslendingi Raoul Wallenberg-stofnunin, sem hefur aðsetur í Lundi í Svíþjóð, heiðr- aði nýlega Jakob Þ. Möller fyrir störf hans að mannréttindamálum um árabil með því að tileinka honum rit um mannréttindamál. JÓNAS Kristjánsson, ritstjóri DV, lætur af því starfi um áramót- in. Jónas kvaðst í samtali við Morgun- blaðið í gær hafa skrifað sinn síðasta leiðara í blaðið í gær. Hefði hann tekið föggur sínar af skrif- stofu sinni í gærmorg- un og lokið störfum fyrir DV. Óli Björn Kárason, ritstjóri og einn eig- enda útgáfufélags DV, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að Jón- asi Kristjánssyni hefði verið til- kynnt að gengið yrði frá starfs- lokum hans á DV milli jóla og nýárs. Óli Björn vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Jónas Kristjánsson segir að Ágúst Einarsson, einn eigenda fjárfestingarfélagsins ESÓB sem tók nýlega yfir allt hlutafé í útgáfufélag- inu DV, hafi komið til sín fyrir stuttu og til- kynnt að honum yrði sagt upp frá og með áramótum með fjög- urra mánaða uppsagn- arfresti. Hann hefði jafnframt boðið sér tveggja mánaða við- bótaruppsagnarfrest ef hann segði sjálfur upp störfum. Hafi hann sagt sér að fyrra bragði að ekki yrði gerður við hann starfslokasamningur. „Ég sagði honum að ég tæki ekki þessu boði og reikna því með að fá bréf fyrir áramót og tel mál- inu lokið,“ sagði Jónas. Hann kvaðst hafa fyrir löngu ákveðið að vera í fríi milli jóla og nýárs og því hefði hann í gærmorgun tekið muni sína af skrifstofunni og að síðasti leiðari sinn hefði birst í blaðinu sem kom út í gær. „Það er alltaf söknuður að góðu starfsfólki sem maður hefur unnið lengi með,“ sagði Jónas er hann var spurður hvort hann myndi ekki sakna starfsins en hann kvaðst jafnframt fremur vilja horfa fram á við. Hann kvaðst ekki hræddur við aðgerðarleysi, hann ætti ann- ars vegar kost á því að setjast í helgan stein og sinna hrossum sín- um betur eða takast á við nýjan slag á nýjum stað hvort sem það yrði á sviði ritstarfa eða annars og kvað hann jól og áramót munu líða áður en hann tæki slíka ákvörðun en Jónas er 61 árs að aldri. Jónas hefur starfað sem blaða- maður í 39 ár og í 35 ár verið rit- stjóri, fyrst Vísis, þá Dagblaðsins og síðan DV. Hann kvaðst hafa skrifað 4.085 leiðara á ferli sínum og því ekki finna sérstaklega til innri þarfar fyrir að tjá sig frekar á slíkum vettvangi. Jónas Kristjánsson hættir sem ritstjóri DV Jónas Kristjánsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.