Morgunblaðið - 23.12.2001, Qupperneq 10
FRÉTTIR
10 SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Í
SLAND er eitt Norður-
landanna um það að tengja
bætur til barnafjölskyldna í
gegnum skattakerfið
tekjum foreldra. Á öllum
hinum Norðurlöndunum greiðast
bætur til barnafjölskyldna óháð
tekjum, enda voru barnabætur að
meðaltali með hverju barni víðast
hvar á Norðurlöndunum um það bil
tvöfalt hærri en hér á landi reiknað í
jafnvirðisgildum, ef marka má sam-
norrænar tölur þar að lútandi um
ástandið eins og það var á árinu 1999,
en nýrri samanburður en það er ekki
fyrirliggjandi í þessum efnum.
Þessar upplýsingar má finna í
skýrslu um félagslegt öryggi á Norð-
urlöndunum á árinu 1999, en skýrsl-
an kemur út árlega á vegum sam-
norrænnar nefndar um tölfræði í
félagslegum efnum (NOSOSKO).
Ekki er langt síðan skýrslan kom út,
en talsverður tími líður ávallt áður
en tölfræðileg gögn sem mynda
grundvöll samanburðarins eru tilbú-
in. Þannig er vinna nú að fara í gang
við skýrslu vegna ársins 2000.
Í þessu sambandi er þó nauðsyn-
legt að taka fram að stigið var skref í
þá átt að draga úr tekjutengingu
bóta til barnafjölskyldna hér á landi í
ár. Þá var ákveðið að greiða ótekju-
tengdar bætur til barna að upphæð
33.470 kr., en það nær eingöngu til
barna sem eru yngri en 7 ára á tekju-
árinu. Stærsti hluti barnabótanna er
eftir sem áður tekjutengdur.
Í skýrslunni kemur meðal annars
fram samanburður á upphæð barna-
bóta að meðaltali með hverju barni á
ári á milli landanna reiknað í jafn-
virðisgildum (ppp). Samkvæmt því
eru meðalbarnabætur á Íslandi
lægstar hér af öllum Norðurlöndun-
um eða 55.398 kr. Næstlægstar eru
þær í Svíþjóð 85.722 kr. og því næst í
Finnlandi 107.881 kr. Í Danmörku
eru barnabætur síðan tvöfalt hærri
en á Íslandi eða tæpar 112 þúsund
krónur að meðaltali með barni á ári
og hæstar eru bæturnar í Noregi þar
sem þær eru 128 þúsund kr. að með-
altali. Eins og fyrr sagði tekur sam-
anburðurinn til ársins 1999. Í skýrsl-
unni er samanburðurinn settur fram
í evrum og fer umreikningurinn
fram miðað við gengið á evrunni um
síðustu mánaðamót.
Í þessu sambandi er einnig rétt að
benda á að hér er einungis um sam-
anburð að ræða á sérstökum stuðn-
ingi ríkisvaldsins í þessum löndum
við barnafjölskyldur. Samanburður-
inn tekur þannig ekki til skattlagn-
ingar í löndunum að öðru leyti, sem
eðli málsins samkvæmt getur verið
mjög mismunandi.
Ekki sérstakar bætur til
einstæðra foreldra í Svíþjóð
Í öllum löndunum er það ríkissjóð-
ur landanna sem stendur undir út-
gjöldum vegna barnabótanna. Í Dan-
mörku eru bæturnar greiddar með
börnum til 18 ára aldurs og 17 ára
aldurs í Finnlandi, en til 16 ára ald-
urs í hinum löndunum þremur. Þó
eru greiddar barnabætur til tvítugs
á Íslandi og í Svíþjóð ef barnið er í
námi.
Eins og fyrr sagði var það aðeins á
Íslandi sem barnabæturnar voru
tekjutengdar. Þá eru í Danmörku
Noregi og á Íslandi hærri barnabæt-
ur til yngri barna, en í Finnlandi og
Svíþjóð er sama framlag til allra
barna burtséð frá aldri þeirra. Í
Danmörku og á Íslandi er framlagið
hærra vegna barna á aldrinum 0–6
ára en til barna eldri en það. Í Dan-
mörku eru auk þess hærri bætur til
0–2 ára barna heldur en barna 3–6
ára. Í Noregi hins vegar er sérstakt
framlag vegna 1–3 ára barna. Loks
er í öllum löndunum nema í Svíþjóð
Ísland eitt Norðurlandanna tekjutengir barnabætur
Tveimur milljörð-
um lægri á núvirði
en fyrir 10 árum
Á hinum Norðurlöndunum tíðkast ekki að tekjutengja
sérstakan stuðning við barnafjölskyldur í gegnum
skattakerfið, enda eru barnabætur með hverju barni að
meðaltali verulega hærri þar en hér á landi, að því
er fram kemur í samantekt Hjálmars Jónssonar.
!!
""!
#
!" ##
$%&' ()(
*)
*)
*)
*)
*)
*)
*)
*)
*)
*)
*)
*)
*)
*)
*)
*)
+
() (
,
%%-&
)() .(( (% )(
(
%() (
(
(
# / " ! # #
$%& $%-&
$%-& ()(
((&
(#
/!
,
( #
/#
#""
!
/
#"##
!
//!
#"!/
!!/
/"/
#"
"
/ !
#!/
##
/"
#
! ! /
""
//#/
HEILBRIGÐIS- og trygginganefnd
Alþingis skilaði frá sér nefndaráliti
um frumvarp heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra um breytingar á
lögum um heilbrigðisþjónustu og
lögum um almannatryggingar áður
en Alþingi fór í jólaleyfi. Nokkur
umræða og gagnrýni hafði komið
fram á efni frumvarpsins, m.a.
vegna þess að með því er kveðið á
um skyldu heilbrigðisstarfsmanna
til að veita Tryggingastofnun rík-
isins nauðsynlegar upplýsingar,
þ.m.t. upplýsingar úr sjúkraskrám.
Í frumvarpinu eru annars vegar
lagðar til breytingar á lögum um
heilbrigðisþjónustu og hins vegar
lögum um almannatryggingar.
Meginmarkmið frumvarpsins er
„að færa á eina hendi samnings-
umboð ríkisins gagnvart sjálfstætt
starfandi heilbrigðisstarfsmönnum
um greiðsluþátttöku almanna-
trygginga vegna heilbrigðisþjón-
ustu og við fyrirtæki og stofnanir
vegna sambærilegrar þjónustu sem
þar er veitt. Tilgangurinn er að
gera heilbrigðisráðherra betur
kleift að marka stefnu um for-
gangsröðun verkefna í heilbrigð-
isþjónustu og framfylgja henni. Þá
er lagt til í frumvarpinu að heil-
brigðisstarfsmönnum verði skylt að
veita Tryggingastofnun ríkisins all-
ar nauðsynlegar upplýsingar,
þ.m.t. upplýsingar úr sjúkraskrám,
vegna ákvörðunar um greiðslu
bóta, endurgreiðslur reikninga og
vegna eftirlitshlutverks stofnunar-
innar. Upplýsingar úr sjúkraskrám
er þó aðeins heimilt að veita lækn-
um Tryggingastofnunar eða tann-
læknum þegar það á við. Læknar
stofnunarinnar og eftir atvikum
tannlæknar hafa einnig heimild til
að skoða sjúkraskrár sem reikn-
ingsgerð á hendur stofnuninni er
byggð á“, kemur fram í at-
hugasemdum með frumvarpinu.
Heilbrigðis- og trygginganefnd
getur þess í áliti sínu að samráð
hafi verið haft við fjölda aðila í um-
fjöllun nefndarinnar um frum-
varpið og ítarlega hafi verið fjallað
um ákvæði 8. gr. frumvarpsins en
þar er kveðið á um skyldu heil-
brigðisstarfsmanna til að veita
Tryggingastofnun ríkisins nauð-
synlegar upplýsingar, þ.m.t. upp-
lýsingar úr sjúkraskrám.
„Í áratugi hefur verið litið á það
sem eina af meginforsendum
Tryggingastofnunar fyrir samn-
ingum við heilbrigðisstéttir um
greiðsluþátttöku ríkisins að henni
væri unnt að sinna eftirliti með því
að sú þjónusta sem samið væri um
væri innt af hendi. Hornsteinn þess
eftirlits er og hefur verið að trygg-
ingayfirlæknir geti staðreynt með
skoðun á sjúkraskrá að reiknings-
færð verk og þjónusta hafi farið
fram. Um þennan aðgang trygg-
ingayfirlæknis og læknislærðra
fulltrúa hans að sjúkraskrám hefur
verið kveðið á í samningum við sér-
fræðilækna og tannlækna og aðrar
heilbrigðisstéttir og hefur fram-
kvæmd þessara samningsákvæða
gengið vel og hnökralaust allt þar
til í lok árs 1999.“
Fram kemur í álitinu að 4. febr-
úar 2000 gaf tölvunefnd (nú Per-
sónuvernd), samkvæmt ósk Tann-
læknafélags Íslands, álit sitt á því
hvort tannlæknum væri heimilt eða
skylt að veita tryggingayfirlækni
Tryggingastofnunar ríkisins afrit
af sjúkraskrám sjúklinga sinna eins
og samningur tannlækna við
Tryggingastofnun gerði ráð fyrir.
Niðurstaða tölvunefndar var sú að
tannlæknum væri hvorki skylt né
heimilt að veita tryggingayfirlækni
slíkan aðgang.
„Með hliðsjón af þessari nið-
urstöðu tölvunefndar ákvað Trygg-
ingastofnun að fresta öllum fyr-
irhuguðum eftirlitsaðgerðum og
hefur virkt eftirlit af hálfu Trygg-
ingastofnunar legið niðri frá þeim
tíma.“
Tryggingastofnun hefur
ríka eftirlitsskyldu
Heilbrigðis- og trygginganefnd
segir að það leiði af eðli máls að TR
beri ríka eftirlitsskyldu með því að
verk sem hún greiði fyrir séu unn-
in. Til að sinna þessu eftirliti sé
stofnuninni nauðsynlegt að hafa að-
gang að þeim upplýsingum sem
reikningsgerð á hendur stofnuninni
er byggð á. Til að tryggja löglegan
og fullnægjandi aðgang stofnunar-
innar að nauðsynlegum upplýs-
ingum telur nefndin, með hliðsjón
af áliti tölvunefndar, nauðsynlegt
að skjóta lagastoð undir umrædda
heimild.
Í umsögn Persónuverndar sem
barst nefndinni vegna þessa ákvæð-
is frumvarpsins kemur fram það
grundvallarsjónarmið að ekki skuli
hér fremur en endranær ganga
lengra en nauðsynlegt er til að full-
nægja þeirri þörf sem er fyrir
hendi. Í þessu sambandi benti Per-
sónuvernd á þrjár leiðir sem
Tryggingastofnun ríkisins væru
færar til að staðreyna reikninga. Í
fyrsta lagi skyldu læknis, sbr. 12.
gr. læknalaga, til að láta hinu op-
inbera í té vottorð um sjúklinga er
hann annast þegar slíkra vottorða
er krafist vegna viðskipta við hið
opinbera. Í öðru lagi að leita til
sjúklings sjálfs og bera málið undir
hann og í þriðja lagi bendir hún á
þann möguleika að leita til Rík-
isendurskoðunar ef vafi þykir leika
á um réttmæti reikninga. Þessi úr-
ræði telur Persónuvernd nægj-
anleg til að Tryggingastofnun rík-
isins geti sinnt eftirlitsskyldu sinni.
Nefndin telur úrræði Persónu-
verndar ekki fullnægjandi
„Nefndin getur ekki fallist á að
þær leiðir sem Persónuvernd bend-
ir á séu fullnægjandi. Í fyrsta lagi
telur nefndin nauðsynlegt að
Tryggingastofnun hafi aðgang að
frumgögnum. Vottorð um lækn-
isverk sem fengið er frá sama lækni
og reikningsgerð stafar frá er aug-
ljóslega ekki fullnægjandi til að
staðfesta reikning. Í öðru lagi telur
nefndin það ófullnægjandi að
byggja almennt eftirlit með reikn-
ingsgerð lækna á hendur Trygg-
ingastofnun á upplýsingum frá
sjúklingum sjálfum. Það fyr-
irkomulag getur grafið undan trún-
aði milli læknis og sjúklings og má
jafnframt spyrja hver staða Trygg-
ingastofnunar yrði ef sjúklingur
neitar henni um aðgang að sjúkra-
skrá sinni. Að óbreyttum lögum
hefði Tryggingastofnun þá aðeins
eitt úrræði, þ.e. að leita til Rík-
isendurskoðunar. Samkvæmt lög-
um um Ríkisendurskoðun getur
hún krafist reikningsskila af að-
ilum sem fá fé frá ríkinu og er
henni jafnframt heimilt að fram-
kvæma stjórnsýsluendurskoðun á
starfsemi eða þjónustu sem ríkinu
ber að greiða fyrir en einkaaðilar
annast samkvæmt sérstökum samn-
ingi við ríkið, sbr. 7. og 9. gr. laga
um Ríkisendurskoðun. Hér er um
að ræða úrræði sem kemur til álita
ef rökstuddur grunur vaknar við
reglulegt eftirlit um að ekki sé allt
með felldu. Þessu úrræði verður
ekki, eðli málsins samkvæmt, beitt
nema sérstök ástæða sé til og í ein-
stökum tilfellum.“
Þannig koma þessi úrræði Rík-
isendurskoðunar, að mati nefnd-
arinnar, ekki í staðinn fyrir hið al-
menna og reglulega eftirlit sem
fram fer hjá ýmsum stofnunum rík-
isins, þ.m.t. Tryggingastofnun.
Nefndin telur nauðsynlegt, vegna
þeirra „gífurlegu fjármuna sem
Tryggingastofnun ríkisins er falið
að ráðstafa úr sameiginlegum sjóð-
um landsmanna“, að stofnuninni sé
gert kleift halda uppi virku reglu-
legu eftirliti með því að greiðslur
bóta séu í samræmi við reglur al-
mannatrygginga og að reiknings-
gerð á hendur stofnuninni sé rétt.
Það er mat nefndarinnar að umrætt
eftirlit verði ekki framkvæmt nema
Tryggingastofnun hafi aðgang að
nauðsynlegum upplýsingum og
gögnum, þ.m.t. að þeim hluta
sjúkraskrár sem reikningsgerð
byggist á.
Skilyrði sett í
breytingatillögum
Á þessum grundvelli telur nefnd-
in rétt og nauðsynlegt að veita
læknum Tryggingastofnunar að-
Álit heilbrigðis- og trygginganefndar Alþingis á lagafrumvarpi um heilbrigðisþjónustu og almannatryggingar
Tryggingastofnun geti
haldið uppi virku eftirliti