Morgunblaðið - 23.12.2001, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 23.12.2001, Qupperneq 26
LISTIR 26 SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HEIMILDAMYND um lista- og fjallamanninn Guðmund Einarsson frá Miðdal verður sýnd í sjónvarpinu að kvöldi annars dags jóla og ber yf- irskriftina „Maður eigi einhamur“. Það er Lífsmynd, kvikmyndafyrir- tæki Valdimars Leifs- sonar, sem stendur að gerð myndarinnar. Handritshöfundur er Bryndís Kristjáns- dóttir ásamt Valdimar, en kvikmyndin er styrkt af Menningar- sjóði útvarpsstöðva. Kvikmyndin er 55 mínútna löng og segir þar frá lífshlaupi og list þessa fjölhæfa listamanns og lífs- kúnstners, eins og Valdimar lýsir honum, en vinnsla myndarinn- ar tók um þrjú ár. „Guðmundur frá Mið- dal hefur verið mjög áhugaverður maður. Ég hef verið að vinna mikið með Ara Trausta Guð- mundssyni, sem er einn af sonum Guðmundar frá Miðdal, og hjá honum sá ég heilmikið efni, sem til var um pabba hans. Ég sá fyrir mér að þetta gæti orðið mjög áhugaverð mynd, sem komið hefur á daginn. Ævi Guð- mundar hefur verið mjög dramatísk. Guðmundur fæddist árið 1895 og var elstur barna hjónanna Einars Guðmundssonar og Valgerðar Jóns- dóttur í Miðdal í Mosfellssveit, en Miðdalur var á þessum tíma í alfara- leið og var gestagangur mikill. Guð- mundur sýndi snemma listhæfileika og stundaði margs konar störf til að geta notið kennslu í myndlist. Fyrst naut hann kennslu í myndlist og út- skurði í Reykjavík, en síðan lá leiðin til útlanda. Fyrst var förinni heitið til Kaupmannahafnar, þá Edinborgar og loks til Þýskalands. Hann tileinkaði sér mörg listform, m.a. högg- myndalist og leirmuna- gerð. Gasprað um kvennamál Fram kemur í mynd- inni að Guðmundur hafi verið talsvert á milli tannanna á fólki á sínum tíma vegna kvennamála sinna, en hann kvæntist þýskri konu, en bjó síðan einnig með dóttur henn- ar, Lydíu, og eignuðust þau Guðmundur fimm börn saman. Áður en fyrsta barn þeirra fædd- ist, eignaðist Guðmundur son með annarri konu sem er sá frægi mynd- listarmaður Guðmundur Guðmunds- son eða öðru nafni Erró. Guðmundur hélt fjölda myndlistar- sýninga og höggmyndir hans prýða mörg hús í Reykjavík, m.a. Landspít- alann. Einnig eru höggmyndir hans víða um land og má þar nefna Skúla fógeta í Fógetagarðinum í miðborg Reykjavíkur. Þekktastur meðal al- mennings er Guðmundur þó líklegast fyrir leirmunina sem framleiddir voru á leirmunaverkstæði hans í List- vinahúsinu á Skólavörðuholti. Um tíma voru þeir til á flestum heimilum Reykjavíkur og nú á seinni árum hafa þeir aftur orðið eftirsóttir, að sögn Valdimars. Stimplaður nasisti Seinni heimsstyrjöldin lék Guð- mund og fjölskyldu hans grátt því hann þótti of vinsamlegur í garð Þjóðverja og fékk þar af leiðandi á sig nasistastimpil, en Guðmundi tókst að hreinsa mannorð sitt algjörlega áður en hann lést árið 1960. Guðmundur var einnig frum- kvöðull í útivistarferðum og stofnaði útivistarfélagið Fjallamenn. Að auki var hann þekktur veiðimaður og ann- áluð veiðikló. Eftir Guðmund liggur mikill fjöldi listaverka og listmuna sem sýnt er úr í myndinni. Hann tók einnig mikið af ljósmyndum og var áhugamaður um kvikmyndagerð. Ljósmyndir hans og brot úr kvik- myndum eru sýnd í myndinni. Í henni koma fram: Inga Valfríður Einars- dóttir, systir Guðmundar, Jón Guð- mundsson á Reykjum í Mosfellsbæ, Lydía Pálsdóttir Einarsson, eigin- kona Guðmundar sem nú er látin, og þrír synir Guðmundar, Erró eða Guð- mundur Guðmundsson, Einar Guð- mundsson og Ari Trausti Guðmunds- son auk Einars B. Pálssonar verkfræðings. Næg verkefni Kvikmyndagerðarmaðurinn Valdi- mar Leifsson hefur starfað við kvik- myndagerð hér á landi síðan hann lauk mastersnámi árið 1978 frá kvik- myndaskóla í Los Angeles í Banda- ríkjunum. Að námi loknu starfaði hann um árabil við dagskrárgerð hjá Sjónvarpinu. Meðal nýjunga, sem hann bryddaði þar upp á, var gerð fyrsta íslenska svokallaða „magaz- ine“ sjónvarpsþáttar, sem var Þjóðlíf og Sigrún Stefánsdóttir stýrði. Að því kom að Valdimar ákvað að fara að starfa sjálfstætt, en allt frá þeim tíma hefur hann unnið fjölmörg verk í samstarfi við Sjónvarpið, Stöð 2 og marga aðra aðila. Eigið kvikmynda- gerðarfyrirtæki hefur Valdimar starfrækt frá árinu 1990, en segist, þrátt fyrir það, hafa haft það að leið- arljósi að vinna sjálfur sem allra mest að hverju verkefni og hafi hann því aldrei verið með margt starfsfólk eða mikinn rekstur. Hann segist aldrei verða uppi- skroppa með verkefni eða hugmynd- ir. Af nógu sé að taka. Aðalvandinn felist hinsvegar í fjármögnuninni. Ljóshærðir eskimóar Spurður um verkefni næstu miss- era, svarar Valdimar því til að hann sé nú um þessar mundir ásamt Ara Trausta Guðmundssyni að vinna að handriti að þáttaröð, sem á að fjalla um örlög norrænna manna á Græn- landi og í Vesturheimi og verður þar stuðst við nýjustu greinar erfða- fræðirannsókna. „Þetta er mjög spennandi verkefni og stórmerkileg- ar rannsóknir. Vilhjálmur heitinn Stefánsson mun hafa rekist á þessa „ljóshærðu eskimóa“ í ferðum sínum í Vesturheimi á árum áður. Agnar Helgason, mannfræðingur og líffræð- ingur, sem m.a. hefur sýnt fram á með rannsóknum sínum að íslenskar landnámskonur séu skyldari kelt- neskum konum en norskum, hyggst nú ætla að bera saman DNA-sýni úr norrænum mönnum annars vegar og grænlenskum og kanadískum eskimóum hinsvegar til að fá úr því skorið hvort skyldleiki sé þarna á ferðinni. Farið verður til Kanada í vor, en Sjónvarpið hefur keypt sýningarétt- inn af þremur þáttum þessum rann- sóknum tengdum, en inn í þáttaröð- ina verður fjallað um sögu víkinganna. Að auki er ég að vinna að draugasögu með Þorsteini Marels- syni rithöfundi sem hugsanlega gæti endað sem leiknir sjónvarpsþættir. Hún heitir „Líkræðan“ og eru virkj- unarmál undirtónn sögunnar,“ segir Valdimar Leifsson kvikmyndagerð- armaður að lokum. Heimildamynd um líf og list Guðmundar Einarssonar frá Miðdal sýnd í Sjónvarpinu Fjölhæfur listamaður og „lífskúnstner“ Á annan í jólum sýnir Sjónvarpið nýja heimildamynd um líf og list Guðmundar frá Miðdal. Jóhanna Ingvarsdóttir forvitn- aðist um tilurð myndarinnar hjá Valdimari Leifssyni kvikmyndagerðarmanni. Morgunblaðið/RAX Valdimar Leifsson kvikmyndagerðarmaður. Guðmundur Einarsson frá Miðdal join@mbl.is HEIMUR skáldsögunnar er ritverk sem Bókmenntafræðistofnun gefur út, og hefur að geyma 30 greinar eftir jafnmarga fræðimenn um frumsamdar og þýddar skáldsögur sem talist geta kennileiti í landslagi skáldsögunnar á Íslandi. Bókin er unnin í kjölfar skáldsagnaþings sem haldið var í Háskóla Íslands á vor- mánuðum og voru greinar ritsins upphaflega fluttar sem fyrirlestrar þar. Ástráður Eysteinsson prófess- or er ritstjóri bókarinnar og segir hann vera um að ræða yfirlitsrit um bókmenntir sem sé nokkuð frá- brugðið því sem hefðbundið geti tal- ist. „Upphaflega hugmyndin var sú að virkja sem flesta af bókmennta- fræðingum heimspekideildarinnar í Háskólanum til lifandi bókmennta- umræðu og var ákveðið að taka fyrir heim skáldsögunnar á Íslandi á 20. öld,“ segir hann. „Hverjum og ein- um var gefinn kostur á að velja sér skáldsögur til umfjöllunar og var ekki gerður greinar munur á ís- lenskum skáldsögum og þýðingum á erlendum skáldsögum sem út höfðu komið hér á landi á öldinni. Þannig stjórnast úrvalið af valfrelsi og úr verður eins konar brotasafn, sem laust er við að endurspegla sýn ein- staklings á það hvaða skáldsögur hafi lagt mark sitt á íslenskan skáld- sagnaheim. Þess í stað ræður ákveðin tilviljun, sem er, þegar öllu er á botninn hvolft, í raun kannski einkenni á öllu vali. Það er nokkuð sem gaman er að draga fram á þennan hátt.“ Verkin sem fjallað er um í Heimi skáldsögunn- ar ná allt aftur til róm- verskra verka á borð við Satýríkon eftir Petróníus og Gullinasna Apúleiusar, til Þagnarinnar eftir Vig- dísi Grímsdóttur sem út kom í fyrra. Ástráður bendir á að þótt greinarn- ar séu unnar í fræðilegu samhengi, kalli formið á ákveðna hnitmiðun sem geri þær mjög aðgengilegar. „Skáldsagna- þingið sem greinarnar voru upphaf- lega unnar fyrir byggðist á mörgum stuttum og markvissum fyrirlestr- um. Þetta form gafst vel og var þingið vel sótt. Sama er því að segja um greinarnar sem eru margar og stuttar.“ Má þá búast við að ritið geti höfð- að til ólíkra lesenda? „Já, hér er ekki um einhverjar innanhússsamræður að ræða, held- ur er bókin þannig hugsuð að hver sem áhuga hefur á skáldsögum og bókmenntum geti gripið niður í henni og lesið sér til um allt frá lyk- ilverkum á borð við Íslandsklukku Halldórs Laxness, Ódys- seif eftir James Joyce og Blikktrommu Günthers Grass til þýddra skáld- verka sem eru e.t.v. minna þekkt hér á landi, s.s. Manillareipið eftir Veijo Meri.“ Má ekki segja það nokk- uð óvenjulegt að tala um frumsamdar bækur og þýddar í einu vetfangi? „Jú, það er visst nýnæmi hér á landi að fjalla um þýdd verk og frumsamin, á slíkum jafnræðisgrund- velli. En í þessu felst dálít- ið önnur sýn á íslenskan bókmenntaheim en hefð er fyrir. Ég lít svo á að hér sé ákveðið bókmenntalíf, sem ekki er hægt að takmarka við hina íslensku skáld- sögu, því hér les fólk frum- samdar bækur og þýddar jöfnum höndum á ís- lensku.“ Ástráður segir það at- hyglisvert að gefa bók um heim skáldsögunnar út í bókavertíðinni í ár, þar sem skáldsagan sé mjög áberandi. Þannig kallast umræða bókarinnar skemmtilega á við hið kraumandi líf skáldsögunnar sem birtist í útgáfunni. „Þó er alltaf hætta á að aðrar bókmenntagreinar falli í skuggann að ósekju, og eru þær hugmyndir uppi um að vinna með ljóðið og leikritið á þennan sama hátt í kjölfar þessarar útgáfu.“ Frá Satýríkon til Þagnarinnar Morgunblaðið/Kristinn Ástráður Eysteinsson, prófessor í almennri bók- menntafræði við Háskóla Íslands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.