Morgunblaðið - 23.12.2001, Page 38

Morgunblaðið - 23.12.2001, Page 38
HUGVEKJA 38 SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HEIMSBYGGÐIN öll minnist þess senn, að fátæk mær ól son í Betlehem í Gyðingalandi eitt sinn í fyrndinni, vafði hann reifum og lagði svo í kalda jötu í fjárhúsi, af því að ekkert rúm hafði verið laust í gistihúsi bæjarins. Í kulda og myrkri heimskautalandanna eru jólaljós tendruð, börnin skipa sér umverfis þau glöð í lund, fagnandi hita og birtu, og syngja: „Í Betlehem er barn oss fætt“, jafnglöð og börn Indlands og ým- issa annarra heitra landa, sem kannski aldrei hafa litið augum snævi þakta jörð. Og þótt margt sé ólíkt: litarháttur, tungumál, veðrátta, efnahagur, þá eru bros- in, þakklætið, já, fögnuðurinn, hinn sami í brjóstum allra, sem játa þessa trú. Alheimsmál jólanna er lofsöngur, gleðitár á hvörmum, bros á vörum. Að vera staddur í ókunnu landi um jól, óravegu frá ættingjum og vinum, getur verið einmanalegt. Það vita allir sem reynt hafa. Á Íslandi bjuggu um síðustu áramót ríflega 283 þúsund manns. Af þeim voru u.þ.b. 8.800 erlendir ríkisborgarar. Íbúar frá Norð- urlöndunum voru 1.676 talsins og íbúar annarra Evrópulanda 4.472. Kanadamenn og Bandaríkjamenn voru 681 og íbúar 25 annarra Am- eríkulanda alls 232. Frá 26 As- íulöndum voru hér 1.431, og frá 30 Afríkuríkjum 265. Frá Eyja- álfu, þ.e.a.s. Ástralíu og Nýja- Sjálandi, voru 59. Ríkisfangs- lausir voru 6. Hinn 31. desember 2000 voru m.ö.o. fulltrúar 124 er- lendra ríkja með heimili í þessu landi. Stærstur hluti fólksins er kristinnar trúar, heyrandi til ein- hverjum af hinum fjölmörgu greinum þessa tuttugu alda gamla risavaxna meiðs: eru róm- versk-kaþólskir, grísk-kaþólskir, anglíkanar, evangelísk-lúterskir, meþódistar, baptistar, hvíta- sunnumenn o.s.frv., en einnig eru hér margir sem játa trú á aðra guði. Og við þetta bætist svo fólk, sem komið hefur nýlega utan úr heimi og sest að til frambúðar, hlotið íslenskan ríkisborgararétt. Ég vil nota þetta tækifæri og óska landsmönnum gleðilegrar hátíðar, sem og öllum þeim er- lendu ríkisborgurum, sem hér kunna að vera um þessi jól. Fæð- ingarnótt Jesúbarnsins er að koma í mannheim á ný, eins og verið hefur síðastliðnar tuttugu aldir. Og hún á erindi við alla þá, sem búa við ysta haf, í kulda og snjó, þúsundum kílómetra frá Gyðingalandi, rétt eins og hún átti erindi til þeirra, sem komu saman í torfkirkjunum á Íslandi fyrr á öldum og ávallt síðan. Því hún minnir okkur á, að yfir okkur er vakað á æðri stöðum, að Guð lætur sig hlutskipti jarðarbúa einhverju varða, hverrar þjóðar eða litar eða tungu sem þeir kunna að vera. Eftirfarandi kveðja miðast við opinber tungumál landanna 124, sem ég gat um hér að framan. Í sumum tilvikum er um hljóðritun að ræða, enda ógerlegt að bregða upp öllum hinum fjölmörgu skriftletrum landanna. Gleðileg jól! Ba-ré din kee ba-dhaa-ee! Barka dà kirsìmatì! Bellas festas da nadal! Boas festas! Bon nadal! Bon nadau! Buon natale! Buone feste natalizie! Buriid juovllaid! Cestitamo bozic! Chestita koleda! Christmas id mubarak! Chúc mùng giáng sinh! Cristmas-e- shoma mobarak bashad! Cuzco quechua! E ku odun! Egu berri zerientsuak! Ekelere m gi maka keresimesi na ubochi izizi afo ozo! Felices pascuas! Feliz natal! Feliz navidad! Frohe Weihnachten! Ge- sëende kersfees! Gëzuar krishl- indjet! Gilotsavt krist’es shobas! Glædelig jul! God jul! Goede krystdagen! Góð jól! Häid jõule! Hristos se rodi! Hyvää joulua! Idah saidan wa sanah jadidah! Ll- milied it-tajjeb! Jõvi talshpivdi! Joyeux noël! Juullimi pilluaritsi! Kala christouyenna! Kellemes ka- rácsonyi ünnepeket! Khag molad same’akh! Khristos razhdaetsya! Khula sikuku enjuri! Kia tau iho ki runga ia koutou i tenei wa nga manaakitanga! Krist Yesu ko shuva janma utsav ko upalaxhma hardik! Kung his hsin nien bing chu shen tan! Kurisumasu ome- deto! Kuwa na Krismasi njema! Linksmu kalédu! Maligayang pasko! Merry christmas! Milad majid oua aa’m sa’id! Nadolig lla- wen! Nathar puthu varuda valt- hukkal! Naya saal mubarak ho! Noeliniz ve yeni yiliniz kutlu ols- un! Nollaig chridheil! Nollaig shona dhuit! Nootan varashnimit hardik shubhechha! Pozdravlyau s prazdnikom rozhdestva! Pret- tige kerstdagen! Prieci’gus ziemsve’tkus! Pudhu varusha va- azhthukkal! Puthuvalsara aas- hamsakal! Ráfalasj javlav! Re- hus-beal-ledeats! S rozhdestvom khristovym! Sal-e no mubarak! Sãrbãtori fericite! Sawadee pee mai! Selamat hari natal! Seva pi- roz sahibe u sersala te piroz be! Shenoraavor nor dari yev pari gaghand! Shine zhiliin mend khurg’e! Shuvo boro din! Shuvo naba barsha! Sooksun wan christ- mas! Srechan bozhich! Subha nath thalak vewa! Sukhamaya christmass! Sung tan chuk ha! Vaajtelibie jåvle! Vesele boz- hichne praznike! Vesele vianoce! Veseloho vam rizdva! Vrolijk kerstfeest! Wesolych swiat! Zorionak eta urte berri on! Gleðileg jól! Jesús fæddist ekki í heimabæ foreldra sinna, Nasaret, heldur á afskekktum stað í framandi bæ. Sigurður Ægisson lætur hugann reika til þeirra sem eru fjarri ættingjum og vinum um þessi jól. saeson@islandia.is                               !    "     # $        "   !    

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.