Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ KANADÍSKIR íshokkí-menn af íslenskum ætt-um þurftu að berjastfyrir tilverurétti sínum íWinnipeg í Kanada á árum áður, en þegar lið þeirra, Fálkarnir, varð Manitobameistari 1920 með fyrirliðann og miðherjann Frank Fredrickson í broddi fylk- ingar, hlutu þeir uppreisn æru. Skömmu síðar urðu þeir Kanada- meistarar áhugamanna og tryggðu sér þar með réttinn til að keppa á Ólympíuleikunum í Antwerpen í Belgíu, þar sem íshokkí var keppn- isgrein í fyrsta sinn á Ólympíuleik- um. Kanadíska þjóðin gekk út frá því sem vísu að liðið yrði Ólympíu- meistari og fögur lýsingarorð vant- aði ekki. Mennirnir sem höfðu hreinsað ísinn á gamla íshokkívell- inum í Winnipeg til að fá þar fría æfingu voru nánast í guðatölu. Lofsamleg ummæli Blaðið Mail & Empire sagði að Fálkarnir væru svo fljótir á skaut- um að undrum sætti og þeir færu á Ólympíuleikana „til þess að vinna sér og landi sínu meiri heiður og ný verðlaun. Þeir eru verðugir þess, að vera trúað fyrir að halda uppi heiðri Kanada við þá leiki.“ Star sagði að kalla mætti leikmennina hvað sem væri eða eins og sagði í þýðingu í Lögbergi, „hvirfilbylji Vesturlands- ins, fellibyl frá Manitoba, heita vindstrauma Vestursins, sem ætla að kæfa mann, eða hvað annað, sem yður dettur í hug, og sem táknar yf- irburða hraða, og þér hafið lýsingu af Fálkunum.“ Keppnin á Ólympíuleikunum í Antwerpen var jafnframt heims- meistarakeppni. Kanada vann Tékkóslóvakíu 15-0 í útsláttar- keppni, Bandaríkin 2-0 í undanúr- slitum og Svíþjóð 12-1 í úrslitaleik. Bandaríkin urðu í öðru sæti eftir sigur á Svíþjóð og Tékkóslóvakíu en Tékkóslóvakía vann Svíþjóð í keppni um bronsið. Auk þess voru Belgía, Frakkland og England með í keppninni eða allar helstu íshokkí- þjóðir heims að undanskildum Sov- étríkjunum og Þýskalandi. Þegar sigur Fálkanna í nafni Kanada var í höfn í Antwerpen sameinaðist kanadíska þjóðin um fyrstu Ólympíumeistarana í ís- hokkí. Í ritstjórnargrein The Winnipeg Tribune kom m.a. fram að frami Fálkanna væri aðdáunarverður. Liðið hefði þurft að beita kjafti og klóm til að fá inngöngu í úrvalsdeild í Manitoba en væri nú fræknasta lið áhugamanna í heiminum. Vestur-íslenska blaðið Heims- kringla sagði m.a. á forsíðu 23. apríl 1920 að fregnin um árangurinn á Ólympíuleikunum ætti að fylla hjörtu allra Íslendinga með gleði og stolti, „vegna þess að það eru drengirnir þeirra, sem fræknastir hafa reynst og þannig svarið sig í kyn forfeðranna á söguöldinni. En hin Canadiska þjóð í heild sinni má vera upp með sér af flokknum, sem hún sendi yfir hafið...Fálkar! Vér þökkum yður í nafni tveggja þjóða hina hraustu framgöngu og heims- frægðina.“ Í Lögbergi 29. apríl 1920 kom fram að menn hefðu verið sann- færðir um að „þessir Íslendingar hefðu til að bera hreysti, listfengi, hugrekki, staðfestu og óbilandi viljaþrek til þess að sigra í kapp- leiknum, landi sínu, þjóð sinni og sjálfum sér til sóma.“ Fréttin um sigurinn hefði farið eins og logi yfir akur frá hafi til hafs í Kanada og löggjafar þjóðarinnar í þingsal rík- isins í Ottawa hefðu gleymt rétt í svip hvar þeir væru þegar þingmað- ur frá Winnipeg hefði fært þeim fréttirnar. Þeir „spruttu á fætur, veifuðu klútum eða hverju helzt öðru, sem handhægt var, og hróp- uðu þrefalt húrra fyrir Fálkunum.“ Fálkarnir aftur hunsaðir Síðsumars tilkynnti Íshokkísam- band Kanada að merki Toronto Granites yrði á keppnistreyjum kanadíska landsliðsins í íshokkí á Vetrarólympíuleikunum í Salt Lake City 2002, til að minnast þess að lið- ið hefði fyrir hönd Kanada orðið Ól- ympíumeistari í íshokkíi 1924, fyrst allra liða. Eins og gefur að skilja féll þetta í grýttan jarðveg víða í Kanada, ekki síst hjá afkomendum Fálkanna og „íslenska“ samfélag- inu í Manitoba, sem fannst stórlega að Fálkunum vegið, og tilkynning síðar þess efnis að allra Ólympíu- meistara Kanada í íshokkíi yrði minnst með því að hafa merki hvers liðs á hjálmum leikmanna í ein- stökum leikjum í Salt Lake City og byrjað yrði á merki Fálkanna í fyrsta leik, var sem olía á eld. Fjár- öflunarnefndin The United Ice- landic Appeal eða Sameinað ís- lenskt átak, sem var stofnuð fyrir nokkrum árum til að safna þremur milljónum dollara til byggingar nýrrar menningarmiðstöðvar í Gimli, The Waterfront Centre, brást hratt við og fór af stað með söfnun til að halda minningu Fálk- anna á lofti. „Sögunni verður ekki breytt,“ segir Daniel Johnson, for- maður nefndarinnar, en farið verð- ur með sýningu með ýmsu sem tengist Fálkunum á Ólympíuleik- ana í Salt Lake City og hún svo sett upp í Menningarmiðstöðinni í Gimli til frambúðar. Reyndar er gert ráð fyrir að hún verði auðveld í flutn- ingi með farandsýningu fyrir aug- um. „Fálkarnir eru sérstakur hluti í sérhverju íslensku hjarta og Ól- ympíusigur þeirra var sigur fyrstu innflytjenda Íslands í baráttunni við hið óþekkta. Þetta er saga um mjög ákveðið fólk sem lagðist til at- lögu við það sem virtist óyfirstíg- anlegt og ýtti öllum hindrunum úr vegi. Þetta er rómantísk saga sem má ekki gleymast.“ Ron Lemieux, íþróttamálaráð- herra Manitoba, tekur í sama streng, en fyrir skömmu sæmdi hann dætur þriggja leikmanna Fálkanna Íþróttaheiðursnafnbót Manitoba, Sport Manitoba’s Order of Exellence, vegna framgöngu feðranna. Hann segir að á sínum tíma hafi liðið verið misrétti beitt vegna uppruna leikmannanna og ákvörðun Íshokkísambandsins varðandi Toronto Granites á leik- unum í Salt Lake City sé sem salt í sárin. Dr. John Fredrickson, sonur Franks, fyrirliða Fálkanna, segir augljóst að Íshokkísambandið hafi verið að reyna að endurrita söguna með því að segja að íshokkí hafi Ljósmynd/The Icelandic Canadian Ólympíu- og heimsmeistarar Fálkanna á Ólympíuleikunum í Antwerpen í Belgíu 1920. Frá vinstri: Guðmundur Sigurjónsson aðstoðarþjálfari, Herbert Axford, forseti félagsins, Wally Byron, Slim Halderson, Frank Fredrickson fyrirliði, Billy Hewitt, fulltrúi Íshokkísambands Kanada, Konnie Johannesson, Mike Goodman, Huck Woodman, Bobby Benson, Chris Fridfinnson og Bill Fridfinnson gjaldkeri. „Fálkarnir um alla framtíð“ Dr. Irvin Olafson, listamaðurinn Luther Pokrant og Daniel Johnson halda á uppkasti málverksins af Fálkunum, sem er nær fullbúið og sést í fullri stærð á forsíðu blaðsins. Morgunblaðið/Steinþór Marno I. Olafson, stjórnarmaður í átaksnefndinni, í bakgarðinum við Dominion Street, þar sem Frank Fredrickson æfði sig með félögum sínum á svelli, sem faðir hans útbjó. Charles Thorson teiknaði þetta póstkort af Fálkunum. Mjallhvít var ein af teikn- ingum hans fyrir Walt Disney, en þá hafði hann Kristínu Sölvadóttur, 20 ára þjónustustúlku í West Cafe á Sargent Avenue í Winnipeg, að fyrirmynd. Ljósmynd/Úr Íslenska bókasafninu við Manitoba-háskóla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.