Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 B 11 ferðalög Bílaleigubílar Sumarhús í Danmörku og Mið-Evrópu Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.845 vikan. Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Allt nema bensín og afgr.gjöld á flugvöllum.) Aðrir litlir og stórir bílar, smá-rútur og rútur. Sumarhús og íbúðir. Norðurlönd og Mið-Evrópa. Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Fjölbreyttar upplýsingar. Nýjustu verðlistarnir komnir. Hringið og fáið sendan. Fylkir Ágústsson, Fylkir — Bílaleiga ehf., sími 456 3745. fylkirag@snerpa.is www.fylkir.is Starfsmenntaráðs verður haldinn fimmtudaginn 7. febrúar 2002, kl. 12-13:30, á Kornhlöðuloftinu, Bankastræti 2, Reykjavík (bak við Lækjarbrekku). Stefnumótun Starfsmenntaráðs. Áherslur Starfsmenntaráðs við úthlutanir úr starfsmenntasjóði 2002. Dagskrá: Starfsmenntaráð starfar samkvæmt lögum nr. 19/1992 um starfsmenntun í atvinnulífinu. Það úthlutar styrkjum til starfsmenntunar og er stjórnvöldum til ráðuneytis um stefnumótun og aðgerðir á sviði starfsmenntunar. Opinn fundur „VIÐ höfum haft mikið að gera og hótelið er fullbókað næstu helgar. Hérna er líka nægur snjór, enda hafa fallið um 40-50 sentimetrar af snjó í janúar. Núna eru allar 132 brautir skíðasvæðisins og 26 lyftur opnar,“ segir Magnús Þórsson, sem rekur fjallahótelið Gray Ghost Inn í Vermont-ríki í Bandaríkj- unum. Magnús og Carina eiginkona hans keyptu fjallahótelið um mitt ár 2000. Þangað sækir skíðafólk að vetrarlagi, enda er Mount Snow skíðaparadís, að sögn Magnúsar. Á sumrin kemur fólk til gönguferða, nýtir auðar skíðabrautirnar í ferð- ir á fjallahjólum og spreytir sig á veiði í nálægum ám. „Rekstur hótelsins hefur gengið vel og nýtingin alltaf verið að aukast,“ segir Magnús. „Við erum vel í sveit sett. Skíðasvæðið blasir við út um gluggann og rúta, sem flytur skíðafólk að lyftunum, stoppar fyrir utan hjá okkur.“ Gestir á nærhaldinu? Magnús segir að nokkuð hafi verið um að Íslendingar sæki Gray Ghost Inn heim. Hann segist eitt sinn hafa reiknað það út, að um þriðjungi ódýrara væri fyrir Ís- lendinga að koma til þeirra í viku- skíðaferð en í sambærilega ferð til ítölsku Alpanna. „Við erum í 2½ tíma akstursfjarlægð frá Boston og um 4½ tíma fjarlægð frá New York. Eini gallinn er sá, að vélar Flugleiða lenda í þessum borgum að kvöldlagi, þegar fólk er búið að missa af rútunum hingað. Við höf- um til dæmis gripið til þess ráðs að vísa fólki á gistiþjónustu í Bost- on, sem rekin er af Íslendingum.“ Skíðafólk þarf ekki að hafa með sér neinn búnað til að skíða í Mo- unt Snow. „Fólk getur nánast komið á nærhaldinu, því hérna er hægt að leigja allan búnað, jafnt skíði sem snjóbretti og viðeigandi klæðnað. Þeir sem vilja ekki svigskíði eða snjóbretti geta leigt sér gönguskíði, snjóþrúgur, vél- sleða eða hestasleða, eftir því hversu hratt þeir vilja fara yfir. Og svo er að sjálfsögðu boðið upp á skíðakennslu. Ég get nú samt ekki lofað því að byrjendur nái að fara niður bröttustu brekkuna hérna. Á henni er 37 gráðu halli og hún er brattasta skíðabrekkan á austurströnd Bandaríkjanna.“ Silungar á sumrin Við Mount Snow eru tveir smábæir, Willington og West Dov- er, en þar er Gray Ghost Inn. Magnús segir að þótt bæirnir séu litlir sé þar ógrynni veitingastaða. Sjálfur sér hann um að elda morg- unverð fyrir þá sem gista hin 26 herbergi Gray Ghost Inn. „Við bjóðum upp á ríflegan morgunverð að amerískum hætti, pönnukökur, beikon, pylsur og fleira í þeim dúr. Það er mjög gefandi að finna hvað fólk kanna að meta þann persónu- lega blæ sem er á rekstrinum.“ Magnús er mikill áhugamaður um stangveiði og kennir sumar- gestum sínum handtökin við flugu- veiðina endurgjaldslaust. „Hérna eru þrjár tegundir, bandarískur ættingi bleikjunnar sem kallast brook trout, urriði og silungur. Ég hef aðallega fengist við að veiða brook trout, sem er í straumvatni. Fiskarnir eru smærri en heima, svona um 1-2 pund, en hérna er hægt að nota fínni flugu, því ekki er rokinu fyrir að fara. Ég hef all- ar græjur, þar á meðal mjúkar flugustangir til kennslu sem ég smíða sjálfur.“ Auk Magnúsar og Carinu telur fjölskyldan í Gray Ghost Inn tvær dætur, Nataliu, sem er þriggja ára, og Emmu, sem er fimm mán- aða. Emma kom í heiminn sama dag og gestir fóru út af öllum 26 herbergjunum og þau fylltust að nýju. „Til allrar hamingju var hún komin í heiminn um hálffjögur að nóttu, svo ég komst heim á hótel til að útbúa morgunverðinn fyrir alla gestina,“ segir Magnús Þórs- son hóteleigandi í Vermont. Fullt hús skíðafólks í Gray Ghost Inn Hótelið Gray Ghost Inn í Vermont. Hjónin Carina og Magnús, ásamt dætrunum Emmu og Nataliu. Gray Ghost Inn Route 100 North P.O. Box 938 West Dover, Vermont 05356 Sími (802) 464-2474 Fax (802) 464-5236 innkeeper@grayghostinn.com Hvernig liðu áramótin í New York? „Við bjuggum á hótelinu Millenium Broadway sem er á Times Square torginu og heyrðum m.a. í Billy Joel og Madonnu út um gluggann þegar nýtt ár var að nálgast og beðið var eftir að „speglakúlan“ væri látin falla hjá torginu. Það var einn- ig verið að skipta um borgarstjóra á miðnætti og mikil stemmning. Talað var um að nálægt 700.000 manns hefðu verið þarna á götum úti og það var því gífurleg öryggisgæsla, þúsundir lögreglumanna og hermanna.“ Fóruð þið í skoðunarferðir? „Já við kíktum til dæmis á Empire State bygginguna, frelsisstyttuna og virtum fyrir okkur rústirnar þar sem tvíburaturnarnir stóðu áður ásamt því að fara á vaxmyndasafn Madame Tussaud. Yngri syni mínum fannst þó mest til Chrysler byggingarinnar koma.“ Eymundur hefur heimsótt ýmsar stórborgir í Bandaríkjunum áður t.d. Washington, Boston, Or- lando, Minneapolis og San Francisco en New York segir hann að hafi ver- ið allt öðruvísi. Hvað kom þér á óvart? „Stærðin á borginni og sú gífurlega öryggisgæsla sem er allsstaðar. Til að komast í skoðunarferð út á flóann var t.d. gerð vopnaleit.“ Eruð þið farin að velta fyrir ykkur sumarfríi? „Við stefnum á Evrópu í sumar en hvert er enn óráðið. Venjan er að fara að minnsta kosti til London en þar býr bróðir minn og þaðan förum við eitthvað áfram. Það gerðum við t.d. sumarið 2000. Þá skipulögðum við frábært frí á Sardiníu með aðstoð ferðaskrifstofunnar Citalia. Hótelið sem við gistum þar á heitir Forte Village sem var einstaklega skemmti- legt og ég sá að í einhverju tímaritinu var það valið eitt af þeim tíu bestu í heimi. Á Sardiníu búa um tvær milljónir manna og við komumst ein- ungis yfir að skoða lítinn hluta eyjarinnar.“ Eftirminnilegasta frí sem þú hefur farið í? „Líklega stendur uppúr ferð til San Francisco. Borgin er ótrúlega sjarm- erandi og líklega hef ég aldrei gengið eins mikið á ævinni. Það voru margir staðir að skoða Hefurðu rekist á skemmtilegt veitingahús á þessum ferðalögum? „Á veitingastaðnum 1789 í Washington DC fékk ég besta mat sem ég hef fengið á veitingahúsi, sverðfisk. Þá var líka gaman að koma á veitinga- húsið Grotta Azurra í Vínarborg. Þeir sem heimsækja San Francisco verða að smella sér á Irish Coffee á „Buena Vista“ em er staðsettur í Fis- hermans Wharf hverfinu.“ Eyddi áramótun- um í New York Eymundur Sveinn Einarsson eyddi áramótunum í New York ásamt konunni sinni, Ásgerði Óskarsdóttur, og sonunum Búa og Einari sem eru 10 og 14 ára.  Nánari upplýsingar um veitingahús í Washington er hægt að nálgast á slóðinni: http://www.sallys-place.com/food/ dining_directory/north_america/washington.htm Veitinga- húsið 1789 1226 36th Street NW - Georgetown Washington, D.C. 20007 Sími: 00(202) 965-1789 Hótelið á Sardiníu heitir Forte Village Resort, (I-09010) Santa Margherita di Pula, Cagl- iari, Sardegna, Italy http://www.fortevillage.com Hvaðan ertu að koma?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.