Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 B 5 staðgreiðslu afsláttur af öllum innréttingum á tilboðsdögum25% Ti lb oð sd ag ar Fjölbreytt úrval baðinnréttinga, sérhannað fyrir baðherbergið þitt. Mikill fjölbreytileiki í hönnun og útliti. Innréttingar í þremur gæðaflokkum. Björninn B-Grand Lína, Björninn standard og Björninn DK Lína. Átta viðartegundir í boði og mikið úrval gegn- heilla skápahurða. Fataskápar í miklu úrvali, staðlaðar og sérhannaðar lausnir. Mikið úrval skápahurða, gegnheilar og spónlagðar. I n n r é t t i n g a r Borgartúni 28 • Sími 562 5000 • www.bjorninn.is frænka Chris Fridfinnsons og dótt- ir gjaldkerans Bill Fridfinnsons, segir í viðtali við David Square að hún hafi ekki fengið söguna stað- festa en trúi að hún sé sönn. „Chris frændi talaði oft um þetta,“ segir hún. „Þetta voru ungir fátækir menn og svona upphæð hefur örugglega komið sér vel.“ Gulldrengjunum var fagnað sem þjóðhöfðingjum við komuna til Montreal og Toronto. 22. maí var gefið frí hálfan daginn í Winnipeg svo heimamenn gætu hyllt hetjurn- ar þegar þær óku sigurhring í opn- um bílum í miðbænum. Það fór ekki fram hjá neinum hverjir áttu bæinn og nöfn þeirra voru á vörum allra bæjarbúa en besti maðurinn var fjarri góðu gamni. Frank Fredrik- son fór til Íslands eftir leikana vegna flugmála og kom ekki heim til sín fyrr en síðar. Hann missti því af sigurhringnum og heiður- sveislum, en hélt eins og samherj- arnir því sem var mikilvægast, fyrsta Ólympíumeistaratitlinum í íshokkí. Leikmennirnir létu frægðina ekki á sig fá. „Þetta voru venjulegir ungir menn sem þótti gaman að spila íshokkí og voru tilbúnir að leggja allt á sig fyrir þjóð sína, hvort sem það var í stríði eða á Ól- ympíuleikum,“ segir Shirley Thord- arson McCreedy, sem er áttræð og þekkti alla leikmennina, var skyld sumum þeirra og var nágranni þeirra. „Þeir litu ekki á sig sem hetjur heldur voru þeir jarðbundnir sigurvegarar.“ Beverly Doyle, dótt- ir Wally Byrons, tekur í sama streng. „Faðir minn var hreykinn af árangrinum en hann talaði ekki mikið um hann. Hann hafði dæmi- gert íslenskt lunderni – sjálfshól var drambi næst.“ Shirley Thordarson McCreedy segir að lífið í Winnipeg hafi verið erfitt í byrjun nýliðinnar aldar og fólk af íslenskum ættum hafi t.d. breytt nöfnum sínum til að skera sig ekki úr. Íshokkíleikmennirnir hafi þurft að glíma við ákveðið mót- læti en það hafi eflt þá og styrkt. „Með tilliti til umræðunnar nú er athyglisvert að Toronto Granites tapaði fyrir liði Toronto-háskóla sem síðan tapaði fyrir Fálkunum í keppni um Allan-bikarinn og þátt- tökurétt á Ólympíuleikunum.“ Endurreisn og niðurlag Eftir að Ólympíumeistaratitillinn var í höfn urðu miklar breytingar á Fálkunum. Frank Fredrickson, Bobby Benson og Slim Halderson fóru í atvinnumennsku og Mike Goodman einbeitti sér að skauta- hlaupi auk þess sem þjálfarinn Maxwell hafði öðrum hnöppum að hneppa. 1923 til 1924 sameinaðist félagið Winnipeg Tigers undir nafn- inu Falcon-Tigers, en erfiðlega gekk að halda úti liði. Falcon- íþróttafélagið fór aftur af stað 1928 og hokkífélagið var endurvakið með unglingaliðum 1932. 1935 kepptu Fálkarnir í síðasta sinn í efstu deild. „Íslensk“ unglingalið léku hins vegar undir merkjum Fálk- anna til 1942 án þess að félagið sem slíkt kæmi þar nærri. Minningunni haldið á lofti En þótt Fálkarnir hafi liðið undir lok lifir minningin um þá og fjáröfl- unarnefndin Sameinað íslenskt átak fór af stað með metnaðarfullt átak, „Fálkarnir um alla framtíð“, undir lok nýliðins árs, en um er að ræða fjársöfnun og söfnun muna í sýningu. Hafist var handa við að safna hinu og þessu, sem tengist Fálkunum; treyjum, skautum, ljós- myndum, verðlaunum, blaðagrein- um og svo framvegis. Luther Pokr- ant var ráðinn til að gera málverk af Fálkunum (um 3x1,7 m að stærð) og David Square til að skrifa grein- ar um Fálkana í Lögberg-Heims- kringlu. T-bolir og háskólabolir með mynd af Fálkunum voru settir í sölu. Ennfremur dagatal með mynd af meisturunum. Alþjóða ís- hokkímót fyrir lið skipuð leikmönn- um 17 ára og yngri sem haldið var í Manitoba um áramótin var tileink- að Fálkunum og Íþrótta- og Ólymp- íusamband Íslands gaf veglegan bikar til keppninnar. Takmarkið var að safna 15.000 dollurum fyrir Vetrarólympíuleik- ana. Um nýliðna helgi höfðu nefnd- inni borist um 10.000 dollarar og dr. Irvin Hjálmar Olafson, upphafs- maður nefndarinnar og einn helsti maðurinn á bak við átakið, segir að markmiðinu verði náð. Dan John- son bætir við að átakið haldi áfram um ókomna tíð því stöðugt verði að vekja athygli á Fálkunum, fram- gangi þeirra og mikilvægi. „Auk þess viljum við undirstrika að ekki er hægt að breyta sögunni,“ segir hann. Öllum Íslendingum boðið Málverkið eftir Luther Pokrant verður afhjúpað í „Íslandshúsinu“ í Tomax-byggingunni í Salt Lake City 21. febrúar n.k. að loknum blaðamannafundi, þar sem gerð verður grein fyrir sögu Fálkanna og sýningunni. „Við afhjúpunina verður móttaka til heiðurs íslensku keppendunum á Vetrarólympíuleik- unum og er öllum Íslendingum boð- ið,“ segir Eric Olafson, forstjóri Tomax, en íslenski hópurinn verður með aðstöðu í byggingunni. „Það er mikilvægt að halda merki Fálkanna á lofti og Vetrarólymp- íuleikarnir í Salt Lake City eru kjörinn vettvangur til að vekja at- hygli á þeim,“ segir Daniel Johnson um söfnunina og sýninguna um Fálkana. Í því sambandi bendir hann á að fyrstu Íslendingarnir, sem fóru til Norður-Ameríku, hafi sest að í Utah, búsetan og Ólympíu- leikarnir tengi Salt Lake og Winni- peg saman og í þriðja lagi sé ástæða til að minnast þess að 82 ár séu frá því Fálkarnir urðu Ólympíumeist- arar fyrstir liða. „Þetta er kærkom- ið tækifæri til að halda upp á, styðja og styrkja íslenska menningararf- leifð í Norður-Ameríku og á þess- um tímamótum gerum við það best með því að vekja athygli á átakinu „Fálkarnir um alla framtíð“.“ steg@mbl.is Morgunblaðið/Steinþór Shirley Thordarson McCreedy í Winnipeg hefur safnað saman ýmsu efni um Fálkana en faðir hennar var einn af stofnendum félagsins. Ljósmynd/The Icelandic Canadian Eaton í Winnipeg bauð til sérstakrar veislu til heiðurs Fálkunum 25. maí 1920 og voru réttirnir kenndir við leikmennina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.