Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 B 21 bíó JEAN Reno er einn örfárra evrópskra leikara sem njóta alþjóðlegrar frægðar; hann er ekki alveg orðinn stjarna en á beinni braut að því marki. Nú hafa Kanar endurgert hans stærsta smell í Frakklandi, gríndellumyndina Les Visiteurs, undir heitinu Just Visiting, og leikur Reno sem fyrr aðalhlutverkið ásamt Christian Clavier. Hún hefur ekki bein- línis slegið í gegn vestra en styrkir áreiðanlega stöðu leikarans í Holly- wood engu að síður. Juan Moreno heitir hann réttu nafni enda af spænskum ættum, fæddur í Casablanca í Marokkó fyrir 53 ár- um. Foreldrar hans höfðu flúið Spán undan einræðisstjórn Francos og settust að í Norður-Afríku. Reno minnist æskuáranna í Marokkó sem sælutíma, þar sem hann í fimm vina hópi naut lífsins á heitri ströndinni og í kvikmyndhúsum við að dást að amerískum leikurum á borð við John wayne, William Holden, Marlon Brando og James Stewart, og frönskum eins og Jean Gabin og Louis Jouvet. Þegar sex daga stríðið braust út hrökklaðist fjölskyldan til Frakklands og gerð- ist franskir ríkisborgarar. Tvítugur að aldri var Reno kallaður til her- þjónustu í Marseilles en þegar frétt- ist að hann hafði sótt leiklistarskóla í Casablanca var hann settur yfir lista- og skemmtideild hersins og tókst að sleppa við hermennskuna að mestu. Að lokinni árslangri her- þjónustu hélt Reno til Parísar og gerðist leiklistarnemi, fékk lítið að gera en kynntist fullt af konum, eins og hann segir sjálfur. Á 8. áratugn- um tókst honum þó að vinna til hnífs og skeiðar í leikhúsum og sjónvarpi og 1979 fékk hann hlutverk í mynd Costa Gavras Clair de femme sem vakti á honum nokkra athygli. Fleiri hlutverk fylgdu, m.a. alls kyns töff- arahlutverk, en það var ekki fyrr en 1981, þegar hann kynntist leikstjór- anum Luc Besson, að ferill hans tók fjörkipp. Hann fékk aðalhlutverkin í fyrstu myndum Bessons, L’avant dernier (1981) og Le dernier combat (1983), sem hann lék í fyrir 500 franka. Myndin sló rækilega í gegn og hreppti fjölda verðlauna. Reno kom hingað til lands og kynnti hana á Kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, rólegur maður að sjá en drjúgur í skemmtanalífinu. Næstu Besson-myndir, Subway (1985), þar sem Reno lék auka- hlutverk, og umfram allt Le grand bleu (1988), þar sem hann lék kafara og keppti við Jean-Marc Barr um ástir Roseanna Arquette, juku mjög hróður hans. Hann var orðinn stjarna í heimalandinu, ef ekki víðar, yfirgaf konu sína og tvö börn og lagðist í kvennafar og ferðalög. Um það tímaskeið lífsins hefur hann sagt að hóglífið og kvennamálin hafi sem næst gert út af við sig. En hann tók mark á því þegar viðvörunarbjöllur hringdu og 1991 hellti hann sér út í nýtt verkefni með vini sínum Besson. Það var La femme Nikita, þar sem hann lék leigumorðingja og hann þróaði það hlutverk enn frekar í næstu mynd þeirra, smellinum Léon (1994), sem vakti mikla athygli á honum í Hollywood, enda myndin gerð vestra og á ensku. Í Léon lék Reno mannlegan, viðkvæman leigu- morðingja sem gerist verndari 12 ára stúlku (Natalie Portman). Þrátt fyrir blóðugar ofbeldissenur er Léon í kjarnanum ástarsaga, en hún þótti svo hrottaleg að 23 mínútur voru klipptar burt fyrir bandarískan markað. Hollywood tók nú þessum stæði- lega Frakka tveim höndum. Hann lék í French Kiss (1995), á móti Tom Cruise í Mission: Impossible (1996) og reyndi fyrir sér í gamanleik í Roseanna’s Grave (1997) án mikils árangurs. Reno hentar óneitanlega best í hasarmyndir og hann var með því skásta í skrímslinu Godzilla (1998); hafnaði hlutverki í mun skárri mynd, The Matrix, til að geta þegið það hlutverk. Hann var tölu- vert heppnari þegar hann lék með Robert DeNiro í spennumyndinni Ron- in (1998) undir stjórn Johns Franken- heimer. Reno hélt jafnframt áfram að leika í heimalandinu Frakklandi og býr nú til skiptis í Los Angeles og París. Hann hafði átt vinsælustu mynd franskrar kvikmyndasögu, Les Vis- iteurs, árið 1993, gamanmynd um tímaflakk tveggja miðaldariddara til núsins. Þetta var óttaleg della og bauð upp á meiri hamagang en raunverulegan húmor, en vinsældir átti hún ómældar og framhalds- mynd, engu skárri, var óumflýjanleg (1998). Enn er reynt að kreista sítr- ónuna með Just Visiting, sem nú er frumsýnd hérlendis; þar lenda ridd- ararnir í Chicago. Við sáum Reno í fyrra í stemmningsríkri en götóttri franskri spennumynd Les riviéres poupres þar sem hann sýndi sínar bestu hliðar sem ábúðarmikil rann- sóknarlögga. Og senn hillir undir endurgerð Rollerball, þar sem Reno er í enn einu hasarhlutverkinu. Franski hasarhólkurinn Hann er með þeim vörpulegri, hár og þrekinn, og hefur gjarnan leikið hörkutól. Lifað, gjarnan órakað andlitið er ekki svipbrigðaríkt en í hálfluktum augum Jeans Reno vottar fyrir sorg og við- kvæmni, sem gerir persónusköpun hans flóknari en hún virðist í fljótu bragði. Árni Þórarinsson SVIPMYND segir um langt og farsælt samstarf þeirra Luc Besson: „Við erum eins og bræður; við skiljum hvor annan á augabragði og höfum sífellt samráð um starfslegar ákvarðanir. Ekki svo að skilja að við tökum alltaf mark hvor á öðrum; samband okkar er stundum erfitt.“ Jean Reno Borgarfræðasetur boðar til ráðstefnu Allir velkomnir. mánudaginn 4. febrúar 2002 kl. 13:15-16:30 í Hátíðarsal, aðalbyggingu Háskóla Íslands Ríki, borg og sveitarfélög Stjórnskipuleg tengsl og samskipti Pallborðsumræða frummælenda Fundarstjóri: Jón Sigurðsson, bankastjóri NIB, stjórnarformaður Borgarfræðaseturs Dagskrá: Setning: Páll Skúlason, háskólarektor 1. Ávarp forsætisráðherra, Davíðs Oddsonar. 2. Ávarp borgarstjóra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Frummælendur: 3. Stefán Ólafsson, forstöðumaður Borgarfræðaseturs: Inngangur: Breytt búseta og breytt alþjóðlegt umhverfi borga 4. Sigurður Líndal, prófessor: Ákvæði stjórnarskrárinnar um sjálfstæði sveitarfélaga 5. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor: Staðbundin stjórnmál á Íslandi – verkaskipting og virkni. 6. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands ísl. sveitarfélaga: Staða sveitarfélaganna og samskipti þeirra við ríkisvaldið. 7. Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundarfirði: Sambúð sveitarfélaga og ríkis: Sjónarhorn af landsbyggð. 8. Sigfús Jónsson, landafræðingur og ráðgjafi hjá Nýsi hf.: Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu - hvert stefnir? DILBERT mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.