Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sælkerar á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson Hanna Friðriksdóttir Áslaug Snorradóttir VÍN vikunnar eru fjögur að þessu sinni, tvö bandarísk hvítvín og rauðvín frá tveimur ríkj- um sem hafa verið að sækja mjög í sig veðrið á síðustu árum, Portúgal og Suður-Afríku. Hvít- vínin eru bæði í dýrari kantinum en þau rauðu í ódýrasta flokknum. Öll standa þau vel undir verði. Kaliforníuframleiðandinn Jerry Lohr hóf að rækta vínvið í Monterey-sýslu fyrir þremur áratugum síðan. Búskapurinn hefur undið verulega upp á sig á þeim tíma sem síðan er lið- in enda eru vín Lohrs allajafna verulega góð. Það er því fengur að því að sjá hvítvín frá hon- um í reynslusölu. J. Lohr Monterey Chardonnay 1998 (1.740 kr.) er hörkuvín. Feitur, þroskaður og djúpur ávöxtur er það fyrsta sem slær mann, undir niðri reykur og ristuð eik, sem þó bíður hófstillt í bakgrunninum. Þetta er mjög mikið vín, glæsilegt og djúpt. Karamella brýst fram í lok- in og situr lengi eftir í munninum. Hitt hvítvínið er frá stærsta framleiðanda Kaliforníuríkis, Columbia Crest úr Estate-línu þess framleiðanda, sem er með efstu gæða- flokkunum. Hér er á ferðinni allt öðru vísi vín en hið fyrra. Columbia Crest Estate Columbia Valley Chardonnay (1.790 kr.) er magnað hörkutól þar sem eikin er yfirþyrmandi öflug og áberandi án þess þó að vera yfirgengileg. Sviðinn viður, smjör og vanilla ryðjast upp úr glasinu í mögnuðum, feitum ilm. Vínið er þykkt og mikið í munni, kraftmikið og ágengt. Þetta vín er sælgæti eitt og sér en hentar vel með feitum fiski, svo sem reyktum eða gröfnum laxi. Portúgalar voru lengi utanvelta í evrópskum víniðnaði að púrtvínunum undanskildum. Það er óðum að breytast og stöðugt fleiri uppgötva hversu hressandi það er að bragða vín sem ekki eru framleidd í hinu staðlaða alþjóðlega Caber- net/Merlot/Syrah-móti sem tröllriðið hefur vín- heiminum síðastliðinn áratug. Fjársjóður Portúgala eru þrúgur, sem hvergi annars stað- ar eru ræktaðar. J.P. Tinto Vinho Regional do Sado (990 kr.) er ágætur fulltrúi Portúgala, sjarmerandi sveitaruddi sem heillar mann strax. Grófur kryddaður ávöxtur, hjólbarðar og olía eru með- al þess sem finna má í ilmi vínsins. Það er óal- þjóðlegt í alla staði, sem er helsti kostur þessa víns. Skemmtilegt, gott og ódýrt. Síðasta vínið er einnig ódýrt og meira al- þjóðlegt, hið suður-afríska Two Oceans Cape Cabernet Sauvignon-Merlot 2000 (890 kr.) Sveskjur og yddaður blýantur áberandi í nefi. Milt og pólerað í munni en samt er að finna smá odd í því, stamt í lokin. Brennt og gúmmílegt. Með betri kaupum miðað við verð. Steingrímur Sigurgeirsson Morgunblaðið/Þorkell Vín vikunnar sts@mbl.is ÍTÖLUM er mjög umhugað um matarmenn- ingu sína og leggja mikið á sig til að viðhalda hefðum og siðum tengdum mat. Oft eru mat- arvenjurnar fléttaðar saman við hina kaþólsku trú sem einnig setur sterkan svip á ítalskt sam- félag. Hver einasti dagur ársins er t.a.m. helg- aður ákveðnum dýrlingi, t.d. Sant́Anna, eða dagur Heilagrar Önnu og þá er einnig nafna- dagur allra sem bera það nafn og er þá öllum Önnum gefnar gjafir eða eitthvað reynt að gera þeim til dægrastyttingar. Eins hafa öll þorp og borgir sína verndardýrlinga og nær undan- tekningarlaust hefur verið settur saman ákveð- inn matseðill eða réttur til heiðurs viðkomandi dýrlingi. Tveir ítalskir sagnfræðingar, þær Mariang- ela Rinaldi og Mariangela Vicini hafa sinnt sameiginlegu áhugamáli sínu, matarsagnfræði með útgáfu þriggja frábærra bóka. Sú fyrsta heitir A Tavola con I santi (Til borðs með dýr- lingum), önnur bókin ber nafnið La storia è servita (Sagan borin fram) og sú nýjasta Buon appetito, Your holiness (Verði þér að góðu, Yð- ar heilagleiki) er sú fyrsta sem þýdd hefur verið á ensku. Í henni eru afhjúpaðir ýmsir af eldhús- leyndardómum páfanna allt frá Sankti Pétri (30–67) til Jóhannesar Páls II ríkjandi páfa. Réttir við allra hæfi Það er afar áhugavert að sjá að hráefnunum eru nánast frá upphafi ljáðar ákveðnar dyggðir allt eftir áhrifunum sem þau hafa á líkama og sál. Þau búa yfir misgöfugum eiginleikum og sitt hentar hverjum. Í dag er jú hugsað um að þetta og hitt fari saman og annað ekki, en sjaldnast er gengið svo langt að huga að hvaða matur henti ólíkum karakterum eða að fæðan fari eftir stéttaskiptingu eða starfsheiti. Hinn þýskættaði Giovanni Bockenheym, matreiðslu- meistari Marteins V (1417–1431) virðist hins vegar hafa lagt ríka áherslu á slíka skiptingu í uppskriftum sínum og því að aðlaga réttina mismunandi einstaklingum og aðstæðum. Á Þjóðarbókasafninu í París er varðveitt afar merkileg bók eftir hann sem hefur að geyma auk ýmissar lífsspeki 74 uppskriftir sem allar eru tileinkaðar ólíkum þjóðfélagshópum eða til- teknum hópi fólks. Kjúklingasúpa krydduð með dýrmætu kryddi eins og kanil og saffron er vit- anlega einungis ætluð konungum, barónum og prinsum. Sama er að segja um fasana drekkt í sykurlegi sem voru taldir álíka verðmæti og gullkorn. Fyrir hina eðalbornu var stráð gulli og silfri yfir svínabökuna og hinir þroskuðu bragðlaukar kóngafólksins kunnu einnig vel að meta ferska osta, furuhnetur, engifer og saff- ron. Vel olíuborin villibráð klædd í þykka kryddkápu ásamt engiferi taldi meistarinn hins vegar metta á afar fullnægjandi hátt maga mik- ilvægra verslunarmanna. Létta súpu, t.d stacc- iatella eða lauksúpa, kvað hann sniðna að melt- ingarvegi presta af lægri stéttum með þeim rökum að svo léttir réttir kæmu í veg fyrir að andinn sligaðist undan líkamlegri byrði. Rit- arar Hans heilagleika og konur þeirra urðu á hinn bóginn að láta sér nægja ferskar krydd- jurtir sem eldaðar voru í samfloti við sneiðar af osti. Fyrir aðra háttsetta sem erindi áttu til Rómar á Guðs vegum, útbjó Bockenheym hina ýmsu rétti af mikilli list og næmi með tilliti til erlendra bragðlauka þeirra. Hann eldaði því t.d. vel útvatnaðan saltfisk með saffron, lauk og kryddjurtum handa Norðurlandabúum á með- an Saxlendingar voru sólgnastir í svínakjöt með eggjabollum elduðum í kjúklingakrafti. Gaulverjar og Englendingar voru fullkomlega hamingjusamir ef þeir fengu góðan ost, egg og brauðsúpu (enda eru Bretar enn þann dag í dag þekktir fyrir flest annað en frábærar matar- hefðir). Eggjakaka fyrir smjörtungur, melludólga, skækjur og óþokka Það kemur á óvart að jafnframt því að mæla með uppskriftum fyrir eðalborna gesti og starfsfólk páfa í mismunandi virðingarstigum, er einnig að finna rétti í bók Giovannis ætlaða óþokkum, smjöðrurum og öðrum ómerkilegum karakterum. Meistarinn valdi hráefni í eftirfar- andi rétt sem eiga að halda í skefjum „óæski- legum“ óæðri tilfinningum og löngunum mann- skepnunnar. Það er þess virði að gæða sér á réttinum og athuga með opnum huga hvort kokkurinn sá hafði lög að mæla. Þetta er eggja- kaka samansett úr eggjum, appelsínum, nokk- urs konar möndlumjólk og án nokkurra krydda og var þar með talin mjög ólíkleg til að kynda undir fýsnir holdsins og vekja upp girnd. Eggjakökuna skal útbúa á eftirfarandi hátt: Þeytið eins mörg egg og safa úr eins mörgum appelsínum og verkast vill saman við dálítið af sykri. Hitið þar næst ólífuolíu og smjör á pönnu og hellið eggjablöndunni út á pönnuna og steik- ið. Einfaldur páfakostur Þær stöllur og nöfnur, höfundar hinnar merkilegu páfafæðubókar, segja í síðasta kafl- anum sem tileinkaður er ríkjandi páfa, Jóhann- esi Páli II, að þeim hafi orðið lítið ágengt varð- andi upplýsingasöfnun í tengslum við matarvenjur hans. Það er þó vitað að hann kýs að nærast á sem einfaldastan máta. Matseðill dagsins samanstendur yfirleitt af súpum, mjúk- um ostum, ljósu kjöti, gufusoðnu grænmeti og tei. Hið krefjandi og oft á tíðum áleitna bragð sem einkennir pólska matargerð hæfir ekki öldruðum páfanum. Matreiðslumenn hans, þrjár pólskar nunnur, leyfa sér þó af og til að skjóta inn einum og einum krassandi rétti svona til tilbreytingar. Þessi pólska súpa er hins vegar á meðal nokkurra pólskra rétta sem nöfnurnar tileinka Hans heilagleika. ÞYKK PÓLSK SÚPA Handa 6 Nokkrar msk. hvítt hveiti 1½ lítri vel síaður kjúklinga- eða kjötkraftur 1 bolli rjómi salt og pipar eftir þörfum 5–6 bitar af afhýddri agúrku sem látin er liggja í salti í 2 klst Leysið hveitið upp á pönnu sem ekki festist við í vænni skvettu af köldum kraftinum og rjómanum og gætið þess að ekki myndist kekk- ir. Bætið restinni af kraftinum saman við. Látið suðu koma upp og kryddið eftir þörfum og ber- ið fram í kínverskum súpubollum. Bætið ag- úrkubitum út í bollana og berið súpuna fram undir eins. Fyrir meltinguna Að lokinni máltíð, hvort sem hún er af léttara eða þyngra taginu, er alltaf við hæfi að fá sér heitt te eða annað sem bætir meltingu. Prófið eftirfarandi ráð áðurnefnds Giovannis, mat- reiðslumanns Marteins V. Búið til sósu úr eftirfarandi til að bæta melt- inguna: salvíu, salti, víni, saffron, rúgi og stein- selju. Hanna Friðriksdóttir Heilagur matur Eggjakaka skækjunnar. Morgunblaðið/Áslaug Snorradóttir Gúrkusúpa páfans. nonas@mi.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.