Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 20
Á valdi brenglaðra tilfinn- inga og fagurrar tónlistar Isabelle Huppert leikur Píanó- kennarann.  BRESKI leikstjórinn Stephen Daldry sem sló í gegn með frumraun sinni í kvikmyndagerð, Billy Elliot, hyggst fyrir árslok hefja tökur á The Corrections, sem er róstusöm fjölskyldusaga eftir metsölubók Jonathans Franzens. Leikskáldið og landi hans David Hare mun rita kvikmyndahandritið en þeir Daldrygerðu einnig handrit eftir pulitzer- verðlaunaðri skáldsögu Michaels Cunninghams, The Hours, sem verið hefur í tökum undanfarið. Stephen Daldry: Stórtækur í skáldsögunum. Daldry og Hare í samstarfi  NÚ stefnir í að tvær kvikmyndir um þann sér- vitra auðmann og kvikmyndaframleiðanda How- ard Hughes verði gerðar í Hollywood og eru leikstjórar og aðalleikarar ekki af verri endanum. Áður hafði verið tilkynnt um mynd Christophers Nolans (Memento) með Jim Carrey og nú hef- ur verið kunngjört að Martin Scorsese hafi ráð- ið sig til að leikstýra Leonardo DiCaprio í hlut- verki Hughes. Verið er að skrifa handrit fyrrnefndu myndarinnar en sú síðarnefnda notar tilbúið handrit eftir John Logan (Gladiator) og er því strax á undirbúningsstigi fyrir framleiðslu í haust. Þeir Scorsese og DiCaprio hafa nýlega starfað saman að Gangs Of New York, sem á að frumsýna í júlí. Fjölmargir leikarar hafa und- anfarin ár verið orðaðir við myndir um Howard Hughes, þ. á m. Johnny Depp, Nicolas Cage, Edward Norton og Warren Beatty. Howard Hughes í tvíriti? Leonardo DiCaprio: Hughes? Jim Carrey: Hughes?  HINN óskarsverðlaunaði Kevin Spacey hefur þurft að sætta sig við að síðustu myndir hans, K- PAX og The Shipping News, hafa hlotið moðvolgar viðtökur. Þær eru báðar stjörn- umprýddar Hollywoodmyndir en nú snýr Spacey aftur til for- tíðar sinnar í óháða kvikmynda- geiranum. Fyrirtæki hans, Trig- ger Street Productions, er meðal framleiðenda að frum- raun ungs leikstjóra og hand- ritshöfundar, Matthews Ryans Hoges. Tökur á myndinni, sem nefnist United States Of Le- land, hefjast á morgun og er Spaceyþar í aukahlutverki. Í aðalhlutverkum eru Martin Donovan, Sherilyn Fenn, Don Cheadle, Chris Klein og Ann Magnuson, auk hins unga Ryans Goslings, sem fer með aðalhlutverk 15 ára pilts sem myrðir einhverfan dreng og segist hafa gert það af sorg og meðaumkun með fórnarlambinu. Spacey aftur til fortíðar Kevin Spacey: Aukahlutverk í eigin framleiðslu. ALÞINGI samþykkti fyrir jól ný kvikmyndalög, sem m.a. fela í sér að ný stofnun, Kvikmyndamið- stöð Íslands, tekur við af Kvik- myndasjóði Íslands um næstu áramót og að sjö manna kvik- myndaráð, skipað af ráðherra, kemur í stað stjórnar sjóðsins, sem fulltrúar fagfélaga hafa átt sæti í, auk ráðherraskipaðs for- manns. Félag íslenskra kvik- myndagerðarmanna var mótfall- ið tveimur atriðum laganna, að sögn Björns Brynjúlfs Björns- sonar formanns þess. „Þessi mótmæli koma fram í ályktun stjórnar félagsins,“ segir Björn í samtali við Morgunblaðið. „Þar segir: „Í fyrsta lagi er vand- séð hvaða nauðsyn ber til að um- turna skipan stjórnar Kvik- myndasjóðs. Þar ríkir sátt og samvinna fulltrúa ríkisins, hags- munaaðila og fagfélaga kvik- myndagerðarmanna. Stjórn sjóðsins hefur unnið vel, undir forystu fulltrúa menntamála- ráðherra og það ríkir víðtæk sátt um störf hennar innan greinar- innar. Í öðru lagi gerir frumvarp- ið ráð fyrir að forstöðumaður annist úthlutanir úr sjóðnum auk þess að taka yfir störf stjórnar sjóðsins. Forstöðumaðurinn á þannig bæði að úthluta styrkjum og svara fyrir álitamál og þá gagnrýni sem óhjákvæmilegt er að fylgi slíkum úthlutunum. Framkvæmda- og dómsvald er þannig á einni hendi. Í dag velur stjórn Kvikmyndasjóðs úthlutun- arnefnd sem annast úthlutun úr sjóðnum. Þannig er stjórnin ekki með puttana í útdeilingu styrkja og getur því tekið á ýmsum þeim málum sem upp koma í kringum úthlutanir án þess að verða sökuð um hagsmunatengsl. Þá er því við að bæta að samkvæmt frum- varpinu skipar ráðherra for- stöðumanninn sem síðan annast úthlutanir úr sjóðnum. Þetta býður augljóslega upp á mögu- leika á beinum pólitískum af- skiptum af því hverjir geti fram- leitt kvikmyndir á Íslandi og hverjir ekki. Vegna þessara ágalla er Félag kvikmyndagerð- armanna mótfallið frumvarpi þessu og telur að það verði kvik- myndagerð á Íslandi ekki til framdráttar.“ Björn segir jafnframt að vegna þess að tengsl stofnunarinnar við fagaðila væru rofin með frum- varpinu hafi Félag kvikmynda- gerðarmanna, Framleiðenda- félagið SÍK, Samtök kvikmyndaleikstjóra og Banda- lag íslenskra listamanna sent menntamálanefnd Alþingis bréf þar sem sagði: „Í frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir beinum tengslum kvikmyndaráðs við Kvikmyndamiðstöð Íslands. Við óttumst að þetta geti skapað tor- tryggni sem geti skaðað það mik- ilvæga starf sem stofnuninni er ætlað að vinna. Þá teljum við að Kvikmyndamiðstöð Íslands verði mun betur í stakk búin til að vinna þau verkefni sem henni eru ætluð í góðum tengslum við kvikmyndagerðarmenn sem eru að vinna í þessum málaflokki, heima og erlendis.“ Í bréfinu leggja félögin til að inn í 2. grein frumvarpsins verði bætt setningunni: „Kvikmynda- ráð mótar stefnu Kvikmyndamið- stöðvar Íslands og hefur eftirlit með starfi stofnunarinnar.“ Björn segir: „Það er skemmst frá því að segja að menntamálanefnd tók ekki tillit til þessarar athuga- semdar. Hitt atriðið í athuga- semdum FK fékk hinsvegar betri undirtektir í nefndinni eftir að fulltrúar félagsins höfðu gengið á fund hennar til að ræða þessi mál. Niðurstaðan varð sú að nefndin samþykkti að leggja til orðalagsbreytingu „til að taka af allan vafa um að þótt ljóst sé að forstöðumaður Kvikmyndamið- stöðvar beri ábyrgð á úthlutunar- málum sé hann alls ekki einráður í þeim efnum“. Þessi breyting- artillaga nefndarinnar var sam- þykkt en endanlegt fyrirkomulag úthlutunar skal skilyrt í reglu- gerð. Víst er að reglugerðin mun miklu ráða um framkvæmd þess- ara nýju laga. Hinsvegar bólar ekkert á henni enn og ekki held- ur á skipan hins nýja kvikmynda- ráðs sem á að fjalla um reglu- gerðina. Núverandi menntamála- ráðherra hefur reynst íslenskri kvikmyndagerð vel en framtíðin mun leiða í ljós hvort fram- kvæmd þessara nýju laga verði til að eyðileggja þann góða orðs- tír.“ Ný kvikmyndalög umdeild meðal kvikmyndagerðarmanna Óttast einveldi forstöðumanns og pólitísk afskipti SVO vill til að kvikmyndagerð er hópvinna, en lýtur þó forystu eins manns, leikstjórans, sem stundum er einnig höfundur handritsins. Sem betur fer fyrir kvikmynda- gerðina og kvikmyndahúsagesti er sá maður sjaldnast Michael Winn- er. Þegar ákveðið er að gera kvik- mynd er ákaflega mikilvægt að hún sé ekki gerð af Michael Winn- er, heldur einhverjum sem er treystandi fyrir því að hópvinnan skili góðum árangri. Hérlendis hef- ur það um árabil verið í höndum úthlutunarnefndar Kvikmynda- sjóðs Íslands að velja og veðja á fólk og verkefni sem skilar góðum kvikmyndum. Stundum hefur það tekist, stundum ekki, en í seinni tíð oftar en ekki. Nefndarstarf af þessu tagi er einnig hópvinna, en ekki sam- kvæmt skilgreiningu Winners. Enginn einn segir úthlutunarnefnd fyrir verkum; hún þarf að berjast áfram að sameiginlegri niðurstöðu og gerir það samkvæmt minni reynslu af heiðarleika og eins mik- illi réttsýni og unnt er. En starf hverrar nefndar er, eðli málsins samkvæmt, mótað af smekk og við- horfum einstaklinganna sem hana skipa. Niðurstaðan er því einhvers konar sambræðsla af mati þeirra. Og stundum málamiðlun. Skiptar skoðanir hafa lengi verið innan íslenskrar kvikmyndagerðar um þetta úthlutunarfyrirkomulag. Því hefur m.a. verið haldið fram að nefnd, sem kemur saman einu sinni á ári til vals á verkefnum, sé of fjarlæg og ósveigjanleg; hún sé ekki í nægilegum tengslum við það sem er á seyði í bransanum og samskipti milli nefndar og bransa séu ekki nægilega gagnvirk; upp- lýsingaflæði til umsækjenda sé of lítið, ekki síst til þeirra sem ekki hljóta náð fyrir augum nefndarinn- ar með sín verkefni. Tillögur hafa komið fram um að taka beri upp með einhverjum hætti svokallað „konsúlentakerfi“, sem kvikmyndastofnanir á hinum Norðurlöndunum hafa notað. Þar bera sérhæfðir starfsmenn stofn- ananna ábyrgð á úthlutunum og vinna með þeim óheppnu, ekki síð- ur en þeim heppnu, að þróun, vinnslu og jafnvel markaðssetn- ingu verkefnanna. Kvikmyndasjóð- ur Íslands hefur á allra síðustu ár- um þokað sig nær slíku fyrirkomulagi. Stuttmynda- og heimildamyndadeild sjóðsins, sem hóf störf fyrir rúmu ári, hefur t.d. lotið slíkri stjórn og hafa ekki heyrst háværar óánægjuraddir með hana til þessa. Í þeirri úthlut- unarnefnd um framleiðslu og þró- un bíómynda, sem skilaði af sér niðurstöðum fyrir nokkrum vikum, sat í fyrsta skipti, ásamt tveimur öðrum, framkvæmdastjóri sjóðsins. Sú skipan hefur þann kost að tengja starf nefndarinnar árið um kring betur við íslenska kvik- myndagerð. Hún hefur þann galla að gera starf og stöðu fram- kvæmdastjórans, sama hver hann er, viðkvæmari fyrir gagnrýni og þrýstingi hagsmunaafla. Hann hef- ur lengst af átt að þjóna nefndinni sem óhlutdrægur ráðgjafi en kem- ur nú beint að úthlutun hennar sem persóna. Og eðli málsins sam- kvæmt, hlýtur staða hans, sem yf- irmanns sjóðsins, innan nefndar- innar að vera önnur, jafnvel sterkari, en hinna nefndarmann- anna. Upp á slíkar vangaveltur býður a.m.k. þetta fyrirkomulag en svo kann að fara að það sé í raun milli- lending. Um næstu áramót er ráð- gert að ný kvikmyndalög taki gildi og Kvikmyndasjóður Íslands breytist í Kvikmyndamiðstöð Ís- lands. Þetta hefur í för með sér ýmsar skipulags- og stjórnunar- breytingar, sem ekki verður farið nánar út í hér og nú, að öðru leyti en því að samkvæmt þeim gæti forstöðumaður miðstöðvarinnar svokölluðu tekið við því úthlutunar- starfi, sem nefndin hefur hingað til gegnt (sjá einnig frétt hér á síð- unum). Hann getur ráðið sér ráð- gjafa (konsúlenta) en valdið og ábyrgð- in yrði eins manns. Spurt er: Er slíkt menntað einveldi æskilegt fyrirkomu- lag í þrengslum og nánum tengslum ís- lenska kunningja- samfélagsins þótt það virki í fjölmenn- ari löndum? Er ekki viðbúið að ófriður aukist kringum út- hlutanir þegar þær markast af smekk, áhugasviði og þekk- ingu eins manns, sama hversu hæfur og vel gerður hann er? Íslenskar kvik- myndir þurfa á öðru að halda. Og slíkur yfir- maður þarf á öðru að halda. Verklýsing hans jafngilti veiði- leyfi á hann. Í aug- lýsingunni þyrfti að krefja umsækjendur um hugrekki sem nálgast fífldirfsku, ef ekki sjálfseyðingar- hvöt. Ég varpa því fram til umhugsunar hvort lýðræðið henti ekki betur okkar kvikmyndasamfélagi en menntað einveldi, hvort hópvinnan sé ekki farsælli þrátt fyrir allt. Framundan er ákaflega mikilvæg vinnsla reglu- gerðar við fyrrnefnd lög, sem Al- þingi hefur samþykkt. Ég held að nauðsynlegt sé að reglugerðin kveði skýrt á um úthlutunarfyr- irkomulagið á þann hátt, að tveir konsúlentar vinni úr umsóknum en lokaniðurstaðan verði síðan mótuð af þeim tveimur og forstöðumanni. Þannig yrði tryggt að úthlutunin lyti faglegum lögmálum og á breið- um grunni. Nýliðin úthlutun Kvikmynda- sjóðs er sjálfsagt umdeild eins og venjulega. En hún er þó ákveðin út frá sjónarmiðum þriggja, ekki geð- þótta eins. Skytturnar voru þrjár. Michael Winner var ekki meðal umsækjenda, svo vitað sé. Allir fyrir einn – eða einn fyrir alla? „Hópvinna er þegar fjöldi fólks gerir það sem ég segi.“ Þetta er haft eftir einum versta kvikmyndaleikstjóra sögunnar, Michael Winner. Winner hef- ur á ferli, sem vonandi er lokið, fengið fjölda tækifæra til að sýna að hann stendur ekki undir nafni; hann er „lúser“. Og jafnmörg tækifæri hefur hann fengið til að afsanna gildi hópvinnu, samkvæmt eigin skilgreiningu. Alþingi hefur samþykkt ný kvikmyndalög: Verður breytt úthlutunarfyrirkomulag til góðs? SJÓNARHORN Árni Þórarinsson Morgunblaðið/Sverrir  FRANSK-kanadíski leikstjórinn Francois Girard, sem þekktastur er fyrir The Red Violin og Thirty Two Short Films about Glenn Gould, hefur tekið að sér að leikstýra kvikmyndinni The Singing Detective eftir handriti Dennis Potter. Margir muna sjálfsagt eftir sjónvarpssyrpunni með þessu nafni sem BBC gerði árið 1986 og vakti mikla hrifn- ingu. Þar fór Michael Gambon með hlutverk kar- lægs rithöfundar sem fer að endurvinna eina skáld- sagna sinna, The Singing Detective, með sjálfan sig í titilhlutverkinu og hverfur við það inn í hug- arheim sinn þar sem árið er 1945 og glæponar og njósnarar og tónlist 5. áratugarins ráða ríkjum. Söngelski spæjarinn á tjaldið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.