Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ bílar NÝ gerð Toyota Corolla kom á markað í byrjun árs. Bíllinn markar tímamót í sögu Corolla því þetta er níunda kynslóð bílsins og auk þess er hann gjörbreyttur og meira mið- aður við þarfir Evrópubúa en áður. Sagt hefur verið frá hlaðbaks- og langbaksgerð bílsins á þessum vett- vangi en á dögunum var prófuð T- Sport útfærsla bílsins. T-Sport er aflmeiri útfærsla af bílum Toyota og hefur þegar komið á markað Yaris T-Sport. T-Sport er með meiri bún- aði en hefðbundnar gerðir bílsins, má þar m.a. nefna spólvörn, álfelgur og fleira. Blaðinu snúið við Það er ekki annað hægt en að dást að nýjum Corolla. Eldri gerðir bíls- ins hafa selst eins og heitar lummur í gegnum tíðina en samt ekki haft orð á sér að vera með fallegustu eða mest spennandi akstursbílum. Cor- olla hefur hins vegar alltaf komið vel út í gæðakönnunum og þótt áreið- anlegur og bilanafrír. Nú hefur Toyota snúið algerlega við blaðinu. Bíllinn er hannaður í Frakklandi fyrir Evrópubúa. Fyrir utan miklar útlitsbreytingar er bíllinn jafnframt orðinn mun rúmbetri og hæfir þar með betur hávaxnari Evrópubúum. Það fer vel um bílstjórann og hann hefur nóg rými til að athafna sig. Gírstöngin er fremur lítil og þægi- lega staðsett. Laglegra yfirbragð er yfir mælaborðinu og greinilega orðin mikil framför í efnisvali. Ökumaður hefur sömuleiðis gott útsýni þrátt fyrir að fremsti gluggapósturinn sé þykkur og breiður. Hægt er að stilla hæð sætisins en ókostur er hins veg- ar að ekki er aðdráttur í stýrinu. Breiðari og hærri Nýi bíllinn er svipaður á lengd og fyrri gerð en hann er mun breiðari og hærri sem finnst strax þegar sest er inn í bílinn. Nóg pláss er í aft- ursætum fyrir þrjá, jafnt fóta- og höfuðrými. Á hinn bóginn er farang- ursrýmið ekki stórt en auðvelt er að stækka það með því að fella niður sæti. Corolla T-Sport er fimm dyra hlaðbakur og hefur allt til að bera til að vera hinn hentugasti fjölskyldu- bíll en hann hefur upp á miklu meira að bjóða. T-Sport merkingin felur í sér að út úr 1,8 lítra vélinni er búið að ná heilum 192 hestöflum. Þetta er sama vél og menn þekkja úr Celica. Þetta er svokölluð VVTL-i vél sem felur í sér ventlastýrikerfi sem breytir opnunartíma ventlanna og ákvarðar jafnframt hversu mikið þeir opnast. Kostirnir eru mikil af- köst en lágmarkseyðsla. Í blönduð- um akstri er eyðslan t.a.m. ekki nema 8,3 lítrar, sem er vel sloppið miðað við afköst vélar. Stöðugur á miklum hraða Þetta er aflmesta vél sem fram- leidd hefur verið í Corolla og við hana er tengdur sex gíra handskipt- ur gírkassi. Bíllinn er lágt gíraður og því afar sportlegur í akstri. Upptak- ið er sagt 8,4 sekúndur, sem kannski veldur sumum vonbrigðum, en með því að aftengja spólvörnina er bíllinn talsvert frískari en uppgefnar hröð- unartölur segja til um. Engu að síð- ur er millihröðunin eftirtektarverð- ari og bíllinn er stöðugur og rásviss á miklum hraða. Staðalbúnaður er 16 tommu álfelgur og 195/55 hjól- barðar og hafði bíllinn tilhneigingu að leita í hjólför á götum borgarinn- ar. T-Sport er dæmigerður GTI-bíll, þ.e. aflmeiri og sportlegri útgáfa af venjulegum götubíl, en ekki hrein- ræktaður sportbíll. Bíllinn kostar 2.490.000 kr. og virðist fyllilega sam- keppnisfær í verði miðað við búnað. Staðalbúnaður er m.a. álfelgur, ABS+EBD, fjórir loftpúðar, spól- vörn, geislaspilari og sex gíra hand- skiptur gírkassi. Helstu keppinaut- arnir eru e.t.v. VW Golf 1,8 GTI, sem kostar 2.450.000 kr. eða enn aflmeiri, 218 hestafla, fjórhjóladrifinn Subaru Impreza WRX, sem kostar 3.080.000 kr. Morgunblaðið/Þorkell T-Sport er hinn dæmigerði GTI-bíll. Corolla T-Sport – aflmikill og sparneytinn REYNSLUAKSTUR Corolla T-Sport Allur frágangur er vandaður og efnisval gott. Laglegur afturendi og stórt púströr gera bílinn sportlegan. Staðalbúnaður er 16 tommu álfelgur. Vélin er með VVTL-i búnaði og skilar að hámarki 192 hestöflum. gugu@mbl.is Vél: 1.796 rsm., fjórir strokkar, 16 ventla VVTL-i. Afl: 192 hestöfl við 7.800 sn./mín. Tog: 180 Nm við 6.800 sn./mín. Fjöðrun: McPherson að framan, snúningsfjöðrun að aftan. Lengd: 4.180 mm. Breidd: 1.710 mm. Hæð: 1.475 mm. Eigin þyngd: 1.255 kg. Farangursrými: 289 lítrar. Hemlar: Diskar að framan (kældir) og aftan, ABS- EBD. Hjólbarðar: 195/55 VR, 16" álfelgur. Hröðun: 8,4 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km. Hámarkshraði: 225 km/ klst. Eyðsla: 8,3 l í blönduðum akstri. Verð: 2.490.000 kr. Umboð: P. Samúelsson hf. Toyota Corolla T-Sport

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.