Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þegar gleðin tekur völd er ýmislegt gert með óhefðbundnum hætti; nenni menn ekki að labba Laugaveginn, svo dæmi sé tekið, er líklega auðvelt að fá far þótt bílar séu þéttsetnir. Þessi aðferð er þó varla til fyrirmyn Dætur Reykjavíkur eiga það til að verða býsna fjörugar þegar farið er út á lífið. Tískusýningin á Sk Herra og fröken Reykjavík! Táp og fjör í skjóli nætur Næturlíf Reykjavíkurborgar ku rómað víða um hinn vestræna heim. Ljósmynd- arinn Sigurður Jökull Ólafsson kynnti sér miðborgina vandlega að næturþeli. næturlagi um helgar. Handritið er stundum hroð- virknislega unnið, úrvinnslan óvönduð og aðalleikararnir jafnvel ekki vandanum vaxnir. Leikstjórn losaraleg. Því má hins vegar aldrei gleyma að hver er sinnar gæfu smiður og vitaskuld er misjafn sauður í mörgu fé. Vínmenning, sem sumir hafa leyft sér að kalla svo, hefur breyst mikið hérlendis hin síðari ár, og það mjög til góðs að flestra mati. Þorri ungs fólks er sjálfu sér og þjóð sinni til sóma; það vill skiljanlega „lifa lífinu“, aldur- inn þykir færast hratt yfir og naumur tími talinn til stefnu. Þessi staðreynd er hins veg- ar engin nýlunda. „Vort sumar stendur aðeins fáa daga,“ segir Tómas Guð- mundsson í kvæðinu Austur- stræti. „...því menn eru bara ungir einu sinni, og ýmsir harla stutt í þokkabót,“ segir þar líka. Sigurður Jökull myndaði næturlífið í Reykjavík fyrir breska dagblaðið Independent og myndirnar munu birtast víð- ar erlendis á́ næstunni. ÚTLENDINGAR erusagðir spenntir fyrirnæturlífi höfuðborg-ar Íslands vegna þess að hér er fólk svo frjálst og fallegt og „kúl“ og smart og skemmtilegt að leitun mun að sambærilegum stað. Sinn er siður í landi hverju. Íslendingar hafa lengi haft það orð á sér að sletta ærlega úr klaufunum vilji þeir skemmta sér á annað borð. Segja má að mikill sannleik- ur felist í orðum Kristjáns skálds frá Djúpalæk í gamalli ferskeytlu; að lífið sé kvik- mynd leikin af stjörnum, en hún sé ekki ætluð börnum. Þegar hugað er að þeirri einu kvikmynd sem enginn kemst hjá að koma fram í, eig- in lífshlaupi, kemur þessi vísa gjarnan upp í hugann því það er blákaldur veruleiki að boð- skapur hennar er oft hvorki börnum boðlegur né viðkvæm- um fullorðnum sálum. Hið sama má segja um boð- skap þeirrar raunsönnu fram- haldsmyndar sem er á dag- skrá í miðborg Reykjavíkur að„Ó, Reykjavík, ó, Reykjavík…“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.