Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ferðalög ÞESSA dagana eru ferðaskrifstof- ur að leggja lokahönd á gerð sum- arbæklinga. Þrátt fyrir fækkun ferðaskrifstofa virðist framboð ferða nokkuð fjölbreytt og þeir forsvarsmenn ferðaskrifstofa sem rætt var við segja að í sumum til- fellum lækki verð frá í fyrra. Þeir sem kjósa að liggja í sólinni í sum- ar ættu án efa að geta fundið eitt- hvað við hæfi en einnig er nokkur áhersla lögð á sumarhúsahverfi í Mið-Evrópu og Danmörku. Þá geta þeir sem kjósa skipulagðar ferðir til framandi landa einnig kæst því boðið er upp á ýmsar slíkar ferðir. Fjölskylduvæn sumarhúsahverfi Ferðaskrifstofan Terra Nova hefur nú sameinast ferðaskrifstof- unni Sól og efnt til samstarfs við Bændaferðir og Norrænu ferða- skrifstofuna. Þar er því hægt að nálgast allar upplýsingar um bændaferðir í sumar og ferðir sem farnar eru með ferjunni Norrænu. Frá og með síðla í mars og fram í október verður Terra Nova-Sól með ferðir til Portúgal þar sem Anton Antonsson, framkvæmda- stjóri Terra Nova-Sól, segir að í boði verði gisting á glæsihótelinu Paradiso de Albufeira sem Sól kynnti til sögunnar í fyrra. Í fyrra flaug flugfélagið Corsair tvisvar í viku til landsins frá París en nú er búið að bæta við þriðja flugi á viku. Anton segir að flogið verði þrisvar í viku til München og Düsseldorf með þýska flugfélaginu LTU og einu sinni í viku verður flogið til Þýsklands frá Egilsstöð- um. Að lokum býður Terra Nova- Sól vikulegt flug til Barcelona frá og með 28. maí næstkomandi. Auk þess sem útveguð er hótelgisting í Barcelona býðst farþegum að leigja íbúðir í Salou á Costa Dor- ada-ströndinni. Kýpurferðir verða áfram í boði vikulega en flogið er frá Amsterdam. Anton segir að í sumar verði lögð sérstök áhersla á að bjóða sumarhús fyrir fjölskylduna víða um Evrópu og hann segir að m.a. hafi ferðaskrifstofan nú hafið leigu sumarhúsa í Hejderbos og Kemp- ervennen í Hollandi sem Sam- vinnuferðir hafi verið með á sínum snærum áður. Þá verður eflt sam- starfið við TUI sem er stærsta ferðaskrifstofa í heimi. Á hennar vegum er t.d. hægt að leigja sum- arhús í svokölluðum afþreyingar- þorpum víða um Evrópu eins og í Þýskalandi, Austurríki og við Gardavatnið á Ítalíu. Anton bendir á að ferðaskrifstofan búi yfir góð- um samböndum í Frakklandi og í boði verði leiga íbúða og sumar- húsa, farnar verða sérferðir þang- að og boðið upp á golf. Auk þess verður sérstakt tilboð á flugi, bíl og hótelgistingu. Þá fylgir með kort yfir viku akstursleið og bent á markverða staði til að skoða. Austurlandaferðir aldrei vin- sælli hjá Heimsklúbbi Ingólfs Hjá Heimsklúbbi Ingólfs verður lögð áhersla á ferðir til Austur- landa og Suður-Afríku á komandi mánuðum. Ingólfur Guðbrandsson, eigandi skrifstofunnar, segist aldr- ei nokkurn tímann hafa orðið var við jafn mikinn áhuga á Austur- landaferðum og nú. Sem dæmi megi nefna að selst hafi upp í þrjár ferðir til Austurlanda – Taí- lands, Singapore, Malasíu og Bali – sem farið er í núna í janúar og febrúar, á skömmum tíma. Framhald verður á ferðum til Taílands í marsmánuði og um páskana þar sem tvær ólíkar ferðaáætlanir eru í boði með hæfi- legri blöndu af menningu og afs- löppun á fögrum ströndum. „Það er fólk á öllum aldri sem hefur áhuga á að ferðast um Aust- urlönd og ferðirnar hjá mér spanna allt frá frá 25 ára ung- mennum til sextugra borgara. Og ég skal segja þér að það er aldrei minnst á kynslóðabil í þessum ferðum,“ segir Ingólfur. Um páskana býður Heimsklúbburinn einnig upp á tvær ólíkar ferðir til Suður-Afríku. Annars vegar er í boði tíu daga safaríferð með dvöl í strandborginni Durban og segir Ingólfur hana vinsæla meðal fjöl- skyldna þar sem börnin hafa gam- an af því að skoða villtu dýrin. „Hins vegar er um að ræða ferð um hina margfrægu blómaleið þar sem gefur að líta ómótstæðilegan gróður og sum af mestu undrum heimsins, eins og Cango dropa- steinshellana.“ Ferðinni lýkur í Höfðaborg og er borgin jafnt sem umhverfi hennar skoðað. Í maí hefjast útskriftarferðir há- skólanema sem ætla til Malasíu, Kína og Taílands og um mánaða- mótin júní/júlí er fyrirhuguð Ítal- íuferð með nýju sniði. „Ferðin er sérstaklega tileinkuð kirkjulist,“ segir Ingólfur sem hefur í nógu að snúast, enda er hann sjálfur far- arstjóri í nokkrum ferðanna. Bjóða Benidorm í fyrsta sinn Hjá Úrval-Útsýn er lögð áhersla á sólarlandaferðir í vor og sumar eins og undanfarin ár. Páll Þór Ár- mann sölu og markaðsstjóri segir að í vor taki Úrval-Útsýn inn nýj- an áfanga stað í sólina, Benidorm. „Við bjóðum til dæmis hótelið La Colina á Albir sem Samvinnu- ferðir- Landsýn voru áður með og verðum einnig með Les Dunes Suites sem Ferðaskrifstofa Reykjavíkur var með.“ Páll Þór segir að ferðir til Marmaris í Tyrklandi verði boðnar í apríl og maí og síðan aftur í haust. „Við ætlum að halda áfram að bjóða ferðir til Tyrklands í apríl og maí og síðan aftur í september og október. Okkar farþegum líkaði vel á Marmaris í fyrra og því telj- um við að ástæða sé til að bjóða þennan valmöguleika á ný. Mallorca-ferðirnar okkar verða með hefðbundnum hætti en við bæt um við nýju hóteli í Palma Nova sem Samvinnuferðir voru áð- ur með, Po nent Mar. Portúgal þekkja allir og verður það með hefðbundnum hætti svo og ferðir okkar til Krítar.“ Páll Þór segir að aukin áhersla verði lögð á að bjóða viðskiptavinum að leigja hús á sumarhúsasvæðum bæði í Hollandi og Danmörku. Í tengslum við það verður boðið upp á flug og bíl eða flug og sumarhús. Í Danmörku eru það Lalandia sumarhúsasvæðið og í Hollandi Kempervennen sem Samvinnu- ferðir voru áður með. Að lokum nefnir hann að ýmsar sérferðir verði á boðstólum í sumar, sérferð- ir um Evrópu og Ítalíu og ferð um Norður-Spán og spennandi ferð um Rússland þar sem Moskva og Pétursborg verða m.a. heimsóttar. Með haustinu verði farið á fjar- lægari slóðir, til Kína, Perú og Taílands svo dæmi séu tekin. Þrátt fyrir að Samvinnuferðir séu ekki lengur á markaðnum seg- ir Páll Þór að hjá Úrvali-Útsýn sé frekar dregið úr ferðum í sumar samanborið við fyrra. „Það var of- framboð af ferðum í fyrra og í ár förum við varlega í loftið. Við leggjum áherslu á stóra og góða gististaði og í sumum tilfellum verður jafnvel um verðlækkun að ræða.“ Beint flug til Veróna og Rímini Heimsferðir eru að kynna Ítal- íuferðir nú um helgina og Andri Már Ingólfsson, forstjóri Heims- ferða, segir að boðið verði vikulega í sumar upp á beint flug til Verona á frá 22.000 krónum. Flogið verður til Veróna með Azzurra-flugfélag- inu alla fimmtudaga frá 23. maí til 1. október. Í flugið verða notaðar nýjar Boeing 737-700-vélar og ætíð verður íslenskur áhafnar meðlimur um borð. „Þetta er í fyrsta skipti sem boðið er upp á beint flug frá Ís- landi til Veróna en borgin sem er heimsfræg fyrir hringleikahúsið sitt hefur mikinn sjarma. Við mun- um bjóða hótelgistingu í Veróna. Andri segir að auk flugsins til Veróna verði boðið upp á vikulegar ferðir til Rímini á Ítalíu. Á Rímini er boðið upp á hótel sem Sam- vinnuferðir voru áður með eins og á Astoria, Auriga og Riveru. Þar verður boðið upp á íslenska far- arstjórn svo og í Veróna. Andri segir jákvætt að tekist hafi að lækka fargjöldin til Rimini og nú verði í boði ferðir þang að með fimm nátta gistingu frá á um 39.900 krónur. Með því að bjóða beint flug til Veróna segir Andri að verið sé að fljúga með farþega í hjarta Ítalíu og leiðir liggi í allar átt ir. Hann bendir á að góðir samningar hafi tekist við bílaleig- una Hertz og fólki standi til boða að panta hjá Heimsferðum gist- ingu í borgum eins og Feneyjum, Flórens, Róm og Písa og t.d. við Gardavatnið. Heimsferðir munu einnig vera með vikulegt flug til Spánar í sum- ar, til Costa del Sol og til Barce- lona, Benidorm og nú einnig til Mallorca. Flogið verður einnig með Azzurra-flugfélaginu til Rím- ini á Ítalíu og til Mallorca og Barcelona og Costa del Sol en með spánska flugfélaginu Iberworld til Benidorm. Þangað verður flogið með nýrri Airbus 320-vél. Rómantískar borgarferðir „Það má segja að áherslur okkar liggi frekar austarlega í Evrópu þetta árið,“ segir Áslaug Einars- dóttir hjá upplýsingadeild Flug- leiða. Þá er einnig mikil áhersla lögð á rómantískar borgarferðir. „Um páskana bryddum við upp á þeirri nýjung að bjóða upp á sér- ferð hinn 29. mars til St. Péturs- borgar og verður farþegum boðið upp á fjölbreyttar skoðunarferðir. Á svipuðum tíma munum við, í samstarfi við SAS, bjóða upp á ferðir til Eystrarsaltslandanna þ.ám. til borganna Tallinn, Riga og Vilnius og verða þessir helgar- pakkar fáanlegir á hagstæðum kjörum. Rómantíkin blómstrar eins og alltaf á vorin í París, Laufey Helgadóttir listfræðingur mun fræða Íslendinga um leyndardóma borgarinnar í sérstökum helgar- ferðum sem verða kynntar betur í vor- og sumarbæklingi Flugleiða.“ Áslaug segir að einnig standi til að fara af stað með „rómantískar fót- boltaferðir“ til Þýskalands. Fyrsta ferðin verður farin til Stuttgart 2. mars, þar sem heimamenn etja kappi við Bayern München. Síðar verður einnig farið til München. Þetta eru helgarferðir og er tak- markið að leggja áherslu á fleira en fótboltaleiki þannig að allir geti skemmt sér í sameiningu. Farið verður á góða veitinga- staði og notið matar bjór- og vín- smökkunar, í Stuttgart er hægt að fara í verslunarleiðangur í Boss- verksmiðjuna og skoðunarferð á Mercedes Benz-safnið en í báðum borgum er skoðunarferð um borg- ina innifalin. Þess má geta í lokin, að þetta árið leggja Flugleiðir mikla áherslu á Netflug, þar sem farþeg- ar bóka flugið sjálfir, og koma til móts við þá farþega með hagstæð- ari fargjöldum. Aukið framboð á gististöðum Plúsferðir ætla að auka framboð á gistingu á Benidorm í sumar og Laufey Jóhannsdóttir, fram- kvæmdastjóri Plúsferða, segir að þeir sem eigi sum arhús á þessum slóðum geti einnig keypt flugsæti á hagstæðu verði. „Við erum núna að bjóða gist- ingu á Halley og Levante Club sem Samvinnuferðir voru áður með. Þá er full ástæða til að draga það fram að allar okkar ferðir eru farnar í leiguflugi á vegum Flug- leiða.“ Laufey segir að verið sé að bæta við nýjum gististöðum á Mal- lorca eins og Benhur. Það er íbú- ðagisting og fáanlegar rúmar íbúð- ir sem henta 6 manna fjölskyldum. Laufey segir að á Krít séu nú öll hótel Plúsferða komin með loft- kælingu og sundlaug og sundlaug- argarð. Á Portúgal er verið að bjóða gistingu á þremur nýjum hótelum, Dom Pancho, Alagoamar og á lúxushótelinu Real Bella Vista. Laufey segir að eftirspurnin aukist stöðugt eftir ferðum til Mallorca og Benidorm. Hún segir þó að nokkur áhersla sé lögð á sól- arlandaferðir hjá Plúsferðum þá sé áfram lagt í ferðir til Danmerkur. „Danmörk er afar vinsæll fjöl- skyldustaður með glæsilegum skemmtigörðum um allt landið. Í boði er bæði flug og bíll og einnig hægt að leigja úrval sumarhúsa í ýmsum verðflokkum. Bílaleigubíl- ar eru sérlega hagstæðir í Dan- mörku núna.“ Þegar hún er spurð hvort verð- lagið verði svipað og í fyrra segir hún það misjafnt og að í nokkrum tilfellum sé um verðlækkun að ræða. Vor- og sumarferðir ferðaskrifstofanna Sumarhús í Evrópu, sólar- strönd eða framandi staðir Beint flug til Veróna á Ítalíu, páskaferð til Suður-Afríku, rómantískar borgarferðir, dvöl í sumarhúsahverfum víða í Evrópu og úrval ferða til Spánar og Portúgals er meðal þess sem ferðaskrifstofurnar bjóða upp á í sumar. Morgunblaðið/Ómar Nokkur áhersla er lögð á leigu sumarhúsa í Danmörku og eflaust leggja þá margir leið sína í heimsókn til Kaupmannahafnar. Morgunblaðið/Ómar Þeir sem vilja fara á sólarströnd í sumar hafa úr mörgu að velja. Morgunblaðið/Ómar Götulífið er fjölskrúðugt á Römblunni í Barcelona. ®Car Rental Malarhöfða 2, 110 Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli Sími 567 8300 • Fax 567 8302 Bíl í B-flokki í 7 daga: Netfang: budget@budget.is www.budget.is Bílaleigubílar um allan heim á betra verði Danmörk 23.200 kr. Þýskaland 22.200 kr. Krít, Grikkland 13.800 kr. Portúgal 9.700 kr. Í USA er verðið einnig sérlega gott

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.