Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 7
ritum og erum við frumkvöðlar að
því leyti. Við lögðum mikla áherslu
á hvað við værum fámenn þjóð og
landfræðilega einangruð. Því vær-
um við í raun eins og einn lítill há-
skóli í Bandaríkjunum. Þannig
reyndum við að nota okkur smæð-
ina, sem var mjög erfitt í fyrstu en
okkur tókst loks að semja um að-
gang að Britannica Online. Þeir
voru ótrúlega jákvæðir og vildu
taka þátt í þessu með okkur sem
tilraunaverkefni í tvö ár. Það var
mjög gott fyrir okkur að geta bent
á þennan samning þegar við rædd-
um við aðra eins og t.d. ProQuest.
Þeir höfðu samband við fulltrúa
Britannica Online til þess að full-
vissa sig um að landsaðgangur
væri mögulegur á Íslandi. Við
reyndum einnig að höfða til smæð-
arinnar þegar við vorum að semja
við Web of Science um leið og við
bentum þeim á að við gætum ekki
greitt þann háa aðgangseyri, sem
upp var settur í upphafi en fengum
þau svör að það væri þeim óvið-
komandi. Ef menn vildu fá það
besta yrði að greiða fyrir það. En
okkur tókst að lokum að semja um
mun lægri aðgangseyri og munar
þar háum fjárhæðum miðað við
það sem aðrir greiða. Eftir á að
hyggja þá held ég að það hafi
einnig haft áhrif hvað við Íslend-
ingar stöndum framarlega á
tæknisviðinu.“
Áætlaður kostnaður við Lands-
aðganginn er um 50 milljónir á ári
fyrir utan kynningu og laun eins
starfsmanns en ef vel ætti að vera
þyrfti að fjölga starfsmönnum um
tvo að mati Sólveigar. „Landsað-
gangurinn og vefurinn hvar.is hafa
fengið góðar viðtökur en það verð-
ur að finna traustan fjárhags-
grundvöll ef ætlunin er að end-
urnýja samninga sem flestir renna
út nú í árslok,“ sagði hún.
„Semjendur gagnasafnanna líta
á samningana við okkur, sem til-
raunaverkefni, sem styðjast má við
í framtíðinni þegar samið verður
við þjóðir sem eru skemmra á veg
komnar en við,“ sagði Þóra Gylfa-
dóttir. „Það er í raun mjög gaman
að fylgjast með hvernig sagt er frá
þessum samningum við okkur í
fréttabréfum gagnasafnanna. Þar
er fjallað um þá, sem meiriháttar
áfanga í markaðssetningu.“
Þar sem um landssamning er að
ræða hefur Verkefnisstjórnin leit-
ast við að semja um aðgang að
fjölbreyttu efni, sem höfðar til sem
flestra og að þar sé að finna efni
fyrir fræðimenn, námsmenn, al-
menning, bókasöfn, listamenn,
stofnanir og fyrirtæki. Auk Brit-
annicu Online, Web of Science og
ProQuest með allar þær upplýs-
ingar sem þar eru, er einnig að
finna tímarit eins og Better Hom-
es & Garden, Country Living og
Sport.
„Það má eiginlega skipta efninu
í landsaðganginum í tvo hluta,“
sagði Þóra. „Annars vegar er að-
gangur að rúmlega 30 tilvísana-
söfnum og hins vegar aðgangur að
sjö tímaritasöfnum sem í eru rúm-
lega 6.700 tímarit. Gagnasöfn
tímaritanna bjóða upp á fjöl-
breytta og persónulega þjónustu.
Ef þess er óskað lætur tímarita-
safn t.d. vita þegar nýtt efni bæt-
ist í safnið á áhugasviði viðkom-
andi.“
Fjarnám og fjarvinna
Eins og fram hefur komið er
landsaðgangur að gagnasöfnum og
fræðiritum mjög mikilvægur fyrir
fjarnám og fjarvinnu. Á það sér-
staklega við um þá sem búa og
starfa víðsfjarri bókasöfnum. „Á
vefnum eru til dæmis nýjustu út-
gáfur af sautján textabókum, sem
kenndar eru í læknisfræði og
hjúkrun,“ sagði Sólveig. „Við vit-
um að þeir sem stunda fjarnám í
hjúkrun og þeir eru þó nokkrir
nýta sér þennan möguleika. Segja
má að eini gallinn við vefinn sé að
mest af efninu er á ensku þannig
að grunnskólanemendur geta ekki
nýtt sér hann jafnvel og fram-
haldsskólanemar. En það eru ekki
eingöngu nemendur sem geta nýtt
sér möguleika landsaðgangsins.
Kennarar geta undirbúið kennslu
morgundagsins og fræðimenn unn-
ið að sínum verkefnum heima á
kvöldin í ró og næði.“
Þær Sóveig og Þóra segja að
merkjanlegur munur sé á heim-
sóknum inn á hvar.is þegar verk-
efnavinna fer í gang í skólum og
próf nálgast. Einnig hafi mátti sjá
kipp upp á við í kjölfar málþings
um rafræn tímarit, sem haldið var
í nóvember sl.
Mikið um afþreyingarefni
„Því miður hefur kynning á
landsaðganginum ekki verið eins
öflug og við hefðum viljað,“ sagði
Sólveig.
„Við finnum að almennt gerir
fólk sér ekki nægilega vel grein
fyrir hvaða möguleikar eru í boði
og hvernig hægt er að nýta sér
þennan aðgang,“ sagði Þóra. „Ein
leið sem bókasafnsfræðingar geta
notað til að vekja áhuga á lands-
aðgangi er að benda á allt það af-
þreyingarefni, sem þar er í boði,
bæði í tímaritum og eins inn á
GROVE music&opera, GROVE art
eða inni í Literature Online. Mikill
áhugi er á listum og í GROVE mu-
sic&opera er hægt að lesa um tón-
list, sjá umfjöllun um tónverk og
tónskáld. Sama á við um myndlist-
armenn og myndhöggvara í
GROVE art. Í Literature Online er
að finna öll bókmenntaverk sem
komið hafa út á engilsaxneska
tungu frá upphafi til ársins 1903,
með bókmenntafræðilegri umfjöll-
un og ritdómum. Þar eru einnig
fræðigreinar um rithöfunda og
skáld, umfjöllun um verk þeirra og
gagnrýni á þá. Ekki má gleyma
Shakespeare eins og hann leggur
sig en á mun meira en 97 mínútum!
Við höfum kynnst breskum kenn-
urum sem eru fullir öfundar yfir
þessum aðgangi að Literature On-
line sem við erum með.“
„Landsaðgangurinn og allt sem í
honum er að finna er stærsta
bókasafn sem við höfum nokkru
sinni haft aðgang að og mun
stærra en okkur gat nokkurn tíma
dreymt um að koma upp,“ sagði
Sólveig. „Það má segja að almenn-
ingsbókasafnið, skólabókasafnið og
fræðabókasafnið sé þar með komið
inn á heimili til fólks.“
krgu@mbl.is
og tónlistarmennt. Gjaldfrjáls að-
gangur er að Caplex, sem er norskt
alfræðisafn og ENCARTA, alfræði-
safni Microsoft Corporation.
Orðasöfn
Gjaldfrjáls aðgangur er að ensk-
íslenskri og íslensk-enskri orðabók,
á ordabok.is, orðabanka Íslenskrar
málstöðvar og að Orðabók Háskól-
ans.
Vefgáttir
Samningurinn við Alacra felur í
sér aðgang að 40.000 völdum vefjum
á sviði viðskipta og markaðsfræða.
Auk þess veitir vefgáttin leitarað-
gang að 50 gagnasöfnum og er hægt
að hlaða upplýsingum beint inn í
tölvureikna svo sem Excel en þá
gegn gjaldi.
Gjaldfrjáls aðgangur er að þrem-
ur vefgáttum, ADAM, en þar er að
finna upplýsingar um listir, hönnun,
arkitektúr og fjölmiðlun, NOVA-
Gate, með upplýsingum um land-
búnað og umhverfismál og WebStat
en þar er að finna hagtölur á Netinu.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 B 7
Á mbl.is finnur þú allt um strákana okkar
og Evrópumeistaramótið í handbolta í Sví-
þjóð. Ljósmyndari og blaðamenn eru á
staðnum og senda heim fréttir og myndir
af öllu því sem þú vilt vita um keppnina.
Úrslit leikja, staðan, keppnisstaðirnir,
myndasyrpur og auðvitað allar fréttirnar
eru á mbl.is
FYLGSTU MEÐ ÞVÍ NÝJASTA
EM í handbolta