Morgunblaðið - 07.02.2002, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 07.02.2002, Qupperneq 1
31. TBL. 90. ÁRG. FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 7. FEBRÚAR 2002 ÓTTAST er að tugir þúsunda manna deyi úr hungri og sjúkdómum í af- skekktum þorpum í V-Afganistan í vetur þrátt fyrir mikla matvælaflutn- inga alþjóðlegra hjálparstofnana. Ekki hefur verið hægt að flytja þang- að nægar vistir vegna snjóþyngsla. Ástandið er verst í fjallahéraðinu Badghis. Helmingur húsanna í Siah Sangh, afskekktu þorpi í héraðinu, er tómur. Nokkrir þorpsbúanna hafa leitað athvarfs í flóttamannabúðum í grennd við borgina Herat en aðrir hafa dáið úr sulti eða sjúkdómum sem tengjast næringarskorti, að sögn breska útvarpsins BBC. Þorpsbúarnir hafa selt öll dýrin sín og dæmi eru um að fjölskyldur hafi gripið til þess ráðs að selja barnungar dætur sínar til að eiga fyrir mat. Kvonarmundur hefur alltaf tíðkast í Afganistan en þorpsbúar segja að þetta sé í fyrsta sinn sem sjö ára stúlkur séu seldar fyrir nokkra poka af hveiti. Um það bil sjö milljónir Afgana eru háðar aðstoð hjálparstofnana. Afganskar konur troðast hér í bið- röð við byggingu hjálparstofnunar í Kabúl. Reuters Hungur í Afganistan Er þetta mesta tap banka vegna eins starfsmanns frá því að Nick Leeson, verðbréfamiðlari í Singa- pore, gerði Barings-banka gjald- þrota árið 1995 með umfangsmikilli spákaupmennsku. Bankinn sagður halda velli Gengi hlutabréfa í AIB lækkaði um 16%. Michael Buckley, aðal- bankastjóri AIB, og Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands, fullviss- uðu viðskiptavini og hluthafa bank- ans um að engin hætta væri á gjald- þroti. Nokkrir yfirmenn Allfirst voru leystir frá störfum þar til rannsakað hefur verið hvers vegna ekki komst upp um svikin fyrr. Starfsmaðurinn, John Rusnak, starfaði í höfuðstöðvum Allfirst í Baltimore. Talið er að hann hafi tap- að miklu fé á umfangsmiklum gjald- eyrisviðskiptum sem hann hafði stundað án heimildar. Honum tókst að leyna tapinu með því að þykjast hafa gert kaupréttarsamninga sem áttu að draga úr áhættunni. Þegar í ljós kom að samningarnir voru ekki til kom tapið í ljós. Ekki var vitað hvort Rusnak hagnaðist á viðskiptunum. Hann er liðlega fertugur, tveggja barna faðir og hafði starfað hjá Allfirst í sjö ár. Honum var lýst sem fjölskyldu- manni sem „sótti kirkju reglulega og naut virðingar meðal samborgar- anna“. Bankamaður grunaður um svik Bankinn tapaði 75 milljörðum króna STÆRSTI banki Írlands, Allied Irish Banks (AIB), skýrði frá því í gær að starfsmaður dótturfyrirtækis hans í Bandaríkjunum, Allfirst Financial, væri grunaður um fals- anir og svik sem kostuðu bankann 750 milljónir dala, and- virði 75 milljarða króna. Maðurinn hvarf um helgina eftir að upp komst um svikin og bankinn bað bandarísku alrík- islögregluna, FBI, um að leita hans. Dublin. AFP, AP. John Rusnak PALESTÍNUMAÐUR vopnaður byssu réðst í gær inn í byggð gyðinga á Vesturbakkanum og varð þremur Ísraelum að bana. Fréttamaður AFP sagði í gær- kvöldi að ísraelskar herþotur hefðu varpað þremur sprengjum á höfuð- stöðvar héraðsstjóra í borginni Nablus á Vesturbakkanum eftir skot- árásina en ekki væri vitað hvort mannfall hefði orðið. Ísraelsher neit- aði því að hann hefði gert loftárásir á borgina. Ísraelskur hermaður, kona og ungt barn hennar létu lífið í skotárásinni. Þrír aðrir særðust, þeirra á meðal dóttir konunnar. Herinn sendi sér- sveitarmenn á staðinn og þeir skutu árásarmanninn til bana þegar hann reyndi að brjótast inn í hús. Palestínska hreyfingin Hamas lýsti árásinni á hendur sér en stjórn Ísr- aels sagði að Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, bæri ábyrgð á blóðs- úthellingunum. „Þessi árás er enn ein sönnun þess að Yasser Arafat berst ekki gegn hryðjuverkum og árásum á saklausa borgara,“ sagði talsmaður ísraelska utanríkisráðuneytisins. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti Arafat til að velja „í eitt skipti fyrir öll“ á milli frið- ar og hryðjuverka en sagði að Ísrael- ar þyrftu að draga úr aðgerðum sín- um á svæðum Palestínumanna. Jerúsalem. AFP. Vesturbakkinn Fjórir bíða bana í skotárás NORSKUM sjómönnum hefur verið sagt að þeir eigi á hættu að vera meinað að fara á sjó ef þeir eru of feitir, að sögn embættis- manns siglingastofnunar Noregs. Embættismaðurinn sagði að samkvæmt nýjum fyrirmælum stofnunarinnar ættu norskir sjó- menn að fara til læknis og láta mæla líkamsþyngdarstuðul sinn, en hann er notaður til að meta holdafar og fæst með því að deila í líkamsþyngdina með hæðinni í öðru veldi. „Þeir sem eru með stuðulinn 30 eru of feitir og fylgjast þarf með þeim þótt margir þeirra séu við góða heilsu. Fari stuðullinn yfir 35 verða þeir að halda sig í landi,“ sagði embættismaðurinn, Bjørn Lødøen. Hann bætti við að því fylgdi „áhætta í læknisfræðilegu tilliti“ að leyfa sjómönnum með stuðul- inn 35 eða meira að fara á sjó. „Þeir stofna sjálfum sér í hættu.“ Margir norskir sjómenn eru óánægðir með fyrirmælin. „Þetta þýðir að maður sem er 180 sentí- metrar á hæð má ekki vera þyngri en 112 kíló,“ sagði einn þeirra, Nils Myklebust, sem er sjálfur yfir þessum mörkum. Of feitir sjómenn haldi sig í landi Ósló. AFP. HUBERT Vedrine, utanríkisráð- herra Frakklands, gagnrýndi utan- ríkisstefnu Bandaríkjastjórnar harkalega í gær, sagði að hún ein- kenndist af „einfeldni“, ekki væri haft nægilegt samráð við önnur ríki. „Okkur stendur núna ógn af ein- feldni, sem er fólgin í því að öll vandamál heimsins eru aðeins sett í samband við baráttuna gegn hryðju- verkastarfsemi, og stefnan er ekki nógu ígrunduð,“ sagði Vedrine. Ummælin endurspegla vaxandi ágreining milli Bandaríkjastjórnar og leiðtoga Evrópuríkja sem hafa áhyggjur af áformum hennar um að grípa til aðgerða gegn öðr- um ríkjum en Afganistan nú þegar stjórn talibana er fall- in. Leiðtogar Evrópuríkja studdu eindregið hernaðar- aðgerðir Bandaríkjamanna í Afganistan eftir hryðju- verkin 11. september en nú er farið að gæta mikillar óánægju með stefnu stjórn- ar George W. Bush forseta. Vedrine kvartaði yfir því að stjórn Bush tæki ákvarðanir „án samráðs við aðra“ og hefði aðeins hagsmuni Bandaríkjanna að leiðarljósi. Hann gagnrýndi yfirlýsingar Bush um „öx- ul hins illa“, Íran, Írak og Norður-Kóreu, stuðning Bandaríkjastjórnar við Ar- iel Sharon, forsætisráð- herra Ísraels, og þrýsting hennar á Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna. Colin Powell, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, reyndi að gera lítið úr gremju Evrópuríkjanna. „Tilgátur sem heyrast oft meðal menntafólks um að Bandaríkin grípi til einhliða aðgerða og hafi ekki sam- ráð við önnur ríki getur ekki verið fjær sannleikanum,“ sagði Powell. Frakkar gagnrýna utanríkisstefnu Bandaríkjastjórnar Sökuð um einfeldni og skort á samráði Hubert Vedrine París. AFP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.