Morgunblaðið - 07.02.2002, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.02.2002, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isStoke tók Cambridge í bakaríið/C1 Af litlum neista …/C2–3 4 SÍÐUR12 SÍÐUR Sérblöð í dag VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í Á FIMMTUDÖGUM Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablaðið ÞITT MÁL frá VR. Blaðinu verður dreift um allt land. FJÓRIR af hverjum tíu félagsmönn- um í Verzlunarmannafélagi Reykja- víkur og Verslunarmannafélagi Akraness segjast í nýrri launakönn- un VR hafa farið í launaviðtal við yf- irmann sinn um breytingu á launa- kjörum. Mikill meirihluti segist hafa fengið breytingu á kjörum sínum í kjölfar viðtalsins. 67% fengu launa- hækkun og 6,5% fengu launahækkun ásamt fríðindum, s.s. í auknu fríi, sveigjanlegri vinnutíma o.fl. Þetta kemur fram í niðurstöðum launa- könnunar sem Félagsvísindastofnun vann fyrir VR á launum félagsmanna í september á seinasta ári. Karlar fá að meðaltali 16% hærri laun en konur Skv. könnuninni hækkuðu heildar- laun félagsmanna í VR og VA um 8% frá september 2000 til sama mánað- ar 2001, eða úr 221 þús. kr. á mánuði í 239 þús. kr. Dagvinnulaun hækk- uðu um 10% að meðaltali á sama tíma eða úr 192 þús. kr. í 211 þús. kr. Lægstu launin hækkuðu hlutfalls- lega mest á síðasta ári og hækkuðu laun afgreiðslufólks á kassa um 18% og námu að meðaltali 161 þús. kr. í september sl. Þessi starfshópur er þó enn með lægstu launin samanbor- ið við aðra starfshópa í félögunum og nema dagvinnulaun afgreiðslufólks á kassa 117 þús. kr. Launamunur milli kynja hefur minnkað nokkuð frá árinu 2000 og mælist nú 16%. Karlar eru með hærri laun en konur á öllum menntunarstigum, skv. könnuninni. Meðal einstakra starfsstétta eru meðallaun hæst hjá hærri stjórnend- um eða 341 þús. kr. heildarlaun á mánuði en laun þessa hóps hafa hins vegar staðið að mestu í stað milli ára. Að jafnaði eru greidd hærri laun í stærri fyrirtækjum en þeim minni og á það bæði við um dagvinnulaun og heildarlaun. Hæstu launin eru greidd í fyrirtækjum sem sérhæfa sig í tölvuþjónustu og fjarskiptum en þar voru heildarlaun að meðaltali 282 þús. kr. í september sl. ,,Þessi launakönnun sýnir að verulegur ár- angur hefur unnist í þeim málum sem VR hefur lagt sérstaka áherslu á á síðustu misserum, t.d. að lægstu launin hafa hækkað mest á milli ár- anna. Launaviðtöl skila sýnilegum árangri í launaþróuninni, vinnuvikan hefur styst og launamunur kynjanna hefur minnkað,“ sagði Magnús L. Sveinsson, formaður VR, um niður- stöður könnunarinnar í gær. Lægstu laun hækkuðu hlutfallslega mest 2000–2001 skv. launakönnun VR 67% fengu launahækkun eftir viðtöl við yfirmann  Lægstu/32–33 ALLT tiltækt lið Brunavarna Rang- árvallasýslu hefur á fjórum dögum verið kallað til slökkvistarfa á tveimur bæjum í Djúpárhreppi, þar sem í báðum tilfellum varð stórtjón hjá kartöflubændum í hreppnum. Í fyrrakvöld um kl. hálfellefu barst útkall að bænum Borg í Þykkvabæ, en þar hafði Guðni Guð- laugsson bóndi orðið var við eld í skemmu sem hýsir véla- og pökk- unarstöð býlisins. Strax varð ljóst að eldurinn hafði náð að krauma lengi og var orðinn illviðráðanlegur þeg- ar slökkviliðið kom að og gífurlegur hiti og eiturgufur gerðu slökkvi- starfið verulega erfitt. Skemman, sem er um 350 fermetrar að flat- armáli, er stórskemmd ef ekki ónýt. Í húsinu var flokkunarsamstæða, 2 pökkunarvélar, 2 lyftarar og alls konar verkfæri og má því segja að Guðni standi með tvær hendur tóm- ar hvað búnað varðar. „Það brann allt sem var hér inni, vélar, áhöld og öll mín verkfæri, auk 8 tonna af kartöflum sem áttu að fara í vinnslu í Kartöfluverksmiðjunni næsta dag og við höfðum verið að vinna við fyrr um daginn. En sem betur fer er megnið af kartöflulager mínum geymt í annarri skemmu.“ Aðfaranótt sl. laugardags urðu húsráðendur á bænum Háfi í Djúp- árhreppi, sem er skammt vestan Þykkvabæjar, varir við mikinn eld í kartöflu- og pökkunarskemmu sinni við bæinn. Allt tiltækt slökkvilið var komið á staðinn um þrjúleytið um nóttina, en eins og í seinni brunanum var erfitt að ráða niðurlögum hans sökum gífurlegs hita. Í húsinu voru um 400 tonn af kartöflum, mjög svip- aður vélabúnaður og hjá Guðna á Borg og alls konar áhöld og tæki. „Það er sárgrætilegt að horfa á allt sitt lifibrauð hverfa í logana og sárara fyrir það að ég hef verið að vinna við endurnýjun á húsinu síðan í haust, hér var mest allt nýuppgert, allt rafmagn nýtt og vinnuaðstaðan öll eins og best verður á kosið, auk þess sem ég var nýbúinn að fylla hús- ið af kartöflum sem höfðu verið í annarri geymslu,“ sagði Fannar Ólafsson bóndi í Háfi. Húsið er mikið skemmt. Eldsupptök eru ókunn í báðum tilvikum, en ljóst að tjón á húsum, vélum, búnaði og framleiðslu hleypur á tugum milljóna króna. Tveir stórbrunar á fjór- um dögum í Þykkvabæ Morgunblaðið/Aðalheiður Allt var brunnið sem brunnið gat í skemmunni hjá Guðna bónda á Borg í Þykkvabæ. Hellu. Morgunblaðið. EKKERT áætlunarflug var til Ak- ureyrar fyrri partinn í gær vegna yf- irvinnubanns flugumferðarstjóra og að sögn Jóns Karls Ólafssonar, fram- kvæmdastjóra Flugfélags Íslands, var félaginu tilkynnt að hið sama yrði uppi á teningnum í dag. Þá var ekki hægt að veita æfinga- og kennsluflugi þjónustu frá flugturn- inum í Reykjavík síðdegis í gær. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra sagði í samtali við Morgun- blaðið að staðan í málefnum flugum- ferðarstjóra væri ,,algerlega óvið- unandi“ fyrir þá sem þurfa að nýta sér flugsamgöngur og ,,stórskaðleg“ fyrir flugfélög sem reiða sig á þjón- ustu flugumferðarstjóra. ,,Framganga flugumferðarstjóra er farin að ganga fram af öllum og þar á meðal mér, raunar fyrir löngu. Þetta er ástand sem er ekki viðun- andi,“ segir Sturla. Hann vonast til þess að einhver samningsflötur finn- ist í viðræðunum við flugumferðar- stjóra en framganga þeirra bendi ekki til mikils samningsvilja af þeirra hálfu. Búið sé að semja við nær allar starfsstéttir hjá ríkinu og það hafi tekist nokkuð vel. Einn flugumferðarstjóri á Akur- eyri tilkynnti veikindaforföll á vakt sem hófst kl. sjö í gærmorgun og vegna yfirvinnubannsins var ekki hægt að kalla út afleysingamann. Flug komst á að nýju eftir kl. 15 þeg- ar ný vakt hófst. Eingöngu var veitt þjónusta í gær fyrir sjúkra- og neyð- arflug á Akureyrarflugvelli. Flug- félagið fór eina ferð til Húsavíkur og kom farþegum þaðan til Akureyrar með rútu. Flugfélag Íslands hefur orðið að fella niður nokkrar ferðir til Akur- eyrar frá því að yfirvinnubannið tók gildi. Jón Karl sagði við Morgun- blaðið að tap félagsins vegna þessa væri komið yfir 10 milljónir króna, þar af hátt í 3 milljónir í beinum kostnaði og afgangurinn „tapaðir“ farþegar sem alfarið hafa hætt við að fljúga norður. „Við erum orðnir lang- þreyttir á þessu ástandi og afskap- lega óhressir. Í hverju flugi sem dettur niður erum við að missa tugi farþega sem hætta alfarið við að fljúga og fara landleiðina í staðinn,“ sagði Jón Karl. Viðræðurnar strandaðar Samningafundir milli flugumferð- arstjóra og ríkisins hafa engan ár- angur borið. Fundað var síðast á mánudag og þriðjudag í húsakynn- um ríkissáttasemjara og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Loftur Jóhannsson, formaður Fé- lags íslenskra flugumferðarstjóra, sagði við Morgunblaðið að algjör pattstaða væri í viðræðunum en yf- irvinnubannið hefur staðið yfir frá 14. janúar. „Við höfum verið að slá aðeins af okkar kröfum til að ná ein- hverri málamiðlun, en það dugir ekki til,“ sagði Loftur og var ekki bjart- sýnn á að deilan væri að leysast. Ekkert morgunflug til Akureyrar Ráðherra segir stöðuna algerlega óviðunandi Aukin afföll á húsbréfum AFFÖLL á húsbréfum hafa aukist eftir að Seðlabanki Íslands tilkynnti sl. föstudag að bankinn myndi ekki lækka vexti að sinni. Við þessa ákvörðun fóru afföll á nýjasta flokki húsbréfa upp í 11,12%, en þau voru 10,45% á föstudaginn. Afföllin hafa lítið breyst síðan, en þau voru 11,11% í gær. Þegar búið er að reikna 11,11% afföll af milljón króna húsbréfi standa 889 þúsund krónur eftir. Afföll á húsbréfum í fyrri hluta janúarmánaðar voru í kringum 9,7%, en eftir að Hagstofan birti upplýs- ingar um að vísitala neysluverðs hefði hækkað um 0,9% í janúar juk- ust afföllin og fóru upp fyrir 10%. Á þremur vikum hafa því afföll á hús- bréfum aukist um tæplega 1,5 pró- sentustig.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.