Morgunblaðið - 07.02.2002, Page 10
FRÉTTIR
10 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
VALGERÐUR Sverrisdóttir (B),
iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir
að lögfræðileg skoðun fari fram í
ráðuneytinu á erindi Verslunarráðs
Íslands, sem gert hefur athuga-
semdir við framkvæmd aðgerða
Samkeppnisstofnunar gegn olíufé-
lögunum. Hún segir að skoðunin
beinist að því hvort ástæða sé til
þess að fjalla um málið í ráðuneyt-
inu, en þeirri athugun sé ekki lokið.
Niðurstaða liggi fyrir í dag eða á
næstu dögum.
Þetta kom fram í umræðum um
erindi Verslunarráðs Íslands við
upphaf þingfundar á Alþingi í gær.
Lúðvík Bergvinsson, þingmaður
Samfylkingarinnar, gagnrýndi þá
Verslunarráðið harkalega fyrir er-
indið. Talsverðar umræður spunn-
ust um fyrirspurn Lúðvíks og kom
þar fram hörð gagnrýni á Verslun-
arráðið. Sagði Lúðvík það með ólík-
indum að olíufélögin treysti sér ekki
til þess að standa á eigin fótum,
heldur senda sérstakt hagsmuna-
gæslufélag, Verslunarráð, til þess
að setja fram kröfur af þessum toga.
Sagði þingmaðurinn að ef olíufélög-
in gerðu athugasemdir við fram-
kvæmd aðgerðanna gætu þau skotið
máli sínu til dómstóla og gert þá
kröfu að framkvæmdin yrði ógild.
Samkeppnisstofnun sögð
hafa farið að leikreglum
„Um langt skeið hafði verið orð-
rómur um verðsamráð í þessum
geira. Samkeppnisstofnun fór fram
á það við dómstóla að fá heimild til
þess að leita hjá olíufélögunum og
það var samþykkt. Það var farið ná-
kvæmlega eftir þeim leikreglum
sem settar hafa verið í samfélaginu.
Leitin fór fram undir eftirliti og yf-
irstjórn lögreglu, nákvæmlega eins
og á að vera,“ sagði Lúðvík enn-
fremur.
Vilhjálmur Egilsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins og fram-
kvæmdastjóri Verslunarráðs, hafði
hins vegar aðra sögu að segja. Hann
sagði að mörgum virtist sem pottur
væri brotinn í starfsemi opinberrar
stofnunar, þ.e. Samkeppnisstofnun-
ar. „Aðgerðin gegn olíufélögunum
var lögregluaðgerð. Hún var mikil
frelsisskerðing og innrás í einkalíf
tuga starfsmanna í viðkomandi fé-
lagi,“ sagði Vilhjálmur og sagði mik-
ilvægt að kanna hvort farið hafi ver-
ið eftir úrskurði Héraðsdóms
Reykjavíkur sem heimilaði rann-
sóknina og hvort farið hafi verið eft-
ir þeim lögum sem um þessi mál
gilda.
Sterkar vísbendingar
starfsmanna
„Þeir tugir starfsmanna sem
starfa í þessum fyrirtækjum ljúka
upp einum munni í gagnrýni á þessa
aðgerð og vísbendingar um það að
ekki hafi verið farið að þeim lögum
sem um þetta gilda eru afar sterkar.
Það var lagt hald á gögn sem engu
máli skipta, lagt hald á persónuleg
gögn starfsmanna, tölvupóst,“ sagði
Vilhjálmur.
Ummæli Vilhjálms Egilssonar
urðu ekki til þess að draga úr gagn-
rýni þingmanna stjórnarandstöðu á
erindi Verslunarráðs, en Jóhanna
Sigurðardóttir (S) kallaði það klögu-
mál og þær raddir heyrðust að með
því væri ætlunin að beygja ráð-
herrann og veikja Samkeppnis-
stofnun.
Valgerður Sverrisdóttir sagði að
ekki hefði staðið til að knýja ráð-
herra eða ráðuneytið til aðgerða
sem ekki stæðust lög og reglur.
„Málið er þannig vaxið að það þarf
að fara yfir allar hliðar þess og að
því er unnið,“ sagði viðskiptaráð-
herra í lok umræðunnar.
Rannsókn Samkeppnisstofnunar á meintu verðsamráði olíufélaganna
Erindi Verslunarráðs
harðlega gagnrýnt
RÍKISSTJÓRN Íslands verður falið
að efna til samvinnu við landstjórnir
Færeyja og Grænlands um heim-
ildaöflun og skráningu gagna um
veiðimenningu Vestur-Norðurlanda
svo að þekking á þessari sameigin-
legu arfleifð gleymist ekki, nái til-
laga Einars Odds Kristjánssonar,
þingmanns Sjálfstæðisflokksins, og
fleiri þingmanna, sem lögð hefur
verið fram á Alþingi, fram að ganga.
Í greinargerð með tillögunni segir
að veiði hafi ætíð skipað stóran sess
á Vestur-Norðurlöndum og hefðir og
lifnaðarhættir veiðimennsku ein-
kenni löndin öll. Veiðimennska land-
anna sé merki um þau nánu tengsl
manns og náttúru sem þar ríki og í
löndunum hafi þróast veiðimenning
sem skeri sig á ýmsan hátt úr á al-
þjóðlegum vettvangi.
Veiðimenning landanna hefur
tekið stökkbreytingum
„Þessi menning snýr ekki ein-
göngu að þeim háttum, aðferðum og
tækni sem einkennt hafa vestnor-
ræna veiðimenn að störfum um aldir,
heldur nær hún til mun víðtækari
menningarlegri þátta eins og t.d.
fjölbreytilegrar notkunar skinna og
matargerðarlistar. Vegna örrar
tækniþróunar hefur hefðbundin
veiðimenning landanna tekið stökk-
breytingum. Á Grænlandi hafa riffl-
ar komið í stað spjóta, mótorbátar í
stað kajaka og vélsleðar í stað
hundasleða. Hættir gamla tímans
eru víðast hvar að líða undir lok á
Vestur-Norðurlöndum og hætta er á
að hin hefðbundna menningararf-
leifð veiðimennsku gleymist með öllu
ef ekkert er að gert. Það er mikil-
vægt að komandi kynslóðir kunni
skil á þessari sérstæðu menningar-
arfleifð og því þurfa að vera til skráð-
ar heimildir um veiðimenningu land-
anna, bækur, ljósmyndir, heimilda-
kvikmyndir o.fl.,“ segir þar ennfrem-
ur.
Í þessu samhengi er bent á að
Vestnorræna ráðið hafi átt frum-
kvæði að opnun vestnorrænnar sýn-
ingar um veiðimenningu í Þórshöfn
sumarið 2002. Sýningin verði sett
upp víða um lönd til að bera veiði-
menningu landanna vitni. Þau gögn
sem liggi að baki sýningunni gætu
nýst vel í samstarfi um heimildaöflun
og skráningu gagna um vestnorræna
veiðimenningu.
Tillaga um heimildaöflun og skráningu gagna um veiðimenningu Vestur-Norðurlanda
Hvatt til samvinnu Íslands,
Færeyja og Grænlands
JÓHANNA Sigurðardóttir (S) hefur
beint ítarlegri fyrirspurn til viðskipta-
ráðherra um meint óeðlileg innherja-
viðskipti tíu stjórnenda Kaupþings í
tengslum við kaup fyrirtækisins á
sænska verðbréfafyrirtækinu Arag-
on.
Í fyrirspurninni er ráðherra m.a.
inntur eftir því hvort hann sé sam-
mála Verðbréfaþingi Íslands um að
ekki sé nauðsynlegt að aðhafast neitt
varðandi kaup tíu stjórnenda Kaup-
þings hf. á hlutabréfum í Kaupþingi
fyrir um 480 millj. kr. í tengslum við
kaupin á Aragon. Hvaða rök liggi að
baki því að Verðbréfaþing taldi ekki
nauðsynlegt að gera athugasemdir
við kaupin eða aðhafast neitt í málinu,
hvaða heimild þingið hefur til þess að
láta fara fram sjálfstæða rannsókn
þegar um meint óeðlileg fruminn-
herjaviðskipti er að ræða og hvaða úr-
ræði hafi það þegar um slík tilvik er
að ræða? Ennfremur er spurt hvort
sé eðlilegt að orð þeirra sem grunaðir
eru um óeðlileg innherjaviðskipti séu
forsenda þess að mál sé látið niður
falla hjá Verðbréfaþingi.
Þingmaðurinn spyr einnig hversu
mikið umræddir starfsmenn hafi
hagnast á kaupum sínum miðað við
þróun hlutabréfaverðs að undan-
förnu. Aukinheldur veltir hún því upp
hvort ráðherra telji ekki að herða
þurfi á ákvæðum laga um innherja-
viðskipti.
Kaup Kaupþings
á Aragon
Spurt um meint
óeðlileg inn-
herjaviðskipti
KOSTNAÐUR við kynningu á mál-
stað Íslendinga í hvalveiðimálum
nam 58,1 milljón króna á árunum
1999-2001.
Gert er ráð fyrir að veita 25
milljónir króna á
fjárlögum ársins
2002. Búast má
við því að óskað
verði eftir svip-
aðri upphæð í
frumvarpi til fjár-
laga fyrir árið
2003, að því er
fram kom í máli
Árna Mathiesen
sjávarútvegsráð-
herra á Alþingi í
gær.
Magnús Stefánsson, þingmaður
Framsóknarflokksins, óskaði eftir
upplýsingum í fyrirspurnartíma um
hvað stjórnvöld hefðu gert í kynn-
ingarstarfsemi á málstað Íslend-
inga í hvalveiðimálum. Sjávarút-
vegsráðherra sagði að fjölmiðlum,
fyrirtækjum og stjórnvöldum víða
um heim hafi verið kynnt sjón-
armið Íslendinga við ýmiss konar
tækifæri.
Um væri að ræða mikilvægt
starf þar sem
lögð væri
áhersla á stefnu
Íslendinga um
sjálfbæra nýt-
ingu úr auðlind-
um hafsins.
Ráðherra benti
einnig á mikil-
vægi kynning-
arinnar í ljósi
ranghugmynda
erlendis um að
allir hvalastofn-
ar væru í útrýmingarhættu.
Hvalveiðar hefjist
nú þegar
Nokkrar umræður spunnust um
fyrirspurnina og svör ráðherrans.
Guðjón Guðmundsson (D) og Guð-
jón A. Kristjánsson (F) sögðu tíma
undirbúnings og kynningar liðinn,
nú væri komið að því að hefja hval-
veiðar og undir það tók Gunnar
Birgisson (D). Ísólfur Gylfi Pálma-
son (B) sagði hins vegar að skyn-
samlegt hafi verið hjá sjávarút-
vegsráðherra að fara með „hraða
snigilsins“ í þessu máli, enda kynni
það að hafa geysileg áhrif á við-
skiptahagsmuni þjóðarinnar, sér-
staklega þegar haft væri í huga að
lítil eftirspurn væri eftir hvalafurð-
um.
Sigríður Ingvarsdóttir (D) benti
hins vegar á að Færeyingar, Norð-
menn og Japanir veiddu nú þegar
hval og hefði það ekki haft áhrif í
viðskiptalegu tilliti.
Þórunn Sveinbjarnardóttir (S)
sagði ekki nóg að meta kostnaðinn
við kynningu á málstað Íslands,
heldur mætti velta einnig fyrir sér
árangrinum að þeirri vinnu.
Árni M. Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra sagði þann árangur koma
í ljós þegar veiðar hæfust og við-
brögð annarra þjóða yrðu ljós.
Tæplega sex-
tíu milljónir á
tveimur árum
Morgunblaðið/Golli
Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra svarar erindi Verslunarráðs
Íslands í dag eða næstu daga. Hér er hún við umræður á Alþingi, en til
hliðar fægir heilbrigðisráðherrann Jón Kristjánsson gleraugun sín.
Kynning á málstað Íslendinga
í hvalamálum um allan heim
ÞINGFUNDUR hefst á morgun í
Alþingi kl. 10.30. Á dagskrá eru
ýmis mál, s.s. frumvarp sam-
gönguráðherra um hafnalög og
umræða utan dagskrár um mál-
efni trúnaðarlæknis Flugmála-
stjórnar. Málshefjandi er Lúðvík
Bergvinsson, Samfylkingunni, en
til andsvara Sturla Böðvarsson
samgönguráðherra.