Morgunblaðið - 07.02.2002, Page 12
FRÉTTIR
12 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
GARÐYRKJUBÆNDUR sem
Morgunblaðið ræddi við í gær úr
ólíkum greinum lýstu yfir óánægju
sinni með margar tillögur græn-
metisnefndarinnar. Höfðu þeir t.d.
uppi efasemdir um að sú lækkun á
grænmeti, sem nefndin telur að
geti átt sér stað, muni skila sér til
neytenda.
Eins og kynnt var í blaðinu í gær
lagði nefndin til afnám tolla á ag-
úrkum, tómötum og paprikum og á
móti kæmu beingreiðslur til fram-
leiðenda þessara tegunda. Þá á að
afnema verðtolla á útiræktað græn-
meti, sveppi og kartöflur en við-
halda magntollum til að vernda inn-
lenda framleiðslu. Einnig var
lagður til margs konar annar stuðn-
ingur.
Talsmenn þeirra framleiðenda,
sem ekki fá beingreiðslur, t.d. kart-
öflu- og kálbændur, telja að sam-
keppnisstaðan skekkist og að krafa
verði uppi á þeim að lækka verð til
samræmis við þessar tegundir, þ.e.
agúrkur, tómata og papriku, án
þess að forsendur séu til þess. Þá
telur garðyrkjubóndi með útirækt-
að grænmeti að starfsfólki muni
fækka í þeirri grein og undrast
hann að talsmenn verkalýðshreyf-
ingarinnar í grænmetisnefndinni
hafi lagt blessun sína yfir tillögurn-
ar. Bændurnir sem rætt var við
segjast tala fyrir munn margra í
greininni.
Erum í innbyrðis samkeppni
Hrafnkell Karlsson á Hrauni í
Ölfusi, formaður Félags gulrófna-
bænda, segist gera sér grein fyrir
því að hlutverk grænmetisnefndar-
innar hafi ekki verið auðvelt. Dag-
skipunin hafi verið að koma með að-
gerðir til lækkunar á grænmeti.
Ekki hafi mátt búast við niður-
greiðslu á öllum tegundum græn-
metis. Hann hefur áhyggjur af
greininni almennt vegna tillagn-
anna en staða gulrófnabænda sé þó
yfirleitt góð.
„Nefndin velur þrjár greinar
sem gerir okkur erfitt fyrir sem ut-
an við stuðninginn stöndum. Við
teljum hættu á þrýstingi að við
lækkum líka verð þótt engin efni
séu til þess. Nefndin er með aðrar
mótvægisaðgerðir, eins og lækkun
á raforkuverði til sömu bænda en
hinir fá lítið af stuðningnum. Við
sem stundum til dæmis gulrófna-
eða kartöflurækt kaupum mikið af
rafmagni til kælingar á okkar af-
urðum. Eðlilegt hefði verið að fá
einnig stuðning í orkukaupum, það
hefði gert okkur bærilegra að berj-
ast í harðari samkeppni, sem ég
held að þessar tillögur hljóti að
leiða til. Við erum í innbyrðis sam-
keppni. Þegar verð lækkar mikið á
einni grænmetistegund þá er hún
keypt frekar en önnur. Tillögurnar
skekkja samkeppnisstöðuna veru-
lega að mínu mati,“ segir Hrafnkell
sem óttast að bændum í garðyrkju
muni fækka verulega á næstu ár-
um.
Beingreiðslur til smásalanna
Eiríkur Hreiðarsson, garðyrkju-
bóndi á Grísará í Eyjafjarðarsveit,
er einkum með útiræktað græn-
meti. Hann telur að tillögurnar
muni hafa neikvæð áhrif í för með
sér á útiræktendur sem keppi við
innflutning. Hætta sé á að þessi
ræktun leggist af hér á landi.
„Hagfræðin kennir manni að
vara sé alltaf seld á eins háu verði
og markaðurinn þolir. Ég á ekki
von á að tillögurnar hafi nein áhrif
til verðlækkunar fyrir neytendur
þegar til lengdar lætur. Frekar tel
ég að um áróðursbragð sé að ræða
og blekkingu. Hlutur framleiðenda
hefur ekki ráðið verðinu til neyt-
enda. Í raun er það smásöluversl-
unin sem er að taka meirihluta
verðsins til sín. Enda er það gert að
kröfu verslunarinnar að fella toll-
ana niður,“ segir Eiríkur og tekur
dæmi um að útiræktendur fái um
þriðjung af endanlegu vöruverði.
„Þegar upp er staðið hefði verið
betra að verja þessum fjármunum í
beingreiðslur til stóru smásalanna.
Þá kæmi stuðningurinn raunveru-
lega að gagni þar sem hagræð-
inguna og sparsemina vantar. Það
er ákaflega hæpið að þrengja meira
að þeim sem hafa verið að basla við
þessa framleiðslu undanfarin ár,“
segir Eiríkur.
Hann bendir á að afnám tolla á
því innflutta grænmeti sem er í
samkeppni við innlent, og fleiri að-
gerðir, muni fækka störfum í garð-
yrkju. Því sé undarlegt að verka-
lýðshreyfingin leggi tillögunum lið.
„Hríslaðist um mig
ónotatilfinning“
Sigurbjartur Pálsson, kartöflu-
bóndi á Skarði í Þykkvabæ, segir í
samtali við Morgunblaðið að það
hafi hríslast um sig ónotatilfinning
þegar hann hafi heyrt af tillögum
grænmetisnefndarinnar. Bændur
hafi hrokkið við að heyra áform um
beingreiðslur til ákveðinna fram-
leiðenda. Sigurbjarti hugnast ekki
það viðhorf að garðyrkjubændur
verði jafnvel kallaðir ríkisstyrktir
ölmusumenn.
„Þrjár tegundir grænmetis verða
niðurgreiddar og talað er um 15%
verðlækkun yfir heildina. Ég óttast
mest áhrif þessa. Neytendur munu
telja að þessi lækkun eigi að ganga
yfir allan markaðinn en ég get ekki
séð hvernig kartöflubændur eiga að
taka á sig 15% lækkun. Við fáum
ekkert á móti,“ segir Sigurbjartur.
Hann nefnir þó eitt jákvætt við
tillögurnar, þ.e. eftirlit með verð-
myndun á grænmeti og ávöxtum.
Ekki sé ástæða til þess fyrir fram-
leiðendur að óttast þann saman-
burð.
Jákvætt að auka kröfur
um hagræðingu
Þórhallur Bjarnason, agúrku-
bóndi á Laugalandi í Borgarfirði,
segist vera andvígur tillögunum,
einkum beingreiðslunum, en ekki
sé annað hægt en að taka þeim sem
orðnum hlut. Sumt sé þó jákvætt,
einkum kröfur um hagræðingu í
greininni þannig að standast megi
betur samkeppni frá útlöndum.
„Annars heyri ég ekki betur en
að órói sé í mönnum. Hálfgerð
styrjöld hefur ríkt í kringum okkur.
Við vinnum bara í okkar garðyrkju-
stöðvum og höfum haft lítið um
málin að segja. Menn hafa verið
uggandi um sinn hag. Tillögurnar
fela í sér miklar breytingar og
menn vita lítið hvernig þær munu
reynast,“ segir Þórhallur, sem hef-
ur efasemdir um að þær lækkanir
skili sér til neytenda sem talað hef-
ur verið um. Margt geti komið þar
til, s.s. hætta á hækkuðu heims-
markaðsverði og aukinni álagningu
í matvöruverslunum.
Óánægja meðal margra garðyrkjubænda með tillögur grænmetisnefndarinnar
Efast um að lækkun
skili sér til neytenda
Ótti uppi um að
útiræktun græn-
metis leggist af
hér á landi
Morgunblaðið/Þorkell
Framleiðendur íslensks grænmetis eru margir hverjir uggandi yfir tillögum grænmetisnefndar.
GUÐMUNDUR Hallvarðsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
segist hafa ákveðið að styðja frum-
varp til laga um lögleiðingu ólymp-
ískra hnefaleika eftir að hafa skoð-
að málið vandlega í nokkurn tíma.
Frumvarpinu var í vikunni vísað
til þriðju og síðustu umræðu m.a.
með þeim breytingum að það heit-
ir nú frumvarp til laga um áhuga-
mannahnefaleika. Guðmundur hef-
ur hingað til verið einn helsti
andstæðingur frumvarpsins. Það
var til umfjöllunar á síðasta lög-
gjafarþingi en hlaut ekki af-
greiðslu. Fyrir tveimur árum var
það á hinn bóginn fellt mjög naum-
lega í atkvæðagreiðslu. Líkur eru
því á að það fáist samþykkt á
þessu þingi.
Guðmundur segist vera búinn að
skoða málið í nokkuð langan tíma
og að hann hafi m.a. rætt við
áhugamenn um ólympíska hnefa-
leika. „Eftir að hafa heyrt þann
áhuga sem virðist ríkja á málinu
almennt taldi ég ekki eðlilegt að
standa gegn því,“ segir Guðmund-
ur. Vísar hann einnig til þess að
forystumenn Íþrótta- og Ólympíu-
sambands Íslands væru fylgjandi
því að ólympískir hnefaleikar yrðu
lögleiddir.
Guðmundur
Hallvarðsson
Styður lög-
leiðingu
ólympískra
hnefaleika
SAMFYLKINGIN hefur ákveðið að
hefja formlega kynningu á Evrópu-
úttekt Samfylkingarinnar þar sem
fara mun fram víðtæk kynning og
umræða um kosti þess og galla að Ís-
land sæki um aðild að Evrópusam-
bandinu. Kynningin mun fara fram
með opnum fundum víða um land og
á félagsfundum. Í haust mun síðan
fara fram allsherjaratkvæðagreiðsla
innan Samfylkingarinnar um afstöðu
félagsmanna til aðildarumsóknar að
Evrópusambandinu.
Össur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, sagði á blaða-
mannafundi sem boðað var til af
þessu tilefni, að eins og komið hefði
fram á allra síðustu dögum væri
ákaflega ólíklegt að það tækist að fá
Evrópusambandið til þess að upp-
færa EES-samninginn eins og
stjórnvöld hefðu óskað eftir. Bíða
þyrfti lengi eftir því og hann teldi,
sem einn af þeim sem sæti ættu í
EFTA/EES nefndinni af hálfu ís-
lenska þingsins, að það væri nánast
borin von að það kæmi eitthvað út úr
því.
„Þannig standa menn innan
skamms frammi fyrir því að þurfa að
taka afstöðu til þess hvort íslenska
þjóðin eigi að sækja um aðild að Evr-
ópusambandinu,“ sagði Össur.
Fyrsti flokkurinn sem setur
þessa ákvörðun í formlegt ferli
Hann sagði að Samfylkingin væri í
reynd fyrsti stjórnmálaflokkurinn
sem hefði sett þessa ákvörðun í
formlegt ákvörðunarferli. Það væri
gert í framhaldi af stofnfundi Sam-
fylkingarinnar þar sem hefði verið
ákveðið að fara í úttekt meðal annars
á hugsanlegum samningsmarkmið-
um Íslands. Þau væru kynnt í bók-
inni Ísland í Evrópu. Síðan hefði á
landsfundinum síðastliðið haust ver-
ið ákveðið að fara í mikla kynningu
og umræðu í flokknum um kosti og
galla aðildar og jafnframt þegar
henni væri lokið að ráðast í flokks-
kosningu. Þetta væri ný aðferð til að
leiða til lykta mikilvæg mál og yrði
örugglega ekki í síðasta skipti sem
Samfylkingin myndi fara þá leið.
Úrslit liggja fyrir 26. október
Vegna atkvæðagreiðslunnar hefur
verið ákveðið að kjörgögn verði send
út í byrjun októbermánaðar í haust.
Síðasti skiladagur eða viðurkenndur
póststimpill verður miðvikudagurinn
23. október og úrslit eiga að liggja
fyrir laugardaginn 26. október.
Verkefnisstjórn vegna Evrópu-
kynningarinnar og atkvæðagreiðsl-
unnar hefur verið sett á laggirnar og
eiga sæti í henni Svanfríður Jónas-
dóttir sem er formaður, Haukur Már
Haraldsson, Sif Sigmarsdóttir, Þor-
björn Guðmundsson og Ingvar
Sverrisson.
Kynningin fer fram með þeim
hætti að efnt verður til opinna kynn-
ingarfunda á vegum flokksins á
Akranesi, Ísafirði, Sauðárkróki, Ak-
ureyri, Húsavík, Fjarðabyggð, Höfn,
Selfossi og Reykjanesbæ, en loka-
fundur verður haldinn í Reykjavík.
Fyrsti fundurinn verður haldinn á
Akureyri næstkomandi laugardag 9.
febrúar, en á fundunum verða frum-
mælendur úr hópi skýrsluhöfunda
Íslands í Evrópu og lögð áhersla á að
kalla fram og upplýsa sem flest álita-
efni með atbeina sérstakra fyrir-
spyrjenda, auk þess sem fundargest-
ir koma með fyrirspurnir og setja
fram sitt álit.
Þá geta Samfylkingarfélög um allt
land einnig kallað eftir kynningu á
félagsfundum og verða slíkir fundir
skipulagðir í samráði við verkefnis-
stjórn en félögin sjá um þá að öðru
leyti. Jafnframt er gert ráð fyrir slík-
um fundum í tengslum við opnu
fundina.
Svanfríður Jónasdóttir, formaður
verkefnisstjórnar, sagði að með
þessum opnu fundum vildu þau
koma Evrópuumræðunni frekar á
framfæri og gefa fleirum en fólki í
Samfylkingunni kost á því að koma
og fræðast og spyrjast fyrir. Þau
hefðu orðið vör við þörf í þeim efnum
á þeim kynningarfundum sem þau
hefðu þegar haldið að á þá fundi
kæmi fólk úr öðrum flokkum sem
þyrsti í umræðu og þekkingu hvað
þetta snerti.
Samfylkingin ýtir úr vör formlegri kynningu á Evrópuúttekt flokksins
Kosið um aðildarum-
sókn að ESB í haust
♦ ♦ ♦
FJÓRTÁN tilboð hafa borist í
jarðvinnu vegna göngubrúar yfir
Miklubraut í Reykjavík sem Vega-
gerðin hefur boðið út. Lægsta til-
boðið er frá fyrirtækinu Afreki
ehf. í Reykjavík 30,5 milljónir
króna en það hæsta frá Böðvari
Sigurðssyni í Garðabæ, 70,2 millj-
ónir króna.
Áætlun Vegagerðarinnar hljóðar
upp á 35,1 milljón króna. Fyrir ut-
an hæsta og lægsta tilboðið voru
sjö á bilinu 30 til 40 milljónir og
sex á bilinu 40 til 47 milljónir
króna.
Allir bjóðendur eru með aðsetur
á höfuðborgarsvæðinu.
Göngubrú yfir
Miklubraut
Fjórtán
bjóða í
jarðvinnu