Morgunblaðið - 07.02.2002, Side 16

Morgunblaðið - 07.02.2002, Side 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ SVEITARSTJÓRI Bessa- staðahrepps segir til greina koma að flytja 8.–10. bekk grunnskólans heim í hrepp- inn en hingað til hafa börn í þessum árgöngum sótt skóla til Garðabæjar. Fyrir liggja teikningar að stækkun Álftanesskóla sem er for- senda þess að þetta verði mögulegt. Börn búsett í Bessastaða- hreppi ganga í 1.–7. bekk í Álftanesskóla en eftir það þurfa þau að sækja grunn- skóla annað. „Við erum svo með samning við Garðabæ um að hann taki við okkar börnum í 8., 9. og 10. bekk en umræðan um að flytja þessa bekki hingað heim og stækka Álftanesskóla meira er sífellt að verða sterkari,“ segir Gunnar Valur. „Ég geri ráð fyrir því að það verði brugðist við þessari umræðu á allra næstu árum og þá þurfum við að gera tvennt. Annars vegar að stækka Álftanesskóla enn frekar og eins þurfum við að stækka íþróttahúsið.“ Bætt við list- og verkgreinaálmu Börn búsett í Bessastaða- hreppi sem sækja umrædd- ar bekkjardeildir í Garða- skóla eru að sögn Gunnars á bilinu 100–110 talsins. Eins og staðan er í dag nota þessi börn almenningssamgöngur til að koma sér til og frá skóla en sveitarfélagið lætur þeim strætisvagnamiða í té. Gunnar segir allar áætl- anir um stækkun Álftanes- skóla fyrirliggjandi. Meðal annars eru til forteikningar af stækkuninni, unnar af Glámu-Kím arkitektum, sem að hans sögn yrðu notaðar kæmi þetta til framkvæmda. Að sögn Gunnars gera teikningarnar ráð fyrir að bætt verði við þriðju hæð- inni á list- og verkgreina- álmu skólans þar sem sjö almennar bóknámsstofur kæmu til viðbótar við þær sem fyrir eru. Þá er fyr- irhugað að álman verði lengd í átt að íþróttavöll- unum þar sem aðrar fjórar bóknámsstofur yrðu. Gunnar segir ekki hægt að segja til um hvenær af þessu gæti orðið en telur víst að þessi mál verði sterklega inni í umræðunni á næstu tveimur til þremur árum. Hann vill ekki gefa upp kostnaðartölur enn sem komið er en segir ljóst að þetta þýði þónokkurn fjár- festingarkostnað fyrir sveit- arfélagið. Bessastaðahreppur Teikning/Gláma Kím Suðvesturhlið list- og verkgreinaálmu Álftanesskóla, samkvæmt hugmyndum um útlit hennar eftir byggingu 3. hæðar hússins. Rætt um flutning eldri bekkja grunnskólans heim BÆJARRÁÐ Garðabæjarhefur ákveðið að láta vinnareglur um úthlutun lóða í bæjarfélaginu. Segir bæjar- stjóri að með þessu sé fullt tillit tekið til þeirra athuga- semda sem komu fram í ný- legum úrskurði félagsmála- ráðuneytisins um lóðaúthlut- anir í Ásahverfi. Eins og fram hefur komið kvað úrskurðurinn á um að bæjarstjórn hefði ekki farið að stjórnsýslulögum við út- hlutun byggingarlóðanna og beindi ráðuneytið þeim til- mælum til bæjarstjórnar að hún reyndi að tryggja að svo óvönduð málsmeðferð endur- tæki sig ekki. Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ, segir að með ákvörðun bæjarráðs sé verið að bregðast við þess- um tilmælum. „Við ákváðum að semja skýrar reglur sem umsækjendur lóða hafa þá til hliðsjónar þegar þeir sækja um og bæjarráð hefur síðan að leiðarljósi þegar lóðum er úthlutað. Þetta munum við gera við næstu úthlutun þannig að við tökum fullt til- lit til þeirra athugasemda sem félagsmálaráðuneytið gerði í úrskurðinum.“ Hún segir ekki búið að ákveða hvað reglurnar muni fela í sér. „Við þurfum að fara í ítarlega vinnu og skil- greiningar á því hvernig reglurnar eiga að vera og sú vinna er að hefjast. Ég geri ráð fyrir því að við gefum okkur góðan tíma í að vanda verkið.“ Ekki er ljóst hvenær næsta úthlutun fer fram en að sögn Ásdísar Höllu má gera ráð fyrir að það verði þegar síðustu lóðunum í Ása- hverfi verður úthlutað. Viðbrögð bæjarráðs vegna úr- skurðar félagsmálaráðuneytis Láta semja skýrar úthlut- unarreglur Garðabær VERÐLAUN í fjölskylduleik, sem haldin var í tilefni af kynningu á tillögu að nýju aðalskipulagi Kópavogs, voru veitt í gær. Það var Stefán Þ. Ingólfsson og fjöl- skylda hans sem hlutu verð- launin, árskort í Sundlaug Kópavogs. Leikurinn fór fram meðan á kynningu á tillögunni stóð og var hann fólginn í því að svara fimm spurningum um Kópavog rétt. Öll svörin var að finna í aðalskipulags- tillögunni en með þessu vildi skipulagsnefnd Kópavogs hvetja íbúa bæjarins til að kynna sér tillöguna. Á myndinni má sjá Ár- mann Kr. Ólafsson, formann skipulagsnefndar, afhenda fjölskyldunni verðlaunin. Morgunblaðið/Sverrir Verðlaun í skipu- lagsleik afhent Kópavogur HLUTFALL þeirra sölu- staða sem selja börnum und- ir 18 ára aldri tóbak hefur lækkað úr 58% í 14% á rúmu ári. Þetta eru niðurstöður Umhverfis- og heilbrigðis- stofu Reykjavíkur en í lok janúar var gerð könnun á tóbakssölu til barna í borg- inni. Eftirlitið fór fram á 160 sölustöðum tóbaks þar sem börn hafa aðgang en í des- ember sl. var sölustöðum tóbaks sent bréf þar sem boðað var að eftirlit færi fram í janúar í ár. Fram- kvæmd eftirlitsins var með þeim hætti að unglingar fóru milli sölustaða og óskuðu eftir því að fá keypt tóbak á meðan heilbrigðisfulltrúi beið fyrir utan verslunina. Færi sala fram fór heilbrigð- isfulltrúi inn á staðinn, gerði viðkomandi sölumanni grein fyrir málinu, skilaði tóbakinu og skrifaði eftirlitsnótu. Þeir unglingar sem tóku þátt eru í 9. bekk grunnskóla og var aflað samþykkis foreldra þeirra áður en eftirlitið fór fram. Niðurstaða könnunarinnar var sú að unglingarnir gátu keypt tóbak á 22 sölustöðum af 160 eða í 14% tilvika. Hlutfallslega var útkoman best í austurbæ í póstnúmeri 108 en enginn sölustaður, sem kannaður var á því svæði, seldi börnum tóbak. Verst var útkoman í Breið- holtshverfi þar sem 41% sölustaðanna seldi börnun- um tóbak. Séu niðurstöðurnar born- ar saman við fyrri kannanir heilbrigðisyfirvalda á tób- akssölu kemur í ljós að sala á tóbaki til barna hefur dregist töluvert saman í borginni. Í fyrstu könnun- inni sem gerð var í nóvem- ber árið 2000 var niðurstað- an sú að 58% sölustaða seldu börnum tóbak. Í janúar og febrúar árið eftir var talan komin niður í 49%. Í apríl 2001 reyndust 42% sölustaða selja börnum tóbak en það var síðasta könnun sem gerð var fyrir könnunina nú. Hrannar B. Arnarson, for- maður umhverfis- og heil- brigðisnefndar Reykjavíkur, segist himinlifandi með þess- ar niðurstöður. „Það hafa orðið algjör umskipti á einu ári í þessu umhverfi og greinilegt að ábyrgðarmenn og starfsfólk útsölustaðanna hafa tekið ábyrgð sína alvar- lega og staðið sig afskaplega vel í því að snúa þessari þró- un við.“ Hann segir að þessar já- kvæðu niðurstöður komi sér á óvart. „Ég verð að segja alveg eins og er að þó að þær aðgerðir sem við fórum í í fyrra hafi fengið mikla umræðu átti ég ekki von á því að þetta gengi svona hratt fyrir sig. Útsölustað- irnir hafa komið mér sann- arlega á óvart með hvað þeir hafa gripið fljótt í taumana og sýnt að þeir eru fyllilega þess trausts verðir að hafa þessa vöru í sölu.“ Hann bendir á að í raun sé árangurinn enn meiri en tölurnar gefa til kynna þar sem könnun, sem ÍTR stóð fyrir árið 1999, hafi leitt í ljós að 68% sölustaða hafi selt börnum tóbak. Sú tala hafi blasað við nefndinni þegar ákveðið var að fara í þessar aðgerðir.                  # $% ! &' (' )" *  ! +"   ! ," -$! .' / ! " 0  $! 1" 2   #!3 4" 2      ( ( 1+ 26    & &+ , 1+ ( &, #    6               26         Tóbakssala til barna minnkar Reykjavík HREPPSNEFND Bessastaðahrepps hefur ákveðið að veita afslátt á skólagjöldum Tónlistar- skóla Bessastaðahrepps vegna fimm vikna verk- falls tónlistarkennara í vetur. Var tillagan sam- þykkt einróma í nefnd- inni í síðustu viku. Afslátturinn nemur 15% af gjöldum yfir- standandi skólaárs og í samþykktinni segir að greiðsla skuli innt af hendi til foreldra eigi síðar en 15. febrúar næstkomandi. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá hafa flest sveitarfélög á höf- uðborgarsvæðinu einnig ákveðið að veita afslátt á skólagjöldum vegna verkfallsins og/eða vinna upp námstapið með auk- inni kennslu. Afsláttur vegna verkfalls Bessastaðahreppur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.