Morgunblaðið - 07.02.2002, Síða 20

Morgunblaðið - 07.02.2002, Síða 20
SUÐURNES 20 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ LÖGBANN var í gær sett á aðgerðir Sjómannafélags Reykjavíkur í Njarð- víkurhöfn og gat uppskipun hafist að nýju. Formaður Sjómannafélagsins segir að til greina komi að grípa til að- gerða næst þegar skipið komi en hol- lenska sjóflutningaverkamannasam- bandið telur aðgerðir íslenskra starfsfélaga sinna stangast á við stefnu Alþjóða flutningaverkamanna- sambandsins. Atlantsskip ehf. og Sjómannafélag Reykjavíkur hafa átt í deilum um kjör áhafnar hollenska leiguskipsins Radeplein sem Atlantsskip notar til að flytjar vörur fyrir varnarliðið milli Íslands og Bandaríkjanna. Félags- menn úr Sjómannafélagi Reykjavíkur stöðvuðu uppskipun í fyrradag, þar til um miðjan dag í gær að sýslumað- urinn í Keflavík varð við kröfu Atl- antsskipa um að setja lögbann á að- gerðir félagsins. Unnið var fram á kvöld við að losa skipið og lesta og var búist við því að það héldi aftur til Bandaríkjanna seint í gærkvöldi, eftir sólarhrings töf. Stefán Kjærnested, fram- kvæmdastjóri Atlantsskipa ehf., segir að félagið muni nú höfða staðfesting- armál og einnig krefjast skaðabóta vegna þess tjóns sem fyrirtækið hafi orðið fyrir. Jónas Garðarsson, formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur, segir að stjórnendur félagsins séu ánægðir með það að Atlantsskip fari í staðfest- ingarmál því það sé eina leiðin til þess að fá málið tekið fyrir í dómskerfinu. Hann kveðst vonast til að málið gangi hratt fyrir sig en Sjómannafélagið sé bundið af lögbanninu í þrjár vikur. Muni það bíða dómsniðurstöðu eða næstu komu skipsins, hvort sem yrði á undan og segir að til greina komi að grípa þá aftur til aðgerða. „Við getum ekki unað því að Atlantsskip brjóti milliríkjasamninga. Við munum ekki linna látum fyrr en það verða komin íslensk kjör um borð í þetta skip,“ segir Jónas. Atl- antsskip sendu frá sér í gær afrit af bréfi hollenska sjóflutningaverka- mannasambandsins, Dutch seafarers federation, til Alþjóða flutninga- verkamannasambandsins (ITF). Þar kemur fram að í gildi eru samningar hollenskra verkalýðsfélaga fyrir yfir- og undirmenn og þeir séu fyllilega í samræmi við núverandi reglur ITF. Hvetur sambandið Alþjóða flutninga- verkamannasambandið til þess að grípa til viðeigandi ráðstafana þannig að hið íslenska aðildarfélag starfi í samræmi við reglur ITF og stöðvi verkfallsaðgerðir þegar í stað. Að öðrum kosti verði sambandið að taka málið upp fyrir næsta fund vinnu- reglunefndar ITF. „Að okkar mati er ljóst að aðild- arfélög ITF eru bundin af stefnu sambandsins og það getur ekki við- gengist að aðildarfélag haldi uppi að- gerðum sem brjóta í bága við stefnu ITF án þess að til viðeigandi ráðstaf- ana verði gripið,“ segir í bréfinu. Lögbann sett á aðgerðir sjómanna gegn Atlantsskipum Hóta að halda aðgerðum áfram Njarðvíkurhöfn UNDIRBÚNINGUR að smíði grunnskóla í Innri-Njarðvík, Thork- elískóla, hefst á næsta ári, sömuleiðis undirbúningur að byggingu húss fyrir Tónlistarskóla Reykjanesbæj- ar. Það ár verða hafnar framkvæmd- ir við endurgerð Hafnargötu í Kefla- vík. Tillaga að fjárhagsáætlun Reykja- nesbæjar fyrir árin 2003 til 2005 var lögð fram í bæjarstjórn í fyrradag og samþykkt að vísa henni til síðari um- ræðu. Áætlaðar eru tekjur sveitarfé- lagsins, útgjöld og ákveðnar helstu framkvæmdir. Ellert Eiríksson bæj- arstjóri tekur fram að núverandi bæjarstjórn sitji aðeins fram í júní á þessu ári og því þyki ekki eðlilegt að binda um of hendur næstu bæjar- stjórnar varðandi einstakar fram- kvæmdir. Hann segir þó nauðsyn- legt að halda áfram með þær framkvæmdir sem komnar hafi verið inn á fyrri áætlanir og byggist þessi þriggja ára áætlun því að verulegu leyti á þeim. Skildar eru eftir 58 milljónir á næsta ári, 141 milljón á árinu 2004 og 183 milljónir á árinu 2005. Til heiðurs Thorcillius Meðal framkvæmda má nefna að lagður verður grunnur að dvalar- heimili og nýjum þjónustuíbúðum á árinu 2004. Leikskólinn Holt verður stækkaður um tvær deildir og lóðin lagfærð á árinu 2003. Það ár verður hafinn undirbúningur að smíði nýs grunnskóla, Thorkelískóla í Innri- Njarðvík, og að byggingu húss fyrir Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Að sögn Ellerts hefur verið áformað að Thorkelískóli taki til starfa á árinu 2007. Það ræðst að þó af íbúaþróun. Vinnuheitið Thorkelískóli er til heið- urs Jóni Þorkelssyni Thorchillius (1697–1759) sem var rektor Skál- holtsskóla og fræðimaður í Kaup- mannahöfn en hann var fæddur í Innri-Njarðvík. Á árinu 2004 á að hefja hönnun á nýjum leikskóla sem gert er ráð fyrir að verði tekinn í notkun árið eftir. Leikskólinn verður í Njarðvík, ann- aðhvort á Fitjum eða á Neðra-Nikk- elsvæði ef þar verður leyft að byggja, að sögn bæjarstjórans. Ljúka á endurbótum á Íþrótta- miðstöð Njarðvíkur á næsta ári og hefja byggingu innisundlaugar við sundmiðstöðina við Sunnubraut á árinu 2004. Framkvæmdir hefjast við endurgerð Hafnargötu á næsta ári og á því ári og því næsta á að halda áfram framkvæmdum við úti- vistarsvæði á Fitjum. Í fjárhagsáætluninni er miðað við að á tímabili verði langtímalán bæj- arsjóðs greidd hraðar niður en lána- samningar segja til um. Að sögn Ell- erts er einnig hugsanlegt að pen- ingarnir verði lagðir inn á bundna fjárvörslureikninga í evrum, fram að gjalddaga, ef það verður talið hag- stæðara. Hann segir að með þessu eigi að byggja upp gengistryggðan jöfnunarsjóð gagnvart skuldum bæj- arsjóðs. Gert er ráð fyrir því að heildar- skuldir Reykjanesbæjar lækki á tímabilinu, verði 3,5 milljarðar í lok næsta árs og 2,8 milljarðar í lok árs- ins 2005. Þá er gert ráð fyrir að skuldir á hvern íbúa lækki enn hrað- ar og verði komnar niður í 255 þús- und á íbúa í lok ársins 2005. 70% í rekstur Gert er ráð fyrir því að rekstrar- kostnaður lækki á hverju ári og verði 70% af tekjum á árinu 2005. Ellert segir að það eigi að takast án þess að gengið sé hart fram í niðurskurði. Hann gerir sér vonir um að stöðug- leiki verði í verðlagsmálum. Segir að ekki sé von á kollsteypum í launa- málum, eins og varð á síðasta ári. Fari verðbólgan hins vegar úr bönd- um muni þessi áætlun ekki standast, ekki frekar en aðrar. Þriggja ára fjárhagsáætlun til umræðu í bæjarstjórn Undirbúningur Thorkelí- skóla hefst á næsta ári Reykjanesbær OLÍUFÉLAGIÐ hf. hefur opnað ESSO-verslun að Norðurgarði 8, við höfnina í Sandgerði. Í versluninni eru á boðstólum hverskonar olíuvörur og rekstr- arvörur fyrir fyrirtæki og ein- staklinga, til dæmis hreinsiefni, verkfæri og pappírsvörur. Einnig verður hægt að fá vörur frá Vöruhúsi ESSO daglega. Á myndinni sést Hinrik Sig- urðsson verslunarstjóri í búðinni sem er björt og rúmgóð. Hinrik rekur einnig bensínstöð og Hrað- búð ESSO í Garði. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson ESSO-verslun við höfnina Sandgerði NÚ standa yfir „gleðivikur“ á leik- skólanum Klettaborg. Deildirnar á leikskólanum eru fjórar og hefur hver deild haft eina gleðiviku. Á mánudeginum eiga börnin að mæta í gulum fötum. Þeim er skipt í hópa, búa til hálsmen til að nota alla vik- una og þau læra táknið fyrir gult (í Tákn með tali). Á þriðjudegi mæta þau í rauðum fötum og læra táknið fyrir rautt, á miðvikudeginum er táknið grænt og á fimmtudegi blátt. Einn daginn fá þau að horfa á Emil í Kattholti og borða popp, einn dag- ur er dótadagur og einn daginn heimsækja þau aðra deild. Á föstu- deginum koma krakkarnir í nátt- fötum, rifja upp táknin og halda náttfataball. Meðfylgjandi mynd er tekin af börnunum á deildinni „Kattholti“ í náttfötunum, en þau urðu fyrst til að halda gleðiviku. Morgunblaðið/Guðrún Vala Krakkarnir á Kattholti á náttfataballi. Gleðivikur í Borgarnesi Borgarnes SÉRBÚIN iðjuþjálfunaraðstaða Heilsugæslustöðvarinnar á Akranesi og Skólaskrifstofu Akraness var ný- lega tekin í notkun í húsakynnum Grundaskóla á Akranesi, en skipu- legt samstarf fagfólks á þessum vett- vangi um starfrækslu svokallaðs barnateymis hefur verið til staðar frá árinu 1999. Við opnun aðstöðunnar í Grunda- skóla rakti Reynir Þorsteinsson, yf- irlæknir heilsugæslustöðvarinnar, aðdraganda að stofnun teymisins og þakkaði öllum þeim aðilum sem styrktu framtakið með búnaðar- kaupum fyrir góðan hug til verkefn- isins sem er greining ofvirknirask- ana, meðferð og ráðgjöf en einnig greining og meðferð ýmissa þroska- og geðraskana. Í teyminu starfa tveir sálfræðingar Skólaskrifstofu Akraness og barnalæknir sem kem- ur í heilsugæslustöðina vikulega auk þess sem iðjuþjálfi starfar í beinum tengslum við teymið. Aðgang að teyminu hafa öll börn sem búsett eru á Akranesi og eru yngri en 18 ára. Á fyrsta starfsári teymisins voru 17 börn til umfjöll- unar og voru drengir 70% hópsins. Annað starfsárið var fjallað um mál 22 barna í teyminu og fóru 16 börn formlega í gegnum ofvirknigrein- ingu. Vinna greiningarteymisins hef- ur skilað miklum árangri og er að verða fyrirmynd starfshátta í þess- um málaflokki í öðrum sveitarfélög- um. Sérstök fjárveiting hefur fengist til starfsemi teymisins til þriggja ára. Sérbúin aðstaða fyrir iðjuþjálfun barna í notkun Akranes ÞRÍR efstu menn á lista Framsókn- arflokksins við síðustu sveitarstjórn- arkosningar lýstu því yfir á fundi í Framsóknarfélagi Árborgar sl. mánudag að þeir gæfu ekki kost á sér til setu á lista við bæjarstjórn- arkosningarnar í vor. Þetta eru Kristján Einarsson, nú- verandi forseti bæjarstjórnar, María Hauksdóttir og Þorvaldur Guð- mundsson. Kristján hefur átt sæti í bæjarstjórn Selfoss og síðan Ár- borgar í tólf ár. Sama er að segja um Maríu, sem sat í átta ár í hrepps- nefnd Sandvíkurhrepps og síðan fjögur ár í bæjarstjórn Árborgar. Flokkurinn hefur tvo fulltrúa í bæj- arstjórn en Þorvaldur hefur verið formaður skipulags- og byggingar- nefndar Árborgar síðastliðið kjör- tímabil. „Þetta er gífurlega viðamikið og tímafrekt að vera í forystu í sveit- arstjórn en einnig mjög gjöfult þar sem maður vinnur með skemmtilegu fólki. Ég er þakklátur þeim sem greitt hafa götu mína í gegnum tíð- ina í þessum félagsstörfum,“ sagði Kristján Einarsson. Á fundi framsóknarfélagsins voru rædd framboðsmál til næstu kosn- inga og mun félagið viðhafa forkönn- un meðal félagsmanna um mögulega frambjóðendur. Þrír efstu menn Framsóknar ætla að hætta Selfoss

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.