Morgunblaðið - 07.02.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.02.2002, Blaðsíða 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 27 TONY Blair, forsætiráðherra Bret- lands, sagði fyrir upphaf ferðar sinn- ar til fjögurra Afríkuríkja í gær að brýnt væri að bregðast við fátækt í álfunni til að koma í veg fyrir að hryðjuverkasamtök nái að hreiðra þar um sig. Blair var væntanlegur til Nígeríu í gærkvöld, en aðrir áfangastaðir hans í Afríkuförinni verða Ghana, Sierra Leone og Senegal. Mun ferðalagið taka heila viku. Pólítiskir andstæð- ingar forstætisráðherranns höfðu gagnrýnt förina og líkt henni við „sýndarutan- ríkisstefnu“, en Blair vís- aði því alfarið á bug í við- tali við dagblaðið The Times í gær. Þar varaði hann við því að ef auð- ugustu ríki heims legðu ekki sitt af mörkum til að bæta stöðu Afríkuríkja væri hætta á að dæmið um Afganistan endurtæki sig. Blair kvaðst líta á för sína sem und- irbúning fyrir fund átta helstu iðnríkja heims í Kanada í júní, þar sem stendur til að ræða sérstaka þróunaráætlun fyrir Afríkuríki. „Okkur ber skylda til að grípa til aðgerða og við getum lagt okkar af mörkum,“ sagði forsætisráðherrann við The Times. „Ástæða þess hve ég legg mikla áherslu á þetta er sú að ég tel að við höfum nú besta tækifærið á heilum mannsaldri til að láta gott af okkur leiða.“ Blair segir brýnt að bregð- ast við fátækt í Afríku Abuja, London. AFP, AP. Tony Blair SÚ saga er gjarnan sögð um Elísa- betu Englandsdrottningu að hún hafi klifrað upp í tré í Kenýa og stig- ið aftur til jarðar sem drottning alls Bretaveldis. Þjóðsaga þessi á sér rætur í þeirri staðreynd að hin unga krónprins- essa var stödd í fjallgöngu í Kenýa þegar fréttir bárust af því að faðir hennar, Georg VI., væri fallinn frá. Er sagt að Elísabet og fylgdarmenn hennar hafi neyðst til að klifra upp í nálæg tré þegar þeim varð ljóst að innan seil- ingar var heil hjörð trylltra fíla. Sama dag bárust fregnirnar um andlát Georgs, sem fyrr segir. Er Elísabet sögð hafa grátið þegar henni voru færðar fréttirnar en síð- an tók hún á sig rögg og ákvað að snúa þegar heim á leið til að vera með sínum nánustu. Þetta gerðist 6. febrúar 1952 og í gær voru því nákvæmlega fimmtíu ár liðin síðan Elísabet krónprinsessa varð Elísabet II. Englandsdrottning. Krýning hennar fór þó ekki fram fyrr en 2. júní 1953. Elísabet er núna 75 ára gömul amma sex barna. Hún sinnir störfum sínum sem fyrr, hittir erlenda sendi- menn og eigin þegna og ferðast um heiminn í því skyni að halda uppi merki Bretaveldis. En margt hefur breyst á þeim fimmtíu árum sem hún hefur setið á valdastóli. Breyttir tímar Elísabet var ung kona, aðeins 25 ára gömul, þegar hún neyddist til að takast á við nýtt og krefjandi hlut- verk. Winston Churchill var for- sætisráðherra í Bretlandi, Harry S. Truman, forseti Bandaríkjanna, og Jósep Stalín var enn við völd í Sov- étríkjunum. Dagar hins breska stór- veldis voru taldir og aðrir höfðu tek- ið forystuna í heimsmálunum, um það efaðist enginn. Aðstæður heima fyrir voru erf- iðar. Matarskömmtun var við lýði, svo dæmi sé tekið, og á einu af hverj- um þremur heimilum var ekki að finna baðaðstöðu. Einungis örfáir bjuggu svo vel að eiga sjónvarps- tæki. Þá var öldin önnur. Bretar hafa ávallt haldið nafni El- ísabetar I. Englandsdrottningar hátt á loft en tími hennar á bresku krúnunni, sem varði um fjörutíu ár og allt til 1603, var tími glæstra sigra konungdæmisins breska. Bret- land varð stórveldi á hafinu og lista- líf var með miklum blóma. Vonuðu margir að Elísabet önnur myndi ríkja yfir annarri eins landvinn- ingatíð. Og sannarlega hafa orðið breyt- ingar í tíð Elísabetar. Það Bretland sem hún erfði frá föður sínum er Steig til jarðar sem drottning alls Bretaveldis 50 ár liðin frá því að Elísabet varð drottning Englands við fráfall föður hennar Georgs VI. Elísabet Englands- drottning veifar til al- mennings við sveita- býli sitt í gær. London. The Baltimore Sun, The Washington Post, AFP. ekki það sama og hún drottnar yfir í dag. Tími hinna fyrirferðarmiklu verksmiðja er liðinn og í staðinn starfa flestir við þjónustu ýmiss kon- ar, verslun og viðskipti. Áhrifin frá meginlandi Evrópu eru augljós því þó að Bretar séu tregir í taumi hafa þeir verið meðlimir Evrópusam- bandsins frá 1973, með öllu sem því fylgir. Fram á sjónarsviðið hafa einnig komið einstaklingar, sem óumdeilanlega settu svip á söguna, s.s. Bítlarnir og Mar- grét Thatcher, fyrrver- andi forsætisráðherra. Allt hefur þetta gerst í tíð Elísabetar þó að sjálfsagt sé erfitt að halda því fram að helst beri að þakka henni þá sigra sem unnist hafa. Raunar gerast þær raddir æ háværari að konungs- fjölskyldan breska sé hálfgerð tíma- skekkja. Efnt til hátíðahalda í vor Elísabet hefur sjálf kosið að minn- ast ekki sérstaklega þeirra tíma- móta, þegar hún varð drottning. Hefur henni ekki þótt það við hæfi þar sem minning föður hennar er henni kær. Í staðinn er ráðgert að í vor verði efnt til viðamikilla hátíða- halda víðs vegar um Bretland. Vandinn er hins vegar sá að breskur almenningur virðist lítt uppveðraður yfir þessum tímamót- um, gjörólíkt því sem var fyrir ald- arfjórðungi síðan þegar haldið var upp á 25 ára veru Elísabetar á bresku krúnunni. Virðist sem ekki ríki lengur sá einhugur um kon- ungsfjölskylduna bresku meðal al- mennings og var þegar Elísabet settist á valdastól. Ef til vill þarf engan að undra þessi tíðindi. Tímarnir breytast og mennirnir með og fylgispekt við fornar hefðir minnkar með hverju árinu. Virðist mörgum sem drottn- ingin sé æ meira utanveltu og óþörf, forngripur frá liðinni tíð. Hefur auðvitað ekki hjálpað til að meðlimir konungsfjölskyldunnar hafa á síðustu árum gert ýmislegt til að gefa óprúttnum dagblöðum til- efni til að fjalla um þeirra málefni þannig að ekki er til sóma. Hitt benda stuðningsmenn kon- ungdæmisins á að sjálf hafi drottn- ingin ávallt haldið virðingu sinni og að hún sé orðin eldri en tvævetur, hafi staðið af sér meiri ágjöf en þá sem nú um stundir leikur um hirð hennar. Ennfremur sé jafnvíst að þegar sól tekur að hækka á lofti muni breskur almenningur fara í sitt besta púss og fagna drottningu sinni sem aldrei fyrr. Þegar á reyni muni drottningin reynast það sam- einingartákn sem henni er uppálagt að vera. ’ Virðistmörgum sem drottningin sé æ meira ut- anveltu ‘ Skotið var af fallbyssum við Lundúnaturn (e. Tower of London) í gær í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá því að Elísabet II. varð Englandsdrottning. Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.