Morgunblaðið - 07.02.2002, Page 28

Morgunblaðið - 07.02.2002, Page 28
ERLENT 28 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Bankastræti Sími: 551 3140 Velkomin á LANCÔME kynningu í dag og á morgun föstudag. Snyrtifræðingur aðstoðar þig við val á snyrtivörum og litum. Notaðu tækifærið og fáðu faglegar ráðleggingar Allir sem koma fá sýnishorn af AMPLICILS augnháralitnum* Glæsilegir kaupaukar Mikilfengleg augnhár, þétt, aðskilin og fallega sveigð AMPLICILS NÝTT Einstök formúlan, Ampliflex®, og sérstakur burstinn gefa augnhár- unum nýja vídd með aukinni fyll- ingu. TRÚÐU Á FEGURÐ *Á meðan birgðir endast. heimsækið www.lancome.com AFGANINN Shah Mohammed seg- ist vera drenglyndur maður og þess vegna sé hann kvæntur tveimur kon- um. Hann hafi komist að þeirri nið- urstöðu fyrir tveimur árum að fram- boðið á gjafvaxta konum væri meira en eftirspurnin vegna tveggja ára- tuga borgarastríðs og hann hafi vilj- að leggja sitt af mörkum til að ráða bót á þessu misvægi. „Það er siðferðilega rétt og göf- ugmannlegt að eiga tvær konur,“ segir Mohammed. „Vegna þess að svo margir karlmenn hafa fallið eða farið frá Afganistan í stríðinu eru hér margar fjölskyldur með þrjár, fjórar og jafnvel fimm stúlkur sem geta ekki fundið góðan eiginmann. For- eldrar þeirra þjást vegna þess að þeir þurfa að framfleyta svo mörgum stúlkum.“ Mohammed sér ekkert athugavert við að 54 ára kvæntur karlmaður eins og hann taki sér 17 ára stúlku fyrir konu. „Hvers vegna ekki?“ seg- ir hann og hlær. „Á ekki rétt á sér í nútímasamfélagi“ Raunar benda upplýsingar mann- talsskrifstofu Bandaríkjanna til þess að karlar séu fleiri en konur í öllum aldursflokkum í Afganistan þrátt fyrir stríðið. Hvað sem því líður segja kvenréttindahreyfingar að fjölkvæni hafi færst í aukana í Afg- anistan á síðustu tíu árum, eða eftir að hernámi Sovétmanna lauk. Múja- hedínar, sem komust til valda eftir fall leppstjórnar Sovétmanna, og síð- ar talibanar söfnuðu eiginkonum til að mægjast voldugum fjölskyldum. Hermenn þeirra og aðrir Afganar, sem höfðu efni á því, fóru að dæmi þeirra. Á sama tíma og fjölkvæni færðist í aukana minnkuðu réttindi afganskra kvenna, einkum á valdatíma talib- ana. Nú þegar ný stjórn hefur komist til valda og athygli umheimsins bein- ist að Afganistan beita margar kven- réttindahreyfingar sér fyrir því að Afganar hverfi frá fjölkvæni. „Fjölkvæni kann að hafa verið skiljanlegt þegar Múhameð spámað- ur var uppi en það á ekki rétt á sér í nútímasamfélagi,“ segir Shoukria Haidar, formaður Negar, hreyfingar sem berst fyrir kvenréttindum í Afg- anistan. Múslímar mega eiga fjórar konur, samkvæmt Kóraninum. Fatana Said Gailani, framkvæmdastjóri Afg- anska kvennaráðsins, segir að skort- ur hafi verið á karlmönnum þegar Múhameð heimilaði fjölkvæni. „Spá- maðurinn mikli Múhameð sagði að karlmenn ættu ekki aðeins að kvæn- ast kynlífsins og ánægjunnar vegna heldur til að ala önn fyrir konum sem áttu bágt eða voru ekkjur með mörg börn.“ Greiddi „stórfé“ í kvonarmund Haji Abdul Ghafar, 75 ára eigandi bílaverkstæðis í Kabúl, hefur kvænst fjórum sinnum á 24 árum og kveðst hafa sóst eftir ungum konum. „Allir sem kvænast aftur vilja einhverja sem er yngri og betri en fyrri eig- inkonurnar.“ Hefð er fyrir því í Afganistan að brúðguminn greiði fjölskyldu brúð- arinnar kvonarmund. „Ég borgaði þeim 10.000 afgani, sem var stórfé á þessum tíma, 210 kíló af hrísgrjón- um, 70 kíló af kjöti, 70 kíló af hveiti, 21 kíló af kartöflum, 21 kíló af lauk, 5 gallon af bensíni og 700 kíló af eldi- viði,“ segir Dullah, 75 ára slátrari í Kabúl, um annað brúðkaup sitt fyrir rúmum þremur áratugum. Foreldrarnir velja makana Þegar Afganar ganga í hjónaband í fyrsta sinn velja foreldrarnir nær alltaf maka þeirra. Hjónaefnin hitt- ast yfirleitt í fyrsta sinn eftir að þau eru lofuð. Sumir Afganar kvænast aftur vegna þess að þeim hugnast ekki fyrsta eiginkonan og ganga að eiga konu sem þeir fella ást til. Aðrir eru sáttir við að fjölskyldur þeirra velji eiginkonurnar. Haji Sardar Mohammed, 55 ára forn- gripasali, leyfði fyrstu eiginkonu sinni, Bashtun, og tveimur systrum sínum að velja aðra konu sína. Basht- un aðstoðaði við að undirbúa brúð- kaupið og var viðstödd athöfnina. „Ég var ánægð með að maðurinn minn skyldi kvænast aftur. Ég var þreytt. Ég átti mörg börn og hafði ekki nægan tíma til að annast þau,“ segir Bashtun, sem á átján börn og stjúpbörn. „Hún er besti vinur minn og er mér eins og dóttir.“ Dæmi eru um að Afganar kvænist aftur vegna þess að fyrsta eiginkon- an gat ekki alið þeim börn. „Jafnvel þótt fyrsta konan mín hefði aðeins gefið mér blinda dóttur hefði ég ekki kvænst aftur, en hún gat ekki alið mér neitt barn,“ segir Alhaj Sardar Ebadi, 64 ára fyrrverandi lögreglu- maður í Kabúl. Fyrsta eiginkona hans, Sajia, segist hafa grátið sáran þegar hún frétti að hann hefði fastn- að sér aðra konu. „En seinna hugsaði ég með mér að úr því að hann vildi barn þá væri þetta rétt, þannig að ég sætti mig við það.“ „Ég vissi ekki að hann var þegar kvæntur þegar samið var um fest- arnar,“ segir Naqiba, önnur eigin- kona lögreglumannsins fyrrverandi. „Auðvitað var ég æst. En ég gat ekki gert neitt við þessu vegna þess að við erum Afganar.“ Eiginkonurnar segjast vera orðn- ar góðir vinir og að Sajia hafi hjálpað Naqiba að ala upp sjö börn hennar. Ebadi segir aftur á móti að þetta fyr- irkomulag hafi angrað hann í mörg ár. „Þær sváfu báðar í eigin her- bergjum í íbúðinni okkar. Í hvert sinn sem ég eyddi nóttinni með ann- arri þeirra hugsaði ég um hina og sá hana fyrir mér kveljast af einsemd.“ Vill ekki gifta dóttur sína kvæntum manni Þótt kvenréttindahreyfingarnar vilji binda enda á fjölkvæni í Afgan- istan efast þær um að það takist í ná- inni framtíð. Þær telja líklegra að fjölkvæni leggist af smám saman eft- ir því sem fleiri konur starfa utan heimilisins og berjast fyrir réttind- um sínum. Hugsanlegt er að afganskir karl- menn stuðli líka að slíkri breytingu með því að neita að festa kvæntum mönnum dætur sínar. „Alls ekki!“ segir einn tvíkvæntu mannanna þeg- ar hann er spurður hvort hann myndi gifta kvæntum manni dóttur sína. Fjölkvæni að færast í aukana í Afganistan Reuters Afganskar konur, klæddar búrkum, sem hylja þær frá hvirfli til ilja, í skotti bifreiðar í Kabúl. Kabúl. Newsday. KJÓSENDUR í ensku borgun- um Liverpool og Sheffield munu fá tækifæri til þess í sveitar- stjórnarkosningunum í maí að ráðstafa atkvæði sínu um far- síma, það er að segja með SMS- skilaboðum. Tilgangurinn með því að nota tæknina með þessum hætti er að auka kjörsóknina að því er BBC, breska ríkisútvarpið, hafði eftir Nick Raynsford, ráðherra sveit- arstjórnarmála. Var frá þessu skýrt um leið og nefnd, sem fjallað hefur um nýjar kosninga- aðferðir, hvatti til rafrænna kosninga en þó ekki fyrr en ör- yggi þeirra hefði verið fulltryggt. Raynsford sagði, að þetta væri aðeins fyrsta skrefið en auk þess, sem unnt verður að kjósa um farsíma, verður líka hægt að kjósa með hjálp stafræns sjón- varps í nokkrum kjördeildum í borgunum fyrrnefndu. Þeir, sem ætla að kjósa með farsíma, fá sérstakt PIN-númer í því skyni en í Swindon verður hægt að nota takkasíma. Aukning í Arizona Eins og áður segir vonast menn til, að þessi tækni og netið verði til að auka kjörsókn en í síðustu þingkosningum í Bret- landi fór hún niður fyrir 60%. Fyrsta bindandi, pólitíska net- kosningin fór fram í forkosning- um bandarískra demókrata í Ari- zona í mars 2000 og þá jókst þátttakan um 676%. Andstæðingar rafrænna kosn- inga segjast helst óttast, að svikahrappar muni ávallt finna einhverja leið til að hafa áhrif á þær og að auki telja þeir, að með þeim sé verið að ganga á hlut á þeirra, sem ekki eru nettengdir. Kosið með farsím- um og sjónvörpum STJÓRNVÖLD í Lýðveldinu Kongó tóku í gær dræmt í yf- irlýsingu Belgíustjórnar frá því á þriðjudag, þar sem morðið á sjálfstæðisleiðtoganum Patrice Lumumba árið 1961 er harmað. Utanríkisráðherrann Louis Michel baðst á þriðjudag afsök- unar fyrir hönd belgískra stjórnvalda á þætti Belga í morðinu á Lumumba og lýsti „djúpstæðri og einlægri eft- irsjá“. Las Michel yfirlýs- inguna upp á fundi í belgíska þinginu, þar sem skýrsla um dauða Lumumbas var til um- fjöllunar. Í skýrslunni, sem var lögð fram í nóvember sl. eftir 18 mánaða vinnu, segir að ekki hafi reynst unnt að tengja belg- ísk stjórnvöld beint við morðið. Ákveðnir belgískir ráðherrar eru þó sagðir hafa borið „sið- ferðilega ábyrgð“ með því að hafa ekki gripið til ráðstafana til að koma í veg fyrir það. Þá kunngerði Michel að Belgar hygðust leggja fram 3,75 milljónir evra, eða um 330 milljónir króna, til að setja á fót stofnun til minningar um Lum- umba, sem meðal annars myndi styrkja unga Kongóbúa til náms. Patrice Lumumba varð fyrsti forsætisráðherra Lýðveldisins Kongó eftir að landið hlaut sjálfstæði frá Belgíu í júní árið 1960. Hans er minnst sem eina lýðræðislega kjörna leiðtoga landsins, en aðeins fjórum mánuðum eftir að hann tók við embætti var honum steypt af stóli. Í desember 1960 var hann tekinn höndum af liðsmönnum forsetans Josephs Kasavabu og fluttur til Katanga-héraðs, sem var undir stjórn uppreisnar- manna, þar sem hann var myrt- ur í janúar 1961. Líkið fannst ekki Lík Lumumba fannst aldrei og ekki hefur verið upplýst hvernig dauða hans bar að. Á sínum tíma var bandaríska leyniþjónustan, CIA, meðal annars bendluð við morðið vegna tengsla Lumumbas við Sovétmenn. Sonur Lumumbas, François, sem fer fyrir eigin flokki í Lýð- veldinu Kongó, var viðstaddur umræðurnar í belgíska þinginu á þriðjudag og hrósaði Belgíu- stjórn fyrir „pólitískt hug- rekki“. Harma morðið á Lumumba Brussel, Kinshasa. AFP, AP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.